Tíminn - 16.03.1975, Side 21

Tíminn - 16.03.1975, Side 21
20 TÍMINN Sunnudagur 16. marz 1975. HtJSIÐ HEITIR GARÐBÆR og stendur i Hafnarfjarðarhrauni norðvestanverðu, örskammt frá landamörkum Hafnarfjarðar og Garðahrepps, en Hafnarfjarðar- megin þó. Hér er umhverfi svo fagurt að undrum sætir. Skjólsæl- ir bollar og djúpar hvilftir skipt- ast á við margvlslega lagaðar hraunstrýtur og álfaborgir. Þetta er niðri undir sjó, og hraunið á bakvið skýlir fyrir norðanáttinni, en til suðurs og suðvesturs er opið og óvarið fyrir veðrum himinsins. Hér býr Jökull Jakobsson rit- höfundur með konu sinni og syni. Ilér hafa þeir orðið til, útvarps- þættirnir, sem við hlustuðum á I fyrrasumar, okkur til stórrar ánægju, og hver veit, nema að hér sé nú I sköpun eitthvert það lista- verk, sem lengi verður I minnum haft. Um það er þó bezt að tala varlega á þessu stigi málsins, — fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Jökull tók þvi vel, þegar blaða- maður frá Timanum bað hann um viðtal, og góður var hann heim að 'sækja, eins og vænta mátti. Fund- um okkar bar saman á björtum og fallegum útmánaðadegi, og samtalið hófst eitthvað á þessa leið: Myndskreyttar skáldsögur — morandi af slettum! — Varstu ungur, þegar þú byrj- aðir að skrifa, Jökull? — Þegar ég var innan við tiu ára aldur skrifaði ég skáldsögur i mörgum heftum, að visu ekki þykkum. Þær voru myndskreytt- ar, þar var útlendum orðum slett miskunnarlaust, en þýðingar og athugasemdir neðanmáls. Þetta voru sem sagt miklar alvörubók- menntir, enda er fólki venjulega mikil alvara með allt, sem það segir og gerir á þessu aldurs- skeiði. Seinna, þegar farið er að „skrifa til að lifa”, — þegar rit- störf eru orðin atvinna — þá er það atvinnan, sem er bláköld al- vara, en aftur á móti ekki eins vist að allt, sem á pappirinn er fest, sé skrifað i römmustu al- vöru. Þegar ég var i Landakots- skólanum, skrifaði ég nokkrar verðlaunaritgerðir undir hand- leiöslu fröken Guðrúnar, eins og viö krakkarnir kölluðum hana alltaf, en húnkenndi þar islenzku, og er bezti kennari, sem ég hef nokkurn tima haft. Hún vakti áhuga okkar á Islendingasögum, stil þeirra og persónusköpun. — Hafi ég einhvern tima lært eitt- hvað I þeirri list að skrifa, þá lærði ég það hjá henni. Svo missti ég alveg þennan litla hæfileika, sem ég hafði öðlazt íil þess að skrifa, og var ekki sendi- bréfsfær i mörg ár. Það var ekki fyrr en ég var orðinn sautján ára, sem andinn kom yfir mig aftur, eins og hellt væri úr fötu. Þá skrifaði ég skáldsögu i einni strik- lotu, og það var náttúrlega ekki að sökum að spyrja, mér fannst þetta vera svo merkilegt verk, að það ætti erindi til almennings. Sfðan var gengið á milli útgef- enda, en jafnskjótt og þeir heyrðu aldur höfundarins, skiluðu þeir handritinu ólesnu, allir nema Ragnar i Smára. Hann gleypti við þvi, og bókin var komin út fyrir jól, og þá fannst höfundinum hann heldur betur vera maður með mönnum. Þessi fyrsta bók min fékk frem- ur hlýjar viðtökur hjá ritdómur- um, en vera má, að æska höfund- ar hafi valdið þar einhverju um. Ég var auðvitað hinn glaðasti, enda hafði ég þegar ákveðið að gerast rithöfundur. Mér voru enn ekki ljósir þeir örðugleikar, sem fylgja þessu lifsstarfi. Fyrsta bókin hafði komið nokkurn veginn þjáningalaust. Það átti eftir að breytast, heldur en ekki, og mér er mjög til efs, að ég hefði nokk- urn tima lagt út á þessa braut, ef ég hefði vitað, hvað þar beið min. — Hvert var efnið I þessari