Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 15
14 TÍMINN Sunnudagur 26. janúar 1975 Sunnudagur 26. janúar 1975 TÍMINN 15 Skrá yfir búfræðinga frá Hvanneyri, er þátt tóku í Færeyjaförinni 1974: Aöalsteinn Hallgrimsson, Eyjafiröi. Arnar Brynjólfsson, Arnessýslu. Asgeir Eggertsson, Arnessýslu. Björn Sigurvaldason, Húnavatnssýslu. Eysteinn Sigurösson, Seltjarnarnesi. Finnur L. Jóhannsson, Hafnarfirði. Guðmundur G. Benediktsson, Reykjavik. Guömundur Bjarnason, Mosfellssveit. Guömundur G. Guömundsson, Reykjavik. Guömundur J. Guðmundsson, Patreksfiröi. Grimur Laxdal, Þingeyjarsýslu. Halldór Steinþórsson, Reykjavik. Helgi Eggertsson, Arnessýslu. Jóhannes Kristjánsson, önundarfiröi. Magnús Astvaldsson, Reykjavik. Oddur Bjarnason, Arnessýslu. ólafur Egilsson, Baröastrandarsýslu. Sigurglsli Sveinbjörnss. Eyjafiröi. Sigurður Bjarnason, Borgarfiröi. Sævar Einarsson, Hafnarfiröi. Þorleifur Eggertsson, Rangárvallasýslu. Þorvaldur Jónsson, Borgarfiröi. Þór Björnsson, Reykjavík. Yfirfararstjóri: Trausti Eyjólfsson, Hvanneyri, Borg. LAUGARDAGSKVÖLD eitt i janúar 1974, sitjum við nokkrir strákar á Hvanneyri inni I B- kennslustofu skólans. 1 stofunni er einnig staddur tómstunda- og félagsmálakennarinn okkar, Trausti Eyjólfsson. Þarna stend- ur Trausti allvlgalegur með sýningarvél sér við hlið. Er það ætlunin að sýna okkur litskugga- myndir úr Færeyjaför, sem hann fór með Samkór Vestmannaeyja, þegar kórinn sýndi þar óperett- una „Meyjaskemman” sumarið 1972. Nú eru ljósin slökkt og Trausti byrjar að sýna og heldur skemmtilega tölu með hverri mynd. Varð þetta hin bezta skemmtan, áhugavekjandi og eft- irminnileg. Nokkrum dögum siðar er sá, sem þetta ritar, staddur inni á herbergi 24, hjá Eysteini nokkr- um Sigurðssyni. Inni þar ber ýmislegt á góma: Þjóðhátiðarár- ið, ferðalög og Færeyjakvöldvaka Trausta. — „Væri ekki tilvalið fyrir okkur strákana, að fara til Færeyja I vor?” skýzt upp úr Eysteini. Allir góðir, sem þetta heyra og lesa! Með þessum orð- um var komin kveikjan að ferð okkar búfræðinga til Færeyja sl. vor. Siðan er ekki að orðlengja það: Trausti lagði blessun sina yfir þessa hugmynd og hafizt var handa um undirbúning, fundir haldnir og skipulagning hafin. Trausti tók að sér að vera leið- sögumaður, þvi að bæði átti hann hálft I hvoru hvatann að ferðinni og var kunnugur nokkuð I Fær- eyjum, auk þess sem hann á þar vini og skólabræður. Honum til aðstoðar voru í fararstjórn af okkar hálfu, þeir Eysteinn Sigurðsson og Sigurður Bjarna- son. Skyggndust þeir I alla koppa og kirnur til fjáröflunar. Eiga þeir, er þar lögðu hönd á plóginn, mikið hrós skilið. Um vorið höfðu 24 látið skrá sig Iferðina og þann 16. mai mættum við slðan allir út á Reykjavíkur- flugvöll, klukkan 9 að morgni. — Þarna stóðum við meö eplarauð- ar kinnar, nýútskrifaðir og hamingjusamir búfræðingar, uppábúnir I fallegu skólapeys- unum okkar, og störöum á heilan tug nýútskrifaðra blómarósa úr fóstruskólanum, sem einnig voru á leið til Færeyja. Er mér sérlega minnisstæður einn félagi okkar, er þar stóð fremstur I flokki, klæddur hnausþykkum föður- landsfrakka, hversu mjög honum varð starsýnt á þennan fríða fóstruhóp. Nú stigum við upp I Fokkervél Flugfélags Islands. Á móti okkur tóku elskulegar flugfreyjur og buðu okkur sæti. Upp i 30 þúsund feta hæð komst vélin með hinn verðmæta farm innanborðs, framtlðaryrkjendur