Tíminn - 05.01.1975, Síða 9

Tíminn - 05.01.1975, Síða 9
Sunnudagur 5. janúar 1975. TÍMINN 9 Kátt er um jólin Baldur og Gunnar á jólaballi á Bessastöðum Þegar viö gengum inn i stofuna á Bessastöðum, voru börnin búin að þiggja veitingar og allir i sann- kölluðu jólaskapi. Magnús Pét- ursson sat við pianóið og stjórnaði .fjöldasöng, og það var mesta furöa hvað allir virtust kunna af jólalögunum, og auðvitað sungu allir fullum hálsi, gengu i kring- um jólatréð og léku allt, sem gera þurfti i samræmi við jóla- söngvana. Það var gengið yfir sjó og land, og ekki voru alliráþvi að sleppa fram af sér beinzlinu og gráta nein ósköp, hins vegar hlógu allir heilmikið og sungu svo af hjartans lyst um að þeir ættu heima á Islandi. Svo kom skritinn kall i heimsókn, og var ekki laust við, að úr svip sumra mætti lesa eitt- hvað á þá leið, að hann ætti þá lika heima hérna i snjónum á hjara veraldar. Og hann söng með krökkunum og tók i höndina á þeim, og það voru allir borgin- mannlegir og enginn hræddur, utan ein litil dúkka, sem hjúfraði sig i hálsakot mömmu sinnar og vildi ekki sjá þann ljóta kall, jóla- sveininn, hvað þá taka i höndina á honum. Jólasveinninn fékk þau til að syngja með sér um könnuna, sem stendur upp á stól, og krakkarnir kenndu honum „Jingle Bells” I staðinn, og þá varð jólasveinninn svo kátur, að hann hoppaði upp i loftið. Það fannst öllum ógurlega gaman. Svo var sungið um jóla- sveininn, sem sást kyssa mömmu, og þá var tekið undir á minnst tveim tungumálum... Við, blaðamaður og ljósmynd- ari Timans fengum að líta inn á jólatrésskemmtun, sem efnt var til á Bessastöðum fyrir börn þeirra, sem starfa við sendiráðin. Þar var mikill og friður hópur saman kominn og ekki virtist það há krökkunum þótt móðurmálin væru nokkuð mörg. Jólaglampinn i augunum er öllum sameiginleg- ur, hvort sem þau eru dökk eða jós, og alltaf jafn einlægur, þegar um börn er að ræða. Og þá varð jólasveinninn svo kátur, aö hann hoppaði upp I lofttð. Leiddu mig vinur minn, ogsvoskulum viðsyngja svo hátt, að þaðheyrist alia leið til Hafnarfjaröar... Meðan fagur söngurinn hljómar eru sumir bara tortryggnir gagnvart þcssum meö myndavélina. — Ég er búinn að vera stiiitur umölljólin....... Ég á heima á tslandi....

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.