Tíminn - 16.03.1975, Qupperneq 17
Sunnudagur 16. marz 1975.
TÍMINN
17
iflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?
segir Hrönn Hafliðadóttir í þessu viðtali,
en hún hefur sungið svo lengi sem hún man,
og nú syngur hún á að minnsta kosti
fimm tungumálum, auk íslenzkunnar.
Mæðgurnar Hrönn Hafliðadóttir og Andrea Jónheiður taka lagið saman, og auðvitað leikur mamma undir.
Timamynd Róbert.
— En hvað hefur þú sungið eft-
ir að þú komst i Söngskólann?
— Ég byrjaði þar i haust, og
siðan hef ég sungið islenzk lög og
auk þess lagt stund á raddæfing-
ar, enda eru þær sjálfsagður þátt-
ur i söngnámi hvar sem er. Ég hef
verið að spreyta mig á alt-radd-
ararium, allt niður i contraalt,
hvernig sem það nú gengur!
— Þú hlýtur að vera fædd með
tónlistina i blóðinu, fyrst þú hefur
svona gaman af henni?
— Ég hef haft gaman af söng
og hvers kyns tónlist, siðan ég
man fyrst eftir mér. Faðir minn
er hljóðfæraleikari, það hefur
verið tónlist i kringum mig svo
lengi sem ég man, og sjálf hef ég
verið syngjandi frá þvi ég var
smábarn.
— Þú hefur þá auðvitað verið i
barnakór i skólanum þinum?
— Það skrýtna er, að það get ég
varla sagt. Þegar ég var i tólf ára
bekk i Miðbæjarskólanum, mynd-
aði söngkennarinn okkar, Jón G.
Þórarinsson kór, þar sem ég söng
svokallaða millirödd. Það er eini
barnakórinn, sem ég hef sungið i,
en hins vegar söng ég i Pólýfón-
kórnum. Ég held að það hafi verið
haustið 1967, er ég byrjaði að
syngja þar, og þar fékk ég mikla
og dýrmæta reynslu.
— Syngur þú kannski enn i
Pólýfónkórnum?
— Nei, ég hef hvorki verið þar i
fyrra né heldur á þessu starfsári,
einfaldlega vegna þess, að ég hef
ekki haft neinn tima til þess. Það
er mjög mikil vinna að syngja i
slikum kór, ef maður ætlar að
gera það almennilega, og að þvi
verður aðvitað að keppa, þvi ann-
ars þýðir ekki neitt að vera að
þessu, og er þá alveg eins gott að
láta það ógert.
Við vorum með kór i
Söngskólanum fyrripartinn i vet-
ur. Það var skylda, liður i nám-
inu. Við fluttum Imperialmess-
una eftir Haydn tvisvar i Háteigs-
kirkju, og sungum hana lika suð-
ur i Keflavik, þegar Sinfóniu-
hljómsveit Islands hélt þar tón-
leika,
Þá togaði píanóið fastara í
en námsbækurnar
— Þetta var söngurinn, en hvað
heldur þú að þú hafir verið gömul,
þegar þú barst það fyrst við að
leika á hljóðfæri.
— Ég veit það ekki, þvi að
pabbi var búinn að eignast hljóð-
færi áður en ég fer að muna eftir
mér. Sjálfsagt hef ég byrjað á að
spila með einum fingri, og trúlega
hef ég ekki verið gömul þá, þvi að
börn byrja fljótt að bera sliku við,
ef hljóðfæri er við hendina. Hins
vegar man ég, að ég var niu ára
þegar ég byrjaði fyrst að læra að
spila á pianó. En það nám stóð
ekki lengi, þvi að áhuginn var, þvi
miður ekkert alltof mikill. Ég var
löt að æfa mig á þeim árum. Þeg-
ar ég svo var komin i mennta-
skóla, vaknaði áhuginn aftur. Þá
fór ég að æfa mig og sækja
kennslustundir i þessu, en þá brá
svo við, að pianóið togaði fastara
i mig en námsbækurnar, svo það
varð hálfgert jafnvægisleysi úr
öllu saman hjá mér. Siðan hef ég
ekki stundað skipulegt nám i
hljóðfæraleik. Skömmu eftir að
ég gifti mig, keypti ég mér pianó,
af þvi, mér fannst það öldungis
ómögulegur búskapur að eiga
ekki neitt hljóðfæri. Ekki get ég
þó sagt, að ég spili mikið, utan
hvað ég reyni að æfa mig og jafn-
vel að bæta ofurlitlu við þá þekk-
ingu sem fyrir var — kenna sjálfri
mér. En i vetur er þetta fullt
tónlistarnám hjá mér, tónfræði,
tónheyrn og svo söngurinn.
