Tíminn - 16.03.1975, Qupperneq 33
Sunnudagur 16. marz 1975.
TÍMINN
33
útí, ef þau voru með mat
i hóndunum. Krummi
kom þá og heimtaði mat
með sinu máli, krunk-
inu. Hann gerðist jafn-
vel svo nærgöngull, að
hann glefsaði i matinn i
höndunum á þeim, og
börnin urðu hrædd. Loks
varð að farga krumma.
Hrafnar verptu oft í
sjávarbjörgunum í
Hámundarstaðahálsi,
og komu stundum heim
að bæ að snikja mat. En
sjaldan gerðu þeir nokk-
urri skepnu mein. Helzt
gátu veikburða lömb,
sem ekki komust á
spena og móðirin yfir-
gaf, verið i hættu fyrir
þeim.
Falleg, blágrá mariu-
erla með langt stél
verpti i fjósveggnum.
Þegar hún var að gera
sér hreiður, lögðum við
allavega lita bandspotta
á hlaðið handa henni.
Mariuerlan hirti spott-
ana og lagði þá i hring i
Hrossagaukur
hreiðurkörfuna, sem þá
varð allavega lit. Af þvi
höfðum við mikið gam-
an.
Þúfutitlingurinn mó-
leiti verpti úti i holti.
Hann bjó til holu í hlið-
ina á stórri þúfu, og bjó
þar til fallega hreiður-
körfu. Ósköp eru eggin
hans og mariuerlunnar
litil.
Þegar ungar voru
komnir úr eggjunum,
fórum við stundum með
ofurlitla smjörklipu út
að hreiðrinu og blistruð-
um. Þá opnuðu allir
ungarnir ginin, og við
létum smjör á strá og
stungum varlega upp i
þá. Mikið þótti okkur
það gaman. Við gættum
þess vel að styggja ekki
fuglana, eða snerta egg-
in og hreiðrið, svo að
þeir afræktu ekki.
Lóan verpti á holtinu
og spóinn úti I mýri.
Hann flaug af hreiðrinu
löngu áður en við kom-
um að þvi, og kom svo
fljúgandi úr annarri átt
til að villa um fyrir okk-
ur, svo að við fyndum
ekki eggin. Spóarnir
Þúfutittlingur
réðust lika á hrafninn og
fældu hann burt.
Skrýtnastur þótti okk-
ur hrossagaukurinn, þvi
að hann hneggjar uppi í
loftinu. Hneggið heyrist,
þegar sterkur loft-
straumur hreyfir stél-
fjaðrirnar. Við vorum
mjög spennt að vita, i
hvaða átt við heyrðum
hrossagaukinn hneggja i
fyrsta sinn á vorin, þvi
að það átti að vera spá
fyrh’ sumrinu. Bezt þótti
að heyra fyrst hneggið i
suðurátt, þá átti maður
að verða sæll það
sumarið, en auðugur, ef
það heyrðist i austri,
vesæll i vestri og nirfill i
norðri! En i myrkri á
haustin gat hrossa-
gaukurinn verið hvim-
leiður. Þá þaut hann
kannski allt i einu upp,
rétt við fætur manns, og
skrækti um leið. Við
hrukkum i kút, og hestar
gátu tekið viðbragð af
hræðslu.
Eitt sumar sáum við
alhvitan hrossagauk.
Hinum venjulegu, brún-
leitu, var illa við þann
hvita og vildu hrekja
hann burt, af þvi að
hann var öðruvisi en
þeir. Þannig gengur það
i lifinu!
Smyrillinn verpti i
klettum i Sólarfjalli.
Stundum komu smá-
fuglar á hröðum flótta
undan honum heim að
bæ. Hann var fljótari að
fljúga, en þeir liðugri, og
flugu ýmist áfram eða
til hliðanna, sitt á hvað.
Við fældum smyrilinn
burt, ef við sáum til hans
i tima, og ef smáfugl-
arnir komust alveg heim
að bæ, eða undir kviðinn
á hesti eða kú, voru þeir
sloppnir. Annars
hremmdi smyrillinn þá
og át.
Það er mikill og fagur
fuglasöngur víða i sveit-
inni á vorin. Karlfuglinn
syngur fyrh* kvenfuglinn
um varptimann, og það
er lika eins og hann
segi: ,,Hér bý ég með
konunni minni, látið
okkur og ungana og egg-
in i friði.”
Oft sveima veiðibjöll-
ur yfir sjávarbökkun-
um. Þær hafa hátt, en
raddfagrar þykja þær
varla. Veiðibjöllurnar
verptu i Höfðanum, en
skarfarnir á Lausu-
Hlein og Skitabrik, sem
Snjótittlingur
var orðin hvit af fugla-
driti fyrir löngu. Mel-
grastoppar vaxa þar, og
við héldum, að
skarfarnir bæru fræ upp
á klettana.
Á veturna voru snjó-
tittlingarnir kærkomnir
gestir. Þeir komu i hóp-
um alveg heim að bæ,
þegar snjór lá yfir öllu.
Við gáfum þeim moð frá
kindunum, korn og
brauðmola út á snjóinn.
Þeh’ tindu i sig, hver i
kapp við annan, og tistu,
gráir og litlir.
Þegar fer að vora, fer
karlfuglinn I hátiðabún-
mginn, verður skraut-
legur mjög, svart- og
hvitflekkóttur, og fer að
syngja. Þá er gaman.
Svo halda hjónin til
fjalla og verpa á grýtt-
um stöðum.
Hafið þið séð alla
þessa blessuðu fugla?
Hrafn
® SHODR 110L
rm
iL~
5-MANNA, FJÖGURRA DYRA. VÉL 53 HESTÖFL.
BENSÍNEYÐSLA 7.7 LlTRAR Á 100 KM.
FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GiRKASSI.
GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 20 SEK. I 100 KM. Á KLST.
KR. 582.000,00
KR. 418.000,00
VERÐ MEÐ SOLUSKATTI
VERÐ TIL ORYRKJA
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á íSLANDIH/E
AUÐBREKKU 44-6 SÍMI 42600 KÓPAV0GI