Tíminn - 16.03.1975, Síða 19

Tíminn - 16.03.1975, Síða 19
Sunnudagur 16. marz 1975. TÍMINN 19 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7,-simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Skattur á fannfergi Nú liður óðum að vori. Páskatunglið er kviknað, vorjafndægur fram undan, fimm vikur til sumar- mála. Langdegið er að leysa skammdegið af hólmi, og þó að við þvi megi búast, að veturinn geri enn um sinn hriðaráreiðar á landið, hallar samt veldi hans. Að þessu sinni hefur verið vetrarriki mikið i mörgum landshlutum með þungum snjóalögum, sem ekki hafa aðeins verið til baga, ýmiss konar trafala og mikils kostnaðarauka, heldur gerðust einnig af völdum fannfergisins atburðir, er minnzt verður i sögunni meðal átakanlegustu slysa af sinu tagi á seinni timum. Fjölmörg byggðarlög i landinu hafa orðið miklu til að kosta til þess að halda leiðum færum, vega- gerðin og menn hennar, sem stjórna snjóruðnings- tækjunum, hafa staðið i ströngu eins og oft áður, og fólk um viðar byggðir hefur iðulega þurft að taka á þolinmæði sinni og þrautseigju. Það hefur verið rafmagnslaust, simasambandslaust, út- varpslaust og sjónvarpslaust annað veifið, truflanir hafa orðið á flugsamgöngum, og land- leiðir hafa verið tepptar langtimum saman, þrátt fyrir alla viðleitni til þess að halda þeim opnum eftir föngum, stundum og sums staðar með afurðatapi fyrir bændur, sem ekki hafa komið mjólk sinni allri á markað. Svo einkennilega sem það kann að hljóma hafa þó fannalögin skilað einum aðila ágóða. Og það er sjálfur rikissjóðurinn. Hann hagnast á fannfergi. Snjóruðningar eru honum tekjustofn. Þessu er þannig varið, að tuttugu prósent söluskattur er goldinn af vélavinnunni við snjóruðninginn, rétt eins og glingursölu i búðum, auk þess sem tuttugu og fimm prósent innflutningstollur er á snjóruðn- ingstækjum i öndverðu. Vegagerð rikisins býr þar við sömu kosti og aðr- ir, og þó að hún sé vitaskuld hluti af rikiskerfinu, skerðir þetta meira en litið það fé, sem hún hefur til ráðstöfunar til viðhalds á vegum og vetrar- vinnu, þegar snjóþungt er. Miklu hastarlegra er þó, að þetta er sérskattur á þau sveitarfélög lands- ins, sem umfram önnur hafa mikið kostnað af snjómokstri sökum staðhátta og legu á landinu. Þeim er hegnt með umframgjöldum, fólgnum i söluskatti, fyrir að búa þar, sem meiri snjó leggur en annars staðar. Við þessa kosti eiga kaupstaðir og kauptún á Austfjörðum, Norðurlandi og Vestfjörðum að búa, öðrum fremur, og auk þess sveitarfélög i dreifbýli, oft fátæk og fámenn, er leggja fé á móti vegagerð- inni til þess að fá vegi rudda endrum og sinnum svo að þau búi ekki við innilokun langtimum sam- an. Þar á meðal eru sveitarfélög, sem gerðar hafa verið á öðrum vettvangi ráðstafanir til þess að halda i byggð, svo sem Inndjúpið, og önnur, sem til orða hefur komið, að þörfnuðust sams konar lið- sinnis. Þetta er þvi eitt af þeim fyrirbærum, þegar hægri höndin veit ekki, hvað sú vinstri gerir. Af svipuðum toga er það, þegar söluskattur er lagður á umskipun vara og brottflutning frá upp- skipunarhöfn i önnur byggðarlög. Það er i fram- kvæmd sérsköttun eftir þvi, hvar á landinu fólk býr, og veldur óeðlilegum verðmun eftir byggðar- lögum og mismunandi fjármagnsþörf viðskipta- fyrirtækja. Þótt kannski sé það ekki jafnhróplegt og að skattleggja sérstaklega erfiðleika, sem hljótast af fannalögum. — JH Norman Cousins, Long Island Press: Aröbum ber að viður- kenna Ísraelsríki ísrael verður að viðurkenna sérstakt Palestínuríki ÉG var fyrir skömmu á ferð i Libanon, og gafst þá kostur á að ræða við einn af vitrustu mönnum i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins, Charles Malik. Hann var áður forseti allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna, en er nú deildarforseti við bandariska háskólann i Beirut. Ég lagði þrjár spurningar fyrir dr. Malik: 1. Hvaða mat vildi hann leggja á friðarmöguleikana, eins og nú horfði við? 2. Hvað vildi hann telja frumskilyrði varanlegs frið- ar? 3. Hvaða möguleikar væru á að fella fullnægingu þessara frumskilyrða að liklegum friðartillögum? DR. MALIK hóf svar sitt á þvi að taka