Tíminn - 05.01.1975, Page 14

Tíminn - 05.01.1975, Page 14
TÍMINN Sunnudagur 5. janúar 1975. Gammelstrand Kunstforening. Stórsýning á verkum Svavars Guðnasonar I Kaupmannahöfn áriö 1960 Sunnudagur 5. janúar 1975. Sólargeislarnir stóbu eins og plankar út úr suðurhimninum þegar viö komum i frostþerrinum tii aö finna Svavar Guönason, en hann býr nú efst f Háaleitinu þar sem viösýni er mest. Þar situr hann eins og ugla I trjákrónu og viröir fyrir sér veröldina, sem mjakast inn I heimskreppuna eins og skriöjökuii eftir úrkomusaman vetur. Maöur hugsar margt á leiöinni upp stigana, meöal ann- ars um þaö, hverjir hafa breytt islandi mest. Þeirri spurningu verður seint svaraö til fulls, en meðal þeirra, sem mestu hafa breytt f myndlist er án efa Svavar Guðnason. Hann frelsaði ekki aðeins Island heldur lika Danmörku, — ásamt fáeinum mönnum öðrum — úr höndun- um á stöðnuðum realistum og innleiddi abstraktlist i sýningar- sali og á heimili. Þetta gerðist á þeim tlma, þegar september- menn gengu i stuttbuxum og koti, en hinir eldri abstraktmenn mál- uðu báta, landslag ellegar eitt- hvert fólk. Komnir af eldpresti Svavar Guðnason fæddist á Hornafirði 18. nóvember 1909 og varð fljótlega hneigður fyrir mál- verk. Asgrlmur Jónsson kom um aldamót austur I Hornaf jörð til að mála, og þegar hann sló trönum slnum, þá þyrptust krakkarnir að, — lika fullorðið fólk og gamal- menni — og þessu hélt áfram þar til ,,Jón Stefánsson- kom á ein- hverjum kúltúr I þessum efnum”, eins og Svavar Guðnason segir. Svavar er afkomandi séra Jóns, sem stöðvaði hraunið, en af eld- presti þessum munu komnir allir eldri málarar okkar að undan- skildum Sveini Þórarinssyni, að þvl er Jón Þorleifsson listmálari segir, en hann var einnig Horn- firöingur eins og Svavar Guðna- son. Hornafjörður var umhverfi listmálara Hornafjörður verður að teljast merkilegur fyrir það, að þaðan hafa komið margir málarar. Þarna er „malerlskt”, minnir á Alpana að sumu leyti og fjörður- Ég hlæ nú alltaf þegar ég sé þessa stráka, þessa „septembermenn”. Þeir hafa árum saman alltaf veriö aö tala um þessa feiknariegu pinu, sem þeir liföu I. inn hefur einhverntima fyllst upp meö sandi og leir, og þar eru grashöf á sumrum, þar sem ætti I raun og veru að vera kolblár sjór. Úti fyrir sendinni strönd mogga skútur undir færum. 1 þessu um- hverfi ólst Svavar Guðnason upp og þarna byrjaði hann að mála, eftir þvl sem efni og aðstæður leyfðu. Unnið var jafnframt viö alls konar störf, landbúnað, sjó- sókn og verzlun. Við báðum Svavar fyrst aö segja okkur frá árunum á Horna- firði, eftir að hann byrjaði að mála: ■ — Það var mikið af góðum málurum á Hornafirði þegar ég var strákur: Bjarni Guðmunds- son, kaupfélagsstjóri, Jón Þor- leifsson, Höskuldur Björnsson, Bjarni Guðjónsson úr Lóni og hann Kalli frá Þinganesi. Yfir þessum mönnum öllum var kúl- túr og viss listræn alvara. Þótt þeir hafi ekki orðið allir jafn- þekktir fyrir málarastörf sln. Sagt hefur verið, að Hornafjörður hafi lagt myndlistinni mikið lið hér fyrr á árum, en síðan fór myndlistin eins og togaraútgerðin i alla landsfjórðunga jafn. Pöntuðu liti beint frá London ■ — Hvar fenguö þið efni? ■ — Það merkilega við þetta er það, að við liðum engan skort, ekki vegna þess að við værum sambandslausir við umheiminn, fremur var það vegna lltilla efna. Við pöntuðum liti beint frá Reeves I London. Við vorum því á vissan hátt á heimsmælikvarða. Reeves var ákaflega ffnt firma I þessari grein og mig sundlaði þegar ég sá alla þessa fallegu liti á myndalista pallettunum frá þeim. Ýmsar aðrar munaðarvör- ur bárust til Hornafjarðar á þeim árum, eins og terpintinukrús sem Við á Hornafirði pöntuðum