Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 26.01.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMIW Sunnudagur 26. janúar 1975 þakka nú gott boð., Vinni maður f yrir miklu, þá skal það líka sjást einhvers staðar. Við lifum í dag, en guð má vita, hvernig komið verður á morgun". Raunar voru bræðurnir samfundunum fegnir, en þeir hefðu f remur kosið að vaða eld en seg ja vingjarnlegt orð hvor við anna. Og Katrín kímdi í laumi, þvi hún vissi, hve samrýndir þeir voru í rauninní. Áflog þeirra og keskniorð voru ekki annað en'úthvefan á bróðurþelinu. Þegar fyrsta kvöldið, er þeir voru háttaðir saman, hófst langtsamtals, sem Katrínu var í senn ami og ánægja að. Þeir þurftu að segja hvor öðrum alla viðburði síðasta sumars, og það virtist sem þeir hefðu allir verið jafn skemmtilegir. Auðvitað var ekki til þess ætlazt, að foreldrarnir heyrðu þessar sögur, og þess vegna voru þær sagðar í hálfum hljóðum undir brekáninu. Katrín heyrði aðeins eitt og eitt orð á stangli, en hlátrarnir, sem gusu upp að hverri sögu lokinni, voru því háværari sem sagan var sögð lægri rómi. Hlátrar Gústafs voru stórkarlalegir og dimmir, en Eiríkur hrein eins og ungmey. Þeim svelgdist á af ósköpunum, og þeir hóstuðu og byltu sér á bekknum, svo að hríkti í honum. ,,Farið þið nú að þagna, strákar. Nú förum við að sofa", sagði Katrín. ,,Olræt", svöruðu þeir, en héldu samt áfram að hvíslast á. Katrín lét þá afskiptalausa um stund. ,,Þegið þið nú, strákar. Við þurfum að fara snemma á fætur í fyrramálið", sagði hún loks. ,, Já-já. Nú skulum við þagna", sögðu þeir hvor um sig. Það var þögn nokkrar mínútur. Svo hófst hljóðskraf ið á ný undir brekáninu. Niðurbældur hlátur heyrðist, og siðan önnur hviða hærri en sú fyrri og loks kváðu við sömu sköllin og áður. ,,Þetta er nú það versta, sem ég hef heyrt", hrópaði Gústaf. ,,En nú skaltu fá að heyra framhaldið", tísti Eiríkur. Jóhann bylti sér óþolinmóðlega. ,,Pabbi ykkar verður að fá að sofa, strákar mínir. Farið þið nú að hætta þessum látum", sagði Katrín í bænarrómi. „Já. Nú skulum við þagna, Gústaf". „Olræt". Eftir svo sem fimm mínútur byrjuðu þeir aftur að hvíslast á. Fyrst krimti of urlítið í þeim, og svo skelltu þeir upp úr á nýjan leik. Katrín gat ekki varizt brosi, og Jóhanni var líka skemmt. Og nú var hlégið meira en nokkru sinni f yrr. Þá sló klukkan eitt. „Nú látið þið ekki kræla meira á ykkur, drengir mínir", sagði Katrín skipandi, „og þar með úttalað mál". „Já, frú mín góð. Nú látum við ekki meira á okkur kræla, og þar með úttalað mál", hrein Eiríkur, mjóróma eins og ung stúlka, en Gústaf engdist sundur og saman af hlátri. Eiríkur sparkaði og veinaði, og Katrín varð enn að skerast í leikinn. En Jóhann stundi mæðulega. ,, Ef þið þagnið ekki samstundis, Eiríkur og Gústaf, þá skuluð þið fá að liggja utan dyra i nótt", sagði Katrín hvasst. Þá þögnuðu þeir undir eins. En um fótaferðatimann morguninn eftir steinsváfu báðir friðarspillarnir, og það varð álíka erfitt að vekja þá og fá þá til þess að þagna kvöldið áður. Eirikur hafði margt að sýna, bæði heima á Klifinu og niðri í þorpinu, þar sem allir voru orðlausir af undrun. í tösku hans höfðu verið silkimjúkar, enskar skyrtur, marglit bindi og ný brún föt úr vildisefni, og buxurnar svo vandlega pressaðar, og brotin í þeim voru eins og beitt hnífsegg...já, og hann átti meira að segja brúnan f lókahatt og lága skó og sokka, sem hann notaði aðeins, þegar hann var í þessum fötum. Og armbandsúr átti hann auðvitað. Hann rakaði sig ævinlega og fór í hreina skyrtu, ef hann skrapo niður í búð á kvöldin. Katrín varð að þvo og straua í hverri einustu viku þennan vetur. Það amaði ekkert að Eiríki, nema hvað pyngjan hans var létt. Hann hafði ekki átt inni mörg mörk, þegar