Tíminn - 16.03.1975, Side 13
Sunnudagur 16. marz 1975.
TÍMINN
13
Bíll í bingó
vinning
sólarferða
BINGÓ ALDARINNAR segja
þeir i Knattspyrnufélaginu Þrótti
um bingó , sem þeir gangast fyrir
á fjórum sunnudögum á næst-
unni, þ.e. 16. marz, 23. marz, 6.
aprfl og 13. aprfl, — en þaö er
handknattleiksdeild félagsins,
sem gengst fyrir bingóinu.
Segja þeir i fréttatilkynningu,
sem Timanum hefur borizt, að
verðmæti vinninga sé samtals
tæpar 4.000.000.00. ,,Já, skrifað i
bókstofum fjórar milljónir króna,
ótrúlegt en satt, og verður ekki
um villzt að þetta er bingó aldar-
innar og stendur svo sannarlega
undir nalni.
Meðal vinninga er bifreið af
gerðinni FÍAT 127 að verðmæti
653.000.00, — og verður spilað um
bflinn 13. aprfl i sér umferð, og
þeir sem hafa komið i öll hin þrjú
skiptin, fá ókeypis eitt
bingóspjald gegn framvisun sér-
stakra miða, sem afhentir verða i
hvert skipti.
Þá er boðið upp á 56 sólarferðir
með Ferðaskrifstofunni Sunnu til
Mallorca, auk 24 annarra stór-
glæsilegra vinninga.
Svavar Gests mun stjórna
bingóunum.
Leikfélag Reykjavíkur:
Nýtt leikrit
eftir Jónas
— gamanleikur með rómantísku ivafi
BH-Reykjavik. — Sjötta verkefni
Leikfélags Reykjavikur á þessu
starfsári verður nýtt leikrit eftir
Jónas Arnason, og hefjast æfing-
ar á þvi næstu daga, um leið og
sýningar eru hafnar á finnska
leikritinu, sem frumsýnt verður á
þriðjudaginn.
Að þvi er forráðamenn Leik-
félagsins tjáðu blaðinu er hér um
að ræða gamanleik með róman-
tisku ivafi, og gerist leikritið á
styrjaldarárunum. Hefur leikrit-
inu ekki verið gefið nafn ennþá,
en slikt gerist iðulega ekki fyrr en
æfingar eru langt komnar, þegar
um frumsamin islenzk verk er að
ræða.
Þau leikrit Jónasar Arnasonar,
sem Leikfélagið hefur tekið til
meðferðar hafa jafnan hlotið hina
beztu aðsókn, og ástæða til að
fagna hverju nýju verki frá hans
hendi.
Þá hefur blaðið fregnað, að á
vegum húsbyggingarsjóðs Leik-
félagsins standi til að sýna
gamanleik með vorinu, og mun
grlnleikurinn þekkti ,,Húrra
krakki” eftir Arnold og Bach vera
ofarlega á baugi. Eftir sömu
höfunda var hinn vinsæli skop-
leikur „Spanskflugan”, sem hvað
mesta aðsókn fékk í Austurbæjar-
bfói og viðar fyrir nokkru.
Jónas Arnason, rithöfundur.
„Húrra krakki” slær i gegn i
Kaupmannahöfn um þessar
mundir með Dirch Passer i aðal-
hlutverkinu. Seinast er leikritið
var sýnt hér i Reykjavik var
Haraldur A. Sigurðsson, gaman-
leikarinn snjalli, i aðalhlutverki
og vakti mikla kátinu i þessu hlut-
verki sem öðrum. Um aðalhlut-
verkið i næstu uppsetningu vörð-
ust forráðamenn Leikfélagsins
allra frétta, en frá öðrum
heimildum höfum við það, að
unnið sé að þvi að fá þekkta
gamanleikara úr Þjóðleikhúsinu
til að starfa með Leikfélaginu að
þessu verkefni.
Við bjóðum yður nytsamar vörur til
FERMINGARGJAFA:
Skatthol, snyrtikommóður, kommóður
í ýmsum stærðum, skrifborð, svem-
bekkir, stakir stólar í mörgum
gerðum o. fl. o. fl.
VERZLIÐ AAEÐAN VERÐIÐ ER LÁGT
Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum
Verzlið
þar sem
úrvalið er
mest og
kjörin bezt
28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild
28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild
Atriði úr Manni og konu: Brynhildur Stefánsdóttir, Hugrún Hauks-
dóttir og Jakob Magnússon, i hiutverkum sinum.
Maður og kona sýnd
að Logalandi
Frímerki
íslendingur, búsettur í
Sviþjóð, óskar eftir
frímerkjaskiptum. Get
látið Danmörk, Noreg,
Svíþjóð, Katalog Facit.
Karel Gudmundsson
Von Lingensvag ll
21370 Malmö
Sverige.
JOHNS-MANVILLE
® eínangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull-
areinangrun á markaðnum I dag. Auk þess fáið
þér frlan álpappir með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt
borgar sig.
Munið Johns-Manville i alla einangrun.
Ungmennafélag Reykdæla i
Reykholtsdal sýnir um þessar
mundir sjónleikinn „Mann og
konu” I félagsheimiíi sinu að
Logalandi.
Frumsýning var 6. marz og
4. sýning verður 15. marz. Fleiri
sýningar verða svo eftir þvi sem
aðsókn segir til um. Akveðið er að
fara ekki með sýninguna frá
Logalandi, þvi að leikarar margir
eiga ekki heimangengt vegna
búsanna.
Ungmennafélag Reykdæla
hefur sýnt leikrit flest ár um langt
skeið. Mann og konu sýndi það
siðast fyrir 25 árum, þ.e. árið
1950. Nokkrir sömu leikarar leika
nú, sem léku þá, en að sjálfsögðu
fáir.
Þeir, sem séð hafa Mann og
konu nú láta vel af og hafa
skemmt sér vel.
® SHODfí ffOff - GULI PARDUSINN
5-MANNA, TVEGGJA DYRA. VÉL 62 HESTÖFL.
BENSlNEYÐSLA 8.5 LÍTRAR Á 100 KM.
FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GlRKSSI.
GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 18,5 SEK. I 100 KM. Á KLST.
INNIFALIÐ I VERÐI:
HOFUÐPÚÐAR, RALLY- STYRI, SPORTSTOKKUR, SNÚNINGSHRAÐA MÆLIR,
OLlUPRÝSTIMÆLIR, RAFMAGNSRÚÐUSPRAUTUR, BLÁSTUR Á AFTURRÚÐU
ÚTISPEGLAR, HALOGEN-LUKTIR O.M.FL,
VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 6 79.000,00
VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 499.000,00
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H/E
AUÐBREKKU 44 - 46 SÍM/ 42606
9