Tíminn - 05.01.1975, Side 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 5. janúar 1975.
Á NÝJU ÁRI
Það er óþarft að rifja upp
atburði þjóðhátiðarársins sem
nú hefur kvatt, en við áramót er
eölilegt að menn reyni að gera
sér grein fyrir þvi hvað fram
undan er, hvern arf nýtt ár tek-
ur frá því liðna og hver vanda-
mál hæst ber. Augljóslega eiga
íslendingar nú fyrst og fremst
við tvö vandamál að glima,
tvenns konar arf frá fyrra ári.
Náttúruhamfarirnar
Það fer ekki á milli mála að
hinar ógurlegu náttúruhamfarir
i Neskaupstað leggja stjórn-
völdum og þjóðinni allri miklar
skyldur á herðar. Þar er um að
ræða stórverkefni i endurreisn
atvinnutækja, jafnframt þvi
sem bæta verður það tjón annað
sem unnt er að bæta. Mannslif
verða ekki bætt, en um fram allt
verður lif og starf fólksins þar
eystra að komast svo fljótt sem
mögulegt er i eðlilegt horf.
t ofviðrinu sem geisaði um
norðan- og austanvert landið i
desember kom það i ljós hversu
illa ibúar þessara héraða eru
staddir hvað snertir rafmagn.
Það er ekki i mannlegu valdi að
standa gegn illviðri, en hitt er
hneisa að svo illa skuli vera búið
að stórum héruðum að lifi fólks
og eignum þess sé stefnt i bráð-
an voða meðan aðrir baða sig i
jólaljósunum. Hér er greinilega
óunnið geysilegt verk sem ekki
verður unnið á neinni svip-
stundu.
A nýliðnu ári vannst sá stór-
sigur að Byggðasjóði var ætlað
fast árlegt tillag miðað við
þjóðartekjur. Hér er ekki um
timabundna ákvörðun að ræða
heldur mótun stefnu til fram-
búðar, og er mikið undir þvi
komið að framkvæmdir verði i
samræmi við þann góða ásetn-
ing sem réð ákvörðun Alþingis i
þessu efni.
óðaverðbólgan
Annar arfur nýliðins árs er sú
geigvænlega verðbólga sem æð-
ir yfir efnahagslif þjóðarinnar
og raunar flestra nágranna-
þjóða okkar. Vitaskuld getum
við ekki hindrað það að erlend
verðbólga hafi sin áhrif hér inn-
an lands, svo mjög sem við er-
um háðir utanrikisviðskiptum.
Hitt á að vera i okkar valdi
sjálfra að verðbólgan innan
lands verði ekki meiri en gerist i
helztu viðskiptalöndum okkar.
Sú rikisstjórn sem tók við völd-
um á siðasta hausti hefur sett
sér það meginverkefni að vinna
bug á hinni sérislenzku óðaverð-
bólgu og verður að treysta þvi
að ekkert verði til sparað að
sigri, eða að minnsta kosti
áfanga, verði náð i þeirri bar-
áttu á þessu ári. Jafnframt
verður þjóðin sjálf, og almanna-
samtökin i landinu, að gera sér
grein fyrir þeim skyldum sem
þeim eru á herðar lagðar ef
árangri skal náð.
Landhelgismálið
Útfærsla landhelginnar er enn
meginverkefni Islendinga á þvi
ári sem nú gengur i garð. Það er
ekkert smáviðvik að færa út úr
50 mllum i 200, svo sem fjar-
lægðirnar sjálfar sýna. Hjá þvi
getur ekki farið að auka þarf og
bæta landhelgisgæzluna til að
mæta nýjum aðstæðum og verk-
efnum, en i annan stað að kynna
rækilega hagsmuni og sjónar-
mið íslendinga á erlendum vett-
vangi. Reynslan hefur kennt
okkur að i þessu máli verðum
við að treysta á okkur sjálfa, og
er fyrir öllu að enginn bilbugur
verði á íslendingum fundinn.
Það er sjálfsagt að reyna samn-
inga og sættir að þvi marki sem
hagur og réttur þjóðarinnar
leyfir, en hinu verður ekki
breytt að það sem máli skiptir
eru sjálfstæðar ákvarðanir
sjálfstæðrar þjóðar.
Hvernig kemur
kjararýrnunin niður?
Það er ljóst að nokkur kjara-
rýrnun varð á siðara hluta þjóð-
hátiðarársins, og kom hún raun-
ar engum á óvart eins og allt
var I pottinn búið i efnahags-
málum. Nú þarf að lita á það af
mikilli gaumgæfni hve réttlát-
lega kjararýrnunin hefur komið
niður á hinum ýmsu samfélags-
hópum. 1 okkar samfélagi eru
nokkrir minnihlutahópar sem
gjarna bera mjög skarðan hlut
frá borði. Þar ber fyrst að nefna
þá sem af ýmsum ástæðum geta
ekki séð sér farborða, svo sem
elli- og örorkulifeyrisþega. Þvi
er haldið fram að kjararýrnunin
hafi komið þyngra niður á þessu
fólki en ýmsum þeim sem njóta
fullra starfskrafta. Ef eitthvað
er hæft i þessu verður að bæta
þar úr umsvifalaust.