Islenskra jarða og uppalendur leikskóla-i barna. Flugveður var gott, skýj-l að, en nokkur mótvindur. Þjónustan um borð var með mikl- um ágætum og áttum við hin prýðilegustu viðskipti við flug- freyjurnar. Að eins tima flugi loknu var lent I Vogum. Þar er eini flugvöllur eyjanna. Flug- stööin er snotur bygging, lágreist og vinaleg. — Þarna var þá hóp- urinn allur samankominn á frændþjóðar grund. Fóstrurnar voru kátar og elskulegar og voru nú farnar að færa sig aðeins nær okkur strákunum, eins og kven- kostum sæmir. A flugvellinum tók á móti okkur Danjál Dani- elsen, bóndi á Velbastað á AAagnús Ástvaldsson: Fyrri hluti Þjóðhátíðarbúfræðingar frá Hvanneyri á ferð í Færeyjum Straumey, þingmaður og formað- ur Búnaðarfélags Færeyja. Danjál er gamall Hvanneyringur og skólabróðir Trausta, elskuleg- ur og góðlátlegur maður. Hann bauð okkur hjartanlega vel- komna á færeyska grund og var slöan með okkur, það sem eftir var dagsins. — Danjál hafði lagt sig allan fram við að gera þessa ferð okkar mögulega, og honum er ekki sízt að þakka, hve ferðin tókst vel. A hann fyrir það mikið hrós. Við gengum í gegnum tollinn. Tollarinn leit góðlátlega á okkur og spurði á viðfeldinni dönsku: „Nogen spiritus?”. Þar með var allur skarinn kominn I gegn og fékk sér hressingu á flugstöðinni, kaffi og brauð. Mörgum var víst næringin kærkomin, þvi haft er fyrir satt, að brauðbirgðir hafi nær þrotið við heimsókn þess. Að snæðingi loknum var stigið upp I splunkunýjan vagn, en nokkrir fóru I bflinn hjá Danjál. Ekið var hina skemmtilegu leið meðfram Saurvogsvatni, I gegn um samþorpin, Miðvog og Sanda- vog til Oyrargjógv, en þar tókum við ferjuna yfir til Vestmanna á Straumey, eins fallegasta bæjar I Færeyjum. Eftir um það bil 10 minútna siglingu, stigum við á land. A hafnarbakkanum beið okkar ann- ar vagn. Var nú ekið upp fyrir bæ- inn að stifluvirki einu geysistóru. Danjál sagði okkur frá raforku- verunum I Vestmanna og gerð stlflunnar. Kvað hann þetta eitt stærsta mannvirki I Færeyjum og sagði Vestmannabúa stolta af. Frá stiflunni sér yfir alla Vest- mannabyggðina og grösugar hlið- arnar I kring, sem einkennast af sérkennilegum kartöflugörðum og fyssandi lækjum. Landslagið I Færeyjum er við- ast frekar ólikt þvi Islenzka. Að visu eru bæði löndin fjöllótt, en i Færeyjum er undirlendi mjög af skornum skammti. Allt snarbratt I sjó fram, slétt og fellt og gróið frá fjöruborði upp á fjallsbrún. Jarðvegur er mjög gljúpur og grunnur. Einkennast ár og lækir af þvi, hve þau dreifa úr sér, en grafa sig eigi niður, þvi undir hinu þunna jarðvegslagi er gler- hörð klöppin. A leið frá stiflunni týndist svefnpoki, af þakgrind vagnsins. Eigandi pokans hljóp til baka til leitar. Ekki þótti mönnum einleikið, hve piltur var lengi i förum, svo hafin var eftirgrennsl- an. Kom þá I ljós, að pokann hafði hann strax fundið, en rekizt þar á „gentu” sem hann varð svo hug- fanginn af, að hann ætlaði ekki að fást til að halda áfram og var hinn þverasti við eftirleitarmenn. Eft- ir atburð þennan var höfð sérstök gát á náunga þessum og svefn- poki merktur S.P. Es. ávallt kyrfilegast bundinn. Frá Vestmanna héldum við til Kvivlkur, sem er næsta byggð fyrir sunnan Vestmanna. Þar skoöuðum við rústir hibýla frá tlmum vikinga. Heimamaður var þarna kominn til að útskýra fyrir okkur hvernig svona hús hafa litið út og