Tíminn - 05.01.1975, Qupperneq 23

Tíminn - 05.01.1975, Qupperneq 23
Sunnudagur 5. janúar 1975. TÍMINN 23 HUÓMPLÖTUDÓAAAR DÓAAARI: GUNNAR GUNNARSSON Ég held afi ég geti fullyrt, aO aldrei hafi veriO minnzt á The Flying Burrito Brothers i öllum þeim poppskrifum er átt hafa sér staO f islenzkum blöOum á undanförnum árum. Finnst mér þvi tilhlýöilegt aö rekja i stuttu máli sögu þeirra. þar sem þeir eru hættir og komiö er út tvöfalt „minningaralbúm” um þá. _ t desember 1967 voru þeir Roger McGuinn og Chris Hillman tveir eftir I The Byrds og voru á höttunum eftir mannskap. Þeir duttu niöur á þá Kevin Kelley og Gram Parsons, en Parsons haföi áöur stofnað eina fyrstu Country-Rokk hijómsveitina, The International Submarine Band. Gram Parsons haföi mikil áhrif á tónlist The Byrds Hann afrekaöi meöai annars aö fá McGuinn til aö kúvenda I tónlistinni — fara aö spila Country-Rokk þegar McGuinn ætlaöi aö spila mjög rafmagnaö framúrstefnurokk. Margir Byrds aödáendur gátu aldrei fyrirgefiö Parsons þessi country áhrif hans á tónlist The Byrds og er hann oft nefndur svarti sauðurinn i Byrds sögunni þvi aö f þeirra augum voru þetta helgispjöll. Platan Sweetheart of the Rodeo, er öll þessi lætiuröu út af, haföi mikil áhrif á þróun tónlistarinnar og braut isinn fyrir margar hljómsveitir: COUNTRY-ROKK VAR ORÐIÐ AÐ VERULEIKA. Parsons hættir I Byrds f október ’68 og tekur Chris Hiilmann meö sér og stofna þeir The Flying Burrito Brothers I desember sama ár meö þeim Chris Ethridge, Sneeky Peteog Jon Corneal. Fyrsta plata þeirra „Gilded Palace Of Sin” kom út I janúar ’69 og var eins og olfa á þann eld er Byrds höföu kveikt I contryrokkinu. Platan inniheldur mörg af þeirra beztu lögum og er i dag I hópi þeirra platna er taldar eru klassiskar I rokkinu, og þar heyrist f fyrsta sinn Soul/country-rokk. Um mitt sumar '69 hættu þeir Ethridge og Corneal og I þeirra staö komu Bernie Leadon og þriöji fyrrverandi Byrdsmeðlimurinn Mike Clarke, (var I Byrds ’64-’67). Þeir gefa út plötuna Burrito De Luxe, sem er bæöi gróf og fljótvirknislega unnin og er hægt aö segja aö hún innihaldi hart country-rokk. A þessum tima feröuöust þeir mikiö, fóru til dæmis f hljóm- leikaferðalag um Bandarikin meö Byrds, (en McGuinn haföi þá sett saman nýja rokk-Byrds er naut mikilla vinsælda um allan heim, og var t.d. kosinn fimmta bezta hljómsveit f Sounds-blaöinu ’70eöa ’71 (minniö klikkaöi), — einnig heimsóttu þeir nokkur Evrópulönd, þar á meöal HoIIand, þar sem þeir hafa alla tiö notiö mikilla vinsælda og má segja aö HoIIand hafi veriö heimavöllur þeirra Burrito bræöra. 1 april 1970 hættir Gram Parsons i hljómsveitinni og Rick Roberts kemur i hans staö. Þessi útgáfa náöi einna beztum árangri i stúdiói þvf fram aö þessu höföu þeir ekki lagt mikið i þá tækni sem stúdfóin höföu upp á aö bjóöa og er ég viss um aö Yes áhangendur gefa ekki mikiö fyrir „soundiö” á tveim fyrstu plötum þeirra. Nú varö breyting á og þriöja platan „Flying Burrito Brothers” er þeirra vönduöustogsú plata er einna mest heföu mótaö tónlist Eagles. Um sumariö ’71 veröa miklar breytingar á Burrito, Sneeky Pete hætti og I hans