Tíminn - 16.03.1975, Page 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 16. marz 1975.
Verðhækkanir
Orsakir verð-
hækkananna
Verðhækkanir hafa verið með
tiðara móti að undanförnu. Vart
hefur liðið svo dagur, að f jölmiðl-
ar hafi ekki skýrt frá einhverjum
verðhækkunum. Stjórnarand-
stæðingar henda þetta á lofti og
hrópa næstum i hvert sinn, að
þetta sé ríkisstjórninni að kenna.
Sennilega trúa einhverjir þessum
áróðri þeirra.
Orsakir verðhækkananna eiga
langflestar rætur að rekja til alls
annars en stjórnarstefnunnar og
vinnubragða rikisstjórnarinnar.
þótt alltaf geti einhver mistök átt
sér stað og engin rikisstjórn eða
stjórnarvöld séu syndlaus i þess-
um efnum. Höfuðorsakir undan-
genginna verðhækkana eru hins
vegar næsta augljósar. I fyrsta
lagi eru það miklar verðhækkanir
erlendis á verðlagi flestra inn-
flutningsvara, en þessar hækkan-
ir hafa ekki sizt verið miklar að
undanförnu. t öðru lagi er grunn-
kaupshækkunin mikla, sem varð i
febrúarmánuði i fyrra, enn að
hafa óbein áhrif. í þriðja lagi er
svo viðleitni verðlagsyfirvalda til
að fresta hækkunum i lengstu lög.
Bæði vinstri stjómin og núv.
stjórnhafa frestað mörgum verð-
hækkunum í von um að aðstæður
kynnu að batna og þá væri eðli-
legra að leyfa hækkanir. Af þess-
um ástæðum voru mörg þjónustu-
fyrirtæki hallarekin á siðastliðnu
ári, t.d. Rikisútvarpið. Þessum
verðhækkunum er hins vegar
ekki hægt að fresta lengur. Ekki
sizt af þessari ástæðu hafa verð-
hækkanirnar orðið margar að
undanförnu.
Siðast, en ekki sízt, er svo að
nefna náttúruhamfarirnar í Vest-
mannaeyjum og Neskaupstað, en
vegna þeirra einna er nú lagður á
2% söluskattur.
Það ætti hver og einn að geta
sagt sér sjálfur, að engin stjórn er
svo óklók eða illviljuð, að hún
hækki verðlag til að ná sér niðri á
þeim, sem hún er að leita sér
fylgis hjá! Allar rikisstjórnir
keppa vissulega að þvi að halda
verðlagi og dýrtið sem mest i
skefjum, þvi að allar vilja þær
verða vinsælar. En aðstæður og
kröfur eru mismunandi og það
gerir aðallega gæfumuninn i
þessum efnum.
Er hægt að
sigrast á
verðbólgunni?
Að sjálfsögðu er það spurning,
sem er ofarlega hjá flestum,
hvort aldrei verði komizt út úr
vftahring verðbölgunnar og gagn-
kvæmum hækkunum kaupgjalds
og verðlags. Að þvi ber vitanlega
að stefna og er reynt að stefna.
En þess verða menn að gæta, að
slikt verður ekki gert snögglega,
heldur verður það að gerast
smám saman á lengri tima. Ef
t.d. verðbólgan stöðvaðist skyndi-
lega nú, myndi það leiða'til efna-
legs hruns og gjaldþrota þúsunda
einstaklinga, sem hafa þó ekki
ráðizt i meiri framkvæmd en að
reyna að eignast þak yfir höfuðið.
Það, sem ber að stefna að, er að
verðbólgan verði nokkru minni á
þessu ári en á siðasta ári, minnki
enn á næsta ári, og þannig koll af
kolli. En þetta er auðveldara sagt
en gert, þvi að " verki eru mörg
ólik öfl, sem hafa það þó sameig-
inlegt að blása að glóðum verð-
bólgunnar. Eigi að takast að sigr-
ast á verðbólgunni, þótt hægfara
verði, verður það ekki gert nema
með viðtæku samstarfi, og að
þrengt verði eitthvað að öllum, en
þó mest að þeim, sem hafa mestu
getuna. Engri rikisstjórn er þetta
mögulegt nema hún njóti þess
skiinings almennings, sem gerir
þetta framkvæmanlegt Verðbólg-
an verður ekki yfirbuguð nema
allir hjálpi til.