hvernig I þeim var búið. Vikingarústir þessar minntu mig á rústimar að Stöng I Þjórsárdal. — Eysteinn fararstjóri sagði það verðugt verkefni fyrir einhvern jarðnæðislausan búfræðing að verða þarna eftir, koma þaki yfir tóftirnar, fá sér konu og hefja búskap að fornum sið. Iðraði hann þó mjög sllks gáleysis, þar sem stór hópur manna gerði sig liklegan til að setjast þarna að, og nokkrir hurfu þegar til að huga að konuefnum. En þar sem farar- stjórnin haföi fengið svo mikla þjálfun I Vestmanna, sem áður er aö vikið, gekk henni vonum fram- ar aö ná öllum saman og komast af stað aftur, þvi ferðinni var heitið alla leið norður I Saksun, sem er réttnyrztá Straumey. Var fyrst lengi vel ekið til austurs, niður I Kollafjörð á austurströnd- inni. Við Kjalnes beygir vegurinn aftur til norðurs og farið er gegn- um tvö þorp, Hósvik og Hvalvik. Skammt fyrir norðaustan Hval- vik er Streymnes. Þar er sundið milli Straumeyjar og Austureyjar mjóstog hefur nú verið brúað. Er sú brú geysihá og mikið mann- virki. Var okkur ekið yfir á aust- urbakkann, en þar snúið við, þvi eins og fyrr sagði var ferðinni héitið til Saksun. — I Hvalvik býr Hvanneyringurinn Hans Joensen. Útskrifaður 1944. Hann rekur búskap. Blakti fáni hjá heimili hans okkur til heiðurs og slóst hann I för með okkur til Saksun. í Saksun er gullfallegt um að litast, færeysk náttúrfegurð, eins og hún er mest. Grasi vaxin, snarbrött fjöllin mynda djúpan dal með silfurtæra á I botni, og fallegt vatn rétt við byggðina. Þar sem áin kemur úr vatninu, fellur hún i gljúfri að ósi, er þver- beygir til vesturs og verður mjó rás I gegnum fjallið til sjávar. Þar sem byggðin er, verður dal- urinn rýmri, en sjö til átta hundr- uö metra há fjöllin byrgja útsýnið á alla vegu. Þarna býr rausnar- búi, Hvanneyringurinn Magnús Joensen, bróðir Hans I Hvalvlk, skólabróðir Trausta og Danjáls. Við komum til Saksun siðla dags I dásamlegu veðri, sólskin' og heiðrikju. Magnús tók á móti okkur með einstökum höfðings- skap. Föðmuðust þeir Trausti af ósvikinni gleði yfir endurfundum, þvl að þeir höfðu ekki sézt I 28 ár. I Saksun er margt að skoða. Þar eru ævafornar byggingar, ekki yngri en átta hundruð ára, og er þeim haldið við sem safni, sem öllum er opið. Þar gat að lita afar merkt safn muna frá fornri tið, húsmunir, veiðarfæri og alls kon- ar verkfæri, sumt allar götur frá tlmum vikinga. Að skoðun lokinni var öllum hópnum visað til bæjar Magnúsar. Hús i Saksun eru með afbrigðum snyrtileg og bera vott um sérlega góða umhirðu. Hjá þeim hjónum önnu og Magnúsi, beið okkar dekkað borð með dýrindis kræsingum. Þar gat að lita færeyska gestrisni I hávegum og höfðingsskap með eindæmum. Við borðhaldið hélt Magnús stutta og fallega ræðu. Talaði hann um dvöl sina á Hvanneyri og ógleymanlega daga þar og hversu verðmætur sá tlmi hefði orðið honum og kær I minningunni. Lýsti hann óblandinni ánægju sinni yfir að fá tækifæri til að sjá Hvanneyringa og þá sérlega að fá þá iheimsókn. Er Magnús talaði, varð hann allt að þvl klökkur I rómi. Segir það nokkuð um þann frændhug, vinarþel og tryggð, er við urðum alls staðar varir við I garð Islendinga i Færeyjum. Móttökurnar I Saksun urðu ekki einsdæmi, heldur regla, sem gilti án undantekninga ferðina á enda. Er húsbóndinn hafði lokið sinni ágætu ræðu, tók Hans I Hvalvik við. Tók hann mjög I sama streng og bróðir hans. Hafði