Tíminn - 05.01.1975, Page 13

Tíminn - 05.01.1975, Page 13
Sunnudagur 5. janúar 1975. TÍMINN 13 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð I lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Tveir á villigötum í áramótaboðskap Benedikts Gröndal, formanns Alþýðuflokksins, i Alþýðublaðinuásiðasta degi lið- ins árs, eru þessar setningar: ,,Ford Bandarik jaforseti þykir ekki mikill bógur i efnahagsmálum, en hann hefur haft hugrekki til að segja þjóð sinni að nota minna bensin, kaupa minna og lifa sparlegar til þess að draga úr gjald- eyriseyðslu og spennu. Engin slik rödd hefur heyrzt frá stjórnarherrum okkar”. Hér fer Benedikt villur vegar, þvi að ekki skal honum ætlað að óreyndu að kasta slikri fullyrðingu fram gegn betri vitund. I viðtali, sem fréttamenn útvarps áttu i haust við Ólaf Jóhannesson dóms- málaráðherra, brýndi hann einmitt þetta sama fyrir Islendingum á mjög rækilegan hátt, varaði við þvi eyðslukapphlaupi, sem alþjóð hefur þreytt og höfðaði til dómgreindar og þegnskapar manna að gæta hófs, meðal annars að takmarka bensin- eyðslusina eftir megni. Þetta hefur farið fram hjá Benedikt, og ætti hann að leiðrétta missögn sina. Varnaðarorðum Ólafs Jóhannessonar var fylgt eftir i forystugreinum i Timanum, og ekkert utan af þvi skafið, i hvaða ófæru væri stefnt i efnahags- málum og gjaldeyrismálum þjóðarinnar með kaupæðinu, þar á meðal hóflausum bilakaupum, sem draga þann dilk á eftir sér að bensineyðslan fer upp úr öllu valdi, ef þessi bilafloti allur er notaður eins og hann gangi fyrir lindarvatni. Hitt er annað mál, að þessi varnaðarorð hafa ekki alls staðar fallið i góðan jarðveg. þótt furðu- legt sé. Hér i Reykjavik er verið að spenna verð á strætisvagnafarmiðum svo hátt, að það hlýtur að hvetja fólk til þess að nota fremur einkabila innan bæjar en strætisvagna og i heilsiðugrein i Morgun- blaðinu i fyrradag er óskapazt yfir þvi, að við þessum málum skyldi hreyft, rétt eins og við hefð- um ótakmarkaðan gjaldeyri til þess að ausa i allar áttir. Með uppurinn gjaldeyrissjóð og fullar skemmur af dýrasta varningi, sem fluttur hefur verið inn umfram það, er kaupfikin þjóð hefur komizt yfir að rifa út hjá viðskiptafyrirtækjum, á það að vera einhver goðgá að vekja athygli al- mennings á þvi, að hér er i óefni stefnt. Það veldur að kalla má geðtruflun þessa Morgunblaðshöfund- ar. Halldórs Jónssonar að nafni, að ekki skuli allt fá að fljóta i friði og umyrðalaust að feigðarósi, og hann lætur meira að segja eins og hann hafi þar Sjálfstæðisflokkinn á bak við sig, þvi að hann bregður Timanum um, að hann sé „fremur smekklaus i garð samstarfsflokksins”, þar eð harmað hafi verið, að samstaðan um vinstri- stjórnina rofnaði á útmánuðum 1974, svo að ekki varð brugðizt við aðsteðjandi efnahagsvandamál- um á meðan þau voru miklu viðráðanlegri en siðar varð. Að sjálfsögðu hefur hver sinn smekk, og skal ekki hlutazt til um þá innréttingu þessa Morgun- blaðshöfundar. En deila má um, hve smekklegur hann sjálfur er i garð flokksbræðra sinna, sem hefðu sem bezt getað metið þjóðarhag meira en pólitiskt ofstæki og kosningafikn i fyrravor, og stuðlað þá að afgreiðslu viðeigandi ráðstafana, i stað þess að láta allt dankast langt fram eftir sumri. — JH. Norman Cousins, The Long Island Press: U Thant kom mörgu góðu til leiðar Hann trúði á framtíð Sameinuðu þjóðanna U Thant var mikill trúmabur og baöst fyrir á hverjum degi SKÖMMU eftir að U Thant lézt í sjúkrahúsi I New York voru jarðneskar leifar hans sendar til Burma til greftrun- ar. Þá upphófst einhver óvenjulegasta barátta nú i seinni tið, eða baráttan um likið. Hún var ákaflega ógeðfelld I aðra röndina, en skiljanleg eigi að siður. Fáir menn hafa fremur til þess unnið en U Thant að fá að hvila i friði. Fáir hafa lagt sig betur fram um að losa heim- inn við sársauka og þjáningar eða útrýma ofbeldi. Þrátt fyrir þetta var liki U Thant rænt með ofbeldi undir eins og það var komið til hans heimalands. Stúdentar stóðu fyrir ráninu, en þeim þótti sem leiðtogar rikisstjórnar- innar ætluðu ekki að veita tilhlýðilegan heiður og virðingu þeim manni-, sem stúdentarnir töldu