Tíminn - 16.03.1975, Side 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 16. marz 1975.
Frægt hjónaband hefur beðið skipbrot:
Allar tilraunir til sátta fóru aO lokum út um þúfur.
Eiizabeth Taylor og Richard
Burton voru vafalítið
hamingjusöm
í miskunnarlausri hreinskilni
— Ég get ekki lifað án Eliza-
beth. Hún er mér eitt og allt,
andardráttur minn, blóð mitt, vit
mitt, hugmyndaflug mitt. Ef það
kæmi eitthvað fyrir hana, myndi
ég veslast upp og deyja, sagði
Richard Burton fyrir nokkrum
árum.
— Ég elska Richard, og gæti
ekki hugsað mér að vera með öðr-
um karlmanni. Ef það kynni að
gerast eftir nokkur ár, að við fær-
um hvort frá öðru, held ég, að ég
myndi svipta mig lifi, sagði
Elizabeth Taylor fyrir nokkrum
árum.
Nú sitja þau hvort i sinu horni
eftir tiu ára hjónaband og sleikja
tilfinningasár sin. Og þeir, sem
allt sjá fyrir, segja, að svona
hljóti það að fara, þegar saman
lendir sjálfselskri stúlku með met
I þvi að eyðileggja hjónabönd og
ennþá sjálfselskari manni, sem
leggur kvenfólkið að fótum sér,
og hefur gortað af þvi að hafa
verið með fjórum kvenmönnum á
sama degi.
Þeir, sem bezt þekkja til mála,
vita, að Elizabeth Taylor hefur
tekið það nærri sér að skilja — i
fyrsta skipti á ævinni, frá þvi að
hún giftist I fyrsta sinn, 18 ára
gömul Hún gerði allt hvað hún gat
tii þess að bjarga hjónabandi
þeirra Richard Burton — sem i
rauninni var björgunaraðgerða
virði, segja vinirnir.
Einu sinni minntist Richard
Burton á fyrri menn konu sinnar.
Þeir fengu eftirfarandi bombur:
Nicky Hilton var algjör mis-
skilningur —■ Michael Wilding
naut sin ekki vegna alltof mikils
aldursmunar — Mike Todd var
ágætur, en hann dó — Og Eddie
Fisher, ja, hann er nú ekki nema
einnar axlaypptingar virði!
Við þetta gat Elizabeth Taylor
bætt þessu um fimmta eigin-
manninn sinn: Richard Burton
var stórkostlegur, en hann drakk
of mikið.
Við þessu gat Richard Burton
sagt það, að þetta hefði ekki átt að
koma henni á óvart. Hann hefur
alltaf drukkið. Þau hittust i fyrsta
skipti, þegar verið var að taka
Kleópötrumyndina — 22. janúar
1962 I Róm — og þá var hann svo
gffurlega timbraður, að hún varð
að halda á kaffibollanum hans.
Það er sagt, að strax þá hafi móð-
ureðlið kviknað i Elizabeth Tayl-
or.
Richard Burton hefur alltaf
verið villtur og ótaminn. Hann er
gæddur djúpstæðri frelsisþrá og
er fæddur foringi. Hann er stað-
ráöinn I þvi að ráða sjálfur
hraðanum — engum skal liðast að
segja honum fyrir verkum. Vin-
irnir hafa alltaf gert sér ljóst, að
færu böndin i hjónabandinu að
þrengja að honum, myndi hann
ekki linna látum fyrr en hann
hefði slitið þau. Með tilliti til þess
er tiu ára sambúð með Elizabeth
Taylor enn furðulegri.
Fyrri kona hans, Sybil, hefur
ekkert nema vinsamieg orð um
hann. Hún hefur alltaf viðurkennt
villimennsku hans og aldrei reynt
að umbreyta honum. Hún þekkir
sveiflurnar i skapgerð hans og
hefur látið þær afskiptalausar.
Þetta talar hún um i dag
ásökunarlaust og með þakklátum
huga.
Vissulega var hjónaband þeirra
Richard Burton hamingjsamt á
sinn hátt. Þau eignuðust tvö börn
á þessum fjórtán árum, sem
sambúðin stóð. Þá fyrst sótti
Sybil Burton um skilnað „vegna
andlegrar grimmdar og langvar-
andi fjarvista frá heimili.”