hann uppi spurnir um skólabræður slna frá Hvanneyri 1942-1944. Gátu ýmsir sagt honum fréttir af þeim og bað hann okkur fyrir kveðjur til þess- ara vina sinna, sem hann langar þó mest til að fá að sjá aftur. Er llða tók á boröhaldið kvaddi Trausti sér hljóðs og færði þeim önnu og Magnúsi þakkir fyrir okkar hönd. Lýsti hann ánægju sinni yfir hinum ógleymanlegu móttökum og gestrisni þeirra hjóna bað þeim blessunar og vel- farnaðar og afhenti þeim Magnúsi og Hans borðfána með hvannarlaufinu, sem er merki bændaskólans á Hvanneyri. Bað hann þá þiggja til minningar um komu okkar sem örlitinn þakk- lætisvott. Að lokum sagði Danjál nokkur orð. Raktihann aðdragandann að tslandsför sinni fyrir 30 árum og sagði okkur frá dvöl sinni á Hvanneyri. Tindi hann til ýmis skemmtileg atvik, sem þá gerð- ust, og hann geymir I minni sínu. Talaði hann um þessar minningar sem perlur, sem hann sízt vildi glata. Við vorum lengi að koma okkur af stað aftur og vorum orðnir nokkuð á eftir áætlun. Mönnum leið svo dæmalaust vel I Saksun og við kvöddum heimafólk vel og vandlega. En nú var dagur að kveldi kominn og ferðinni heitið til Þórshafnar, þar sem við áttum að gista. Þar höfðum við lika mælt okkur mót við fóstrurnar elskulegu og hugðu ýmsir gott til glóöarinnar. Á leiðinni var glatt á hjalla I rútunni og mikið sungið, t.d. „Fósturlandsins freyja”, „í vor kom ég sunnan” og fleiri ætt- jarðarlög, er Hvanneyrarkórinn hafði sungið inn á segulband hjá rlkisútvarpinu fyrir fáeinum dög- Hópurinn í Saksun. Þarna má sjá þá Danjál og Trausta og Magnús Joensen, sem tók á móti Hvanneyringum. um. Kannski voru það nú ekki allt þessi þrælæfðu lög, sem sungin voru, og sennilega létu fleiri ljós sitt sklna en kórfélagar. Hvað um það! Hver söng með sinu nefi af hjartans list. Svei mér þá, ef ég heyri ekki enn óminn af þessari dásamlegu kantötu. í Kollafirði var stanzað að Kjalarnesi, hjá Thómasi Joensen og önnu, konu hans. Thómas er ráöunautur i sauðfjárrækt og formaður „Föroyja jarðarráðs” og rekur afarsnoturt bú. Hann tók einkar alúðlega á móti okkur og voru hús hans okkur opin. Skoð- uöum við allar byggingarnar hátt og lágt. Fjósið er básafjós, eins og þau gerast á íslandi, en hlaðan er minni, þar eð innistöðutimi kúnna er skemmri en heima. Við spurðum Thómas I þaula og gaf hann skýr og góð svör. Hann sagði okkur gang búrekstursins og lýsti búskaparháttum. Heyöfl- un sagði hann nokkuð erfiða, en bæði væri verkað vothey og þurr- hey. Sauðfé kvað hann ganga sjálfala allt árið, en væri gefið kjarnfóður seinni hluta með- göngutlma. Ekkert sláturhús er I Færeyjum, heldur fer öll slátrun fram heima. Einnig vantar bænd- urna sölusamtök, og samvinnu- verzlanir eru ekki til. Eru þessir þættir mála að baki þvi, sem við erum vanir heima. En okkur leizt vel á færeysku kýrnar. Þær eru raunar norskar, þvi sæði hefur verið sótt til Noregs lengi. Einnig hafa nú verið flutt inn Aberdeen- Angusholdanaut. (Thómas var raunar ekki með þau, en við sáum þau siðar I Kirkjubæ). Thómas útlistaðifyrir okkur gerð „skerpi- kjöts”, en það er kæst, likt og hákarl, hengt upp I þar til gerða hjalla og vindþurrkað. Það er þjóðarréttur Færeyinga. — Að endingu bauð Thómas öllum hópnum I bæinn, upp á ávexti og Is. Við þökkuðum indælar móttök- ur og tókum m.a. lagið I kveðju- skyni. Siðan ókum við yfir að Oyrareingjum, sem er fyrir