Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. marz. 1975. TÍMINN 9 r tltgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðaistræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — augiýsingasfmi 19523. Verð i iausasölu kr. 35.00. Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Viðskiptakjörin og launamálin í sunnudagsblaði Þjóðviljans birtist athyglis- verð grein eftir annan af ritstjórum blaðsins, þar sem m.a. er fjallað um áhrif viðskiptakjaranna á launakjör i landinu. Þetta yfirlit sýnir, að það var næsta auðvelt fyrir vinstri stjórnina að bæta launakjörin, þegar hún kom til valda, þvi að á ár- inu 1970 höfðu viðskiptakjörin batnað um 14,8%, og á árinu 1971 um 13,7%. Þetta breyttist á árinu 1972, en þá versnuðu viðskiptakjörin um 2,1%. Það var orsök þess, að vinstri stjórnin greip til gengisfell- ingar i árslokin 1972. Á árinu 1973 bötnuðu hinsveg- ar viðskiptakjörin um 17,4%, eða meira en nokkru sinni fyrr. Þess vegna urðu bæði kjör almennings og atvinnuveganna mjög góð á þvi ári. Á árinu 1974 fóru viðskiptakjörin hinsvegar siversnandi, aðal- lega þó á siðari hluta ársins. Til jafnaðar urðu þau 10,5% lakari á árinu 1974 heldur en 1973, en sé gerður samanburður á þvi, hvernig þau voru i byrjun og lok ársins 1974, hafa þau versnað um 30%. Það er þessi mikla og óhagstæða breyting á við- skiptakjörum, sem veldur mestu um þá erfiðleika, sem nú er fengizt við, ásamt þvi, að hin mikla grunnkaupshækkun, sem samið var um i febrúar i fyrra, hefur haft mjög óheppileg áhrif á allt efna- hagskerfið. Það er rétt hjá Þjóðviljanum, að vinstri stjórnin stefndi að þvi að bæta launakjörin eftir hina miklu kjaraskerðingu, sem hafði orðið i stjórnartið Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins á árunum 1967—1970. Þess vegna var kaupmáttur dagvinnu- kaups verkamanna til jafnaðar 17,4% meiri á ár- inu 1972 og 19,5% meiri á árinu 1973 heldur en hann var á árinu 1971, þegar miðað er við framfærslu- visitölu. Þetta er þó ekki nema að takmörkuðu leyti vinstri stjórninni að þakka, heldur fyrst og fremst hinum stórbættu viðskiptakjörum á árun- um 1970, 1971 og 1973. Annars hefði þessi kaup- hækkun ekki orðið möguleg. Og þótt bæði Timinn og Þjóðviljinn vilji gera eftirmæli vinstri stjórnar- innar sem bezt, verður ekki hægt að þakka henni bætt viðskiptakjör. Það væri álika rangt og þegar Mbl. og Alþýðublaðið voru að kenna henni um versnandi viðskiptakjör á siðast liðnu ári. 1 áðurnefndri grein i Þjóðviljanum er þvi haldið fram, að kaup þyrfti nú að hækka um 50—60%, ef kaupmátturinn ætti að vera hinn sami og að lokn- um kjarasamningunum i febrúarmánuði i fyrra. Hér skal ekki deilt um, hvort útreikningar þessir séu réttir eða rangir. Hitt er staðreynd, að Alþýðu- blaðið var sammála öðrum flokkum um það, að samið hefði verið um of mikla hækkun, og þvi stóð það á siðast liðnu vori að þeirri tillögu vinstri stjórnarinnar, að ekki yrði greitt kaup samkvæmt hinum nýju samningum, sem væri umfram 20%, en hækkunin var i mörgum tilfellum 40—50%. 1 ágústmánuði sl. var svo Alþýðubandalagið sam- mála þvi, að nauðsynlegt væri að lækka gengið um 15% og láta bindingu kaupgjaldsvisitölunnar hald- ast áfram. Siðan þá hafa viðskiptakjörin versnað verulega. Það er þvi furðuleg mótsögn, sem kemur fram i annarri grein i sama blaði Þjóðviljans. Þar deilir Magnús Kjartansson á Björn Jónsson fyrir að hafa sagt, að ná yrði fram i áföngum sama kaupmætti og var i febrúarlok i fyrra. Þessi ádeila Magnúsar er I fyllstu mótsögn við afstöðu Alþýðubandalags- ins meðan það var i rikisstjórn, eins og rakið er héráundan. