Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 11. marz. 1975. BHVEm haugsugan er einnig ^"7, ^ , traust )yf \ mSeh' eldvarnatæktx^ín Guöbjörn Guöjónsson SIS-FOIHJK SUNDAHÖFN GBÐI fyrirgóöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ..vSUJtóHORNA VÁMILLI \. ■ .-M Erfiðleikar hjá Renault Reuter-Paris. Stærstu bif- reiðaverksmiðjur Frakklands — Renault-verksmiðjurnar — eiga nú i erfiðleikum. Verka- menn hafa látið f ljós óánægju sina með kaup sitt og kjör með þvi að koma öllu skipulagi úr skorðum I verksmiðjunum. Þessi skæruverkföll hafa dregið úr framleiðslu, er nem- ur 5-10 þúsund bifreiðum á einum mánuði. Óbreytt vígstaða í Kambódíu Reuter-Pnom Penh. Harðir bardagar geisuðu i gær um- hverfis Pnom Penh, höfuðborg Kambódiu. Það bar helzt til tiðinda, að skæruliðar ger- eyðilögðu flutningaflugvél af gerðinni DC-3 á Pochentong- flugvelli, aðalflugvelli Pnom Penh. Það var eldflaug, sem sprengi flugvélina i loft upp. Tveir af áhöfninni biðu bana, en fimm særðust, þ.á.m. flug- stjórinn. Þrátt fyrir þetta, héldu flugvélar áfram að flytja matvæli, eldsneyti og vopn til borgarinnar. í dag er áætlað, að stór flutningaflugvél nái i þá borg- ara brezka samveldisins, sem en'n halda kyrru fyrir i Pnom Penh. Brezka sendiráðið hefur skorað á þá að hverfa sem fyrst á brott. Sveitir skæruliða héldu áfram eldflaugaárásum i gær á Pochentong-flugvöll og suðurhluta Phnom Penh. Talið er, að rúmlega 50 eldflaugum hafi verið skotið á borgina. Þá réðust skæruliðar i fyrrakvöld á viggirðingar stjórnarhers Lon Nols við bæinn Prek Phneu, sem er aðeins tiu kiló- metrum norður af höfuðborg- inni. Yfirherstjórnin i Pnom Penh tilkynnti i gærmorgun, að árásinni hefði verið hrund- ið. (Segja má, að við Prek Phneu sé eina verulega fyrir- staðan, norðan Pnom Penh. Falli bærinn i hendur skæru- liða, er talið öruggt, að þeir nái á sitt vald nyrzta hluta höfuðborgarinnar.) Þá var barizt áfram við bæ- inn Neak Luong á bakka Mekong-fljóts, en bærinn er i u.þ.b. 55 kilómetra fjarlægð frá Pnom Penh. Samningaumleitanir í AAiðjarðarhafslöndum: Kissinger og Sadat bjartsýnir AAargt bendir þó til, að bróðabirgðasam- komulag milli Egypta og ísraelsmanna nóist ekki NTB/Reuter-Jerúsa- lem/Aswan/Ankara. t gær gætti vaxandi bjartsýni I þá átt, að bráðabirgðasamkomulag næðist I deilu Egypta og tsraelsmanna. Henry Kissinger, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, lauk i gær fyrstu umferð samningaviðræðna sinna við ráðamenn I Miðjaröar- hafslöndum. Kissinger hélt að svo búnu til Ankara til viðræðna við tyrkneska ráðamenn um sambúð Bandarikjanna og Tyrklands. Kissinger átti i gær fund með israelskum ráðamönnum og stóð fundurinn i þrjár og hálfa klukku- stund. Að honum loknum ræddi bandariski utanrikisráðherrann við fréttamenn. — Ég er kominn hingað til Mið- jarðarhafslanda, þvi að ég trúi á, að samkomulag náist milli deilu- aðila — og ég hef ekki skipt um skoðun, sagði Kissinger. Hann dró þó ekki dul á, að samninga- umleitanirnar væru mjög erfiðar, en þær snúast einkum um hugsanlega heimkvaðningu á is- raelsku herliði frá Sinai-skaga. Fréttaskýrendur i Jerúsalem eru ekki eins bjartsýnir á lausn og utanrikisráðherrann. Þeir benda m.a. á — máli sinu til stuðnings að Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti sé ófáanlegur til að lýsa yfir, að Egyptar eigi ekki lengur i striði við Israelsmenn. Og sýr- lenzkir ráðamenn hafi sömuleiðis sett strik i reikninginn. Sýrlandsstjórn hefur lýst stuðn- ingi við hermdarverk pales- tinskra skæruliða i Tel Aviv i fyrri viku. Og Hafez Al-Assad Sýrlandsforseti hefur hótað að mynda sameiginlega stjórn — bæði i pólitisku og hernaðarlegu tilliti — með Samtökum Pales- tinumanna (PLO). Fréttir frá Aswan i Egypta- landi hermdu i gær, að Sadat for- seti væri mjög bjartsýnn á árang- ur af þeirri samningaför Kissing- ers, er nú stendur yfir. Forsetinn átti i gær tveggja klukkustunda langan fund með helztu ráðgjöf- um sinum, þar sem nýjustu við- horf i deilunni við ísraelsmenn voru til umræðu. Athygli vakti, að ritstjórar stærstu dagblaðanna i