botni Kollafjarðar. Að Oeyrareingjum búa tvenn hjón. Óli Kristján Debess og Ell- en, kona hans, og bróðir óla, Tummas og Elna kona hans. Þetta fólk hafði búið okkur dýrindis veizlu á heimili sinu. Þeir, sem vildu, fengu meira að segja einn snaps af Alaborgar- ákaviti, að færeyskum sið. Er við höfðum neytt kræsinga þessara stóð upp Þorvaldur Jónsson, Borgfirðingur, og ávarpaði gest- gjafa okkar á dönsku. Þakkaði hann frábæra gestrisni og hlýhug og færði Ellen brúðu I islenzkum þjóöbúningi að gjöf. Tók þá Óli til máls og kvaðst mjög ánægður að fá svo friðan hóp bændaefna I sin heimahús. Var nú komið að kveðjustund og litum við snöggv- ast inn I gripahúsin að lokum. — Þarna er átján kúa fjós, með eindæmum snyrtilegt. (S.l. ár mjólkaöi ein kýr þeirra Dedess bræðra yfir sex þúsund lítra). I jötum kúnna lá vothey. Angan af þvl lét vel I nefi, enda rann Vest- firðingur, úr okkar hópi, strax á lyktina, greip hnefafylli stakk nefinu i og teygaði að sér ilminn, alsæll. Fra Oyrareingjum héldum við beint til Þórshafnar, höfuðstaðar landsins. Það er fallegur bær, nokkru stærri en Akureyri. Stend- ur hann á ávölum hæöardrögum, syðst á austurströnd Straumeyj- ar. í gamla bæjarhlutanum eru gömul timburhús, er standa miög óskipulega. Á milli þeirra kvlsl- ast stlgar og stræti. Þykir manni þetta einkennilegt, en jafnframt skemmtilegt og hlýlegt, þar eð gömlum húsum er þarna ljóm- andi vel við haldið. Það vakti athygli okkar, hve geysilega mikið var af bllum I Þórshöfn. Sennilega er það skýringin, að engir strætisvagnar eru þar, heldur er annar hver bill „hýruvognur” eða það, sem við köllum leigubil. A leiö okkar I gegn um bæinn mættum við vælandi brunabil á miklum hraða. Eftir honum komu tugir blla og bifhjóla, ásamt her- skara hlaupandi fólks, sem kall- aði „eldur, eldur” að okkur heyrðist. Við ókum beint að matsölustað einum I miðjum bænum. Þangað voru fóstrurnar komnar og biðu okkar I ofvæni, enda urðu þarna miklir fagnaðarfundir. Við áttum pantaðan mat fyrir allt liðið og settumst að snæðingi. Vorum við reyndar ekki svangir, eftir öll veizluhöld dagsins. Þó er haft fyrir satt, að sá I þykka frakkan- um, hafi keypt upp alla „rófu- stöppu” sem til var á matsölunni, hvað sem hann svo gerði við hana. Þarna kvöddum við vin okkar, Danjál, og þökkuðum ánægjulega samfylgd. Hann kvaðst mundu hitta okkur aftur, áður en viö fær- um, og alls ekki vera búinn að sleppa af okkur hendinni. — Þá lagði Trausti okkur llfsreglurnar, eða öllu heldur, samdi við okkur um ákveðna þætti, sem við yrðum að vera menn til að standa við, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Sagði hann, að nú yrði haldið á „ferðamannaheimið Fráhald” þ.e.a.s. á Farfuglaheimilið til Hallgerðar og Jóns Sfvertsens, en þar átti allur hópurinn að gista. Kvað hann „rúsdrykkju” stranglega bannaða á Fráhaldi, sem og allt framhjáhald og viðhald. Kvað hann það hald sitt, að þeir, sem ekki gætu haldið sér á mottunni, yrðu hreinlega settir I hald. Þar sem hver og einn var enn I sinu haldi, samþykktu menn þetta umyröalaust, — en áður haföi hann fengið okkur til að Framhald á 23. siðu. Beðift eftir ferjunni i Oyrargjógv — Vestmanna I fjarska handan sundsins. A rústum fornaldarbæjarins I Kvivfk. Bóndabær I Saksun —þessi mynd veitir nokkra hugmynd um, hvernig þar er umhorfs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.