liti beint fró Reeves í Lundúnum lék f tvöföldum ramböldum, þannig að ekki fór dropi niður, þótt litaspjaldið væri á eilifri hreyfingu. Þú mátt ekki gleyma þessari krús, ef þú skrifar eitt- hvað um þetta. Mér er ekki alveg ljóst hvernig stóð á þvl að ég byrjaði að mála, eða hinir. Vafalaust má rekja þetta til Asgríms Jónssonar, sem byrjaði að slá upp staffelíum fyrir austan upp úr aldamótunum. As- grímur hafði mikil áhrif á þessa list okkar I Hornafirði. Bjarni Guðmundsson var stundum að út- skýra fyrir okkur málverk eftir Ásgrim, hvernig hann leitaði að sérstökum stemningum I Horna- firði og við reyndum það sama. Það var ef til vill morgunn þegar viö stóðum undir dimmu fjalli og sólin byrjaði aö lauga efstu jökla. Við samt enn I dimmgrænu rökkri næturinnar þótt dagurinn væri byrjaður að ganga á f jöll. I þessu er viss hugsun, listræn hugsun, þótt árangurinn hafi orðið mis- jafn. Þessum mönnum fylgdi mikill kúltúr — Haföi Ásgeimur mikil áhrif á ungt fólk? — Á því er ekki minnsti vafi. Okkur hættir til þess að meta málarana einvörðungu út frá málverkum þeirra og þeim ár- angri, sem þeir ná inni I stofum manna. Þetta er mikill misskiln- ingur. Það bjargaði íslandi bók- staflega, — sem átti enga sam- hangandi fortið I myndlist (mál- aralist) engan renisans, — að við fáum merkilega menn til að byrja, hreinustu snillinga. Á ég þar við Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrlm Jónsson, Jóhannes Kjar- val, Júlíönnu Sveinsdóttur og Jón Stefánsson. Að vlsu erum við ekki sátt við öll einstök verk þessara manna, en þeim fylgdi mikill kúl- túr. Á ég ekki við rómantískar stemningar I einstökum verkum þeirra, eins og I fyrri vatnslita- myndum Asgrlms, eða elztu vatnslitamyndum hans, þegar hann stendur úti og bíður eftir á- kveðnum blæbrigðum, eða I sum- um myndum hjá Kjarval. Þessir menn voru I háum klassa sem málarar og það hefði orðið hræði- legt fyrir Islenzka myndlist, ef við hefðum byrjað á einhverju veru- lega vondu I staðinn. Nú, þessir menn stóðu úti yfir staffelium slnum og máluðu nátt- úrustemningar. Ég held að það hafi verið Jón Stefánsson, sem byrjaði á að færa þessa vinnu I hús eins og hvert annað verk. Ég heföi einhvers staðar rekizt á að hann hafi sagt það einhverjum blaðamönnum, að hann hafi „skisserað” úti I einhverja smá- kompu sem hann hafði I vasan- um, en hann málaði inni. — Myndir hans voru llka öðru- vlsi en hinna, hann stilfærði nátt- úruna meira og dró saman stað- reyndir óg sleppti nákvæmni. Hann leitaði að einhverju „ele- menteruðu” fyrir málverkið, ein- hverju formi. Þú manst eftir myndinni af hrauninu, sem mér finnst nú alltaf hryllileg mynd, en sem menn halda mikið upp á, þar stlllserar hann hraunið svo, að það litur út eins og hrúga af tekno kubbum, sem voru mikið I tlzku hjá fólki, sem gaf börnum þroskaleikföng. — Manstu ekki eftir þessari djöfulsins mynd? Að hanga uppi á lýrik — Raunar hefur hún samt mik- iö gildi. Hún er nýjung I maler- Iskri hugsun. Málarinn hættir að eltast við sólina og skuggana til að finna hina einstæðu stemningu og byrjar að vinna að vissum fyrirfram ákveðnum hlutum inni hjá sér. — A móti hringformi stillir hann hvössum splssum og hann holdgar form, skálar og kúpur. Þó stlgur hann skrefið ekki til fulls, heldur lætur náttúrunni talsvert eftir I myndina. — Það er munurinn á Jóni Stefánssyni og á Asgrími Jóns- syni og Kjarval, að hann lætur ekkert frá sér sem maður getur sagt að hangi uppi á einhvers konar lyrik eða náttúrustemning- um. Hann gerir úr þessu ein- hverja elementera hluti. Formið var slðan byggt upp út frá þvl. — Svo kemur inn I þessi mál Svavar Guðnason.f. 18. nóv. 1909,1 Höfn, Hornafirði, A-Skaft. For.: Guðni Jónsson verzlm. þar og k.h. Ólöf Þóröardóttir. Próf frá Sam- vinnusk. 