Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 11. marz. 1975. Rússnesk tízka í vændum fyrir Vesturlönd Sáttfýsi er einkunnarorð nú á dögum, ekki aðeins fyrir stjórn- málamenn heldur einnig fyrir þá, sem stjórna fatatizkuni. Næsta haust munu sjást sterk áhrif frá Rússlandi á tizkuna I klæðaburði, bæði nærfatnaði sem ytri fatnaði. Tizku- teiknarar halda nú fram rússnesku yfirbragði á fatnaði fyrir bæði kynin. Kósakka- skyrtur fyrir karlmenn og fallega útsaumaðar ,,bónda”- blússur, treyjur með háum kraga og kápum með hliðar- hneppingum fyrir konur. Ef sumum likar ekki við þessa tizku gæti verið að þeir gætu sætt sig vð rússastigvél með þykkum hæl. Þau fást bæði fyrir konur og karlmenn, og eru sögð nógu hlý og sterk fyrir vetrar- veðurfarið i Siberiu, svo að þau gætu verið hentug á vindsvölum vetrardegi á Islandi. mynd af stúlku i kósakka blússu Ástarnætur með ókunnum manni Hertogafrúin af Bedford hefur skrifað og gefið út bók og segir þar frá ævintýri, sem henti hana i Manchester árið 1946. Bókina kallar hún Nicole Nobody. Her- togafrúin er fædd og uppalin i Frakklandi, en giftist hertogan- um af Bedford og segist lifa i góðu og hamingjusömu hjóna- bandi með eiginmanni sinum, sem er 14 árum eldri en hún, og fjórum börnum. Hún lét bæði mann sinn og börn lesa hand- ritið áður en hún gaf bókina út til þess að fá samþykki þeirra, þvi að hún segist ekki vilja gera þeim á móti skapi. Hertoginn samþykkti útgáfuna, þvi að bókin væri vel skrifuð og þetta atvik, sem segir þar frá hefði komið fyrir áður en þau kynnt- ust, og börnin sögðust hafa gaman að þessu öllu, og þeim fannst þetta ekkert til að hneykslast á nú til dags, sögðu þau. Nicole, eins og hertogafrúin heitir, var i verzlunarferð i Manchester fyrir fyrirtækið sem fjölskylda hennar rak i Frakklandi, en það verzlaði með vefnaðarvörur. Hún var ein I herbergi á góðu hóteli i Manchester, er seint um kvöld var barið að dyrum hjá henni. Nicole fór til dyra nýkomin úr baöi og aðeins klædd i náttslopp, og hélt að þarna væri herbergis- þerna á ferð — en það var nú eitthvað annað! Þarna stóð hinn myndarlegasti karlmaður, brosandi og setti mjög ákveðinn fótinn fyrir hurðina, þegar hún ætlaöi að loka. Siðan kom hann inn I herbergið, og var á undan henni að simanum, sem hún ætlaði að nota til að kalla á hjálp. — Hann tók utan um mig, sagði hún, og kyssti mig, og eftir það langaði mig ekkert til að kalla á nokkurn mér til að- stoðar. Hann fór með mig beint i rúmið, eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Hann brosti mikið og ég dáleiddist af augnaráði hans. Ég veit ekki enn þann dag i dag, hvað hann heitir, þvi að við töluðum ekki mikið saman, en hann var hjá mér i herberginu i 3 sjólarhringa. Við létum færa okkurþað, sem við þurftum með, en annars setti hann skilti á hurðina, þar sem beðið var um að ónáða ekki, og það var heldur ekki gert. Þetta voru dýrlegir sóiarhringar, og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta. Ég vildi aðeins óska öll- um konum þess, að verða fyrir sliku ástarævintýri, segir her- togafrúin, það var eins og ég leystist úr álögum, og ég er handviss um að þetta hefur haft áhrif á allt lif mitt. Ég leit öðrum augum á tilveruna eftir þetta. Ég hafði áður átt ástvin, sem vann með mér i neðan- jarðarhreyfingunni. Hann hét Michel Bompard, og ég hugsa oft um hann enn i dag. Hann var tekinn til fanga af nasistum og pyntaður til dauða i fangelsinu. Hann var yndislegur og við vor- um afar ástfangin, en bæði óreynd og ung. Siðar réð fjöl- skylda min þvi, að ég giftist rik- um manni, sem var töluvert eldri en ég, — en ég þoldi hann ekki og skildi við hann eins fljótt og ég gat. Þá loksins réði ég mér sjálf. Seinna fór ég að vinna við gerö sjónvarpsmynda. Eg kynntist einmitt hertoganum af Bedford við gerð sögulegrar sjónvarpsmyndar, og fór strax vel á með okkur. Hann bað min eftir 3 mánuði, en ég giftist hon- um ekki fyrr en eftir 3 ár, segir Nicole, en ég hefi ekki séð eftir þvi, hann Ian er alveg indæll eiginmaður!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.