Sambúð Burton og Elizabeth
Taylor stóð i tiu ár, þar af var hún
eiginkona hans I átta ár. Hún vék
ekki frá honum til þess að reyna
með ástúð að halda aftur af
áfengisneyzlu hans — þ.e.a.s.
tveim flsökum af vodka á hverj-
um degi, að sagt er — og óhemju-
legan áhuga hans á öðru kven-
fólki. Þau voru aldrei fjarri hvort
öðru lengur en nokkra daga i
senn. Þetta getur að vissu marki
verið ákaflega heppilegt til að
halda hjónabandinu saman,
sérstaklega á starfsvettvangi,
þar sem aðskilnaður vegna
starfsins leiðir oft til endanlegs
skilnaöar.
Elizabeth Tylor og Richard
Burton voru alltaf hreinskilin
gagnvart hvort öðru. Það er eftir-
tektarvert á starfssviði, þar sem
lygar og slúður dafnar jafn áber-
andi og þar. Það er álit manna, að
hjónabandið hafi staðið jafn lengi
og það gerði vegna þessarar
hreinskilni. Hann gortaði iðulega
af kvennamálum sinum og hélt
þvi fram, að hann hefði kynnzt
náið um tvö hundruð konum.
Hann sagði Elizabeth Tylor frá
þeim öllum — eða svo til öilum —
allt frá stúlkunni, sem hann var
með, meðan Þjóðverjar gerðu
loftárás á Liverpool árið 1940.
Það var með þessari vissu, sem
heimsfræga kvikmyndastjarnan
gekk inn I fimmta hjónaband sitt,
með þvi að játast Richard Burton
— á herbergi nr. 810 á Ritz-Carl-
ton hótelinu i Montreal 15. marz
1964.
Hún afber með góðu allar
móðganirnar, sem Burton hafði
yndi af að ausa yfir hana. Hann
talaði um undirhökurnar á henni,
sveitastelpu-framkomu hennar,
stutta fætur hennar og slapandi
brjóst. Og hún hlustaði á kvenna-
gortið i honum, vitandi það, að
það var ekki gort allt saman.
Upphafið að endalokunum var
árið 1972, þegar Burton lék i
myndinni um Bláskegg, sem sýnd
var hér I Laugarásbiói á siðasta
ári. Þessi kvikmynd var tekin I
Ungverjalandi. 1 fyrsta skipti lék
hann á móti nöktum konum, og
þarna gerðist eitthvað það, sem
sáði frækornum afbrýðiseminnar
I huga Elizabeth Taylor.
Sjálfur sagði Burton:
— Ég er búinn að eiga fimm
vikur út af fyrir mig, meðan Liz
var að leika i kvikmynd. Það er
mergurinn málsins. Mér hefur
aldrei liðið betur á ævi minni.
Þetta var i fyrsta skipti, sem
þau voru aöskilin svo lengi I einu
— og upphafið að endalokunum,
eins og áður segir.
Nakin dama i kvikmyndinni um
Bláskegg lagði meir. ástriðu i leik
sinn en Elizabeth Tylor fannst
viðeigandi. Hún hét Doka
gagnvart hvort öðru.
En þau brenndu hvort annað
upp, svo að loksins var ekki
um frekari sættir að ræða.
Zakablukowa, og hún fékk glymj-
andi löðrung hjá Elizabeth fyrir
frammistöðuna.
— Ég kunni ekki við frygðar-
svipinn á henni, sagði Elizabeth i
miklum hugaræsingi.
— Og ég held, að Richard hafi
sleppt fram af sér beizlinu oft eft-
ir þetta. Að minnsta kosti jós
hann yfir mig dýrindis gjöfum,
svo að ég varð tortryggin. Hann
var aö biðja um fyrirgefningu
fyrir eitthvað, sem hann hafði
gert — lika með augunum.
Upp úr þessu komu rifrildin.
Eftir rifrildi i New York flaug
Elizabeth Tylor til móður sinnar i
Kaliforniu, en hann varð eftir hjá
Mariu, fósturdóttur sinni, i New
York. 1 Hollywood sást Elizabeth
i fylgd með PeterLawford, sem