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Palme tryggir vinnu- frið með skattalækkun Tólf milljarða króna halli ó fjórlögum NÝLEGA hefur náðst sam- komulag milli sænsku rfkis- stjórnarinnar, sem er minni- hlutastjórn sósialdemókrata, og miðflokkanna um skatta- lækkun, en hún þykir likleg til að tryggja árekstralaust sam- komulag milli verkalýðssam- takanna og atvinnurekenda um nýja kjarasamninga. Þetta samkomulag er einnig talið liklegt til að koma i veg fyrir að efnt verði til þing- kosninga i Sviþjóð fyrr en á næsta ári, þegar kjörtimabil- inu lýkur. Þingkosningar fóru siðast fram i Sviþjóð 16. september 1973. Þá fór með völd minni- hlutastjórn sósialdemókrata, undir forustu Olofs Palm^. Stjórnin naut óbeins stuðnings eða hlutleysis kommúnista, en samanlagt höfðu þessir flokk- ar meirihluta á þingi. 1 kosningunum 1973 gerðu borg- araflokkarnir svokölluðu, þ.e. íhaldsflokkurinn, Miðflokkur- inn og Frjálslyndi flokkurinn, sér góðar vonir um að fá meirihluta og mynda stjórn saman. úrslitin urðu þau, að borgaralegu flokkarnir fengu 175 þingsæti, en sósialdemó- kratar og kommúnistar fengu einnig samanlagt 175 þingsæti. Heildarfjöldi þingmanna i Sviþjóð er aftur á móti 300 i einni deild. Þessi úrslit tryggðu áframhaldandi setu minnihlutastjórnar sósial- demókrata. Nánar tilgreint urðu úrslitin þau, að sósial- demókratar fengu 156 þingsæti, töpuðu sjö, kommúnistar fengu 19, unnu 2, Miðflokkurinn fékk 90, vann 19, thaldsflokkurinn fékk 51, vann 10, og Frjálslyndi flokk- urinn fékk 34 þingsæti, tapaði 24. Þvi var almennt spáð eftir kosningarnar, að • stjórn Palmes myndi ekki takast að sitja út allt kjörtimabilið, en reglulegar kosningar fara fram i Sviþjóð á þriggja ára fresti, samkvæmt nýju stjórn- arskránni. Þaðþótti liklegt, að borgaralegu flokkarnir myndu gera sitt itrasta til að fella stjórnina strax á fyrsta þinginu, sem kæmi saman eftir kosningarnar, eða á þinginu 1974. Einkum var gizkað á, að þeir myndu nota skattamálin til að fella stjórnina. Þetta var lika ótvirætt markmið Miðflokks- ins og thaldsflokksins, en á siðustu stundu skarst Frjálslyndi flokkurinn úr leik, og náöist samkomulag milli hans og stjórnarinnar um skattamálin. Það mun hafa ráðið mestu um afstöðu Frjálslynda flokksins, að hann óttaðist nýjan ósigur, þvi að skoðanakannanir sýndu, að fylgi hans hefði haldið áfram aö minnka frá þvi i kosningun- um haustið 1973. AÐ ÞESSU sinni stefnir rik- isstjórnin að þvi að koma fram enn meiri skattalækkun en i fyrra. Fyrsta tillagan, sem hún lagöi fram, var þess efnis, að tekjuskatturinn yrði lækkaður um fjóra milljarða, og að lækkunin næði aðallega til tekna, sem væru 30 þúsund sænskar krónur eða lægri. Stjórnin bauð öllum flokkum til viðræðna um þessar til- lögur. Fljótlega skárust bæði Ihaldsflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn úr leik, af ólikum ástæðum. Ihaldsflokkurinn vildi einnig lækka skattinn á hátekjum, en kommúnistar vildu hækka hann á þeim. Viðræður héldu þá áfram milli rikis- stjórnarinnar, Frjálslynda flokksins og Miðflokksins. Frjálslyndi flokkurinn vildi ekki standa að samkomulagi, án