Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 5. janúar 1975.
■
IHfflíi I
0
I
Smásaga um Hróa Hött
Þið hafið auðvitað
heyrt getið um Hróa
Hött, enska útlagann.
Hann var uppi fyrir
mörgum öldum og hafð-
ist við i skógum úti,
ásamt vinum sinum.
Hrói Höttur vildi
hjálpa þeim, sem áttu
bágt og urðu fyrir kúgun
og órétti. Þess vegna er
hann þjóðhetja. Borgar-
stjórinn, sem þá var i
bænum Nottingham, var
bæði undirförull og hinn
mesti grimmdarseggur.
Hann lagði þunga skatta
á borgarbúa og rúði þá
inn að skyrtunni. Hrói
Höttur hjálpaði mörgum
úr klónum á borgar-
stjóranum, og þess
vegna hataði hann Hróa.
Oft reyndi hann að
handtaka Hróa, en það
var nú ekki allra
meðfæri að klófesta
Hróa Hött. Þegar þessi
saga gerðist, stóð
þannig á, að borgar-
stjórinn var nýbúinn að
leggja stórfé til höfuðs
Hróa. En það virtist
enginn ætla að verða til
þess, að vinna til verð-
launanna.
Nótt eina dreymdi
Hróa, að hann væri að
berjast við tvo stóra og
sterka bændur. Þeir
höfðu barið hann
óþyrmilega og i tilbót
höfðu þeir tekið af
honum bogann, bezta
vopnið hans. Aldrei
hafði Hróa dreymt jafn
illa. Hann var hræddur
um, að þessi draumur
myndi vita á eitthvað
illt.
Um morguninn sagði
hann Litla-Jóni, bezta
vini sinum, drauminn.
En Litli-Jón hló aðeins
að honum. Hann trúði
ekki á drauma. Hrói
áleit samt betra að fara
varlega, Hann fann á
sér, að eitthvað mundi
koma fyrir áður en
dagurinn væri úti. Hann
skipaði mönnum sinum
að vera vara um sig. Þvi
næst lagði hann og Litli-
Jón af stað út i skóginn.
Allt var með kyrrum
kjörum. Vindurinn þaut
i trjánum, fuglarnir
sungu og sólin skein i
heiði.
Loks komu þeir i rjóð-
ur eitt I skóginum. Sáu
þeir þá stran og sterk-
legan náunga á gægjum
bak við eitt tréð. Hann
hafði sverð við hlið og
hélt á stórum boga i
hendinni, og klæddur
var hann í föt úr hross-
húð frá hvirfli til ilja.
— Ef mér ekki mis-
sýnist, er þetta einhver
svæsnasti bardagamað-
urinn i Nottingham,
sagði Litli-Jón. — Biddu
min hér. Ég ætla að fara
og spjalla ögn við hann
og vita hvort hann hefur
illt i hyggju.
— Það yrði þá i fyrsta
sinn, sem Hrói Höttur
hlypi á bak við menn
sína, svaraði Hrói reiði-
lega, — halt þú áfram til
Nottingham og reyndu
að komast á snoðir um,
hvað borgarstjórinn
hefur i hyggju.
Litli-Jón gerði eins og
honum var sagt, þótt
honum væri það nauð-
ugt. Hann elskaði og
dáði höfðingja sinn,
skógarmanninn. Honum
datt ekki i hug að
óhlýðnast skipunum
hans. Menn Hróa voru
líka á næstu grösum.
Þeir skildu þvi þarna.
Hrói gekk yfir rjóðrið til
þess aðtala við manninn
i skinnfötunum. En Litli-
Jón labbaði áleiðis til
Nottingham.
Ekki hafði hann lengi
gengið, er hann sá þá
sjón, er fékk honum nóg
að hugsa. Undir gömlu
eikitré rakst hann allt i
einu á tvo félaga sína
dauða. Meðan Litli-Jón
virti þá fyrir sér, kom
einn af mönnum hans á
harðahlaupum.
— Flýðu!, kallaði
hann — Borgarstjórinn i
Nottingham er á hælun-
um á okkur með
hundrað vopnaða menn.
Hann hlifir engum, sem
hann grunar að sé i
þjónustu Hróa Hattar.
Maðurinn þaut áfram,
en Litli-Jón hugsaði sig
um. Hann var aldrei
vanur að flýja, en timinn
var naumur. Hann sá
hvar menn borgar-
stjórans komu
hlaupandi. Litli-Jón
þekkti hvern krók og
kima i skóginum, svo að
það hefði verið innan
handar fyrir hann að
skjótast undan. En kurt-
eis maður hleypur ekki i
felur, fyrr en hann er
búinn að heilsa komu-
mönnum, hugsaði Litli-
Jón. Að svo búnu lagði
hann ör á streng og mið-
aði á borgarstjórann,
sem kom riðandi i
broddi fylkingar.
Örin hæfði ekki
markið. Hún þaut fram-
hjá borgarstjóranum, en
lenti i staðinn i einum af
mönnúm hans. Á næsta
augnabliki höfðu bæjar-
menn umkringt Litla-
Jón og tekið hann til
fanga. Borgarstjórinn
var nú heldur en ekki
hreykinn yfir þvi, að
hafa náð i bezta vin
DAN
BARRY
Geira tekst með hjálp heila-tölvunnar að |
muna eftir hvernig á að koma vélinni
samband. **
t aðalstöðv '
unum hér e
öllum vélmenn
unum stjórnað
og fjarstýrt.
Fólkið hér hefur \ . En ég get
fyrir löngu gleymt J komist F
, ,heila-tölvunni”^<v-samband við
r (t / hana og fundið
Þetta er einsí Jæja, Vicki, þessir'f
og hún á að
ganga.
^Jæja? Hvaða Y" Hún gengur, þetta Komdu riú, Ámeðan á öðrum stað i borginni
hljóð er þetta? var auðvelt tengdi. nú förumT’—HPVriðt Aðvnnmar
bara nokkra vira við! e7ri°* Áðvorunar
Sjáið, hún er \ Það er iorðið of
þegar komin á ' seint að ná henni
bjallan! Timavéliner
kominigang.