Óviöa mun vebrabrigða gæta eins niikið hér á landi og á steinsteypunni i Austurstræti. Jafnskjótt og
birtir og hiýnar fyllist strætið af iðandi manniifi, sem hverfur um leið og hret eða skúr dynur yfir og
birtist svo aftur á ný þegar I staö er upp styttir, og er þessi mynd tekin á sllku augnabliki I vikunni sem
leiö. Tfmamynd Gunnar.
AAikill vandi
Islenzkum stjórnmálamönnum
er nú vissulega mikill vandi á
höndum. Þeir þurfa að tryggja
atvinnuöryggiðá óvissum timum.
Þeir þurfa að rétta hlut láglauna-
stéttanna sökum hinna miklu
verðhækkana. Og þeir þurfa að
draga úr verzlunarhalla við út-
lönd. Erfitt er að finna lausn, sem
samrýmist öllum þessum verk-
efnum. Menn kalla á skjótar að-
gerðir af hálfu stjórnarvalda, en
slikt er hægara sagt en gert, þeg-
ar samræma þarf mörg mismun-
andi sjónarmið og hagsmuni. Hér
er vissulega i mörg horn að lita.
Að undanförnu hefur verið beð-
ið eftir þvi, hvort samkomulag
næðist milli aðila vinnumarkað-
arins um kaupgjaldsmálin. Lengi
er hins vegar ekki hægt að biða,
þvi að aðkallandi er að rétta hlut
láglaunafólks frá þvi sem nú er.
Vegna atvinnuöryggisins verður
þó ekki hægt að ganga eins langt i
þessum efnum og æskilegt er. At-
vinnuvegirnir þola þvi miður ekki
auknar byrðar að neinu ráði og
sumar greinar þeirra raunveru-
lega ekki neitt. Þá má ekki fresta
raunhæfum aðgerðum til að
draga úr gjaldeyrishallanum.
Hér er þörf róttækra aðgerða, ef
ekki á verr að fara.
Það verða menn lika að gera
sér ljóst, að slik vandamál og
þau, sem hér er fengizt við, er
ekki hægt að leysa með neinum
snöggum aðgerðum eða á stuttum
tima. Hér eru ekki fyrir hendi
nein undraráð, heldur verður hér
að beita samtimis mörgum og
mismunandi úrræðum, sem ekki
bera árangur nema á iengri tima.
Aðalatriðið er, að reynt sé að
leysa þau sem réttlátlegast og
það komi glöggt i ljós, að þeim,
sem mesta hafa getuna, séu ætl-
aðar þyngstu byrðarnar. Menn
sætta sig betur við erfiðar að-
gerðir, ef þeim er ljóst, að reynt
er að stjórna á sem réttlátastan
hátt.
Áhrif viðskipta-
aranna
t siðasta sunnudagsblaði Þjóð-
viljans birtist athyglisverð grein
eftir annan af ritstjórum blaðs-
ins, þar sem m.a. er fjallað um á-
hrif viðskiptakjaranna á iauna-
kjör I landinu. Þetta yfirlit sýnir,
að það var næsta auðvelt fyrir
vinstri stjórnina að bæta launa-
kjörin, þegar hún kom til valda,
þvi að á árinu 1970 höfðu við-
skiptakjörin batnað um 14,8%, og
á árinu 1971 bötnuðu þau um
13,7%. Þetta breyttist á árinu
1972, en þá versnuðu viðskipta-
kjörin um 2,1%. Það var orsök
þess, að vinstri stjórnin greip til
gengisfellingar i árslokin 1972. A
árinu 1973 bötnuðu hinsvegar við-
skiptakjörin um 17,4%, eða meira
en nokkru sinni fyrr. Þess vegna
urðu bæði kjör almennings og at-
vinnuveganna góð á þvi ári. A ár-
inu 1974 fóru viðskiptakjörin hins-
vegar siversnandi, aðallega þó á
siðari hluta ársins. Til jafnaðar
urðu þau 10,5% lakari á árinu 1974
heldur en 1973, en sé gerður sam-
anburður á þvi, hvernig þau voru
I byrjun og lok ársins 1974, hafa
þau versnað um 30%.