Get helzt ekki lesið illa
skrifaðar bækur, — en
krosssaumur þykir mér
skemmtilegur
— En þá eru það bækurnar.
Hvað heldur þú að þér sé kærast
á þvi sviði?
— Ég hef alltaf haft mestar
mætur á öllu, sem við kemur is-
lenzkri tungu og þjóðlegum fróð-
leik. Mér þótti óskaplega gaman
að læra islenzku i skóla, og held
ég að ég hafi haft sæmilegt vald á
henni, en þó varð hún ekki min
bezta námsgrein á stúdentsþrófi.
Liklega hef ég treyst mér of vel,
— en við höfðum nú lika mikið að
lesa, og ef til vill hef ég eitthvað
slegið slöku við islenzkulesturinn,
af þvi að þar þóttist ég standa vel
að vigi.
Ég hef löngum reynt að ná i
sem mest af þeim tegundum
bóka, sem mér þykja skemmti-
legastar, og það sem á annað borð
nær til min, man ég — flest. Aftur
á móti gleymi ég þvi jafnóðum,
sem mér finnst litið til koma. Ég
var einhvern veginn þannig gerð
(og það er sjálfsagt hvorki lof né
last um mig), að ég get helzt ekki
lesið það, sem skrifað er á mjög
lélegu máli, hvort sem það er i
bókum eða blöðum. Það 'hefur
komið fyrir að ég hef lagt frá mér
bók, af þvi einu, að hún var skrif-
uð á svo hörmulegu máli, að mig
hreinlega brast þrek til þess að
berjast i gegnum hana. Meira að
segja lélegur prófarkalestur
angrar mig mjög, enda las ég
prófarkir i fjögur ár, og siðan á ég
alltaf erfitt með að lesa bækur
sem eru subbulega unnar, að ég
ekki tali nú um, ef sjálft málið á
þeim er lika slæmt. Það er jafn-
erfitt eins og hitt er dásamlegt, að
lesa bækur sem bókstaflega anga
af fögru máli, auðugu að orðfæri,
myndum og likingum.
— Þú lézt þess getið áðan, að
þér þætti gaman að handavinnu,
en gefst nokkurn tlma tækifæri til
þess að fást við slika hluti?
— 0, jú, jú, það kemur fyrir, og
satt að segja finnst mér ágætt að
láta bókalestur og handavinnu
skiptast á. Ég er þá ýmist að
prjóna, hekla eða sauma — út-
saum eða fatasaum, eftir þvi sem
á stendur, og allt þetta finnst mér
mjög skemmtileg vinna. Ég var i
Kvennaskólanum i Reykjavik og
bý að þvi enn. Þar var ákaflega
gott að vera, og við lærðum mik-
ið.
— Hvað heldur þú að þér þyki
skemmtilegast að fást við af
þessu, sem þú nefndir?
— Þvi á ég óhægt með að
svara, af þvi að mér finnst gaman
að þessu öllu. Þó er mér nær að
halda, að mér finnist skemmti-
legast að telja út krosssaum. Það
er ákaflega gaman að sjá mynd-
irnar birtast, hv^rja af annarri.
Svo er lika gaman að hnýta rýja-
teppi, og finna munstrið upp sjálf
um leið og hnýtt er.
— Hefur þú aldrei ofið?
