Tíminn - 16.03.1975, Side 5
Sunnudagur 1,6. marz 1975.
TÍMINiN'
5
Rosmarie Frommhold, sem
er fimmtug að aldri, er hæst
setta konan i vestur-þýzku lög-
reglunni. Hún var til skamms
tima yfirmaður deildar óein-
kennisklæddra kvenlögreglu-
þjöna, en hefur nýlega verið
hækkuð i tign og stýrir nú saka-
máladeild Hamborgarlögregl-
unnar styrkri hendi.
Þessi forfrömun er ekki i
neinum tengslum við margum-
rætt alþjóðlegt kvennaár.
Astæðan er einfaldlega 'sú, að
frúin hefur frá upphafi unnið
kappsamlega i geysilega harðri
samkeppni við starfsbræður
sina, auk þess sem hún hefur að
sjálfsögðu til að bera nauösyn-
lega þekkingu og skarpskyggni.
Eftir miklar vangaveltur æðstu
manna var hún þvi vaiin til að
gegna þessu ábyrgðarmikla
starfi, þar eð hún var talin hæf-
ust allra umsækjenda til að
gegna þvi á viðunandi hátt. Hún
hefur lika áunnið sér virðingu
keppinauta sinna, sem viður-
kenna hiklaust, að hún sé rétt
kona á réttum stað.
Nýja skrifstofan hennar Ros-
marie Frommhold er i St. Pauli,
sem allfelstir fslendingar kann-
ast við, að minnsta kosti af af-
spurn, og hún er ekki i neinum
★
Þjóðfræðaauð-
æfi norðurslóða
Tónfræði- og þjóðfræðaleið-
angur Tónskáldafélags Sovét-
rikjanna hefur lokið störfum i
héruöum norðan heimskauts-
baugs. Þátttakendur i leiðangr-
inum söfnuðu yfir 200 þjóð-
lögum, þjóðsögum og ævin-
týrum, þjóðkvæðum og gátum
þjóðflokka er byggja
norðurhéruð Austur-SIberiu:
Dolgans, Nentsi, Evensks, Kets
o.fl. Auk þess var safnað sýnis-
hornum af áður óþekktum eða
littkunnum þjóðlegum hljóð-
færum. Meðal þeirra eru flautur
búnar til úr hreindýrshornum,
lúðrar úr tré og rostungs-
tönnum, tamúrinur klæddar
fiskroði, o.fl. Sérfræðingar
segja, að það efni, sem leiðang-
urinn safnaði, muni verða notað
við rannsóknir og til þess að
leggja rækt við frumlega list
þjóöa Norður-Siberiu. ,x.
EKKI í tilefni af
kvennaóri
vandræðum meö að rata um
þetta alræmda og heimsfræga
hverfi, þvi að það var einmitt á
þessum slóðum, sem hún hóf
feril sinn innan lögreglunnar,
fyrir tæplega þrjátiu árum. Hún
er mjög stolt af aö gefa með
sanni sagt, að allan þennan tima
hafi hún aldrei borið vopn, og
hún leggur áherzlu á, að hún
telji sálfræðilegar aðferðir og
höfðun til skynsemi vænlegri til
árangurs i viðkomandi starfi
heldur en valdbeitingu og ógn-
anir.
★
Starfssystur
með sameigin-
leg óhugamól
Jehan Sadat, forsetafrú
Egyptalands (t.v. á meðfylgj-
andi mynd), og Mildred Scheel,
starfssystir hennar i Vestur-
Þýzkalandi (t.h.), hittust fyrst
fyrir tveimur árum i Kairó. Þær
endurnýjuðu svo kynnin i Bonn,
ekki alls fyrir löngu. Frú Sadat
dvaldist þá fimm daga i Vestur-
Þýzkalandi, og ræddi þá m.a.
mikið og lengi við frú Scheel um
mannúðarmál, sem þær hafa
mikinn sameiginlegan áhuga á.
Frú Sadat starfar af miklum
krafti að uppbyggingu sjúkra-
húsa og endurhæfingarstöðva i
heimalandi sinu, og frú Seheel,
sem er menntuð á sviði röntgen-
tækni, hefur einkum látið
krabbameinsrannsóknir til sin
taka. Hún var þvi ekki i neinum
vandræðum með að ákveða,
hvaða stofnanir hún ætti að sýna
frú Sadat meðan á heimsókninni
stæði. Þær þeyttust frá einu
sjúkrahúsinu til annars, og
þetta voru greinilega engar
kurteisisheimsóknir tignar-
gesta, farnar af skyldurækni
einni saman, þvi að frú Sadat
sýndi ósvikinn áhuga á öllu, sem
fyrir augu og eyru bar, og
spurði i þaula, og ekki stóð á
svörunum hjá frú Scheel.