Tíminn - 05.01.1975, Qupperneq 20

Tíminn - 05.01.1975, Qupperneq 20
20 TIMINN Sunnudagur 5. janúar 1975. *Svavar Guðnasort... Fundur Norræna listráðsins árið 1940 (1941) Fulltrúar tslands voru Svavar Guðnason og Magnús Árnason. Þetta var heiimikill fundur, með gleðskap og i lokahófinu dó einn finnski fulltrúinn, haföi ekki þolað drykkjuna. — Þeir hafa eitraðan mat, sagði einhver og panik hrauzt út meðal sumra gestanna, en flestir heldu áfram eins og ekkert hefði I skorizt. Æskuverkin hjálparvana —Hvað segirðu um myndir þln- ar frá Hornafjarðarárunum. Voru þær einhvers virði? — Það er nú erfitt að segja um' þaö. 1 þeim er einhver von, ein- hver ljóðrænn draumur, a.m.k. fyrir mig persónulega, en mér virðast þær einhvern veginn vera hjálparvana. — Þaðverðuraðhafa ihuga, að ég geng að þessu verki eins og sá, sem ekkert veit og ekkert hefur lært, en hefur þó komizt að þvi einhvern veginn að góðir málarar leita að einhverjum hugblæ, ein- hverju ástandi til þess að glima við. Ef til vill þarf skoðari myndarinnar að hafa upplifað eitthvað svoleiðis úti í náttúrunni, til þess að skilja þessar myndir. Ég hafði sem krakki einmitt heyrt um svoleiðis myndir, sem I var eitthvert sérstakt ástand I veðurfari, eða sólinni og birtunni og ég varð andagtugur yfir þessu, þótt ég hefði aldrei séð þessar myndir, sem verið var að ræða um, en oft var það Bjarni Guð- mundsson, sem var að segja okk- ur frá svoleiðis hlutum i myndum eftir Asgrlm Jónsson. Nú þessar stemmningar sá maður á litaspjaldi Reeves I London, en þessi spjöld voru nú meira en litil hljóðfæri get ég sagt. 25 ára i Listaháskóla — Svo ferð þú I myndlistarnám. Hvernig atvikaöist það? — Ég man það nú ekki. Líklega hefur manni þótt þaö nauðsynlegt að reyna að læra eitthvað, fá ein- hverja nánari viðkynningu við þetta fyrirbæri, málverkið og málaralistina. Ég er þá orðinn 25 ára, þegar ég fer út i það. Nú á timum þykir þetta svolitið seint, en i mina tiö voru allir hlutir öðruvisi á ferðinni en núna, þeg ar menn hætta aö vera til um tvi- tugt — og byrja að kenna heimin- um i stað þess að læra af honum. — Þá fór ég til Kaupmanna- hafnar með nokkur samanrúlluð málverk, sem ég sýndi þeim á kúnstakademiinu, eða listahá- skólanum. Ég vafði þau upp og fór með þau til prófessorsins, sem átti að skoða þetta með einhverj- um samstarfsmönnum sinum, og svo fór ég að vinna þarna, eða fékk inngöngu, og þaö var afskap- lega einkennilegt að fara að vinna með hundraö ungum manneskj- um að myndlist. Auðvitað var þeim það ljóst, aö á íslandi voru engir listaskólar og þvi væri ekki um annað að gera en kenna fslendingum frá byrjun. — Voru einhverjir nemendur frá tslandi við nám þarna um þetta leyti? — Nei.þaðvarenginn héðan, en á öðru ári, sem ég var þarna, kom hún Nina Tryggvadóttir þangaö til náms. Sigurjón ólafsson var þá hinsvegar á myndhöggvara- skólanum. — Og hvernig gekk það til I skólanum? — Ja, það er nú sagna sannast, að ég nennti ekki að liggja i þess- um skóla. Ég var þar þó viðloð- andi I tvö ár, — var innritaður. Það var þó ekkert verið að amast við þvi, ekkert verið að biðja um læknisvottorö eða þvi um likt. — í rauninni var ekki mjög mikið að gerast i listaháskólan- um, heldur miklu fremur á sýn- Svavar við eina af nýjustu myndum slnum. Athyglisvert er, að listamaöurinn málar nú fígúratlft. ingum og á söfnum. Þarna kynnt- ist ég abstrakt list og lét heillast af henni. Þetta var feikifrjálst spil. Nærri dauður af vannæringu — Hvað varstu svo lengi I Kaupmannahöfn og eriendis? — Ég var lengi. Ég var tvö og hálft ár, án þess að koma heim. En skrapp þá upp, en fór strax út aftur. Þá var ég úti um átta ár, án þess að hafa samband við landið. Þar inn i eru öll striðsárin. Ég var kominn út aftur tveim og hálfu ári áður en stríðið skall á og svo er ég þarna öll hernámsárin og kem svo heim eftir átta ára fjarvist. — Þarna ertu að mála allan timann. Gaztu lifað á iistinni þá? — Já, ég málaði allan timann, en ég gat ekki lifað á þessu og ég veit satt að segja ekki á hverjum andskotanum ég hefi lifað, enda var ástandið stundum þannig að maður vær nærri þvi dauður af vannæringu. Ég veiktist til dæmis einu sinni hastarlega og það reyndist bara vera af fæðuskorti, litilli næringu og vondri. Abstraktlistin og upphafið — Nú telja margir að ýmsir fleiri hafi verið byrjaðir á að mála abstrakt fyrir strlð, og fallið frá þvl. Td. Finnur Jónsson og Þorvaldur Skúlason. Hættir þú aldrci að mála abstrakt? ■ — Þetta fyrra. — Finnur Jóns- son málar fáeinar myndir suður I Þýzkalandi, þar sem þessi list var að koma upp, en hann hverfur fljótlega frá þvi, tileinkar sér eitt- Stundum var maður nærri dauöur. Svavar var á þessum erfiðu árum lagður inn á sjúkrahús, hættulega veikur af næringarskorti. Myndin er tekin I Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. hvað annað. Þetta form heillar hann ekki og þvi snýr hann sér að öðru, öldugangi og ýmsu sem allir þekkja, og þegar þessar fimmtugu abstraktmyndir eru nú dregnar fram eftir að hafa ekki fyrr séð dagsins ljós, þá segja þær i rauninni ekkert um Finn Jóns- son, nema það, að hann hafi kom- ið suður I Þýzkaland árið 1924 eða 5. Finnur tekur lifsverk sitt út i öðru formi. Um Þorvald Skúlason veit ég ekki. Hvort hann hefur verið orðinn abstraktmálari fyrir strið, en hafi snúið sér að figúra- tivri list eftir að hann kom heim — fyrstframanaf? Hvar eru þess- ar myndir? Þessar abstrakt- myndir siðan fyrir strið? Að þvi erégbeztveit,þá varhann iöðru. Um þessar mundir, höfðu Danir tekið franskan karl upp á sina arma, Gromaier hét hann. Mynd- ir hans áttu að leysa alla skapaða hluti og hann var mikiö keyptur á söfn I Danmörku, og ýmsir til- einkuðu sér efnistök hans og unnu þau upp. Svo gleymdist þetta, þvi að karlinn reyndist ekki standa fyrir sinu., Ég held, að það sé til fólk, sem heldur að Þorvaldur Skúlason verði abstraktmálari löngu áður en hann varð það. Þetta hefur þvi skolazt til. — Seldirðu einhverjar myndir I Danmörku? — Já já. Það gerði ég, en frem- ur litið. Menn voru ekki reiðubún-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.