Fréttablaðið - 25.02.2005, Blaðsíða 31
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { FERMINGAR } ■■■■ 5
Óhjákvæmilegt er að af-
gangar verði af hinu og
þessu þegar búið er að
halda stórar veislur. Þá
reynir á útsjónarsemina
og hagsýnina! Þeyttur
rjómi er eitt af því sem
oft stendur eftir í skál-
um hér og þar. Þótt
hann sé ekki það kræsi-
legasta að kvöldi veislu-
dags er óþarfi að fleygja
honum. Frystið hann
frekar í ísteningamóti.
Þá eigið þið alltaf til-
tækan rjóma í sósurnar.
Ef of mikið hefur verið
keypt af kaffidufti er
gott ráð að skella því í
frystinn. Þá heldur það
mun betur bragðinu en í
eldhússkápnum.
Til að fá stökka og
fallega skorpu á brauðin
er gott ráð að skvetta
1/2 bolla af vatni inn í
hliðar ofnsins rétt áður
en brauðin eru fullbökuð.
Ráð
- Bakstur er okkar fag -
Við bjóðum upp á
heildarlausnir
fyrir ferminguna
Komdu við og bakarameistarar
okkar leggja á ráðin með þér
Bleik og flott veisla
María Rut Róbertsdóttir finnst fermingin spennandi.
„Ég ákvað strax að fermast og fór
að spá í þetta fyrir þremur árum
þegar frænka mín fermdist,“ segir
María Rut Róbertsdóttir aðspurð
hvort hún hafi velt því fyrir sér
hvort hún ætti að fermast eða ekki.
Hún mun fermast í Grafarvogs-
kirkju þann 17. apríl og undirbún-
ingurinn hófst fyrir jól.
„Ég veit ekki alveg af hverju ég
er að fermast,“ segir María Rut en
telur upp tvo af sínum jafnöldrum
sem fermast ekki sökum þess að þeir
eru annarrar trúar eða trúa ekki.
„En ég er trúuð,“ segir María Rut.
Hún segist alls ekki upplifa þetta
sem einhverja fullorðinsvígslu en
telur það þó vera mjög merkilegt að
fermast. „Mér finnst þetta allt
saman mjög spennandi,“ segir
María Rut.
„Ég hef mikið hugsað um veisl-
una og hún á að vera bleik og flott,“
segir María Rut ákveðin og segist
hún spjalla um servíettur og kerti
við vinkonur sínar. Fermingar-
fræðsluna sjálfa ræðir hún lítið og
val hennar á ritningarorðunum sem
hún mun fara með: „Sælir eru
hjartahreinir því þeir munu guð sjá.
Mér finnst það svo fallegt,“ segir
María Rut að lokum.
María Rut spjallar við vinkonur sínar um
servíettur, kerti og fleira tengt veislunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Fermingar-
sálmur
Svona fermdust íslensk
börn á áttunda áratugnum.
Sturla er loksins fermdur dýrum varningi
kalda borðið stendur, lokið barningi
pabba og mömmu, afa og ömmusystranna
sem lánuðu þeim fínu blúndudúkana
úr Húsmæðra
Vasatölva og prímus, sjálftrekkt ómega
ritsafn Einars Kvaran, upplýst jarðkúla
heillaskeytin streyma heillakarlsins til
elsku Sturla sértu velkominn
í tölu kristinna...
(Pétur Gunnarsson og Spilverk þjóðanna)
Aðstoða við undirbúning
fyrir stóra daginn
Fyrirtækið Amuzo sérhæfir sig í stórviðburðum.
Fyrirtækið Amuzo sérhæfir sig í að
halda utan um undirbúning og skipu-
lagningu á ýmiss konar stórviðburðum í
lífi fólks – þar með talið fermingu.
Amuzo finnur til dæmis hentuga stað-
setningu, hárgreiðslu, veitingar, föt,
söngvara og margt fleira. Margir
gleyma sér í stressi við undirbúning á
fermingunni en Amuzo sér til þess að
fermingarbörnin og þeirra nánustu geti
notið þessa tíma. Hægt er að hafa sam-
band við fyrirtækið í gegnum tölvupóstinn amuzo@amuzo.net eða í
síma 868 7866. Einnig er hægt að kíkja inn á heimasíðuna amuzo.net.