í ööru lagi má nefna það fólk
sem býr i leiguhúsnæði, en eins
og allir vita liggur við að húsa-
leiga á íslandi sé almennt okur
Sérstaklega ber að vara við þvi
að svo kynni að fara að sam-
dráttur yrði i ibúðabyggingum,
en slikt hefði iskyggilegar af-
leiðingar fyrir þá sem minnst
mega sin að þessu leyti. Mikil-
vægt er að ráðizt verði I fram-
kvæmd á þeirri áætlun vinstri-
stjórnarinnar að reisa leiguhús-
næði viða úti um land sem leigt
verði við hóflegu gjaldi.
Vissulega má benda á fleiri
slika samfélagshópa þótt hér
verði látið staðar numið. En
minna má á að verkalýðs-
hreyfingunni er mikill vandi á
höndum að standa betur vörð
um hagsmuni láglaunafólksins
en hún reyndist fær um á siðasta
ári.
Ýmsar blikur
á lofti erlendis
Þjóðinni munu að sjálfsögðu
mæta mörg og margvisleg önn-
ur vandamál og úrlausnarefni á
nýju ári, og er engin ástæða til
að ugga um það sem i hönd fer
ef þjóðin er einbeitt og sæmilega
samhent. Hins vegar eru sem
endrarnær ýmsar blikur á lofti
erlendis, og verða Islendingar
að kunna að bregðast við þvi
sem þar kann að gerast. Það er
alveg ástæðulaust að taka þessu
nýja ári af of mikilli bjartsýni
hvaö snertir efnahagsástandið I
ýmsum af okkar helztu við-
skiptalöndum. Margt bendir til
þess að samdrátturinn muni enn
aukast þar frá þvi sem þegar er
orðið. Við verðum að gera okkur
grein fyrir þvi að slikt kynni að
hafa uggvænleg áhrif á islenzkt
efnahagslif, og er fyrir miklu að
þjóðin verði vel i stakkinn búin
ef ekki hægist um erlendis. Það
er nefnilega gömul saga og sönn
að þegar harðnar á dalnum
reynir hver og einn að búa að
sinu og bjarga sjálfum sér.
-JS
UTANRÍKISMÁL 2.
Af fyrstu grein, sem birtist
hér 15. desember s.l., á að sjást,
að utanríkismál okkar Is-
lendinga eru fleiri en land-
helgismálið og hermálið. Þau
mál hafa hinsvegar verið meira
i sviðsljósinu frá lýðveldisstofn-
un en flest, ef ekki öll mál, er
snerta samskipti okkar við önn-
ur riki.
Þótt sumum þyki e.t.v. að
bera I bakkafullan lækinn að
ræða meira um hermál og land-
helgismál nú, verður þessi önn-
ur yfirlitsgrein helguð land-
helgismálinu, en þriðja og sið-
asta greinin hermálinu. Margt
kemur til, að þeirri umræðu
skuli hér fram haldið, og ber
fyrst að nefna siðustu stjórnar-
skiptin, sem hafa þegar haft
nokkrar breytingar I utanrikis-
málum okkar i för með sér.
Frekari breytingar eiga e.t.v.
enn eftir að fylgja i kjölfarið.
Landhelgismálið
1971-1974.
Fyrir kosningarnar 1971 varð
útfærsla landhelginnar eitt
helzta umræðuefni kosninga-
baráttunnar. Þáverandi
stjórnarandstæðingar vildu
ákveða útfærsludaginn, en tals-
menn stjórnarinnar vildu biða,
m.a. eftir niðurstöðum haf-
réttarráðstefnu S.Þ. Ef siðar-
nefnda stefnan hefði orðið ofan
á, stæði sú bið enn þann dag i
dag. Þvi má ekki gleyma.
Er úrslit kosninganna 1971
lágu fyrir, varð það eitt helzta
verkefni rlkisstjórnar Ólafs Jó-
hannessonar, ,,að landhelgis-
samningunum við Breta og
Vestur-Þjóðverja verði sagt upp
og ákvörðun tekin um útfærslu
fiskveiðilandhelgi i 50 sjómllur
frá grunnlinum, og komi sú út-
færsla til framkvæmda eigi sið-
ar en 1. september 1972.” Al-
þingi samþykkti siðan sam-
hljóða, að útfærslan sfeyldi fara
fram 1. sept. 1972, enda hafði al-
menningsálitið i landinu þau
áhrif á forystumenn „við-
reisnarflokkanna”, að þeir tóku
að yfirbjóða, eins og það er kall-
aö, er stjórnmálaflokkar, sem
áður voru andvfgir ákveðnu
máli, snúast i þvi og vilja enn
meira en það, sem þeir upphaf-
lega voru alveg á móti.