— Nei, þvi er nú verr og miður.
Mig hefur oft langað til þess að
læra að vefa, en ég hef bókstaf-
lega aldrei haft tima til þess. En
kannski á ég þetta eftir, einhvern
tima. Ég vona það að minnsta
kosti.
—Áttu þá ekki mikið af — list-
munum, liggur mér við að segja?
— Nei. Ég hef ekki lagt stund á
þessa hluti til þess að raða i
kringum mig hlutum, gerðum af
mér, — þótt það gæti sjálfsagt
verið gaman — heldur hefur mér
fundizt þetta handhæg aðferð
þegar gefa þarf tækifærisgjafir.
Þannig hefur þetta, sem ég hef
gert, dreifzt viðs vegar á milli
skyldfólks, vina og kunningja en
minnst af þvi á ég sjálf.
Austfirðir/ Eyjafjörður og
ferðalög um ókunn lönd
— Eitt er enn, sem við höfum
minnzt á, en ekki rætt. Það eru
ferðalögin. Viltu ekki byrja á þvi
að segja mér frá ferðum þinum
hér innan lands?
— Lengi vel einskorðuðust
ferðalög min hér innan lands við
það að fara i sveitina á vorin og
heim aftur á haustin. Ég var þá
barn, og dvaldist á hverju sumri
austur á Kolfreyjustað i
Fáskrúðsfirði. Seinna var ég i
sveit norður i Eyjafirði, svo að
kynni min af islenzku sveitalifi
voru ekki bundin Austfjörðum
einum.
1 fyrrasumar fór ég ásamt
fjölskyldu minni i hringferð um
landið. Það var gaman, þótt veðr-
ið væri ekki alltaf eins og bezt
varð á kosið, en á Suðurlandi
fengum við ljómandi veður og
nutum ferðarinnar i rikum mæli.
— Hvar heldur þú að þér hafi
þótt skemmtilegast að koma?
— t Austur-Skaftafellssýslu.
Þar hafði ég aldrei komið áður,
svo að mér var allt nýtt, en auk
þess fengum við svo gott veður
þar. Mér finnst ég mega til með
að koma þar eins fljótt og ég get
aftur. Hið sama má i rauninni
segja um Vestur-Skaftafells-
sýsluna. Við vorum mjög heppin
með veður þar, og ég var ákaf-
lega hrifin af náttúrufegurðinni i
þessum sýslum báðum.
— En hvað um önnur lönd en
tsland?
— Min fyrsta sigling varð árið
1960. Ég fór þá til Danmerkur og
var i vinnu á Jótlandi, hjá miklu
ágætisfólki.
— Gekk þér ekki neitt illa að
skilja józkuna?
— Fyrst eftir að ég kom þarna,
fannst mér sem fólkið talaði
óskiljanlegt tungumál, liklega
helzt frá einhverjum framandi
hnetti. En svo kom þetta smátt og
smátt. Þau hættu að tala við mig
„fina” dönsku, en létu józkuna
sina nægja, og skilningur minn óx
fljótt, eftir að ég var komin á
sporið. Ég kom aftur til þessa
ágæta fólks sumarið 1973, og þá
gekk mér samræðan við þessa
fornvini mina ágætlega, þótt
þrettán ár væru liðin siðan ég sá
þau og heyrði siðast.
Sumarið 1967 lögðum við systir
min i ítaliuferð. Veturinn áður
hafði ég lært dálitið i spænsku, og
gat bjargað mér með henni og
öðru, en ensku tala ítalir yfirleitt
alls ekki. Það er tilgangslaust að
ætla að gera sig skiljanlegan
itölskum almenningi á þvi máli.
Arið 1970 fór ég með Pólýfón-
kórnum til Graz i Austurriki, þar
sem kórinn tók þátt i Evrópu-
söngmóti. Það var ákaflega gam-
an og dýrmæt reynsla, sem við
fengum. Við fluttum þar bæði
okkar eigin tónleika, sem við
héldum i dómkirkjunni i Graz, en
auk þess tókum við þátt i söng
með tvö hundruð manna kór.