þátttöku Miðflokksins. Flokkurinn taldi sig nú standa betur að vigi en i fyrra, þvi að nú hafa skoðanakannanir snú- izt honum i vil. Hinsvegar eru þær orðnar óhagstæðar Mið- flokknum. Niðurstaðan varð sú, að samkomulag náðist milli s t jó r n a r i n n a r , Miðflokksins og Frjálslynda flokksins um skattalækkun, sem áætlað er að nemi 6 mill- jörðum sænskra króna. Aðal- breytingin frá upphaflegum tillögum rikisstjómarinnar er sú, að heldur meiri skatta- lækkun verður á tekjubilinu frá 30.000 til 100.000 sænskra króna. Til þess að vega á móti þvi tekjutapi, sem rikið verður fyrir vegna skattalækkun- arinnar, mun verð hækka á áfengi, tóbaki, gosdrykkjum og fleiri munaðarvörum, en hinsvegLar ekki á nauðsynja- vörum. Þá munu atvinnu- rekendur verða að greiða nokkur gjöld til félagsmála. Formaður sænska Alþýðu- sambandsins, Gunnar Nils- son, hefur lýst yfir þvi, að þetta samkomulag um skatta- málin muni mjög greiða fyrir samningum milli verkalýðs- samtakanna og atvinnurek- enda um kjaramálin. Þá þykir það vist, að þetta samkomulag flokkanna muni tryggja það, að þingkosningar verði ekki fyrr en haustið 1976. Astæöan er m.a. sú, að yrði kosið nú, myndi kjörtímabil nýkjörins þings ekki veröa nema rúmt ár, eða til þess Gunnar Strang tima, þegar reglulegar þing- kosningar ættu að fara fram. SAMKOMULAG þetta er talið verulegur ávinningur fyrir Palme. Það muni styrkja stöðu hans i næstu kosningum, ef honum tekst að sitja út allt kjörtimabilið. Raunverulega er þaö þó ekki Palme, sem á mestan þátti samkomulaginu, heldur Gunnar Strang fjár- málaráðherra, sem sennilega hefur verið valdamesti stjórn- málamaður Svia um meira en tuttugu ára skeið. Strang fæddist 1906. Hann var upphaflega vinnumaður i sveit, og hófst þá handa um að skipuleggja samtök verka- manna i sveitum. 1 mörg ár ferðaðist hann á reiðhjóli um endilanga Sviþjóð sem erind- reki samtakanna. Per Albin Hansen fékk fljótt mikið álit á honum. Strang varð ráðherra 1945, og hefur verið það óslitið siðan. Hann hefur verið fjár- málaráðherra siðan 1955, og hefur I þvi starfi unnið sér jafnt tiltrú verkalýðssamtak- anna og atvinnurekenda. Ef hann hefði kært sig um og beitt til þess áhrifum sinum, hefði hann vafalitið getað orðið for- sætisráðherra, þegar Erland- er lét af stjórnarforustunni, en hann kaus heldur að vera fjár- málaráðherra áfram og sterk- ur maður á bak við tjöldin. Um miðjan janúar siðast liðinn lagði hann fram i þing- inu tuttugasta fjármálafrum- varp sitt. Frumvarpið olli nokkrum styr, vegna þess að það gerði ráð fyrir 12 mill- jarða sænskra króna tekju- halla, eða álika miklum og hallinn er áætlaður á yfir- standandi fjárhagsári. (Fjár- hagsárið i Sviþjóð er frá 1. júli til 30. júni). Strang telur þennan halla nauðsynlegan til að tryggja atvinnuöryggið. Annars var hann bjartsýnn á framtiðina. Hann gerði ráð fyrir, að verðbólgan ykist ekki nema um 7-8% á næsta fjár- hagsári, og að þjóðarfram- leiðslan ykist um 2.5%. Strang kvað sig stefna að þvi með fjárlagafrumvarpinu að skapa tiltrú og öryggiskennd, jafnt hjá launafólki og atvinnurek- endum. Þetta hefur Strang tekizt i tvo áratugi, og senni- lega tekst honum það enn. Vafalitið á hann drýgri þátt I þvi en nokkur maður annar, hve langur og samfelldur stjórnarferill sænskra sósial- demókrata er oröinn. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.