Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 11. marz. 1975. TÍMINN 19 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla hendur og það var ekki nema gott, þvi að málaflutningsmaður- inn var svo seinn og silalegur og lélegur og leit ekki út fyrir að hafa mikið vit i kollin- um. Kviðdómendur unnu eiðinn, og siðan stóð upp opinberi á- kærandinn og tók til máls. Hann bar fram svo hræðilegar sakir á hendur vesalings Sil- asi frænda, að gamli maðurinn stundi og kveinkaði sér og Sallý og Benný fóru að gráta. Hann lýsti morðinu svo hræðilega, að við urðum orðlaus af skelfingu, enda var það ekkert likt þvi, sem Silas frændi hafði sjálfur sagt. Ákær- andinn fullyrti að hann gæti sannað, að sézt hefði til Silasar frænda, er hann myrti Júpiter Dunlap — það væru tvö vitni i mál- inu. Hann hefði unnið verkið af ráðnum hug og um leið og hann færði bareflið i höfuð- ið á Júpiter, hefði hann sagt, að hann skyldi drepa hann. Hann hafði sézt bera Júpiter i kjarrið og það hefði sézt, að Júpiter var stein- dauður. Hann sagði lika, að Silas frændi hefði komið aftur seinna og borið Júpiter yfir á tóbaks- akurinn, það voru tvö vitni að þvi. Og um nóttina hafði Silas frændi komið þangað v. ii— am yii .591 Framsóknarvist önnur framsóknarvistin af þriggja vista spilakvöldunum verður að Hótel Sögu miðvikudaginn 19. marz. Nánar auglýst siðar. Framsóknarfélag Reykjavikur. Framsóknarfélag Kjalarnesþings og Mosfells- sveitar STÓRBINGÓ i Hlégarði fimmtudaginn 20. marz kl. 20.30. Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar. Spilaðar verða 20 umferðir. Allt góðir og eigulegir vinningar, t.d. byggingavörur, matur og margt fleira. Allir velkomnir. Komið, sýnið yður og sjáið aðra og hafið með ykkur góðan vinning heim. Stjórnin. Viðtalstímar borgarfulltrúa <>9 alþingismanna Laugardaginn 15. marz frá klukkan 10 til 12 fyrir hádegi verða til viötals á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstfg 18, Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi og Sverrir Bergmann varaþingmaður. Rangæingar — Spilakeppni Framsóknarvistverðurspiluð að Hvoli sunnudaginn 16. marz og hefst klukkan 9 siðdegis stundvislega. Stjórnin. Skíðaferð um póskana FUF i Reykjavik hyggst standa fyrir skiðaferð til HUsavikur um páskana,ef nægileg þátttaka fæst. Verði verður stillt ihóf. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18. Ferðanefnd FUF. Hafnfirðingar og nógrenni Framsóknarvistverðurhaldinfimmtudaginn 13. marzkl. 20:30 i Iðnaðarmannahúsinu. Þetta verður þriggja kvölda keppni. Veitingar og góðir vinningar. ^ FUF Hafnarfirði._________________________________ Útboð - tankasmíði Bæjarsjóður Akureyrar óskar tilboða i smiði á geymi á Akureyri ásamt nauðsyn- legum lögnum fyrir heitt asfalt. Útboðsgögn afhendast gegn 10.000 króna skilatryggingu á verkfræðiskrifstofu Stefáns Arnar Stefánssonar, Suðurlands- braut 20, Reykjavik, og á skrifstofu Bæjarverkfræðings á Akureyri, frá kl. 16 þriðjudaginn 11. marz 1975. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 21. marz 1975 kl. 16 á skrifstofu Bæjarverkfræðings á Akureyri. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. SUMARDEKK Á GÖMLU VERÐI Yokohama 145 -13 Radial 155-13 Radial 165-13 Radial 175-13 Radial 520-12-4 strigalaga 550-12-4 strigalaga 615-13-4 strigalaga 500/520-14-4 strigalaga 590-14-4 strigalaga 645-14-4 strigalaga 640-15-4 strigalaga 165/380-15-4 strigalaga kr. 3.582-msk. kr.3.762-msk. kr. 3.858-msk. kr. 4.421-msk. kr.3.294- msk. kr.3.192- msk. kr. 4.144- msk. kr.4.158- msk. kr.4.129- msk. kr.4.495- msk. kr. 5.332- msk. kr. 5.321- msk. Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900 Hafnarfjörður, Garða- og Bessastaða- hreppur Kvenfélagið Harpa heldur aðalfund fimmtudaginn 20. marz kl. 20.30 að Strandgötu 33, Hafnarfirði. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Avarp Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Framsóknar- félag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund að Hótel Esju fimmtudaginn 13. marz kl. 8.30 Fundarefni: Menntamál. Frummælandi Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Námslán og lánasjóður stúdenta. Frummælandi Atli Árnason háskólanemi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélag Reykjavikur. Félagsmólaskóli Framsóknarflokksins „ Marz-námskeið i fundarsköpum og ræðumennsku og stjórnmálum Þriðjudaginn 11. marz kl. 8.00 málfundaræfing. Miðvikudaginn 12. marz kl. 8.00 erindi: Almenningur og skrifstofubáknið. Vilhjálmur Hjálmarsson ráðherra. Fimmtudaginn 13. marz kl. 8.00 málfundaræfing. Laugardaginn 15. marz kl. 1.30 erindi: Þingflokkurinn og þingstörf. Þórar- inn Þórarinsson alþingismaður kl. 4.30erindi: Framsóknarstefnan leiðbein- andi. Sunnudaginn 16. marz kl. 1.30 hringborðsumræður: Stjórnarsamstarfið og stjórnmálaviöhorfin. Fyrir svörum verða: Ólafur Jóhannessen Einar Agústsson Halldór E. Sigurðsson, Steingrimur Hermannsson. Eftir hvert erindi verða frjálsar umræöur óg fyrirspurnir. Leiðneinandi verður Jón Sigurðsson. Námskeiðið verður haldið i húsa- kynnum Framsóknarflokksins að Rauðarár- stig 18 Reykjavik. Frekari upplýsingar eru gefnará skrifstofu flokksins þar, simi: 24480.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.