Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. marz. 1975. TÍMINN 7 Úr dlyktun fundar BSRB í gær: Kjaraskerðingin mun nema 3.5 milljörðum á mdnuði — d miðju þessu dri FB-Reykjavik. Bandalag starfs- manna rikis og bæja efndi til launþegafundar i Háskólabiói i gærkvöldi. Fundurinn hófst kl. tæplega hálf sex og stóð fram til klukkan 7. Mikið f jölmenni var á fundinum, og samkvæmt upp- lýsingum Haralds Steinþórssonar framkvæmdastjóra BSRB var taliö, að alls hefðu verið á fundin- um um 1400 manns. A fundinum var borin upp og samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu eftirfarandi ályktun: „Almennur launaþegafundur haldinn á vegum BSRB í Há- 123.417 ís- lendingar til landsins ARIÐ 1974 komu 68.476 útlendir farþegar til landsins, og er það mjög svipuð tala og árið 1972, en mun færri en árið 1973. Islenzkir farþegar, sem til landsins komu, voru aftur á móti fleiri en nokkru sinni áður, alls 123.417. Svo til allir komu til landsins með flugvélum, og voru skipafar- þegar aðeins 44 að tölu. Flestir útlendinganna komu frá Bandarikjunum. 26.587, en hafði þó fækkað mest, en þar næst komu Þjóðverjar 7.872, Danir, 6.173, Sviar 5.348, Bretar 4.603, Norðmenn 4.035, Frakkar 2.573, og Svisslendingar 1.591. skólablói 10. marz 1975 ályktar eftirfarandi: Fundurinn lýsir stuðningi við þær fjölmörgu sam- þykktir samtaka launafólks, þar sem þvl er mótmælt, að samn- ingsbundinni vísitöluhækkun á laun, skuli hafa verið rift af stjórnvöldum með lagaboði, og tekur undir flestar þær umbóta- tillögur, sem fylgt hafa ályktun- um þessum. Sifelldar gengis- lækkanir, vaxtahækkun, skefja- laus hækkun vöruverðs og þjón- ustu og ýmsar aðrar efnahagsað- gerðir á undanförnum mánuðum valda þvi, að við blasir fjárhags- legur voði hjá öllum þorra launa- manna, sem nú er búið að þrýsta niður á lágtekjustig. Með kjaraskerðingunni er verið aö framkvæma þá mestu tekju- skerðingu frá launafólki til at- vinnurekenda og ýmissa milli- liða, sem um getur I einum áfanga. Að óbreyttum aðstæðum má ætla, að hún muni á miðju þessu ári geta numið um 3.5 milljörðum á mánuði, og þá væri hver launamaður sviptur að meðaltali um 600 þúsund krónum á ári frá þvl, sem honum ber samkvæmt sfðustu kjarasamn- ingum. Upp I þetta hefur talsverður hluti launþegahópsins að visu fengið 3.500 króna láglaunabætur á dagvinnu á mánuði, og atvinnu- rekendur munu hafa boðið aðeins stærra hópi 3.800 króna viðbót á heildarlaun sín á mánuði. Þannig gæfist þeim, sem þessa yrðu að- njótandi kostur á bótum, frá 44 þúsundum, og allt upp I 100 þús- und krónum á ári, á móti kjara- skerðingu sinni, en aðrir yrðu að bera alla sina skerðingu bóta- laust. Fundurinn telur slika úrlausn langt fyrir neðan það, sem launa- fólk geti við unað.” Frá fundi BSRB I Háskólabiói I gærkvöidi. (Timamynd Gunnar) Ræðumenn á fundinum voru þeir Kristján Thorlacíus formað- ur BSRB, Ingibjörg Helgadóttir formaður Hjúkrunarfélags ís- lands, Einar ólafsson formaður starfsmannafélags rikisstofnana, Þórhallur Halldórsson formaður Starfsmannafélags Reykjavikur- borgar, Ingi Kristinsson, formað- ur Sambands isl. barnakennara, og Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri BSRB. Siðan var oröið boðið frjálst, og til máls tóku fjórir fundarmenn, en að þvi búnu var áðurrituð ályktun borin upp, og samþykkt. Fundarstjóri var Ágúst Geirsson formaður Félags isl. simamanna. Búnaðarþingi lýkur í dag Gsal-Reykjavik. í dag lýkur Búnaðarþingi. Mörg mál og merkileg hafa verið lögð þar fram nú sem endranær, og munu ályktanir þingsins verða birtar i Timanum á næstunni. I gær voru m.a. samþykktar ályktanir um nýjar kjötmatsreglur, vakta- skyldu vegna raflinubilana, rannsóknir