staö kemur A1 Perkins, auk þeirra Kenny Wertz, Roger Bush og Byron Berline, þannig aö þeir eru orönir 7. Þessi útgáfa sendir frá sér plötúna „The Last Of The Red Hot Burritos” sem tekin er upp á hljómleikum — og held ég aö aöra eins stemningu sé ekki hægt aö skapa eins og þeir bjóöa upp á þar. Þessi plata var lokapunkturinn á ferli The Flying Burrito Brothers, þvi áöur en platan kom út voru þeir hættir. Nú þremur árum seinna er komið út tveggja platna albúmiö „Close Up The Honky Tonks”, er inniheldur úrval af fyrstu tveim plötum þeirra og tólf lög er ekki hafa komiö út áöur, þar af þrjú sem tekin eru upp á hljómleikum en þaö eru gamlir rokk- arar: Money Honey, Roll over Beethoven, Wake up little Susie. Plata þessi er gott yfirlit yfir verk Burrito og á heima I hverju plötusafni, þvi þaö er ekkert vafamál aö Burrito eiga sinn kafla i rokk-sögunni og þaö frumherjastarf er þeir unnu á sviöi country-rokksins, ásamt Byrds veröur ' seint metiö til fulls. Þaö helzt sem er aö frétta af meölimum Burritos eftir aö slitnaöi upp úr samstarfinu er aö A1 Perkins og Chris Hillman gengu I liö meö Stephen Stills, Manassas, (i dag er Hillman i Sother Hillman Furay Band og vegnar vel.) Bernie Leadon gekk I Eagles og Gram Parsons lézt I september ’73 en haföi áöur gert tvær frábærar plötur, sú fyrri heitir einfaldlega G.P., og kom út f janúar ’73 og Grievous Angel er kom út snemma árs ’74. Þetta er I stuttu máli þaö helzta sem á daga The Flying Burrito Brothers hefur drifiö, og er nú komiö aö plötuinnflytjendum aö sjá til þess aö platan veröi til sölu hér á landi — þvf eins og ég sagöi. er þetta kapituli I rokk-sögunni. G.G. Mannaskipan hljómsveitarinnar frá fyrstu tfö, neöst er og efst eru þeir eins og þeir voru, er hljómsveitin hætti. hijómsveitin eins og hún var skipuö viö stofnun Vinsældarkosning Nú-tímans um 10 beztu LP-plöturnar 1974: Atkvæðaseðill (Nafn plötu) (Flytjandi) 1____________________________ 2____________________________ 3____________________________ Nafn:________________________ Heimili:_____________________ Aldur: Akveöiö hefur veriö aö framlengja skilafrestinn f skoöanakönnun Nú-tfmans um 10 beztu LP-plöturnar á árinu 1974 TIL 15. JANUAR. Enn viljum viö Itreka fyrri áskoranir okkar, aö allir poppunnendur sendi okkur atkvæðaseöla sfna hiö skjótasta. Utanáskriftin er: Nú-timinn, c/o Dagblaöiö Timinn, Edduhúsinu v/Lindargötu, Reykjavfk. SAMYIRKI Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæöiö meö stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstaö. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldslmi 93-7355 STÓRKOSTLEGT VERÐ Aðeins örfáir sleðar koma REVELER — 30 HÖ — 437 CC GERIÐ PANTANIR STRAX Vér bjóðum nokkra 30 hest vélsleða með rafstarti, rafhleðslu, electrónskri CD kveikju, 2 ökuljósum o.fl. %f iinm'!'< h.j. Akureyri Glerárgotu 20 Simi 2 22 32 Reykjavik Sudurlandsbraut 16 Simi 3 52 00 Sólaóir hjólbaróar til sölu á ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð. Full óbyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu ARMULA7W30501 &84844

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.