Verkið, sem við sungum, höfðum
við, pólýfónfólk, aldrei séð áður,
en við lærðum það á viku og gát-
um sungið það með. Það var
nýstárlegt og gaman að sitja á
veitingahúsi innan um fólk af
ýmsum þjóðernum, en allir
sungu sama lagið og á sama
tungumálinu.
Árið 1973 fór Pólýfónkórinn i
annað ferðalag, en að þessu sinni
til þess að láta taka söng sinn upp
á plötu i Sviþjóð. Voru þar á ýmis
lög, sem við höfðum sungið áður
hér heima. Við sungum i Stokk-
hólmi, og svo aftur i Kaupmanna-
höfn, og alls staðar var okkur vel
tekið, og fengum yfirleitt góða
dóma.
Allar þessar ferðir hafa verið
mjög lærdómsrikar og skildu
mikið eftir, að minnsta kosti hjá
mér. Ég hef búið að þeim siðan.
//Ef hóstinn sækir svo fast
á, aö...."
— Við megum ekki alveg
gleyma að tala um þá tómstunda-
iðju þina, sem frægust er og flest-
ir þckkja, þularstarfið hjá
sjónvarpinu.
— Já, liklega er bezt að minn-
ast eitthvað á það. Ég hóf störf
þar i byrjun nóvembermánaðar
1970, og er þvi búin að gera þetta i
rúm fjögur ár.
— Er gaman að þessu?
— Það er alis ekki leiðinlegt,
miklu fremur hið gagnstæða.
— Fannst þér ekki neitt erfitt
að sitja þarna, vitandi alla glápa
á þig?
— Satt að segja man ég ekki
glöggt hvað ég hugsaði fyrstu
skiptin, en ég held þó, að ég hafi
ekki verið svo mjög að velta
vöngum yfir þvi, hvort horft væri
á mig eða ekki. Og þó að þetta sé
auðvitað staðreynd sem ég veit,
þá hugsa ég ekki mikið um hana.
Ég er með allan hugann við að
vanda mig og reyna að gera ekki
mjög margar vitleysur.
— Er ekki óþægilegt að vinna i
þessum sterku ljósum?
— Nei, það þarf.ekki að vera
neitt óþægilegt. Við erum i sér-
stöku herbergi, þularherberginu,
og þurfum ekki að vera þar nema
rétt á meðan við erum fyrir
framan myndavélina. Þegar við
höfum lokið okkar verki og búið
er að útiloka öll hljóð frá okkur,
getum við farið þangað sem aðal-
stjórnin fer fram, og þar eru ekki
svona sterk ljós.
— Eruð þið ekki ósköp fegin að
geta yfirgefið þularklefann stund
og stund?
— Jú, það er ósköp gott að geta
rétt úr sér og hresst sig á kaffi-
sopa til þess að hreinsa röddina,
svo að maður verði ekki mjög
rámur i næstu kynningu.
— En hvað gerist nú, ef þið
þurfið að hósta eða ræskja ykkur
á meðan þið eruð að lesa dagskrá
eða kynna næsta atriði?
— Ef hóstinn sækir svo fast á,
að ekki er nokkur leið til þess að
bæla hann niður verður hann að
fá að koma, og þeðer engin leið til
þess að fela hann. Maður verður
þá ofur einfaldlega að hósta, eða
ræskja sig, og biðja svo afsökunar
strax á eftir.
— Og þú getur hugsað þér að
lialda þessari vinnu áfram og láta
alla þjóðina horfa á þig, þótt þú
sjáir ekki þá, sem horfa?
— Já, já, mér likar þetta auka-
starf mitt vel. Það er fremur
skemmtilegt, samstarfsfólkið er
ljómandi gott og andinn á vinnu-
staðnum sömuleiðis. Ég er ánægð
og uni vel þeirri tilbreytingu að
skreppa i sjónvarpið einu sinni i
viku eða svo. — V'S.
lokkur Hvað gera þau í tómstundunum?
Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?