Tíminn - 16.03.1975, Page 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 16. marz 1975.
Hof i Hörgárdal (1900)
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga LXV
Laxdalshúsið á Akureyri
„A Bægisá ytri borinn er
býsna valinn kálfur, vænt um
þykja mundi mér, mætti ég eig’-
ann sjálfur”. Svo kvað annað
höfuðskáld þess tima — og enn-
fremur: „Fátæktin er min fylgi-
kona frá þvi ég kom i þennan
heim. Við höfum lafað saman
svona sjötiu ár og fátt i tveim”
— og i léttari tón: „Vakri-Skjóni
hann skal heita, honum mun ég
nafnið veita, þó að meri það sé
brún”.
Jú, séra Jón Þorláksson gerði
garðinn frægan, en hann var
presturá Bægisá 1788 til dauða-
dags 1819. Liklega hafa húsa-
kynni verið heldur fátækleg þá,
sennilega lágreistur torfbær.
Byggingarnar, sem hér er sýnd
mynd af, tekin um eða fyrir
aldamótin 1900, eru sjálfsagt
miklu reisulegri. Ibúðarhús ný-
legt að sjá og að baki þess leifar
af gömlum torfbæ. Litil turnlaus
timburkirkja. Þá hefur Theodór
Jónsson verið prestur að Ytri-
Bægisá. Bærinn blasir við af
þjóðveginum, á mótum Hörgár-
dals og öxnadals.
Hof er neðarlega i dalnum,
neðan við veginn til Akureyrar.
Timburhúsið á Hofi er byggt
1827 og er enn i góðu ásigkomu-
lagi. Myndina tók séra Bjarni
Þorsteinsson, prestur á Hvann-
eyri við Siglufjörð um aldamót-
in. 1 dyrunum sjást hjónin Sig-
riður ólafsdóttir Briem og séra
Daviö Guðmundsson. Tengda-
sonurinn Stefán Stefánsson frá
Fagraskógi, faðir Daviðs
skálds og þeirra bræðra,
stendur við húsgaflinn. Guð-
mundur og Hannes Daviðssynir
og Valgerður systir þeirra horfa
út um gluggann.
Dagverðareyri stendur niðri
við sjóinn. Margir muna eftir
sildarverksmiðjunni þar. Gamli
bærinn sem hér er birt mynd af,
mun vera byggöur á síðari hluta
19. aldar, sbr. minningar
Stefáns Jóhanns Stefánssonar.
Myndarlegur bær, fjórar burstir
snúa fram að sjónum og. tvær i
suöur. Hjá Oddi Gunnarssyni á
Dagverðareyri og konu hans
var Bólu-Hjálmar I fóstri vetr-
arlangt, þá á 6. ári i byrjun 19.
aldar. Sagði Hjálmar siðar:
„Gott átti ég hjá þeim hjónum
og var þess enginn munur og ég
væri þeirra son. Lét Oddur mig
oft yrkja fyrir sig á kvöldin i
myrkrinu, þegar fólkið svaf, og
hló aö m jög dátt. Spáði hann þvi
oft aö ég mundi skáld verða”.
Eitt sinn voru þeir saman úti á
sjó og kom hrefna við bátinn.
Kvað þá Hjálmar i angist sinni:
„Eitthvað heggur kaldan kjöl,
kippir leið af stafni”, Oddur
botnaði þegar: „Okkar beggja
ferjufjöl, flýtur i drottins
nafni”. E.t.v. er þetta þjóðsaga,
en liklegt er að Oddur hafi örvað
skáldgáfu Hjálmars.
Litum ' á elzta hús Akureyr-
ar nú, Laxdalshús við Hafnar-
stræti, byggt 1795. 1 þvi búa nú
tvær fjölskyldur. Þetta er
„vatnssúðarhús” úr timbri,
kennt við Eggert Laxdal, sem
var faktor hjá Gudmann kaup-
manni. Nú mun húsið eign bæj-
arins og er heldur illa farið.
Lagt hefur verið til að húsið yröi
varðveitt, enda sögulegur og
fallegur gripur. Minjasafn
Akureyrar hefur léð þessar
myndir meö skýringum um ald-
ur o.fl.
Dagveröareyri viö Eyjafjörö um aldamótin