Tíminn - 05.01.1975, Qupperneq 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 5. janúar 1975.
um farnir að treysta meira á járnskipin, okkur virðist
þau skila meiri arði", sagði hann.
Katrín var farin að verða hálf-óróleg. Hún gaf manni
sínum margendurtekin ráð og fyrirmæli um það,
hvernig hann ætti að haga sér, þegar hann yrði kallaður
inntil læknisins. ,,Þú verðuraðvera settur ítali, Jóhann,
— og hræktu nú ekki á gólfið hjá lækninum. Og mundu
eftir að segja honum, að þú getir ekki á þér heilum tekið
og lýsa því nákvæmlega, hvernig þig verkjar í brjóstið,
svo að hann geti komizt að raun um, hvað að þér er",
sagði hún.
Biðin varð ekki eins löng og þau höfðu óttazt, því að
læknirinn iét þá, sem voru komnir langt að, sitja í fyrir-
rúmi. Jóhann ræskti sig vandræðalega, þegar röðin kom
að honum, og slangraði fullur eftirvæntingar til hvít-
klædda mannsins, sem hélt hurðinni opinni. Katrínu
fannst eilífðartími liðinn, þegar dyrnar voru opnaðar að
nýjuog læknirinn birtist aftur í gættinni og pataði í áttina
til hennar.
,,Eruð þér konan hans?" spurði hann.
„Já".
Hann hliðraði sér til og sagði henni að koma inn. Jó-
hann var að tína á sig spjarirnar bak við tjald. Læknirinn
settist við heljarmikið skrifborð og spurði Katrínu i
þaula um hætti manns hennar, matarlyst og annað
fleira. Hún svaraði öllum spurningum með eins-at-
kvæðis-orðum. Þetta var ekki sami viðfelldni maðurinn
og komið hafði, þegar Sandra var veik, þetta var hroka-
fullur náungi með þóttasvip, sem gaf fátækri þurra-
búðarkonunni fyllilega til kynna, hve fáfróð hún væri.
En hún reyndi að leyna minnimáttarkennd sinni með þvi
að vera sem fáorðust. Það virtist ekkert sérstakt vera að
Jóhanni, nema hann var óeðlilega magur og óstyrkur.
Hann varð þess vegna að vera á verði gegn sjúkdómum,
sem gátu auðveldlega náð tökum á honum og hann varð
að njóta nægrar hvíldar, hafa nægan og kjarngóðan mat
og vera í góðu skapi.
„En þessi hósti?" sagði Katrín. „Er það áreiðanlegt,
að lungun séu ekki skemmd?"
Læknirinn baðaði út höndunum, hann var sýnilega orð-
inn óþolinmóður. „Nei, það er ekkert að lungunum í hon-
um. Það er barnaskapur að halda, að menn séu berkla-
veikir, þó að þeir hafi hóstakjöltur".
Síðan stóð hann upp og gaf til kynna, að viðtalinu væri
lokið.
Katrín tvísteig á gólfinu litla stund, hún var ekki
ánægð með þessa niðurstöðu.
„Þarf hann þá engin meðul?" spurði hún hikandi.
„Ja, ef þið haf ið peninga til þess háttar, þá get ég auð-
vitað skrifað lyfseðil", sagði læknirinn önuglega.
Katrín tók við blaði, sem hann hafði párað á óskikjan-
leg tákn. Jóhann stóð við dyrnar og beið, meðan hún
borgaði lækninum. Siðan kvöddu þau og héldu áleiðis að
lyfjabúðinni til þess að kaupa meðalið.
„AAér gazt illa að þessum lækni", tautaði Katrín. ,,Ég
veit ekki, hvað gagnsamt þetta meðal er sem hann vildi
helzt ekki láta okkur f á það — Rannsakaði hann þig ná-
kvæmlega, Jóhann?".
,, Ég veit það ekki. Hann hlustaði mig að minnsta kosti
og barði á brjóstið á mér og gáði niður f hálsinn á mér og
allt það. En hann var síbölvandi eins og mannýgur tarf-
ur".
„Það er nú það minnsta, að fólki, sem komið er alla
þessa leið og getur borgað fyrir sig, sé tekið eins og
manneskjum".
„Þeim þykir ekki miklu skipta hvorum megin hryggj-
ar fólk af okkar tagi liggur".
„Það er einmitt fólk af okkar tagi, sem þeir ættu að
láta sér annt um, þessir herrar. Hverjir eru það, sem
haf a f itnaðog auðgazt á striti þínu og móður þinnar, aðr-
ir en þeir?"
Þau voru komin í lyfjabúðina og framvfsuðu lyf-
seðlinum. Lyfsalinn var smár vexti, kumpánlegur og
léttur í tali við útskerjabúana og spurði um tíðarfar,
gæftir og afla. Katrín áræddi að ráðfæra sig við hann
um lyfseðilinn.
