Tíminn - 16.03.1975, Page 31

Tíminn - 16.03.1975, Page 31
Sunnudagur 16. marz 1975. TÍMINN 31 HLJÓMPLÖTUDÓMAR DÓMARI: GUNNAR GUNNARSSON ★ ★ ★ ★+ ★ TI IE ERIC BURDON BAN I EIN AF þeim stjörnum, sem um þessar munir skin bjartast á poppheimi Bandarikjanna er söngkonan Linda Ronstandt, en hún hóf feril sinn, sem sólósöng- kona árið 1968, og hefur gefið út fimm LP-plötur. Tvær siðustu plötur hennar hafa fengið beztar móttökur, — og þó sér- staklega sú nýjasta „Heart Like AWheel” sem hafnaði I fyrsta sæti LP-listans i Bandarikjun- um fyrir stuttu, — og lagið „You’re No Good”, sem er af plötunni hefur einnig náð fyrsta sæti vinsældarlistans þar i landi. A Heart Like A Wheel blandar Linda saman soft-rokki og country-rokki á afar smekklegan hátt. A plötunni er að finna þekkt lög eins og „Park Land Of The Street” og klassiska lagið „Willin’” ásamt lögum eftir James Taylor, Every Brothers og Hank Williams. Lindu til aöstoðar eru þekktir úrvals hljóðfæraleikarar sem ásamt Lindu sýna sinar beztu hliðar. ÞA ER Eric Burdon kominn á kreik með nýja hljómsveit, er hann nefnir The Eric Burdon Band. Fyrir þá fáu, sem ekki 'þekkja Burdon þá var hann söngvari i hljómsveitinni The Animals, sem fræg var á sinum tima m.a. fyrir lagið „The House Of The Rising Sun.” A þessari nýju plötu „Sun Secret misþyrmir Burdon mörgum gömlum og góðum Animals-lögum, eins og t.d. „When I Was Young” og „Ring Of Fire” og fær dyggilegan stuðning frá hávaðasamri og leiðinlegri hljómsveit. Ég fæ ómögulega skilið hvers vegna maður eins og Burdon, sem hefur yfirleitt gert mjög góða hluti og er viðurkenndur sem góður tónlistarmaður, skuli geta sent frá sér aðra eins hörmung, eins og þessi plata er, — þvi miður. Við skulum bara vona, að Burdon sjái að sér og finni’ sjálfan sig aftur Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Fremst á myndinni er Jakob Magnússon, pianóleikari, þá kemur Halldor Pálsson, saxófónleikari, Asgeir Óskarsson, trommuleikari, Ari Jónsson, trommuieikari snýr hnakkanum i myndavélina, Pálmi Gunnars- son, bassaleikari og fjærst okkur er hijómsveitarstjórinn Gunnar Þórðarson. Tlmamynd G.E. Poppjass í Tónabæíkvöld KLÚBB 32 efnir til popp-jass kvölds I Tónabæ I kvöld en þar mun jasshljómsveit Gunnars, Þórðarsonar leika. Hljöm- sveitin er sem kunnugt er að halda af landi brott til hljóm- leikahalds á Norðurlöndum, — i sambandi við nokkurs konar mótinælaaðgerðir gegn Europevision — siinglaga- keppninni, sem Öþarft er að kynna. Hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar skipa auk hans, Ari Jónsson, trommur, Pálmi Gunnarsson bassi, Jakob Magnússon orgel, pianó, Iialldór Pálsson, saxófónn og Asgeir óskarsson trommur, en sá siðastnefndi er ókominn til landsins — ásamt félögum sinum í Pelican. Popp-jass-kvöldið i kvöld er einstakt tækifæri, þvi að ósenni- legt er að jass-hl jómsveit Gunnars Þórðarsonar leiki opinberlega saman aftur hér á landi. Það er þvi ástæða til að hvetja fólk til að fara I Tónabæ og hlusta á góða tónlist í kvöld. Góð bók er gott veganesti ungs fólks á lífsbrautinni Margir munu gefa Biblíuna í fermingar- gjöf og þeim sem það gjöra viljum við benda á/ að Biblíuhandbókin er til þess ætluð að auðvelda fólki lest- ur Heilagrar ritningar og öðlast dýpri skilning á inn- taki hennar og boðskap. Við höfum frá upphafi sérhæft okkur í útgáfu handbóka og heimildarrita, sem væru handhæg og nauðsynleg uppsláttarrit, þegar leitað er skyndisvara um hin ólíklegustu efni en auk þess ánægjuleg samfelld lesning þeim, sem gefa sér tíma með góðri bók að loknu dagsverki. LANDID ÞITT/ 1. og 2. bindi eftir Þorstein Jó- sepsson og Steindór Steindórsson, veitir ó- metanlegan fróðleik um sögu og sérkenni lands og þjóðar. HEIMURINN ÞINN er sambærilegt rit og Landið þitt, en það fjallar um allar þjóðir og lönd heims. (sland og íslendingar eru þar ekki undanskildir. LÖGBÓKIN ÞIN eftir Björn Þ. Guðmunds- son, borgardómara er lögfræðihandbók fyrir almenning. Hún snert- ir flestar hliðar mann- legra samskipta og segir þér hver er réttur þinn. MANK YNSSAGAN SÖGÐ FRA NÝJU SJÓNARHORNI í TVEIM BÓKAFLOKKUM FRUMHERJAR I LANDALEIT er fyrsta bókin af 20 um könnunarsögu ein- stakra heimshluta, fagurlega skreyttar litmyndum. Á þessu ári bætast f imm bindi i flokkinn, þar á meðal bók um fund íslands. Þýðandi þessara bóka er Steindór Steindórs- son. Mannkynnssöguna má skoða frá mörgum sjón- arhornum. Eitt þeirra er könnunarsaga veraldar- innar, sem er í senn fróð- leg og spennandi. Við höf- um sent frá okkur tvo nýja bókaflokka, sem fjalla um könnunarsögu jarðarinnar, annar ber samheitið Frömuðir landafunda en hinn Lönd og landkönnun. Hér er i rauninni mannkynssagan sögð með nýjum hætti. Þróunarsaga mannkyns- ins er samofin sífelldri leit þess að löndum og leiðum og hver nýr áfangi að baki þeirra er gerðust frömuðir landafunda er merkur kafli í mann- kynssögunni. i þessum nýju bókaflokkum er saga mannsins rakin frá nýju og spennandi sjónar- horni. MAGELLAN og fyrsta hnattsigling- in er fyrsta bókin um frömuði landafunda. Næsta bók fjallar um Kaptein Scott og hörmuleg örlög hans á suðurskautinu og með- al vætnaniegra bóka má nefna Leif heppna, Livingstone, Lewis og Clark o.fl. GÓÐ BÓK ER GULLI BETRI ÖRN OG ÖRLYGUR Vesturgötu 42 sími 25722 löarAOMHANOBOK FYSIR AtMENHINO JAPHT SEM UIKA Ynr9.»wn tpp»MKií.m KM.tvutif W«*T «n*nrt*gfn »,*f »« M.ltðMli »P'Jínmcun>. t< vpp f ím' Vi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.