Tíminn - 16.03.1975, Síða 23
Sunnudagur 16. niarz 1975. TÍMINN 23
Garðabær i Hafnarfirði. Hér er bæði fagurt og friðsælt — góður staður fyrir rithöfund —og ekki spillir aö
geta lika horft á ferfættan vin sinn spigspora í kringum húsið á góðviðrisdögum.
TÉKKNESKA BIFREIDA UMBODID
Á ÍSLANDI H/F
AUÐBREKKU 44 46 SÍMI 42606
Rithöfundar
A vissan hátt lit ég á þau öll sem
eins konar áfanga, ekkert þeirra
er i námunda við það takmark,
sem ég hef sett mér, en á hinn
bóginn þykist ég ekki hafa getað
betur gert á þeirri stundu sem ég
lét þau frá mér fara.
— Vinnur þú lengi að leikritum
þinum?
— Já, yfirleitt er ég mjög lengi
með þau, jafnvel mörg ár, og
breyti þeim oftast mikið. bað get-
ur jafnvel verið, að hin endanlega
gerð sé svo ólik frumgerðinni, að
tæplega sé hægt að sjá að um
sama verk sé að ræða. Að þessu
leyti hefur þó eitt leikritá minna
sérstöðu. bað er Kertalog. Kerta-
log er eina leikritið, sem ég hef
fullunnið við skrifborð. Ég sendi
það inn i samkeppni, og þess
vegna var ekki um annað að gera
en að vinna það i einrúmi, enda
skrifaði ég það á einni viku og get
ekki sagt, að ég hafi hnikað staf-
krók f þvi frá upphaflegri gerð.
,,Ef þú færð
snjalla hugmynd,
þá gleymdu henni!
— Fyrst við minntumst á vinnu-
brögð: Hvernig skipuleggur þú
vinnu þina?
— Vinnubrögð og vinnutlmi eru
með ýmsu móti og varla hægt að
gefa nein algild svör um þá hluti.
Um mig er það að segja, að ég
vinn oftast í skorpum. Er lengi
með leikritin i smiðum, eins og ég
sagði áðan, og vinn þau i skorp-
um.
Stundum kemur það fyrir, að
fólk spyr mig, hvort ég sé ekki
með hugmynd að góðu leikriti, og
það kemur jafnvel fyrir, að til
min er komið og sagt: ég hef
fengið bráðsnjalla hugmynd, get-
ur þú ekki hjálpað mér til þess að
koma henni á pappirinn? Slíkum
spurningum er ég vanur að svara
á þessa leið: Ef þú ert með góða
hugmynd þá skaltu reyna að
gleyma henni. Ef til vill er það
dálitið út i hött að ráðleggja fólki
svona, en þetta er einmitt sjálfs
min reynsla. Ef ég fæ góða hug-
mynd, reyni ég að gleyma henni,
þvi að mér hefur aldrei tekizt að
„færa úthugmyndir”, eins og það
er kallað.
Hitt getur verið, að ég heyri
setningu sagða með sérstökum
blæbrigðum raddar, viss stemn-
ing sæki mig heim eða að allt i
einu beri fyrir hugskotssjónir
minar mann eða konu i einhverju
sérstöku umhverfi — inn i her-
bergi og húsgögnin i kring. betta
getur orðið til þess að nokkrar
setningar komi á pappirinn. Ég
get stundum séð fólkið fyrir mér i
huganum lengi, áður en það fer að
tala, en þótt smátt sé byrjað og
setningarnar hversdagslegar i
fyrstu, kemur þarna örlitill þráð-
ur, sem hægt er að fikra sig eftir.
bessi starfsemi getur iðulega
minnt á fornleifagröft. Maður
veit ekki hvað undir leynist, en
heldur áfram að vinna með múr-
skeiðinni — eða jafnvel aðeins
með teskeið — og það getur liðið
langur timi þangað til verkið fer
að fá ákveðið svipmót og örlög
persónanna fara að birtast — og
hugmyndin þá væntanlega um
leið.
Að sjálfsögðu eru þetta aðeins
þau vinnubrögð, sem ég nota og
henta mér. Aðrir rithöfundar fara
sjálfsagt allt öðru visi að. Sumir
byrja á þvi að leggja stórt plan og
vita nákvæmlega hver enda-
punkturinn er, þegar þeir byrja á
verkinu.