„Er þetta gott meðal?" spurði hún.
„Það hefði ég haldið, — bætir matarlyst og eykur
þrótt, sérstaklega ætlað þeim,sem eru óstyrkir", sagði
lyfsalinn.
Katrin hægði mjög við þetta. En henni varð hverft við,
þegar reikningurinn kom, því að þessi lyf jakaup gleyptu
obbann af ferðapeningum þeirra. Að þessu vafstri loknu
gengu þau stundarkorn um bæinn. Jóhann stakk upp á
því, að þau skyldu koma inn í eina búðina og skoða varn-
inginn, og honum til undrunar féllst Katrín á þessa uppá-
stungu. Þetta var mjög algeng búð, en þó mun stærri og
glæsilegri en búðarholan í Vesturbæ.
„Ég ætla að kaupa lakkrísstöng hand Eiríki", hvíslaði
Katrín að Jóhanni.
T.Og hvernig 'W
|En vélin er
i geymd á
isafni i 25
öldinni.r u
Eigum við að finna
felustað og fara inn i
^ 25 öldina? Jk
komust við þangl
að?" M
■ Timavélin \
Vicki,
hvernig ann
ars?
t>ú ert
orðinn
ruglaður
En ef okkur tekst Þessi var góður,
að ná henni? I hvernig i ósköpuny |
um gerum við það?
Sunnudagur
5. janúar
8.00 Morgunandakt. Séra
Sigurður Pálsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.,
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög Þýskir
listamenn flytja.
9.00 Fréttir. Úrdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar.
11.00 Messa í Hallgrimskirkju
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Úr sögu rómönsku
Ameriku.Sigurður Hjartar-
son skólastjóri flytur fyrsta
hádegiserindi sitt: Land-
nám og nýlendutimi.
14.00 Innganga tslands i
Atiantshafsbandaiagið.
Samfelld dagskrá, tekin
saman af Baldri Guðlaugs-
syni og Páli Heiðari Jóns-
syni. Greint frá aðdraganda
málsins og atburðunum við
Alþingishúsið 30. mars 1949
með lestri úr samtimaheim-
ildum og viðtölum við
nokkra menn, sem komu við
sögu. — Fyrri þáttur.
15.15 Miödegistónleikar.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Endurtekið efni:
Jerúsalem, borg Daviös.
Dagskrá i samantekt
Friðriks Páls Jónssonar.
(Áður útvarpað að kvöldi
jóladags). Flytjandi auk
Friðriks Páls er Olga Guð-
rún Árnadóttir.
17.10 Skemmtihljómsveit
austurriska útvarpsins leik-
ur létt lög. Karel Kraut-
gartner stjórnar.
17.40 Útvarpssaga barnanna:
„Anna Heiða vinnur afrek”
eftir Kúnu Gislad. Edda
Gísladóttir les (7).
18.00 Stundarkorn með pianó-
leikaranum Ludwig Hoff-
mann Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Þekkirðu land?” Jónas
Jónasson stjórnar spurn-
ingaþætti um lönd og lýði.
Dómari: Ólafur Hansson
prófessor. Þátttakendur:
Dagur Þorleifsson og Ragn-
heiður Bjarnadóttir.
19.55 tslensk balletttónlist.
Sinfóniuhljómsveit Islands
leikur, Páll P. Pálsson
stjórnar. a. „Ég bið að
heilsa” eftir Karl O.
Runólfsson. b. „Ólafur lilju-
rós” eftir Jórunni Viðar.
20.40 Tvær smásögur eftir
Unni Eiriksdóttur, „April”
og „Fjólublár kjóll”. Auður
Guðmundsdóttir leikkona
les.
21.05 Frá tónlistarhátiðinni I
Shwetzingen sl. sumar. Bir-
gitte Fassbaender syngur
við pianóundirleik Eriks
Werba. a. „Frauenliebe und
Leben” op. 42 eftir Schu-
mann. b. Sigenaljóð op. 103
eftir Brahms.
21.35 Spurt og svarað. Erling-
ur Sigurðarson leitar svara
við spurningum hlustenda.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Heiðar Astvaldsson dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Mánudagur
6. janúar
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05: Valdimar örnólfsson
leikfimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari
(a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30,
8.15 (og forustugr. lands-
málabl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55: Séra
Óskar J. Þorláksson dóm-
prófastur flytur (a.v.d.v.).
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Finnborg örnólfsdóttir
les söguna „Maggi, Mari og
Matthias” eftir Hans Pett-
erson i þýðingu Gunnars
Guðmundssonar og
Kristjáns Gunnarssonar
(4). Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli liða. Búnaðar-