Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 13. apríl 1975. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, slmi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. V ____________________________ Blaðaprenth.f. Að sigra sjálfan sig Á iðn- og listsýningu, sem haldin var i Kaup- mannahöfn árið 1872 og viðfræg varð, hafði maður einn þann starfa að móta minnispeninga handa gestunum. Á þessum peningum var svolátandi áletrun: „For hvert et Tab igen Erstatning findes: Hvad udad tabes, det skal indad vindes”. Skömmu áður höfðu Danir misst Suður-Jótland, og með orðunum á minnispeningunum var skir- skotað til þess áfalls og viðbragða, sem gert gætu Dönum kleift að bæta sér missi sinn. Þessu kjör- orði fylgdu þeir lika i lifi og starfi á giftusamlegan hátt. Einn landstjórnarmanna Færeyinga, sem hing- að kom i vetur til þess að semja um fiskveiðirétt- indi landa sinna á íslandsmiðum, Pétur Reinert, lét svo ummælt á lögþinginu nokkru eftir heim- komuna, að öll þróun mála stefndi i þá átt, að fisk- veiðum Færeyinga á miðum við önnur lönd hlytu að verða þröngar skorður settar, og i stað þess að flytja þaðan heim mikinn afla, yrðu þeir að treysta á heimamið sin og vinna missi sinn upp með svo mikilli og strangri vöruvöndun, að færeyskar sjávarafurðir yrðu hvarvetna á mörkuðum taldar hinar beztu, eftirsóknarverðustu og verðmætustu, er völ væri á. Færeyskt vörumerki yrði að vera óvéfengt gæðamerki á markaði allra landa, þar sem færeyskar fiskafurðir væru á boðstólum. Bak við orð Péturs Reinerts bjó sama hugsun og gagnsýrði Dani eftir missi Suður-Jótlands: Það skal vinnast heima fyrir, er tapast af veiðislóðum i fjarlægð. Boðskapur af þessu tagi á ávallt erindi til fólks. Við Islendingar stöndum að visu i þeim sporum, að þróun hafréttarmála er okkur i vil. Ströng barátta okkar fyrir forræði á Islandsmiðum er <i þann veginn að bera stórmikinn árangur enn á ný, og að þvi leyti erá annan veg á komið með okkur heldur en Dönum upp úr 1864 og Færeyingum nú, að okk- ur hlotnast vonandi mikill vinningur út á við. En það þýðir að sjálfsögðu ekki, að við getum minna metið en áður þá sigra, sem unnt er að vinna inn á við. Þeir eru ávallt jafnmikilsverðir — raunar það, sem lyftir þjóðum til manndóms og þroska, sem þær ella geta ekki náð, jafnvel hversu mikið af gæðum heims sem þeim fellur i skaut. Orð hins færeyska landstjórnarmanns eiga þvi erindi til okkar þótt útfærsla fiskveiðilögsögu sé okkur hinn mesti ávinningur. Með nógu fullkom- inni vinnslu og strangri vöruvöndun höfum við sömu möguleika og Færeyingar til þess, að is- lenzkur stimpill verði hvarvetna talinn gæða- merki. Og það höfum við i okkar eigin hendi, og galdurinn er sá einn að vera nógur húsbóndi sjálfs sin. Nýleg dæmi sýna, að þess er mikil þörf, að við vinnum sigur á sjálfum okkur á þessu sviði. Þar má vitna til hraðfrystu loðnunnar, sem Japanir fengu i fyrra og skreiðarinnar sem fór á ítaliu- markað og var verðfelld vegna galla. Til sliks sig- urs ættum við að teygja okkur, jafnhliða þvi að við tökum við forræði á sjónum tvö hundruð milur frá ströndum okkar. Hans Kristoffersen, Information: Atvinnumöguleikar bandarískra háskóla- kandídata tregðast Þetta beinir nemendum að þeim greinum, sem beztar vinnulíkur gefa NÁMSGREINAVAL banda- rlskra stúdenta er að breytast. Æ fleiri stúdentar velja nú námsgreinar, sem greiða göt- una að öruggu starfi á vinnu- markaðnum, en töluvert hefir tregðast um atvinnu útskrif- aðra kandldata undangengin ár. A árunum um og fyrir 1970 var róttækni meiri en nú, og þá var litið niður á sumar námsgreinar. Vegur þeirra er nú tekinn að aukast að nýju. Arið 1974 var aðeins þriðj- ungi umsækjenda um lækna- deildir háskólanna veitt við- taka. Langir biðlistar eru einnig við þær deildir háskól- anna, sem kenna hagfræði og ýmiss konar tækni. Alit lögfræði og lögfræð- ingastéttar varð fyrir veru- legu áfalli i sambandi við Votugáttarhneykslið. Þrátt fyrir það er enn mikil aðsókn að laganámi. Þeir einir, sem hafa mjög háar einkunnir, geta gert sér vonir um aðgang að beztu einkaháskólunum eða góðum háskólum, sem rfkið tekur þátt I að starfrækja eða starf- rækir. ÞEIM stúdentum, sem vilja leggja niður einkunnagjafir, fer nú ört fækkandi. Háskóla- kennarar gefa sér engan tíma til að lesa langar skýrslur um mat á einstökum stúdentum og hæfni þeirra. Ekkert gildir þarna annað en hinar beinu og einföldu tölur, einkunnirnar. „Stúdentar stunda nám sitt nú af meira kappi en nokkru sinni