Tíminn - 16.03.1975, Side 7
Sunnudagur 16. marz 1975.
TÍMINN
7
Helgiog Harald íhlutverkum slnum.
Leikfélag Reykjavíkur:
FRUMSÝNING Á ÞRIÐJUDAG
— finnskt nútímaverk eftir þekktan höfund
BH-Reykjavik. — Leikfélag
Reykjavikur frumsýnir
þriðjudaginn 15. marz finnskt
leikrit, „Fjölskyldan” eftir
Claes Anderson, og er þetta
fimmta verkefni Leikfélagsins i
vetur. Aðalhlutverkin eru i hönd-
um Helga Skúlasonar, Sigriðar
Hagalin og Guðrúnar Asmunds-
döttur, en leikstjóri er Pétur
Einarsson.
Finnski rithöfundurinn Claes
Andersen er kunnur um öll
Norðurlönd, aðallega fyrir
ljóðabækur sinar, en ein þeirra
kom til greina við verðlauna-
veitingu Norðurlandaráðs á þessu
ári. Hann er geðlæknir að starfi,
38 ára gamall, og yrkisefni sitt
sækir hann mikið til starfsins og
fjallar um það utangarðsfólk,
sem hann hefur afskipti af þar.
Claes Andersson var kunnur
jazzplanóleikari á yngri árum, og
hefur fengizt við tónlist auk rit-
starfa. Hann hefur skrifað fyrir
leikhús, en þó aðallega kvik-
myndahandrit fyrir sjónvarp.
Leikritið „Fjölskyldan” er
nýtt af nálinni — var frumsýnt i
Lilla Teatern i Helsinki á siðast-
liðnu sumri, og gengur þar ennþá.
í leikriti þessu er áhorfandinn
leiddur að skráargati náungans,
svo að fjölskyldulifið blasir við.
Og þar gefur á að lita heimilisföð-
ur, sem er alkóhólisti — en er að
hætta — en það hefur sinar marg-
vislegu hliðar. Eiginkonan er orð-
in mædd eftir 20 ára hjónaband og
það segir sina sögu. Hér er þó
ekki um neitt bölsýnisverk að
ræða, fjarri þvi. Það fjallar um
vandamál, eins og öll leikrit gera
I sjálfu sér, en það er ekkert
vandamál leyst i þessu sviðs-
verki.
Hér bregður nýstárléga við.
Inni á milli atriða kemur trúður
og syngur og flytur heimspekileg-
ar hugrenningar um verkið og
tilveruna yfirleitt. Tónlistina
hefur Gunnar Þórðarson samið,
og var það að vilja höfundar, sem
samdi upprunalega tónlistina við
verkið, en var ekki sérlega
ánægöur með hana og hvatti leik-
stjórann, Pétur Einarsson, til að
fá gerða tónlist fyrir
uppsetninguna hér.
Það eru þau Helgi Skúlason, og
Sigriður Hagalin, sem leika
hjónin, börn þeirra þrjú leika
Hrönn Steingrimsdóttir, Harald
G. Haralds og Sigrún Erna
Björnsdóttir, og er þetta
frumraun hennar á sviði. Trúðinn
leikur Guðrún Ásmundsdóttir og
loks fer Sigurður Karlsson með
hlutverk geðlæknis. Jón Þórisson
gerði leikmyndirnar og Magnús
Axelsson annaðist lýsingar, en
hann er nýkominn frá sviðsljósa-
námi i Bandarikjunum, og sá
fyrsti, sem sérmenntar sig á þvi
sviði.
Finnsk leikrit eru afar sjaldgæf
sviðsverk hér á landi. Finnskar
myndir hafa hins vegar sézt i
sjónvarpi og vakið mikla eftir-
tekt. Það er full ástæða til að
fagna þvi, að Leikfélag Reykja-
vikur skuli taka sér fyrir hendur
að kvnna finnskt nútimaverk sem
þetta.
eldhúsinnréttingarnar
eru íslenzk smíði
Þær bera með sér blæ gamla tímans
að tvennu leyti: Útliti og handbragði,
þar sem vinnan er ekki spöruð og
mörg handtök liggja að baki hverrar
einingar og hverrar boglínu.
Við höf um nokkrar innréttingar til af-
greiðslu í marz, apríl og maí — á þessu
verði:
76 sm. breið eining (yfir- og undir-
skápur) kr. 64.300.
40 sm. breið eining (yfir- og
undirskápur) kr. 56.700.
76. sm. breiður kústaskápur kr. 64.300.
40 sm. breiður kústaskápur kr. 57.500.
60 sm. breiður toppur og hlið fyrir ís-
skáp kr. 39.800.
Lausir toppar og hillur pr. stk. kr.
3.900.
Verðið er með söluskatti — tilbúnar
einingar til uppsetningar.
Kaupandi leggur til plastplötuna á
borðið.
Greiðsluskilmálar eru:
Við pöntun 15% verðsins.
Við af hendingu 25% verðsins.
Lán til 6 mánaða 60% verðsins (jafnar
mánaðagreiðslur).
Einingarnar eru smíðaðar úr birki og
brenni og eru ýmist viðarlitar eða
bæsaðar brúnar. Aðra liti er hægt að
sérpanta.
ARAAULA
SIAAI 86-112
Auglýsið í Tímanum
FRAMSOKNARVIST OG DANS
• •
Onnur framsóknarvistin af þriggja vista spilakvöldunum
verður að Hótel Sögu miðvikudaginn 19. marz
Heildarverðlaun fyrir 3 kvöld: Spdnarferð
DEMPARAR
í flestar
gerðir bíla
Húsið opnað kl. 20,00
Framsóknarfélag Reykjavikur
Auk þess verða veitt góð
verðlaun fyrir hvert kvöld
Baldur
Hólmgeirsson
stjórnar
Halldór
r
Asgrímsson
alþingismaður
flytur óvarp
Ánægjuleg kvöldskemmtun
fyrir alla fjölskylduna