Tíminn - 16.03.1975, Page 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 16. marz 1975.
Nú-tíminn
kynnir:
Eagles
HLJÓMSVEITIN
EAGLES var stofnuð
árið 1971 af Don
Henley, Randy
Meisner, sem fyrr á
árum lék með hljóm-
sveitinni Poco, Glen
Frey, sem lék með
John David Souther,
og Bernie Leadon,
sem áður lék með
Lindu Ronstandt,
Dillard and Clark -
og var meðlimur i
The Flying Burrito
Brothers i tvö ár.
Fyrsta plata hljómsveitar-
innar Eagles kom út árið
1972 og bar einfaldlega nafn
hljómsveitarinnar. Á þeirri
plötu er meðal annars lagið
,,Take it easy” eftir Jackson
Brown, — en það lag átti
seinna einna mestan þátt i
frægð Eagles.
Arið 1973 gefa þeir út rokk-
óperuna „Desperado” sem
auðvitað gerist i villta
vestrinu, en eins og ljóst má
vera af fortið þeirra, leika
þeir það sem kallast country-
rokk. Desperado er af
mörgum talin þeirra bezta
og vandaðasta plata, þótt sú
sfðasta ,,On The Border”
(1974) hafi náð mestri hylli,
en hún er sú rafmagnaðasta
og að mörgu leyti gróf miðað
við fyrri plötur hljöm-
sveitarinnar — að undan-
skildu einu lagi plötunnar,
hinu gullfallega lagi ,,Best of
My Love”, sem nýlega gisti
fyrsta sæti bandariska
vinsældarlistans.
Nú á þvi herrans ári 1975
berast þær fréttir helztar af
Eagles, að þeir séu um þess-
ar mundir að leggja siðustu
hönd á nýja breiðskifu og
verður gaman að fylgjast
með hinum nýja meðlimi
hljómsveitarinnar — þvi að á
meðan á upptöku ,,On The
Boarder” stóð, gekk i iið
Eagles Don nokkur Felder
að nafni, — og mun hann þvi
að öllum likindum njóta sin
fullkomlega á væntanlegri
plötu frá þeim félögum.
Það er fremur kalt úti. Ég kem að læstum dyrunum. Tvær bjöllur. Hvor
skyldi vera sú rétta? Ég rýni á nær óskiljanlega skrift. Kemst að raun um
að hvorug bjallan er mér til gagns. Demant á enga bjöllu. Skrifstofan hjá
þeim er mannlaus. Hvar er Gunnar Jökull? Hann ætlaði að koma.
Sennilega bezt að doka við. ,,Ertu að biða eftir Gunnari” er spurt úr fjar-
lægð. Lárus Grimsson heitir maðurinn. ,,Við biðum i sjoppunni” segir
hann. Við göngum þar inn. Haraldur Þorsteinsson biður einnig. Við bíðum.
„Þarna koma Hebbi og
Steini” segja þeir. Leigubill
rennur I hlaðvarpann hjá De-
mant. Herbert Guðmundsson og
Þorsteinn Magnússon stiga út.
Þeir fara likt að og ég fyrrum.
Rýna i bjöllurnar og tvistiga.
Svo halda þeir i átt að „biðstof-
unni”. Steini kemur inn i sjopp-
una, Hebbi stigur inn I rauðan
bil, er kemur þarna að i sama
mund. Óli á bilinn. „Hann er
næstum eins og fluga” segir
Þorsteinn siðar við Óla, — og
átti við bilinn. „Já, það vantar
bara vængina” segir Ólafur
Sigurðsson.
„Heyrðu elskan, má ég ekki
hringja?” spyr Hebbi um leið og
hann kemur inn á biðstofuna.
Hann velur númer. „Það voru
347 i Stapanum. Ertu ekki að
koma? Hvað ertu að pæla? Við
biðum hérna, blaðamaður, ljós-
myndari og öll hljómsveitin.
Hvað ertu að pæla? ” Hann legg-
ur á. Við biðum.
„Gunni er kominn” er sagt.
Hersingin þeysir út. Ég heilsa
Jöklinum. Það er ennþá kalt.
Lyklarnir vilja ekki i skrána.
„Þetta er skrltið. Hef ég verið
íátinn fá vitlausa lykla?”.
„Láttu mig reyna”, segir
Hebbi. Hann reynir og gefst
upp. Þetta ætlar að verða erfitt.
„Það eru Ibúðir á efri hæöinni
og þar er einhver heima,” segir
einn þeirra. Gunnar hefur lykla
að skrifstofunni. Annarri bjöll-
unni er hringt. Það liður smá
stund. Þá kemur loðinn haust út
um gluggann.
„Við erum i stökustu vand-
ræðum. Gæturðu opnað fyrir
okkur?” Smá þögn og maðurinn
svarar ekki. Hann virðist vera
ráðalaus. Svo segir hann: „Ég
get það bara ekki. Ég er nefni-
lega I baði. Hringið á hinni bjöll-
unni” Það er bara svona.
