Tíminn - 05.01.1975, Side 28

Tíminn - 05.01.1975, Side 28
Sunnudagur 5. janúar 1975 J HÆTTU- LEGIR LAMPAR — innfluttir frá S-Evrópu og Asíu gébé.-Reykjavik. — Komið hefur i ljós, að mikið hefur verið fiutt inn af mjög óvönduðum og hættulegum lömpum, sem ekki samræm- ast reglugerð Rafmagns- eftiriits rikisins, einkum frá Suður-Evrópu og Asiulönd- um. Mest er þctta ferðafólk, sem flytur þetta heim með sér, en einnig kunnáttulitlir innflytjendur. Slysahætta er mikil af slik- um varningi, og má geta þess að tvö dauðaslys hafa átt sér stað hér á landi af völdum gallaðra rafmagns- heimilislampa. 1 báðum til- fellunum leiddu lamparnir rafmagn. Rafmagnseftirlit rfkisins vill vekja athygli á þvi, að þótt rafmagnsheimilislamp- ar séu ekki i flokki prófunar- skylds rafmagnsvarnings, skulu allir rafmagnshlutar þeirra vera viðurkenndir og allur frágangur þeirra vandaður og i samræmi við reglugerð Rafmagnseftirlits rikisins. Jón Gamalielsson hjá Raf- magnseftirlitinu sagði, að það tiðkaðist heldur ekki i nágrannalöndum okkar að hafa rafmagnsheimilis- lampa prófunarskylda, enda væri flutt inn það mikið af þeim varningi, að ógjörning- ur væri að hafa nákvæmt eftirlit með honum öllum. Innflytjendur sjálfir eru skyldugir til að selja ekki nema viðurkennda vöru. 1 nokkrum tilfellum eru lamparnir fluttir inn i pört* um og settir saman hér, sagði Jón. Það er yfirleitt vel gert og fullnægja þeir kröf- um Rafmagnseftirlitsins. Af helztu atriðum, sem snerta öryggi heimilis- lampa, er að snúrur skulu vera vandaðar og nægilega einangraðar, en oft vill svo vera, að snúrur á innfluttum lömpum frá Suður-Evrópu séu ekki nógu gildar og ein- angrun ekki góð. Lampa- höldur skulu hylja skrúfgang ljósaperanna, svo að snert- ing spennuhafa sé útilokuð. Lampar skulu vera gerðir til jarðtengingar eða hafa tvöfalda einangrun. Þá skal notendum bent á, að mikilvægt er að gera fljótt viö öll raftæki sem bila. Snúrur, sem trosna eða springa, lampahöldur og tengiklær, sem losna i sund- ur ~eða springa, þarf að endurnýja jafnskjótt og þess verður vart. Tímlsiner peningar Auglýsid _______I TjiwaiiiMM GSÐI fyrirgóöan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ■ i * ‘ '1 < feíi’.St'Vi’;:, ■ Vetur konungur minnir allsnarplega á sig um þessar mundir. Vlða um land hefur hlaðið niður miklum snjó, vegir hafa teppzt og raforka þorrið, að ekki sé minnzt á þau ósköp, sem yfir Norðfirðinga dundu fyr- ir jólin og öllum eru og verða lengi I fersku minni. Austur á Egilsstöð- um mun það ekki hafa verið dæmalaust, að menn hafi orðiö að skriða út um glugga til þess að geta mokaðsnjó frá dyrum, — og fer þá ástandinu að svipa til þess, sem var á Norður- og Austurlandi veturinn 1950-’51, þegar þar snjóaði meira en elztu menn mundu dæmi til. Og hætt er við, að Reykvikingar, sem varla þekkja snjó nema af af- spurn, yrðu slegnir nokkrum ugg (og myndu líklega hugsa til Al- mannavarna ), ef þeir vöknuðu viðþaðeinn morguninn, að kominn væri snjór upp á miðja glugga á þriðju hæð Ibúðarhúsa, en sllkt er engan veginn óalgengt I hinum snjóþyngri héruðum landsins. Ljósmynd: Jón Kristjánsson Svartbaki og hrafni hefur fjölgað ískyggilega SJ-Reykjavik. — Æðarræktendur