fyrstu bók þinni? — Hún hét Tæmdur bikar, (og hugsazt getur, að hún sé enn fá- anleg hjá fornsölum). Nafn henn- ar segir nokkuð til um efnið. Þar segir frá ungum dreng, sem kem- ur til Reykjavikur, ákaflega sak- laus og bjartsýnn, en kynnist mönnum og málefnum hér, og kemst þá að þeirri niðurstöðu, að heimurinn er mest megnis blekk- ing og hjóm. — Maður var ákaf- lega bölsýnn á þessum árum, að minnsta kosti á yfirborðinu, þótt undir niðri væri liðanin kannski ágæt. Bernskustöðvarnar eru i Kanada, — tvö mál lærð samtimis — En myndskreyttu sögurnar, sem þú skrifaðir þegar þú varsl um það bil að fylla fyrsta áratug- inn — hvaða efni tókstu þar til meðferðar? — Satt að segja er ég ekki viss um að ég muni það svo nákvæm- lega, að ég geti sagt þolanlega frá þvi. Ég man þó, að ég lét persón- urnar rata i hin margvislegustu ævintýri, og sögusviðið var ekki endilega ísland, heldur gat þetta gerzt næstum hvar sem var. Astæðan til þess hefur vafalaust verið sú, að strax á þessum árum haföi ég séð meira af heiminum en flestir jafnaldrar minir hér heima. Ég fluttist barnungur með foreldrum minum til Kanada, þar sem faðir minn var prestur Vest- ur-lslendinga, og ég var orðinn sjöára, þegar við komum aftur til Islands, eftir langt ferðalag yfir Atlantshafið. Allar minar fyrstu bemskuminningar eru bundnar við Kanada, og ensku lærði ég um leið og islenzkuna, þvi að leik- félagar minir töluðu auðvitað ensku, og ég gekk i kanadiskan barnaskóla, þar sem eingöngu var töluð enska. Þarna er komin skýringin á þvi, hvað ég var djarfur að sletta útlendum orð- um, þegar ég var að skrifa mínar fyrstu sögur, þegar ég var um og innan við tiu ára aldur. Foreldrar minir töluðu að sjálf- sögðu alltaf saman á islenzku, og lika við okkur, börnin, og mér er engin leið að lita á Kanada sem fósturland mitt, þótt ég eigi þar min æskuspor. Ég svif þvi hálf- gert i lausu lofti, þegar menn eru að tala um bernskustöðvar sinar hér heima á Islandi, annað hvort sveitabæ, þar sem þeir léku sér i túni, eða götu I Reykjavik. Ég hef ekki einu sinni getað heimsótt æskustöðvar minar i Kanada, þótt ég hafi á þvi fullan hug. Myndlistaráhugi og kvikmyndagerð — Hefur þú ekki ort ljóð, eins og sagt er að flestir bókhneigðir ts- lendingar hafi gert? — Nei, ég má heita alveg laus við þá synd. Það er helzt að ég hafi sett eitthvað saman til heimanotkunar, en það er ekki eftir hafandi. A æskuárum minum var það allt önnur listgrein en orðlistin, sem heillaði huga minn. Það var myndlistin. Ég byrjaði mjög snemma að teikna, lita og mála, og ég má segja, að ég hafi verið með allra fyrstu nemendum Handiða- og myndlistaskólans, — ég var þá átta ára gamall. Þá var þessi ágæti skóli ekki orðinn það stórveldi, sem hann er nú. Hann hirðist i tveimur örlitl- um kjallarakompum við Hverfis- götuna, eiginlega neðanjarðar. Gluggaborurnar voru uppi undir lofti, en sneru út að götunni, og voru neðan við gangstéttarbrún. Svo hafði verið grafin gryfja — gluggaskot — niður i gangstétt- ina,og þar smeygði ljósið sér inn. Þarna kunni ég ákaflega vel við mig. Kennari okkar var ungur maður, Kurt Zier. Hann varð seinna skólastjóri þessa skóla, eins og alkunnugt er, en Lúðvig Guðmundsson hafði veg og vanda af stofnun skólans. Við lærðum að teikna og að móta úr leir. Ég held, að þetta sé eini skólinn, þar sem mér fundust kennslustundirnar of fáar og of stuttar. Annars hafa mér alltaf leiðzt allir skólar. — Varstu lengi i Handiða- og