reikningarnir voru gerðir upp, og það litla, sem hann fékk, gekk fljótt til þurrðar, því að hann var meðal annars farinn að reykja sígaréttur. Katrin varð að leggja honum til vasapeninga, því að hann hirti ekki um að útvega sér vetrarvinnu. Hann var oft á reiki úti í skógi með gamla byssu undir því yfirskyni, að hann væri á íkornaveiðum, en Katrín varð þess sjaldan vör, að hann kæmi heim með þunga byrði. Gústaf, sem alltaf hafði verið á sífelldu göltri úti í hólmum og skerjum, ef hann gat því við komið, fannst það jaf nvel skylda sín að vinna eitthvað við og við, til þess að vera ekki ómagi á heimilinu. Skeytingarleysi Eiríks gerði honum gramt i geði, og Katrín þorði alls ekki að láta hann vita, að hún laumaði stundum aurum í vasa eldri sonarins. Sjálf gerði hún sér þess varla fulla grein, að Eiríkur væri kominn á þann aldur og hefði safnað þeim kröftum, að honum var engin vorkunn að vinna fremur en öðrum Sunnudagur 26. janúar 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Hljóm- sveitin Philharmonia leikur tónlist eftir Kurt Weill og Johann Strauss, Otto Klemperer stjórnar. 9.00 Fréttir. Úrdráttur úr forustugreinum dagblaö- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Konsert i F-dúr fyrir fiðlu, orgel og strengjasveit eftir Vivaldi. I Musici leika. b. Aria, récita- tiv og dúett úr Kantötu nr. 21, „Ich hatte viel Be- kummernis”, eftir Bach. c. Húmoreska op. 20 eftir Schumann. Wilhelm Kempff leikur á pianó. d. Sinfónia nr. 1 i c-moll op. 11 eftir Mendelssohn. Fil- harmóniusveit Berlinar leikur, Herbert von Karajan st jórnar. 11.00 Messa i Neskirkju. Prestur: Séra Frank M. Halldórsson. Organleikari: Reynir Jónasson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 1225 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 <Jr sögu rómönsku Amerfku. Sigurður Hjartar- son skólastjóri flytur fjórða hádegiserindi sitt: Andes- lönd og Paraguay. 14.00 Dagskrárstjóri i eina kiukkustund. Gerður Stein- þórsdóttir kennari ræður dagskránni. 15.00 Miðdegistónleikar. a. Frá tónlistarhátiðinni i Hel- sinki i sumar. Flytjendur: Alfred Brendel pianóleikari og Sinfóniuhljómsveit Vin- arborgar. Stjórnandi: Carlo Maria Giulini. 1. „Eg- mont”-forleikurinn eftir Beethoven. 2. Pianókonsert nr. 20 I d-moll (K466) eftir Mozart. b. Sinfónia nr. 54 i G-dúr eftir Haydn. Kljóm- sveitin Philharmónía Hungarica leikur, Antal Dorati stj. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Bein lina. Umsjónar- menn: Arni Gunnarsson og Vilhelm G. Kristinsson. í þessum þætti svarar Sigur- björn Þorbjörnsson rikis- skattstjóri spurningum hlustenda um álagningu skatta og skattaframtal. 17.15 Mormónakórinn syngur lög eftir Stephen Foster. Stjórnandi: Richard P. Condie. 17.40 trtvarpssaga barnanna: „Strákarnir, sem struku” eftir Böðvar frá Hnífsdal. Valdimar Lárusson byrjar lestur sögunnar. 18.00 Stundarkorn með planó- leikaranum Gary Graff- man, sem leikur verk eftir Mozart. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.25 „Þekkirðu land?”Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Sigurður Hjartarson. 19.55 tslensk tónlist.a. Pianó- konsert I einum þætti eftir Jón Nordal, Höfundur og Sinfóniuhljómsveit íslands leika. Bohdan Wodiezko stjórnar. b. Trió I a-moll fyrir fiðlu, selló og pianó eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Rut Ingólfsdótt- ir, Páll Gröndal og Guðrún Kristinsdóttir leika. 20.30 Finnska skáldkonan Kerstin Söderholm.Þórodd- ur Guðmundsson segir frá skáldkonunni og Margrét Helga Jóhannsdóttir les úr ljóbum hennar i þýðingu Þórodds, siðari þáttur. 21.00 Kvintett I A-dúr op. 114 „Siiungakvintettinn” eftir Franz Schubert Artur Schnabel og Pro Arte kvart- ettinn leika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.