Svo er hringt á hinni bjöllunni.
Ekkert svar. Löng bið. „Hringj-
um aftur á manninn” er sagt.
Það er hringt aftur á manninn.
Ekkert svar.
Allar bjargir bannaðar. „För-
um heim til min”, segir Gunnar.
„Eða heim til min, segir Hebbi.
Akveðið að fara til Hebba.
Eik er stofnuð um páskaleytið
1972. Stofnendur Haraldur Þor-
steinsson, ólafur Sigurðsson og
Gestur Guðnason. Léku sem trió
i stuttan tima. Þá kom Þor-
steinn Magnússon inn og þannig
var hljómsveitin skipuð allt til
febrúar 1973. Þá koma Lárus
Grimsson og Mike og Ari inn i
hljómsveitina, en þeir siðar-
nefndu voru blökkumenn.
„Mike og Ari töluðu við út-
lendingaeftirlitið og skýrðu
þeim frá þvi, að þeir vildu
syngja og leika hér á landi.
Báðu um leyfi til þess, — og allir
álitu að það væri engin fyrir-
staða fyrir þvi, þar sem svipuð
tilfelli höfðu oft áður komið upp.
En það var nú öðru nær. Þegar
útlendingaeftirlitið sá að þeir
voru svartir á hörund kipptu
þeir að sér hendinni. Mike og
Ari komu þrisvar fram með
Eik, en þá var þeim tilkynnt, að
þeir hefðu 24 klst. til að hypja
sig úr landinu.”
1 byrjun s.l. vetrar léku þeir i
Eik eingöngu lög án söngs. Léku
mest á tónlistarkynningum. Svo
kom Hebbi úr Sólskini, „með
birtu og il fyrir Eikina svo hún
fór að dafna.”
Þeir hafa oft tvö prógrömm.
Annars vegar danstónlist. Hins
vegar lög án söngs, sem flest
eru frumsamin. 1 danstónlist-
inni eiga þeir lika mörg frum-
samin lög.
Frá 1. marz atvinnuhljóm-
sveitarmenn. Gunnar Jökull
framkvæmdastjóri. „Við þyrft-
um að hafa 70 þús. kr. lág-
markskaup fyrir dansleik” seg-
ir framkvæmdastjórinn.
1 bigerð er að fara til Kanari-
eyja og leika þar I vor. Eins hef-
ur framkvæmdastjórinn
Norðurlöndin I sigtinu. „Það
þarf að opna Norðurlanda-
markaðinn. Hann er betri fyrir
islenzkar popphljómsveitir að
minni hyggju heldur en t.d. sá
brezki eða sá bandariski. Það
ætti siðar meir að vera hægt að
skreppa kvöld og kvöld til
Kaupmannahafnar, — alveg
eins og til Akureyrar. Skipting-
ar kæmu vel til greina. Ef Is-
lenzk hljómsveit fer til Kaup-
mannahafnar, kemur dönsk
hljómsveit og leikur hér.
„Þegar fólkið er ánægt erum
við ánægðir” segir hljómsveit-
in.
Mikið að gera hjá Eik. Annað
hvort kvöld siðustu tvo mánuði.
LP-plata I deiglunni. Sáuð þið
sjónvarpsþáttinn I vikunni?
„Þeir eru búnir að hasla sér
völl á Suðurnesjum, Norður-
landi og i skólum” segir fram-
kvæmdastjórinn. „Þeir vilja fá
okkur á Akranesi, en við erum
bara fullbókaðir”.
„Við reynum að láta fólk taka
þátt I þvi sem við gerum” segir
hljómsveitin.
Textar við frumsömdu lögin
þeirra eru eftir þá sjálfa og eru
á ensku. „Enska er alþjóða-
tungumál poppsins, alveg eins
og ítalskan var alþjóðatungu-
mál óperunnar á sinum tima”.
„Við djömmum” segir hljóm-
sveitin. „Við gætum kallað það
mauk á islenzku ellegar frjálsa
tjáningu”.
Það vantar klúbba hérna.
„Skilyrði fyrir vinveitingaleyfi,
5 millj.kr. eldhús. Má bjóða þér
upp á heitan rétt I Klúbbnum
n.k. laugardagskvöld? Eða I
Silfurtunglinu?”
„Það er erfitt að sameina
popphljómlistarmenn undir eitt
merki. Of margir sem vilja ein-
göngu ná sér i aura. „Það er
ekki atriði að vera góðir, heldur
að hafa nóg að gera” segja þeir
kappar, sem þannig hugsa.
Þetta sjónarmið er plága á
bisnessnum”.
Hljómsveitin EIK:
Ólafur Sigurðsson,
trommur Þorsteinn
Magnússon, gitar
Haraldur Þorsteinsson,
bassi Lárus Grimsson,
pianó, flauta Herbert
Guðmundsson, söngur
Gunnar Jökull, fram-
kvæmdastj.
—Gsal—
Plaggat sem meðlimir Eikar
liljómsvekinni.
hafa látið gera til kynningar á