Það er þessi mikla og óhag-
stæða breyting á viðskiptakjör-
um, sem veldur mestu um þá erf-
iðleika, sem nú er fengizt við, á-
samt þvi, að hin mikla grunn-
kaupshækkun, sem samið var um
i febrúar i fyrra, hefur haft mjög
óheppileg áhrif á allt efnahags-
kerfið.
Vinstri stjórnin
og launamólin
Það er rétt hjá Þjóðviljanum,
að vinstri stjórnin stefndi að þvi
að bæta launakjörin eftir hina
miklu kjaraskerðingu, sem hafði
orðið i stjórnartið Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins á ár-
unum 1967—1970. Þess vegna var
kaupmáttur dagvinnukaups
verkamanna til jafnaðar 17,4%
meiri á árinu 1972 og 19,5% meiri
á árinu 1973 heldur en hann var á
árinu 1971, þegar miðað er við
framfærsluvisitölu. Þetta er þó
ekki nema að takmörkuðu leyti
vinstri stjörninni að þakka, held-
ur fyrst og fremst hinum stór-
bættu viðskiptakjörum á árunum
1970, 1971 og 1973. Annars hefði
þessi kauphækkun ekki orðið
möguleg. Og þótt bæði Timinn og
Þjóðviljinn vilji gera eftirmæli
vinstri stjórnarinnar sem bezt,
verður ekki hægt að þakka henni
bætt viðskiptakjör. Það væri á-
lika rangt og þegar Mbl. og Ai-
þýðublaðið voru að kenna henni
um versnandi viðskiptakjör á sið-
astiiðnu ári.
Mótsögn hjá
Magnúsi
1 áðurnefndri grein i Þjóðvilj-
anum er þvi haldið fram, að kaup
þyrfti nú að hækka um 50—60%, ef
kaupmátturinn ætti að vera hinn
sami og að loknum kjarasamn-
ingunum i vebrúar i fyrra.
Hér skal ekki deilt um, hvort út-
reikningar þessir séu réttir eða
rangir. Hitt er staðreynd, að Ai-
þýðubandalagið var sammála
öðrum flokkum um það, að samið
hefði verið um of mikla hækkun,
og þvi stóð það á siðastliðnu vori
að þeirri tillögu vinstri stjórnar-
innar, að ekki yrði greitt kaup
samkvæmt hinum nýju samning-
um, sem væri umfram 20%, en
hækkunin var í mörgum tilfellum/
40^50%. 1 ágústmánuði sl. var
svo Alþýðubandalagið sammála
þvi, að nauðsynlegt væri að lækka
gengið um 15% og láta bindingu
kaupgjaldsvisitölunnar haldast
áfram. Siðan þá hafa viðskipta-
kjörin versnað verulega.
Það er þvi furðuleg mótsögn,
sem kemur fram i annarri grein i
sama blaði Þjöðviljans. Þar deilir
Magnús Kjartansson á Björn
Jönsson fyrir að hafa sagt, að ná
yrði fram i áföngum sama kaup-
mætti og var i febrúarlok i fyrra.
Þessi ádeila Magnúsar er i fyllstu
mótsögn við afstöðu Alþýðu-
bandalagsins meðan það var i
rikisstjórn, eins og rakið er hér á
undan.
Brosleg verka-
skipting
Svo virðist sem Alþýðubanda-
lagið og Alþýðuflokkurinn hafi
orðið sammála um harla broslega
verkaskiptingu, þegar rætt er um
stjórnarsamstarfið. Alþýðu-
bandalagið segir, að Sjálfstæðis-
flokkurinn ráði öllu og Fram-
sóknarflokkurinn engu. Alþýðu-
flokkurinn segir hinsvegar, að
núverandi rikisstjórn fylgi sömu
stefnu og vinstri'stjórnin, og þvi
sé Ijóst, að Framsóknarflokkur-
inn ráði mestu um stjórnarstefn-
una.
Hið rétta er vitanlega það, að
þegar flokkar vinna saman, kom-
ast þeir ekki hjá þvi að taka
meira og minna tillit hvor til ann-
ars. Þótt það sé rétt hjá Gylfa Þ.
