Tíminn - 16.03.1975, Síða 9

Tíminn - 16.03.1975, Síða 9
Sunnudagur 16. marz 1975. TÍMINN 9 AAanstu gamla daga? AAanstu gamla daga? AAanstu gamla daga? AAanstu gamla daga? AAanstu gamla Breytti um stíl i keppninni — Þú kepptir i hástökkinu lika? — Já, og það markverðasta við hástökkið var það, að ég gjör- breytti um stíl i keppninni! Sko, ég hafði alltaf stokkið ,,sax-stil- inn” hérna heima. En svo er ég að fylgjast með þvi, þegar þeir eru að æfa sig Amerikanarnir fyrir keppnina, þá hafa þeir svörtu allt annan stil, þeir eru farnir að nota „velti-stilinn”. Svo að ég fer að reyna þetta á æfingu inni i Olympiu-þorpinu, og kemst upp i sömu hæð og ég hafði náð bezt hérna heima án þess að fella. Ég tek þá ákvörðun um það, að það sé bezt að reyna þennan stil og geri það i keppninni og næ alveg sama árangri og ég hafði náð bezt hérna heima með saxstilnum. Ég stökk 1.80, en lágmarksárangur- inn var 1.85. Mig vantaði sem sagt 5 sentimetra upp á. Þeir komu aftur seinna. — Ferðin á Olympiuleikana hefur verið stórviðburður i lifi þinu? — Já, þetta var stórkostleg upplifun og ógleymanleg. Mér fannst allt i sambandi við ferðina dásamlegt. Móttökur allar og að- staða, þetta var upp á það allra bezta, sem maður gat látið sér detta i hug, og hafði auðvitað geysimikil áhrif á okkur. Við bjuggum i sérstöku Olympiuþorpi og höfðum okkar hús alveg útaf fyrir okkur. Aðbúnaðurinn var allur hinn bezti, að maður ekki tali um heppnisaðstöðuna. Við fórum með Dettifossi til Ham- borgar og þaðan með lest til Berlinar. Við komuna þangað vorum við teknir fyrir, hver og einn einasti okkar, og við vorum mældir og skoðaðir hátt og lágt — ekki veit ég hvers vegna. Úlfaþytur útaf iþróttakveðju — Nú hefur þvi alltaf verið haldið fram, að Þjóðverjar hafi notað þessa Olympiuleika i aug- lýsingaskyni fyrir nasismann. Urðuð þið þess mikið varir? — Ég veit ekki, hvað skal segja um það, ég var nú þarna i fyrstu utanlandsferðinni og allt svo nýstárlegt og stórbrotið. En það gerðist þarna atvik, sem var mik- iðumtalað, en það var i sambandi við það, þegar við gengum inn á leikvanginn, islenzki flokkurinn. Þetta var geysilega tilkomumikil athöfn, þegar leikarnir voru sett- ir, og við gengum þarna inn á leikvanginn með islenzka fánann, og Kristján Vatnes var fánaber- inn. Þegar við förum fram hjá . stúkunni, þá heilsum við með fán- anum og allir með fánakveðjunni, við réttum handlegginn beint út. Nú, þetta var lagt út á þann veg, að við hefðum heilsað með Hitlers-kveðjunni, og rétt hand- legginn beint fram, en það var ekki. íslenzka fánakveðjan er alls ekki eins, og það var með henni, sem við heilsuðum. En þetta olli talsverðu fjaðrafoki. Það heilsaði enginn Iþróttaflokkurinn svona, nema ítalir, sem heilsuðu með Hitlers-kveðju. Það var heilmikið rætt og ritað um þetta. svo var skrifað um þetta i blöðin hérna heima og ég held, að það hafi komið i útvarpinu. I hópnum hjá okkur var rætt um að gera eitt- hvað i málinu, en það fórst fyrir. Ég veit ekki betur en öll farar- stjórnin hafi verið hlynnt þessari kveðju. islandsmet i öllum stökkgreinunum — Þú hefur verið i góðu formi, þegar þú komst heim af Olympiu- leikjunum? — Já, það er vist óhætt að segja það. Ég fór hingað til Reykjavik- ur aftur skömmu eftir heimkom- una og þá um haustið setti ég ís- landsmet i hástökki. Það var eitt- hvað mánuði eftir heimkomuna. — Þú hefur átt þarna i nokkur ár íslandsmetið i stökkgreinun- um? — Já, ég átti þarna tslandsmet- ið i öllum stökkgreinunum. Fyrst skal frægt telja Islandsmetið mitt frá Olympiuleikjunum. Það var reiknað 14metrar, og það stóð i 10 ár. Stefán Sörenson frá Húsavik sló það út árið 1946. Islandsmetið i langstökki setti ég 1937, 6.82. Það stóð i sjö ár, og það var Oliver Steinn, sem sló það út árið 1944. Loks setti ég Islandsmetið i há- stökki 1938, það var 1.85, og það stóð i sex ár. Skúli Guðmundsson fór yíir þá hæð árið 1944, stökk 1.93. Meistarinn vildi ekki missa hann — Þú hefur eignazt marga góða vini og félaga, meðan á þessum Iþróttaferli stóð? — Já, ég minnist margra ágætra manna, sem ég kynntist á þessum dögum. Mér fannst alltaf gaman að koma á Melavöllinn og hitta þessa stráka, sem maður var að keppa við. Ég man sér- staklega eftir hónum Hallsteini heitnum Hinrikssyni, hvað hann var mikil driffjöður, og alltaf var gott að hitta hann. Hann fylgdist svo vel með, var alltaf að spyrja, c> Sigurvegarinn I þristökkinu, japaninn Tajima. Takið eftir klútunum, sem bur.dnir eru utan um skó hans. ; m wilí&?r: 4 ik f". n 'tfIM | frWPWj í l. JÍLt i 3 ^ iíLiMmmm yflH d 1 .'f ttöisku þátttakendurnir ganga inn á leikvanginn meö framréttar hendur. örin bendir á Islenzka liðiö. §Víw § i 1 1 1 1I 2 | v JL fl I fli i-<m? jE Islenzku Olympíufararnir við komuna til Hamborgar. AAanstu gamla daga? AAanstu gamla daga? AAanstu gamla daga? AAanstu gamla daga? AAanstu gamla

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.