myndlistaskólanum? — Ég var þar til fjórtán ára ald- urs. Þá dofnaði áhuginn, af hverju sem það hefur nú stafað, og siðan má heita að ég hafi látið þessa göfugu listgrein eiga sig, þótt enn hafi ég taugar til hennar. Og ég hef alltaf reynt að fylgjast Jökull og Kola við skrifborðið. Skyldi hún ekki stundum hjálpa honum meö nærveru sinni einni saman, þótt ekki kunni hún rétta fingrasetningu á ritvél? Lesmál: Valgeir Sigurðsson Myndir: Gunnar V. Andrésson Sunnudagur 16. marz 1975. TÍMINN 21 með öllum hræringum I myndlist, eftir þvi sem ég hef getað. — Attu ekki einhverja hluti eftir þig? — Það get ég ekki sagt. Flest er það týnt og tröllum gefið, nema ef vera kynni myndasaga ein, sem ég teiknaði þegar ég var drengur. Þá voru myndasögur ekki daglegt brauð i blöðunum okkar, svo ég brá eitt sinn á það ráð að teikna slika sögu sjálfur, um leið og ég spann upp söguþráðinn. Ég held, að þessi framleiðsla min sé ein- hvers staðar til, ef vel væri leitað. En ég lét ekki þar við sitja, heldur reyndi ég lika að fram- leiða kvikmyndir, þótt með næsta frumstæðum hætti-væri. — Hvernig fórstu að þvf? — Það var farið niður i Guten- berg og fengnir þar langir renn- ingar, sem skipt var niður i myndir með blýanti. Siðan var þetta rúllað upp á stóra spólu, eins og I ,,alvöru”kvikmynd, og limt upp á vegg spjald með dálitlu gati, sem var jafnstórt hverri mynd, sem á renningnum var. Svo var renningnum smeygt und- ir spjaldið og „bióstjórinn” togaði i endann, hæfilega fast til þess að alltaf sæist ein mynd i einu, sem stjórnandinn útskýrði jafnóðum. Þetta fyrirtæki var rekið af sér- deilis mikilli alvöru. Það voru gefnir út aðgöngumiðar, sem voru meira að segja svo full- komnir, að hægt var að rifa af þeim. Miðunum var rennt i gegn- um þráðlausa saumavél til þess að fá gatalinuna. Það gekk ágæt- lega. Fyrstu leikritin — Nú er vist mál til komið að minnast á þann þátt ritstarfa þinna, sem þú ert frægastur fyr- ir: leikritin. Hvenær byrjaðir þú að skrifa leikrit? — Þótt fyrstu opinberu skrif min væru skáldsögur, held ég að ég hafi frá upphafi haft meiri áhuga á leikritum en sögum. Lik- lega hefur það verið arfur frá bernskudögum minum, þegar haldin voru jólaboð heima hjá föður minum eða Eysteini bróður hans, og við krakkarnir fórum i alls konar leiki. Ég var rösklega tvitugur, þegár ég byrjaði að semja leikrit, en all- ar voru þær tilraunir frumstæðar. Það, sem mest háði alvarlegri leikritun á þeim árum, var hve erfitt var að komast að leikhúsun- um. Þau máttu heita lokuð musteri, þarsem mest var flutt af erlendum leikritum, en islenzkir leikritahöfundar voru fáir, og þeim þýddi ekki annað en að koma með leikritin fullsmiðuð. — Hefur orðið breyting á þessu? — Já, mjög mikil. Nú eru leik- húsin sjálf farin að leita fanga hjá höfundum og gefa þeim kost á þvi að læra þessa listgrein, eða iðn- grein, — eiginlega er leikritun sambland af hvoru tveggja. — Þér hefur alltaf gengið vel að fá leikrit þin flutt? — Fyrsta leikrit mitt var búið að liggja talsvert lengi hjá Leik- félagi Reykjavikur, án þess að þeir legðu i að sýna gripinn, enda kannski nokkur vorkunn! Það var ekki fyrr en Þorsteinn ö. Step- hensen var kjörinn formaður Leikfélagsins, að ákveðið var að taka það til sýningar, og það var Þorsteini að þakka eða kenna, að það var gert. Þetta var gamanleikur, en auð- vitað engan veginn gallalaust, þótt áhorfendur skemmtu sér dá- vel. Heldur fékk þó leikritið mis- jafna útreið hjá leikdómendum, flestum