Egypta- landi sátu þennan fund. Frétta- skýrendur telja nærveru þeirra gefa til kynna þá ætlun Egypta- landsstjórnar að breiða út bjart- sýni meðal egypzku þjóðarinnar. Sadat hefur lagt fast að Kissinger, að israelskt herlið verði að hverfa af Sinai-skaga — ella sé bráðabirgðasamkomulag við Israelsmenn útilokað. Aftur á móti er ekkert, sem bendir til, að Egyptar séu sjálfir reiðubúnir að fórna einhverju fyrir slikt sam- komulag. Og þar stendur hnifur- inn i kúnni. Egyptalandsforseti hefur þegar neitað að aflýsa striði á hendur Israelsmönnum. Fréttaskýrend- ur telja hins vegar, að hann hafi boðizt til að heita þvi að ráðast ekki á Israel, meðan samninga- viðræðum sé haldið áfram. Hvort israelskum ráðamönnum nægir persónulegt loforð Sadats i þessu efni, er enn með öllu óljóst. Sadat var að sögn bjartsýnn á fundinum i gær, en lagði rika áherzlu á, að allt gæti gerzt. Egypzkir ráðamenn eru sagðir biða þess með óþreyju, að Kissinger snúi aftur til Aswan Sadat: Virðist ekki vilja fórna neinu fyrir bráðabirgðasam- komulag. með svör israelskra ráðamanna við tillögum þeirra. Bandariski utanrikisráðherrann er væntan- legur til Kairó á morgun, en i dag ræðir hann enn einu sinni við ísraelsstjórn. Kissinger gerði i gær stutt hlé á ■ samningaumleitunum sinum i Miðjarðarhafslöndum og hélt sem fyrr segir til Ankara til við- ræðna við tyrkneska ráðamenn. Við komuna til Ankara siðdegis i gær gaf Kissinger stutta yfirlýs- ingu. Hann kvaðst einkum kom- inn til Tyrklands i þvi skyni að treysta bönd Bandarikjamanna við „gamlan og góðan banda- mann”. Ennfremur sagðist hann ætla að reyna að stuðla að sáttum i Kýpurdeilunni. Sambúð Bandarikjanna og Tyrklands hefur verið stirð að undanförnu, einkum eftir að Bandarikjamenn hættu allri hernaðaraðstoð við Tyrki. Fulltrúar flestra bandalags- rikjanna eru hins vegar orðnir brevttir á stifni Wilsons. Brezki forsætisráðherrann hefur neitað aö fallast á hina breyttu aðildar- skilmála, fyrr en hann hefur ráögazt við samráðherra sina i London. (Sem kunnugt er fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Breta að EBE i vor. Skoðanir eru mjög skiptar innan Wilson á fundi æðstu manna EBE Fundur æðstu manna EBE í Dublin: SAMKOMULAG UM BREYTTA AÐILDARSKILMÁLA BRETA? I — Wilson neitar að segja ólit sitt á hinum breyttu skilmólum Skipulagöar feröir Farseölar um allan heim Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940 Upplýsingar á skrifstofunni um verð og greiðslukjör NTB/Reuter—Dublin. Fundur æðstu manna Efnahagsbandalags Evrópu hófst f Dublin i gær. Það mál, sem efst er á baugi, er sú krafa brezku stjórnarinnar, að aöildarskilmálum Breta að bandalaginu veröi breytt. Fréttaskýrendur I Dublin virt- ust sammála um, að fullt sam- komulag næðist um breytingar á aöildarskilmálunum. Þau tvö at- riöi er einkum hefur staðið styrr um, eru fjárframlög Breta til bandalagsins og framtið út- flutnings á mjólkurafurðum frá Nýja-Sjálandi til Bretlands. Ná- ist eining um þessi atriði, hefur Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, lýst yfir — sumum frétta- skýrendum til mikillar furðu — að hann liti svo á, að viðræðunum sé lokiö. (En jafnvel var búizt við, að Wilson setti fram nýjar kröf- ur). vébanda Verkamannaflokksins brezka, svo að Wilson hefur til þessa forðazt að taka eindregna afstöðu með eða móti). En að sögn Reuter-fréttastof- unnar eru kollegar Wilsons staðráðnir i að fá hann til að segja af eða á, áður en fundinum i Dublin lýkur. Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti og Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýzkalands, áttu langar viðræður i fyrradag um leiðir til að mæta þrjózku Wilsons. Brezkir embættismenn eru vongóðir um, að samkomulag ná- ist um breytta aðildarskilmála Breta að EBE. Þeir hafa lýst yfir, að sigli samningaviðræður I strand nú, geti slíkt haft afdrifa- rikar afleiðingar. Og Ivar Nörgaard, markaðsmálaráð- herra Danmerkur, sagði á fundinum i gær: — Það yrði reiðarslag fyrir Breta og EBE ef Bretar hyrfu úr bandalaginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.