Er rikisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar tók við völdum, hóf
hún þegar mikla kynningu fyrir
málstað Islands á alþjóðavett-
vangi, — kynningu, sem van-
rækt hafði verið að halda uppi á
„viöreisnarárunum”. Var tim-
inn fram að útfærsludegi (1.
sept. 1972) notaður, m.a. til þess
aö efla samstöðu rikja með
svipaða hagsmuni og við höfum.
Þar komu til ýmsir nýir banda-
menn, t.d. úr þriðja heiminum.
Segja má, að dvergríkinu fs-
landi hafi orðið ótrúlega mikið
ágengt á alþjóðavettvangi varð-
andi útfærslumálin.
Við útfærsluna stækkaði ís-
lenzka landhelgin úr 75 þúsund
ferkllómetrum I 216 þúsund fer-
kflómetra. Það lá þvi fyrir, að
efla þyrfti landhelgisgæzluna.
Samið var um smiði nýs varð-
skips, sem senn kemur til lands-
ins, skipt var um vélar I Þór
1972, Hvalur 9. var tekinn leigu-
námi og gerður að varðskipinu
Tý. Tvö hvalveiðiskip voru sið-
an tekin á leigu. Tvær Bell-þyrl-
ur, ein Sikorsky-þyrla og ein
Fokker-Friendship-véi voru
keyptar fyrir Landhelgisgæzl-
una. Er þetta örasta uppbygg-
ing landhelgisgæzlu íslendinga
frá upphafi.
Þau tvö riki, sem einkum hafa
verið á móti útfærslunni, (Nato-
bandaiagsþjóðir okkar) Bret-
land og V.-Þýzkaland, hafa
reynt að halda uppi vörnum fyr-
ir úrelt sjónarmið, — sjónarmið,
sem er nú að daga uppi, meira
að segja innan þessara tveggja
rikja. Um tima var rætt um
gildi Nato-þátttöku okkar, er
þessar tvær bandalagsþjóðir
héldu uppi lögbrotum hér við
land. Lá við um nokkurt skeið,
að stjórnmálasambandi yrði
slitið við Breta, (eftir Hallorms-
staðarsamþykktina 4.-7. sept.
1973), svo sem alkunnugt er.
Samþykktir þingflokks og
framkvæmdastjórnar Fram-
sóknarflokksins á Hallormsstað
I sept. 1973, rikisstjórnarsam-
þykktin 11. sept. um að frekari
ásiglingar þýddu slit stjórn-
málasamskipta íslands og Bret-
lands, ásamt rikisstjórnarsam-
þykktinni 27. sept. 1973 um að
tilkynna brezku stjórninni, að til
slita stjórnmálasamskipta
landanna kæmi, ef dráttarbátar
og herskip Breta yrðu ekki kom-
in út fyrir 50 milna mörkin mið-
vikudaginn 3. október, hrifu.
Bráðabirgðasamkomulag náð-
ist svo i London, eins og alþjóð
veit, og var það staðfest á Al-
þingi 13. nóvember 1973 með 54
atkvæðum gegn 6. Gildir það i
tvö ár, og rennur þvi út síðla
þessa árs.
Viðræður við V.-Þjóðverja
hafa ekki borið árangur, og hafa
þeir fengið framgengt innan
EBE að tengja viðskipta- og
tollafriðindi okkar við banda-
lagið saman við fiskiveiðirétt-
indi þeirra hér við land. Taka
Arctúrusar nú á dögunum hefur
vafalitið gert það að verkum, að
um samninga við V.-Þjóðverja
verður vart að ræða varðandi
undanþágur innan 50 mllnanna.
Enda er öll þróun á alþjóðavett-
vangi okkur i hag.
Núverandi
rikisstjórn
Ljóst er, að landhelgisstefna
þeirrar stjórnar, sem nú situr,
þ.e. að færa út I 200 milur á ár-
inu, á visan stuðning þjóðarinn-
ar allrar. Landhelgismálið er
hiklaust eitt aðalmál þess árs,
sem nú er að byrja. Útfærslan i
200 milur verður mun auðveld-
ari en ella vegna þeirra miklu
ávinninga, sem unnust á
stjórnarferli rikisstjórnar ölafs
Jóhannessonar. Það er stað-
reynd, sem framsóknarmenn
eru hreyknir af.
1 samstjórn Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks er
ekki ágreiningur um útfærsluna
1975. Við megum hinsvegar ekki
gleyma hverjir það voru, sem
mest og bezt studdu okkur á al-
þjóðavettvangi i 50 milna bar-
áttunni og hverjir það voru, sem
harðast réðust gegn lifshags-
munum okkar þá. Eðlilegt má
telja, að við skipum okkur oft i
sveit þriðja-heims-rikjanna, t.d.
á S.-þ.-þingúm, án þess þó að
láta góð samskipti okkar við
nánustu vinaþjóðir biða hnekki.
H.W.H.
KortiO sýnir 200 mila efnahagslögsöguna við island. M.a. sést hvernig
svæOunum milii Grænlands og tslands og Færeyja og islands þarf að
skipta til helminga. Óvist er um skiptingu svæOisins miili islands og
Jan Mayen.