hverjum, og sýningar urðu ekki mjög margar. Ég var samt ekki á þvi að leggja árar i bát, fyrst ég var kominn með annan fótinn inn fyr- ir þröskuld leikhússins, enda var það sá vettvangur, sem mig hafði lengi dreymt um. Næsta ár var leikrit mitt Hart i bak sýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur. Leik- stjóri var Gisli Halldórsson, og ég minnist þess enn, hve samstarfið við hann var ánægjulegt. Hann benti mér á margt, sem betur mátti fara, og til dæmis var sein- asti þátturinn tekinn til gagn- gerðrar endurskoðunar. Þarna lærðistmér það.sem reynzt hefur mér heilladrjúgt siðan: Leikritun á ekki að vera eintóm skrifstofu- vinna, heldur fer samning leik- ritsins engu siður fram i leikhús- inu sjálfu á meðan á æfingum stendur. Með þvi á ég ekki við, að þetta eigi að vera hópvinna, held- ur hitt, að leikritið eigi að taka á sig form og snið i huga höfundar- ins eftir þvi sem það þróast á sviðinu sjálfu. Engin leið að upp- fylla slika kröfu — Varstu ekki ánægður með hversu þolnir islendingar voru við að horfa á Hart í bak? (Og hér er alls ekki nein niðrandi merking i orðinu „þolnir”!) — Jú, — og sannarlega var þessi gifurlega aðsókn mikil upp- örvun fyrir mig. Aðsóknin fór laiigtfram úr þvi sem okkur hafði nokkru sinni dottið i hug. Ég vissi þess dæmi, að fólk kom til þess að horfa á þetta leikrit, þótt það hefði aldrei i leikhúsið komið fyrr, og vissi ekki einu sinni hvar snyrtingin eða fatahengið væri, eða hvort siður væri að fara úr . yfirhöfn á meðan horft væri á leikrit. Ég man eftir fólki, sem sagði mér að það hefði séð leikrit- ið fimm sinnum, og ekki mun hafa verið dæmalaust að menn hafi séð það enn oftar. Eftir þvi sem ég bezt veit, var þetta mesta aðsókn að leikriti hér á landi um tiu ára skeið, eða rösk- lega það. En jafnframt uppörvun- inni og gleðinni sem þessu fylgdi, gerði það mér nokkra byrði. Ég þóttist nefnilega verða þess var, aö fólk ætlaðist til þess að eitt- hvað svipað yrði uppi á teningn- um, þegar næst var sýnt leikrit eftir mig, en auðvitað voru ekki nein tök á að standa undir slikri kröfu, enda meira að segja vafa- samt, hvort það hefði verið æski- legt. Ég háði um það nokkra bar- áttu með sjálfum mér, hvort ég ætti að ganga á lagið og fylgja þeirri stefnu, sem reynzt hafði svona vinsæl i Hart i bak, eða hvort ég ætti að grufla dýpra i minn eigin hug og finna þann stil og tjáningarhátt sem næst stæði eðli minu, — hvort sem hann ætti sér visa almannahylli eða ekki. Persónurnar og söguþráðurinn i Hart i bak eru hvort tveggja lik- legt til þess að ná almennum vin- sældum, en að halda áfram á sömu braut, fannst mér hálfgerð svik við sjálfan mig, enda hef ég reynt að finna minn eigin tón I þeim leikritum, sem ég hef skrif- að siöan. Þau hafa ekki náð sömu útbreiðslu og Hart i bak, en þó er ég miklu ánægðari með þau, og það er mest um vert, þvl að fyrst og fremst er ég að þessu fyrir sjálfan mig. Á vissan hátt lit ég á þau sem áfanga — Hvert verka þinna heldur þú að þér þyki vænst uni? — Þvi get ég varla svarað, af þeirri einföldu ástæðu, að verk min fjarlægjast mig og jafnvel hálf-gleymast, þegar ég hef lokið þeim. Leikritagerð á það sam- merkt með skipasmiðum, að um leið og dallurinn er kominn á flot, taka aðrir við og sigla honum, en smiðurinn snýr sér að þvi að leggja kjölinn að næstu fleytu. Satt að segja veit ég ekki, hvert leikrita minna á mest itök i mér. Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.