1929. Nám I Listahásk. I Khöfn I nokkra mán. 1935-36. Vikudvöl við málaraskóla F. Legers I Parls 1938. Námsferðir til Skandinavíu og Itallu. Atti heima I Khöfn 1935-45. Að öðru leyti búsettur I Rvik (eða grennd) frá 1930. Listmálari. Form. Félags. ísl. mynd- listarmanna og íslandsdeildar Norræna listbandalagsins 1954-58. For- seti Bandalags Isl. listamanna 1959-61. Hefur tekið þátt I yfirlitssýning- um á vegum opinberra aðila o. fl. m.a. Höstudstillingen I Khöfn 1949 (yfirlit 1939-49) Félags ísl. myndlistarm. Rvlk 1959 (1 tilefni 50 ára af- mælis), myndir frá 1934-59, Kunstforeningen I Khöfn (myndir frá 1938-60) Menntamálaráðs íslands 1960, myndir frá 1937-60. „Centro internationale delle arti”, sýning alþjóðl. nútlmalistar, nefnd „Visione Colore”, myndir frá 1941-62, Palazzo Grassi, Feneyjum 1963, Mennta- málaráðun. Dana. spontanabstraktlist frá strlðsárum I Khöfn og þróun hennar, sýnd I 5 rikjum Bandarikjanna 1964-65. Ennfremur þátttaka i sýningum I Parls 1950,1957. og 1958. i Brussel 1950 og Róm 1955. Myndir I listasöfnum I Rvlk, Khöfn, New York, og vlöar, einnig i einkasöfnum I Khöfn, Milano og Feneyjum. Myndskreytt bygging að tilhlutun Lista- sjóðs danska rikisins (Schneeklothsskóli) stærð 10 fermetrar. Dóm- nefndarstörf við listsýningar: Viö Kunstnernes Efterársudstilling I Khöfn 1943 og 1944, ýmsar sýningar Félags ísl. myndlistarmanna og Norræna listbandalagsins, ýmsar sýningar Isl. rlkisins og Mennta- málaráðs, m.a. „Hina opinberu isl. listsýningu” I Khöfn og Arósum 1954. K. 4. feb. 1939 Asta Kristin f. 28. jan. 1912, Eirlksdóttir kaupm. I Borgarfirði eystra Sigfússonar. MYLLAN (1942)......Þetta er sú frsga mynd MYLLAN. Einhverjar danskar konur keyptu þessa mynd ogsiðan hefur hún verið á þeytingi og að dúkka upp ööru hverju. (stærð 62 x 81) TÍMINN 15 FEIKI- FRJALST SPII________ / Rætt við Svavar Guðnason, sem verður að teljast fyrsti íslenzki abstrakt-málarinn, um list hans í fjóra áratugi einhver mythik, þjóðsaga, sem skipti hann máli, sálarástandið I landinu. Það kemur fram I Þor- geirsbola og fleiri myndum, þar sem hann er að reyna að búa til einhvers konar safarikar bók- menntir um þetta land. Hann hef- ur málað rekavið á floti þar sem hann er að velkjast I brimi, svo eitthvað sé nefnt, en höfuðatriðið er samt það, að hann lætur ljóð- rænu stemninguna ekki komast að sér. 1 þvi liggur munurinn. Reeves átti indæla liti — Svo við vlkjum aftur að Hornafirði. Þið pöntuðuð liti eftir listum frá Reeves og máluðuð. — Já, Reeves átti indæla liti og maður beið þeirra fullur eftir- væntingar. En svo fór maður ekki nógu varlega og allt fór I graut. Slðar reif maður litina sjálfur, en eins og einhver prófessor sagði, þá rlfa menn liti vegna fátæktar. Maður tekur duft og ollur og suma liti var erfitt að rlfa, urðu ýmist stlfir og þurrir, eða eins og sólbrætt smjör. Svo var það ein- hver gamall maður, sem sagði mér að setja eina skeið af mjólk út I þann fjólubláa og þá varð hann flnn, eins og nýtt tannkrem I túpu. Aður en ég fékk þessa upp- skrift var ég I hreinustu vandræð- um, liturinn varð fyrst þurr eins og með grjónum I, en svo allt I einu varð þetta að fljótandi helvlti að tilefnislausu. Já menn rlfa liti aðeins útaf fá- tækt. Framhald á 20. siðu. Á sýningu Svavars í Reykjavík 1942 fleygðu reiðir og hneykslaðir gestir sýning arskrónni í vörðinn um leið og þeir strunsuðu út Frá „Haustsýningunni” I Kaupmannahöfn 1943. Hluti verka Svavars Guðnasonar. NAIV. Myndin er máluð af Svavari Guðnasyni árið 1936 (stærð 130 h x 97 br)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.