á ófrjósemi nautgripa, eyðingu flugvargs, málmblendiverksmiöjuna við Hvalfjörð, rekstrarlán til bænda, rafmagnsmál, holda- nautarækt og mat á nauta- kjöti. Búnaöarþing hófst 24. febrúar s.l. <! fbúd □ ð vardmaati v o KnuMVAitfiA (I Rcnuurfc- ■ ■ "-*• ' V/>4ni i‘>K> MUNIÐ ibúðarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. ibúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. SOVÉZKAR KVIKMYNDA- STJÖRNUR Á FRUMSÝNINGU HÉR SJ—Reykjavik. A mánudags- kvöld var sovézka kvikmyndin Solaris sýnd I fyrsta sinn hér á Iandi að viðstöddum aðalleikur- unum Natöiju Bondartsjúk og Donatasi Banionis. Kvikmynd þessi er gerð eftir visindaskáld- sögu pólska rithöfundarins Stanislas Lem og gerist i alþjóð- legu umhverfi. Höfundur mynd- arinnar er Andrei Tarkovsky, sem þegar hefur öðlazt frægð þótt hann hafi aðeins gert þrjár kvik- myndir eftir að hann lauk námi i kvikmyndagerð 1960. Solaris var fullgerð 1970, en siðan hefur Tarkovsky gert eina mynd. Donatas Banionis er meðal þekktustu leikara I Sovétrikjun- um og hefur titilinn þjóðleikari. Hann er Lithauenbúi og starfar þar við leikhús I 85.000 manna borg, en leikur auk þess i kvik- myndum og viðar. Natalja Bondartsjúk er ung leikkona frá Moskvu, sem um þessar mundir er einnig að spreyta sig á leikstjórn, en hún hefur lokið prófi I báðum þessum greinum. A fundi með fréttamönnum sögðu þau Donatas Banionis og Natalja Bondartsjúk, að kvik- myndin Solaris hefði vakið umræður i Sovétrikjunum m.a. I hópi visindamanna. Myndin fjall- ar um heimspekileg og siðferðileg vandamál, um tilfinningar mannsins. Að sögn leikaranna er hún frábrugöin t.d. mynd Kubricks, 2001, A Space Odyssey, að þvi leyti að i Solaris er I mun meiri mæli fjallaö um manneskj- una. Leikararnir sögðu að Sovét- menn hefðu mætur á leikurum eins og aðrar þjóðir, en þeir sæju einkalif þeirra i friði. Aðdáenda- bréf eru ekki ótitt fyrirbæri, og fólk safnar eiginhandaráritunum frægra leikara. — Þvi miður, skaut Donatas Banionis inn I. 1 Sovétrikjunum eru gerðar um 270 leiknar kvikmyndir á ári. Kvikmyndaver eru i öllum Sovétrikjunum, og i Lithauen t.d. eru teknar fjórar leiknar myndir á ári að jafnaði allar með litháisku tali, en Ibúar i Lithauen eru um 3 milljónir. Tvö kvik- myndaver eru I Moskvu Mosfilm og Gorki Studió I þvi fyrrnefnda eru gerðar 34 myndir á ári aö meðaltali, og álika margar i Lenfilm, kvikmyndaveri Leningradborgar. 1 sumar verður kvikmynda- hátið I Moskvu haldin i tilefni þess að 30 ár eru liðin frá þvi að nasisminn leið undir lok. Kvaöst Banionis vonast til að margar erlendar þjóðir tækju þátt i henni og erlendir fréttamenn sæktu hana. Leikararnir frá Sovétrikjunum fara héðan á miðvikudag. Frá vinstri taliö Ivar H. Jónsson, formaður MÍR, kvikmyndastjarnan Natalja Bondartsjúk og leikarinn Donatasi Banionis á fundi með fréttamönnum (Tlmamynd G.E.). Þjólfari óskast Ungmennafélagið Valur, Reyðarfirði, óskar að ráða knattspyrnuþjálfara fyrir sumarið 1975. Upplýsingar i sima 71084 eða 97-4110 milli kl. 6-8. Ungmennafélagið Valur. Bújörð til sölu Jörðin Eyri i Svinadal, Borgarfjarðar- sýslu, fæst til kaups og ábúðar i næstu far- dögum. Leiga getur einnig komið til greina. Þeir einir, sem hafa búrekstur ásamt fastri búsetu á jörðinni i huga, koma til greina sem væntanlegir kaupendur eða ábúendur. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Brynjólfsson, Hrafnabjörgum. Simi um Akranes. Nú er vetur og betra að hafa rafgeyminn í lagi SUNN3K eymarnír eitt þekktasta merki Norðurlanda — fást h/á okkur i miklu úrvali Einnig Rafgeymasambönd, kaplar, skór og kemiskt hreinsað rafgeymavatn KA ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.