Gislasyni, að ekki sé teljandi
munur á efnahagsstefnu vinstri
st jórnarinnar og núverandi
stjórnar, stafar það ekki af þvi að
Framsóknarflokkurinn beiti
samstarfsflokka sína einhverju
ofriki. Ástæðan til þess, að ekki er
mikill munur á stefnu umræddra
rikisstjórna, er ekki sízt sú, að
miklu minni munur er á afstöðu
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
bandaiagsins, þegar þessir flokk-
ar eru I stjórn, heldur en margur
hyggur. Báðir þessir flokkar eru
þá sammála um, að rétt sé að
gripa til gengisfellingar, þegar
það þykir vænlegasta leiðin til að
tryggja atvinnuöryggið. Báðir
þessir flokkar eru þá sammála
um, að óhjákvæmilegt geti
reynzt að binda kaupgjaldsvisi-
töiuna, þegar ella vofir yfir stöðv-
un atvinnuveganna. Báðir þessir
flokkar eru sammála um, að
leggja beri áherzlu á sem frjáls-
astan innflutning. Þótt Þjóðvilj-
inn heimti nú höft, þegar Alþýðu-
bandalagið er i stjómarandstöðu,
var allt annað uppi á teningnum,
meðan það var i rikisstjórn og
einn aðalforingi þess var við-
skiptamálaráðherra. 1 þeim efn-
um er skemmst að minnast inn-
flutningsins á siðastliðnu ári.
Misheppnuð
skrif
1 tilefni af þeim skrifum
Magnúsar Kjartanssonar, að
Sjálfstæðisflokkurinn reyni sér-
staklega að beygja Olaf
Jóhannesson, og hafi orðið tals-
vert ágengt i þeim efnum, þarf
ekki margt að segja. Magnús
Kjartansson veit það vel af sam-
starfi sinu við Ölaf Jóhannesson,
að hann er manna óliklegastur til
að vikja frá þvi, sem hann telur
rétt, enda þótt Ólafur taki tullt til-
lit tii samstarfsmanna sinna og
skoðana þeirra. Landhelgismálið
ætti t.d. að vera Magnúsi
Kjartanssyni minnisstætt i þeim
efnum. Þetta var Magnús lika
manna fúsastur til að viðurkenna,
á meðan hann var i stjórn. En
stjórnarandstaðan hefur breytt
Magnúsi i þessu eins og fleiru.
Margklofinn
flokkur
Það er nú bersýnilegt, að vax-
andi sundrung rikir um þessar
mundir innan Alþýðubandalags-
ins, og kemur það I ljós i hinum ó-
likustu málum. Við afgreiðslu
frumvarpsins um fjáröflun til
viðlagasjóðs greiddi Eðvarð
Sigurðsson atkvæði á annan veg
en hinir þingmenn flokksins. 1
sambandi við siðustu gengisfell-
ingu snerust tveir viðurkenndustu
fjármálamenn flokksins,
Guðmundur Hjartarson og Ingi
R. Helgason, gegn stefnu flokks-
forustunnar. 1 sambandi við
frumvarp um happdrættislán
vegna hringvegarins hefur Ragn-
ar Arnalds snúizt i efri deild hat-
ramlega gegn þeirri stefnu, sem
Lúðvik Jósefsson fylgdi i neðri
deild, ásamt öðrum þingmönnum
bandalagsins þar. 1 hitaveitumál-
inu hefur Sigurjón Pétursson
greitt atkvæði með hækkun, sem
Magnús Kjartansson var búinn að
stimpla siðleysi í Þjóðviljanum. 1
málmblendiverksmiðjumálinu
hefur Magnús Kjartansson verið
neyddur til að snúast gegn þeirri
stefnu, sem hann hafði forustu
um að móta sem ráðherra og allir
þingmenn bandalagsins voru'
fylgjandi þá, nema Lúðvik
Jósefsson og Jónas Árnason. Þá
hefur Ragnar Arnalds verið
neyddur til að breyta stórlega
fyrstu frásögn sinni af viðræðun-
um um myndun nýrrar vinstri
stjórnar á siðastliðnu sumri.
Loks hefur það nú bætzt við, að
fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra bandalagsins stóð einangr-
aður, þegar atkvæði voru greidd i
neðri deild um rækjufrumvarp
Matthiasar Bjarnasonar. Hann
greiddi einn atkvæði gegn frum-
varpinu, en allir aðrir þingmenn
Alþýðubandalagsins fylgdu þvi.
Þ.Þ.