hafa hvað eftir annað reynt að fá KAFARI KANNAÐI BRYGGJUSKEMMDIR BH-Reykjavik. — Varðskipið Al- bert kom með kafara til Flateyr- ar i vikunni til að kanna skemmdirnar, sem þar urðu á bryggjunni, og sagt hefur verið frá hér i blaðinu. Leiddu rann- sóknir kafarans ekkert nýtt i ljós, og staðfestist það álit manna, að stálþilið er ekki sprungið, heldur hefur bognað út að neðan en ekki opnazt. Málið er hið alvarlegasta og ekki útlit fyrir annað en rifa verði allt þilið upp og sprengja kantinn. Verður að taka allt þilið upp og reka það niður að nýju og dýpra en áður, og er það ærið fyrirtæki. Þegar blaðið ræddi málið við Kristin Snæland, sveitarstjóra i gær, sagðist hann ekki geta sagt fyrir um, hvenær hafizt yrði handa, en það yrði að gera fyrr en siðar. Um tjónið kvað hann fyrri ágizkanir sinar mundu standast, og væri það aldrei undir 10 milljónum. Hér væri um miklu meira verk að ræða en það eitt að reka stálþil niður. heimild stjórnvalda til þess að hefjast handa um róttækar að- gerðir til fækkunar vargfugli en án árangurs. Einkum er áhugi á þvi að eyða svartbaki og hrafni á þeim stöðum, sem þessir fuglar hópa sig, svo sem við fiskvinnslu- stöðvar, sláturhús og sorphauga I þéttbýli. Eigendur varplanda æðarfugls telja sýnt að breyta þurfi nú þegar á þessu alþingi lögum um fuglaveiðar og fugla- friðun, ef vænta á einhvers árangurs. En að sögn Arna G. Péturssonar æðarræktarráðu- nauts Búnaðarfélags tslands girða núgildandi lög fyrir allar róttækar aðgerðir til fækkunar þessara vargfugla. — Siðan hætt var að nota stryknin til að eitra fyrir tófur hefur hrafni og svartbaki fjölgað geigvænlega, sagði Arni, — en fuglarnir leituðu einnig i hræin, sem eitrið var sett i og drápust af. Hér er ekki aðeins um vernd æðarstofnsins að ræða, heldur stendur mófuglalifi einnig ógn af þessum fuglum, og fjölgun þeirra á siðustu árum hefur að minum dómi raskað eðlilegu kerfi náttúr- unnar. Æðarræktarfélag Islands i samvinnu við menntamálaráðu- neytið og Landssamband veiði- félaga sótti um fjárveitingu þetta varðandi til alþingis, sem náði ekki fram að ganga. Þá var og leitað eftir við fuglafriðunarnefnd og menntamálaráðuneyti að veita undanþágu frá lögum um fugla- veiðar og fuglafriðun til að veiða svartbak og hrafn i veiðigildrur undir umsjón veiðistjóra á þeim stöðum, sem óvætturin hópar sig. Þeirri málamiðlun var tekið með varfærni, þó var heimild veitt i athugunarskyni. í sumar ferðaðist Árni Heimir Jónsson liffræðinemi um landið, og skyldi afla upplýsinga um fuglvarg og safna gögnum um tjón af völdum vargfugla á bú- fénaði og i varpstöðvum. Greinargerð frá Árna Heimi er væntanleg um áramót. Leyfilegt er að nota fenemal og tribómetanól i egg i varplöndum æðarfugls til að eitra fyrir svart- bak, en mjög takmarkaður árangur er af þvi til fækkunar varginum. Af fenemalinu sofnar fuglinn oft, en deyr ekki, og þarf þá að fylgjast með honum og af- lifa, en tribómetanólið fellur til botns i egginu og verður eftir, þegar fulginn hefur gætt sér á þvi. Að sögn Arna G. Péturssonar er fuglavargsmálið það, sem æðar- ræktendur berjast einkum fyrir um þessar mundir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.