fram, að ástandið ylli sér kviða, ef ekki ótta, en sagðist vera afar lélegur spámaður. Hann kvaðst hafa verið spurður álits á ástandi mála i september 1973, og þá sagzt lita á það björtum aug- um. En styrjöld var skollin á, áður en mánuður var liðinn. Eftir þessa reynslu kvaðst dr. Malik ekki geta mælt með sér sem spámanni. Hins vegar sagðist hann vona, að kviði sinn nú væri jafn óréttmætur og bjartsýnin hefði verið haustið 1973. ANNARRI spurningunni kvaðst d r. Malik geta svarað af nokkurri sannfæringu. Frumskilyrði friðar, og raun- ar þungamiðja friðarmögu- leika væri, að Arabaþjóðirnar viðurkenndu tilveru Israels- rikis. Á þessu taldi hann allt velta. Arabar yrðu ekki aðeins að viðurkenna ísrael sem óhjákvæmilega staðreynd, heldur einnig að velta fyrir sér hugsanlegum hag sinum og allra aðila af þvi að miða framtiðaráform við gagn- kvæma viðurkenningu á tilveru. 1 öðru lagi kvað hann Isra- elsmenn verða að gera sér ljóst, að þeir yrðu að vera reiðubúnir að greiða slika viðurkenningu háu verði. Og i hverju ætti þá það verð að vera fólgið? Hann kvað ísraelsmenn verða að byrja á þvi að eftir- láta Egyptum að nýju allan Sínai-skaga. Að visu yrði að játa, að áhætta fylgdi þvi að láta fjallaskörðin á Sinai af hendi. En meiri áhætta væri þó óneitanlega i þvi fólgin að raunverulegum friði yrði ekki komið á. DR: MALIK taldi ágreining ísraelsmanna og Araba greinilega umsemjanlegan, hvað sem annars mætti um þetta segja. Hvað Jerúsalem áhrærði, kvaðst hann lfta svo á, að viðkvæmni beggja trúflokka gagnvart Landinu helga væri miklu þyngri á metum en stjórnmálayfirráð borgarinn- ar sjálfrar. Margt hefur gerzt i stjórnmálunum undangenginn aldarfjórðung, en ekkert af þvi hefur breytt þeirri sann- færingu dr. Maliks, að alþjóð- leg yfirráð yfir Jerúsalem verði bæði auðveldust i fram- kvæmd og haldbetri i raun en allt annað, sem stungið hefur verið upp á. DR. MALIK kvað algerlega óraunhæft að ætlast til þess, að ísraelsmenn létu Gólan- hæðirnar af hendi, nema tryggt yrði nægilega vel, að þær yrðu ekki notaðar i hern- Rabin, forsætisráðherra ísraels. aði. Hins vegar kvað hann jafn ósanngjarnt að ætlast til þess, að Sýrlendingar vildu afsala sér hæðunum i hendur Israels- manna. Með hliðsjón af þessu, og öðrum aðstæðum, kvaðst dr. Malik telja sama máli gegna um Gólanhæðir og Jerúsalem að þvi leyti, að alþjóðleg yfir- ráð væru liklegust til lausnar. Hann sagði að þetta væri ófull- nægjandi svar og jafnvel óvið- felldið. Ekkert væri unnt að færa fram þvi til gildis annað en það eitt, að það væri skárra en yfirráð tsraelsmanna eða Sýrlendinga, og gilti einu, hvorir ættu i hlut. DR. MALIK geymdi erfið- asta úrlausnarefnið þar til sið- ast, eða Palestinumenn. Hann kvað marga hafa gert þá skyssu á undangegnum árum að halda, að Palestinuvanda- málið hyrfi af sjálfu sér með timanum. Þetta væri ekki rétt álitið.Ný kynslóð væri vaxin úr grasi, og henni hefði verið innrætt sú kvöð og köllun að vilja hverfa til sins heima- lands. A hitt bæri og að lita, að hvorki væri hægt að ætlast til, að ísraelsmenn yfirgæfu heimili sin eða leystu rikið upp, en þetta yrði þó að gera i raun, ef fullnægja ætti kröfu- hörðustu Palestinumönnun- um. Þeita gerði málið einmitt jafn flókið og torleyst og raun bæri vitni. Ef ætla ætti mannlegri rökhyggju að greiða úr þess- ari flækju, væri einna llk- legast, að áliti dr. Maliks, að stefna að myndun sérstaks Palestinurikis á þvi frjósama svæði, sem ligur að Jórdaniu. Sennilega yrði þó að ætla þessu nýja riki lifandi sam- band við annað hvort Jórdaníu eða Israel. MESTAN vanda kvaðst Malik telja samfélögunum stafa af þvi, eins og málum væri nú háttað, að fólkið sjálft léti hinn flókna vanda bera sig ofurliði. Ef vel ætti að fara, væri ekki um neinn annan kost að ræða en að vinna linnulaust og af einlægni að skynsam- legri lausn. Charles Malik er afar ákjósanlegur sáttasemjari. Ef unnt væri með einhverju móti að sannfæra báða aðila um ágæti þess að trúa slikum manni fyrir hagsmunum sin- um við bindandi lausn vanda- ans, mætti eflaust bjarga þús- undum mannslifa.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.