Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 13. april 1975. FÍAT-eigendur Nýkomið í rafkerfið Alternatorar compl. Dinamóar — Startarar — Anker Spólur Straumlokur Segulrofar Bendixar Fóöringar Kol og margt fl. i Fíat 600, 850, 1100 126, 127, 128, 132, O. fl. BÍLARAF H.F. Borgartúni 19 Sími 24700 / i jjlaí.j1 y QJ 3(2Ba3'J3 £K9<3QÍ \2Qa QÆJQJCQQa ÖLIOT Mannaferðir í Loðmundarfirði? LEIÐANGUR FARINN TIL LEITAR Bæjarfógetinn á Seyðisfirði segir mannaferðir d þessum slóðum engan veginn eðlilegar ó þessum órstíma BH—Reykjavik — Þegar blað- ið fór i prentun í gær var enn beðið frétta frá Loðmundar- íirði i gærmorgun með vélbáti og bafði meðferðis vélsleða til itarlegrar leitar á landi. Var ætlunin að ganga úr skugga um, hvað væri á seyði i þess- um eyðifirði, en þarhefur orð- ið vart mannaferða, brugðið hefur fyrir ljósuin, og i fyrra- dag, sáu lögreglumenn i þyrlu greinileg mannsspor, sem naumast geta verið meira en tveggja sólarhringa gömul. I gærmorgun var hið feg- ursta veður eystra, sólskin og bliða en 10 stiga frost á Seyðis- firði. Við höfðum árla morg- uns samband við Erlend Björnsson, bæjarfógeta á Seyðisfirði. Kvað hann þá á- kvörðun hafa verið tekna að leita einungis á landi, og hefði | 8—10 manna leitarflokkur, aðallega skipaður mönnum úr björgunarsveit Slysavarnar- félagsins á staðnum, undir stjórn Rikharðs Björgvinsson- ar, lögreglumanns, haldið af stað með vélbáti áleiðis til Loðmundafjarðar. Hefði flokkurinn haft meðferðis vél- sleða til þess að eiga auðveld- ara með ferðir, þvi að ætlunin var að fara sem viðast yfir, um Loðmundarfjörð allan, heiðarnar og norður i vikur, Húsavik og Breiðuvik, en þar væru enn hús uppistandandi, sem veittu gætu skjól. Kvað bæjarfógeti ætlunina að gangaúr skugga um það með leitinni i gær, hvort á þessum slóðum hefðist við maður, og reynt yrði að hafa hendur i hári hans. Erlendur Björnsson, bæjar- fógeti, kvaðst hafa rætt við hreppstjórann I Bakkagerði um samvinnu við leitina og byggist hann við þvi, að flokk- ur manna hefði farið þaðam til leitar i morgun. Myndu leitar- flokkarnir hafa samband sin á milli. Simstöð er i Stakkahlið, og hringdum við þangað með stuttu millibili þangað til blað- ið fór i prentun upp úr hádeg- inu i gær. Eins og sagt var frá i blaðinu i gær eru enn ágæt húsakynni að Stakkahlið og Nesi, en bærinn að Klyppstað er fallinn, og gaflarnir einir eftir. Það var við vesturgafl- inn, eða skjólsmegin, sem spor eftir mann fundust við leitina i fyrradag. Annars staðar hafði skafið i spor þvi ekki greinanleg, svo að um ferðir þess, sem þarna hefur verið á ferð, er ekki hægt að segja. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði undirstrikaði það i viðtali við blaðið i gær, að ferðir mann á þessum slóðum á þessum tima árs væru engan veginn eðli- legar, og hapn teldi að afdrátt- arlaust bæri að upplýsa, hvað hér væri um að vera. Þess skal getið, að i morgun var þyrla Jóns Heiðbergs á Egilsstöðum, en þar sem við náðum ekki sambandi við hann, vissum við ekki hvort til hennar yrði gripið við leitina i gær. Það er vor I lofti, og menn eru sem óðast að byrja að huga að sumrinu og ollu þvi sem þvi íylgir, eins og sjá má á þessari mynd, sem ljósmyndari Timans,Gunnar,tók inni I Sundahöfn. Þar hafði verið skipað á land fjöldamörgum heybindivélum, sem vélainnflytjendur hafa flutt til landsins til þess að geta nú verið tilbúnir, þegar kallið kemur frá bændum, um að fá þær vélar, sem þá vantar. rétt svo, að það snertir heimskauts- bauginn — en fæstir vita, að þar er sumarfagurt og oft mjög gott veður á þessum slóðum miðnætursólar. Ekk- ert hótel hefur verið á leiðinni frá Egilsstöðum til Húsavíkur — fyrr en Hótel Norðurljós opnaði á Raufarhöfn á s.l. ári. Það gerir fólki mögulegt að stækka hringinn — áður fóru allir frá Egils- stöðum um Mývantssveit til Akur- eyrar — en nú opnast ný leið um Vopnafjörö, Langanes (Þórshöfn) og Sléttu til Raufarhafnar. Þar er nýtízku gistihús, sem getur tekið á móti stórum hópum, smærri fundum og ráöstefnum. Síðan er bezt að aka kringum Melrakkasléttu við Norðurheim- skautsbauginn, að Ásbyrgi, meðfram Dettifossi og Hóimatungum til Mývatnssveitar og Akureyrar. Þaðan eru ferðir oft á dag — bæði með bif- reiðum og flugvélum. Hóteliö hefur góða aðstööu til hvers konar einkasamkvæma, funda- og ráðstefnuhalds. Opiö maí - september. Upplýsingar: Hótel Norðurljós Raufarhöfn — Sími 96-51233

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.