mestan allra einstaklinga þjóðarinnar á tuttugustu öld. U THANT naut svo mikils álits, bæði I siðferðilegum efnum og stjórnmálum, að leiðtogar rikisstjórnarinnar i Burma vildu ekki leyfa honum að flytjast heim, þegar hann var hættur störfum sem fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Almennt var álitið að nærvera U Thants i Burma kynni að frýja til fjölda manna, sem krefðust þess, að hann biði valdhöfum landsins birginn, en þeir hafa þótt verulega seinheppnir og tregir til að bæta úr brýnustu þörfum þjóðarinnar. U Thant hélt þvi kyrru fyrir I Bandarik-junum og vann þar að ritun endurminninga sinna, en þvi verki lauk hann skömmu áður en hann gekk undir fyrirhugaðan uppskurð við krabbameini, sem hafði þjáð hann um tveggja ára skeið. Hann hafði óskað þess, að jarðneskar leifar hans yrðu sendar heim til Burma, þegar hann félli frá. Föðurlandið tilheyrir ekki þeim stjórnmálamönnum, sem fara þar með völd á hverjum tima, heldur sögu þess,hefðum, erfðavenjum og þjóð. U Thant vildi i dauða sinum sameinast þvi Burma, sem hann hafði þekkt og elskað alla sina tið. BARATTAN um lik U Thant var vitanlega i beinni and- stöðu við lif* hans sjálfs og hugsunarhátt, en hún bar eigi að siður vott þeim áhrifum, sem hann hafði haft á samtið sina. Nafn Gandhis var ávallt tengt friðsemi og ofbeldis- lausri baráttu meðan hann lifði, en varð eigi að siður að hernaðarákalli eftir að hann var dáinn. A sama hátt er nafn U Thants nú máttugt afl i baráttunni fyrir auknu réttlæti I heimalandi hans. Hann hafði gert göfug- mennsku og manngæzku að trúarbrögðum, en krafa hans um frið meðal Sameinuðu þjóðanna skorti þó hvorki sannfæringu, ákvfeðni né ein- beittni. Hann vildi umfram allt forðast bein átök, en ekki láta af baráttu fyrir hjart- fólgnu málefni eða gefa eftir á grundvallaratriðum. Honum féllu bein átök afar illa, en reyndi þó aldrei að koma sér undan átökum, sem hann vissi nauðsynleg. U THANT tók við starfi sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar striðið I Kongó stóð, þátttaka Bandarikjamanna i styrjöld- inni I Vietnam fór sifellt vax- andi og ástandið i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins varð æ uggvænlegra. Þetta var erfið og ströng raun fyrir mann, sem trúði fyrst og fremst á göfugmennsku og andlegan höfðingskap. Enginn getur nokkurn tima vitað með vissu, hve mikinn þátt starf hans átti i lagfæringu og lausn meginmála. Úr f jarska getur litið svo út, sem U Thant hafi lítið orðið ágengt á tiu ára starfsferli við aö koma i veg fyrir siaukna afturför Sameinuðu þjóðanna sem stofnunar. Hinir, sem tækifæri höfðu til að fylgjast með framvindu og gangi mála, þar sem sagan var að gerast, vita hins vegar, aö U ■Thant átti afar rikan þátt i að koma i veg fyrir umfangsmikil átök. Hann starfaði að þvi þrotlaust á bak við tjöldin að koma á friðarviðræðum milli Bandarikjamanna og Norður- Vietnama. Hann beitti til hlit- ar þvi valdi, sem starfi hans fylgdi, þegar hann var að koma á vopnahléi I löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og styrjöld var þar skollin á, og hann lagði sig ailan fram til þess að undirbúa áframhald samninga. U THANT var ekki beizkur. Og þó voru allar hersveitir Sameinuðu þjóðanna kvaddar heim frá löndunum fyrir botni Miöjarðarhafsins árið 1967 en skömmu seinna skall styrjöldin þar á. Hitt vissi almenningur ekki, að U Thant geröi allt, sem i hans valdi stóð, til þess að koma þvi i kring, að hersveitirnar yrðu haföar þarna kyrrar. En stór- veldin vildu ekki sættg sig við neinn undanslátt frá þeirri ákvörðun, að hersveitirnar væru kvaddar heim ef eitthvert þeirra rikja, sem áttu þarna beina aðild, kefðust þess. U Thant var ekki beizkur. Þrátt fyrir alla andstöðu og erfiðleika hafði hann bjarg- fasta trú á framtið Sameinuðu þjóðanna. Hann sá fyrir mörg þeirra vandamála, sem nú ógna tilveru samtakanna. En hann vissi manna bezt, aö lausn þeirra mála var ekki og er ekki fólgin i undanslætti eða eftirgjöf samtakanna sjálfra, heldur enn ákveðnari viðleitni en áöur til að bæta samtökin og gera þau raunverulega virk.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.