En þetta er tfmafrek vinna. Ég
skrifa oft sama verkið tíu, tólf eða
fjórtán sinnum, og alla kafla eitt-
hvað talsvert oftar en einu sinni.
Á þessari löngu ferð verða þær
stórbreytingar á verkinu, sem ég
minntist á, hérna dálitið framar.
Hér er nágrenni
gott, bæði með mönnum
og álfum.
— bá er það næðið, sem oft er
talað um, þegar sköpun skáld-
verka er annars vegar. Er ekki
gott að skrifa hér á þessum frið-
sæla og fallega stað?
— Jú, ég get ekki hugsað mér
neinn stað á tslandi, þar sem
betra væri að skrifa en hér.
Staðurinn er afskekktur á sinn
hátt, þótt skammt sé til byggða,
og hér eru góðir nágrannar. I
þessum litlu og lágreistu húsum
sem þú sérð hér I kring, býr ein-
staklega gott fólk, og i álfa-
borgunum eru aðrir nágrannar,
engu siðri. Að visu er ég ekki svo
dulspakur, að ég hafi getað átt
samskipti við álfana, en ég veit,
að gamlar konur, sem bjuggu hér
um það leyti, sem við fluttumst
hingað, drukku morgunkaffið sitt
með álfunum hérna, rétt eins og
frúmar i blokkunum f Reykjavik
bregða sér inn i næstu ibúð til
þess að drekka ellefu-kaffið með
grannkonum sinum. bað eru
ákaflega- góðir straumar hér I
hrauninu, og þar er gott að sitja i
skjólsælum hvömmum. Ég er
staðráðinn i þvi að eiga hér heima
eins lengi og mér er unnt, og hef
hvergi unað mér eins vel og hér.
bað vill svo heppilega til, að land-
iðhér i kringum okkur er friðlýst,
svo að við munum ekki þurfa að
óttast jarðýtur eða skurðgröfur.
Um annað næði er það að segja,
að mjög fáir menn á landi hér
hafa getað lifað á skáldskap ein-
göngu, og það get ég ekki heldur.
Jökull Jakobsson hefur tekið sér frf frá ritvélinni og sezt með pipu sina I stól hjá skrifborðinu. Og vist er
það lika þreytandi að sitja langtimum saman við ritvél, það vita þeir, sem reynt hafa.
Ég hef unnið við sjónvarp og út-
varp jafnhliða leikrituninni, og
þar áður var ég blaðamaður.
Auðvitað bútar þetta tlmann dá-
litið I sundur fyrir mér en það hef-
ur lika þann kost i för með sér, að
ég kynnist mönnum og málefn-
um, sem ég hefði ekki kynnzt
að öðrum kosti, svo það er langt
frá að ég kvarti undan þvi að hafa
þessi aukastörf við hliðina á
skáldskapariðkunum.
— Og þá er það lokaspurningin,
Jökull, — þessi sjálfsagða, sem
alltaf er uppi höfð, þegar talað er
við rithöfunda: Hvað er I poka-
horninu?
— Ja, hvað er þar? Liklega er
bezt að hafa sem fæst orð um það,
þvi að það er ennþá i poka horn-
inu.en er ekki farið að fylla neitt
út i sjálfan pokann, sem enn er
tómur. Á meðan byrjunin er ekki
nema byrjun, er aldrei hægt að
vita með vissu hvað úr henni kann
að verða. Að visu á ég ófullgert
leikrit, sem ég hef verið með i
smiðum siðast liðin niu eða tiu ár.
Á þeim tima hef ég fullsamið
mörg leikrit, þótt þetta sé ekki
nema hálfnað, eða kannski rúm-
lega það.
bessi mikla timalengd segir
auðvitað ekkert um gæði verks-
ins, þótt hún gæti að visu bent til
þess að ég ætlaði mér eitthvað
stærri hlut með þessu leikriti en
öðrum. Hvort mér tekst nokkurn
tima að koma á það þvi sköpulagi
sem ég ætla, er aftur annað mál,
en hvað sem þvi liður býst ég við
að ég eigi eftir aö skrifa ein tvö
eða þrjú leikrit, áður en ég lýk
þessu. —'VS.
TILBOÐ
■ 11 l.mai
Spariö
þúsundir I
Sumardekk
Jeppadekk
•/ aff ffveim
7 dekkjum
% aff fjórum
dekkjum