áður”, segir Ellsworth Carlson, rektor við Oberlin- háskólann I Ohio. „Mér virðist sem þeir geri sér grein fyrir kostum æðri menntunar og meti mikils að tilheyra þeim hluta þjóðarinnar, sem á þess kost að leggja sllkan grunn að llfsstarfi sinu”. Oberlin-háskóli er mjög vel stæður efnalega. Hann mun þvi ekki hljóta sömu örlög og um það bil fimmtíu einkahá- skólar, sem hafa orðið að hætta störfum siðan 1970. „Við höfum verið að velta fyrir okkur I fullri alvöru að minnka nokkuð við okkur og veita mun færri stúdentum viðtöku en áður en til þess að geta vandað kennsluna sem bezt og þurfa ekki að slaka á kröfunum, sem við höfum gert”, segir Carlson rektor. ÞRÁTT fyrir ýmsa erfiðleika og hert inntökuskil- yrði I háskóla verður það ekki erfiðasta verkefni þeirra, sem útskrifast frá menntaskólum i vor, að fá inngöngu i háskóla. fangi að afla fjár til námsins. Ekki verður verulegum vandkvæðum bundið að fá sig innritaðan nema við allra beztu einkaháskólana og eftir- sóttustu háskólana, sem rikið á aðild að. Stúdentar, sem hafa mjög háar einkunnir, geta ávallt aflað sér fjár til að standa straum af kostnaðin- um við námið. Alls stunda um tiu milljónir bandariskra stúdenta nám við æöri menntastofnanir. Um það bil helmingur þeirra fær fjárhagsaðstoð til námsins i einhverri mynd. Hitt verður erfiðara úrlausnarefni með hverju árinu sem liður að hjálpa öllum þeim, sem há- skólayfirvöldin vildu hjálpa. Þvi valda jöfnum höndum si- lækkandi tekjur háskólanna ogsihækkandi tilkostnaður við reksturinn. Flestum námsmannanna mun veitast allerfitt fjárhags- lega að ljúka námi. Langflest- ir stúdentar stunda einhvers konar launuð störf með .-nám inu. MARGIR stjórnendur og forustumenn háskóla vekja athygli á þvi, að háskólar og æðra nám njóta nú meiri virð- ingar en löngum áður. Margt ungt fólk er reiðubúið að leggja hart að sér og færa miklar fórnir til þess að hljóta æðri menntun. Háskólamenn vara þvi al- varlega við þeirri trú, að há- skólapróf i hvaða grein sem er muni veita aðgang að starfi i samræmi við það. Þeir segja enga tryggingu fyrir því, að útskrifaðir kandidatar fái starf i þeirri grein, sem þeir luku námi í. Ekki tjáir framar til dæmis að taka háskólapróf i austur- lenzkri heimspeki i þeirri öruggu trú, að starf biði nemandans þegar prófi er náð, segir Carson rektor. EINN af stærstu háskólum Bandarikjanna hefur gefið út bók um ævistarf þeirra og frama, sem lokið hafa námi þar. Þessi bók virðist hafa haft mikil áhrif i þá átt að beina áhuga stúdenta að þeim námsgreinum, sem mesta möguleika virðast gefa til góðra starfa. Samkvæmt bókinni starfa langflestir útskrifaðir verk- fræðingar við verkfræði, og flestir hagfræðingar gegna slikum störfum i atvinnulíf- inu. Yfirleitt hafa þeir, sem hliðstæðu námi hafa lokið, góða atvinnu og afkomu. Hins vegar kemur fram i bókinni, að fjölmargir þeirra, sem lokið hafa námi i félags- fræði, húsagerðarlist, sögu og málum, stunda ýmiss konar störf óskyld náminu. Þeir eru leigubilstjórar, slökkviliðs- menn, framreiðslumenn, barþjónar og margt og margt fleira. „Þetta eru vitaskuld viröingarverð störf i alla staöi”, segir Carson rektor. „Þó er erfitt að verjast þeirri hugsun, að tilgangslitið sé fyrir einstaklinginn að ljúka fjögurra til sex ára námi, þegar sú verður raunin, þegar til kastanna kemur, að enginn virðist hafa áhuga á kunnáttu hans eða not fyrir hana”. EINS og málum er nú hátt- að, getur enginn nemandi verið viss um að fá vel launað starf, þegar nán)inu er lokið, jafnvel þó að hann hafi valið þá námsgrein, sem einna mesta möguleika virðist gefa. Af þessu hefur leitt, að margir halda áfram námi og rann- sóknum til þess að hljóta doktorsgráðu, enda þótt þeir eigi ekki að þurfa á henni að halda til þess að fá viðunandi starf. Miklu algengara er nú en áður að þess sé krafizt, að um- sækjandi um starf hafi lokið æðra námi. Meira að segja verður vart grunsemda um, að námsmenn kunni að keppa að óþarflega mikilli menntun eða „ofmenntun”. Ivar Berg, háskólakennari við Columbia- háskóla i New York, hefur til dæmis bent á þetta i bók, sem hann hefur ritað. Berg fullyrðir, að árið 1980, eða fyr muni tveir fimmtu hlutar þeirra, sem háskóla- námi ljúka, verða að sætta sig við störf, sem auðvelt sé að inna af hendi fyrir þá, sem lokið hafa prófi frá mennta- skóla. Þeir, sem háskólanámi ljúka i ár, standa andspænis erfiðara atvinnuástandi en dæmi eru um i Bandarikjun- um undangengin þrjátíu ár. KONA eða svertingi, sem hefur lokið námi sem verk- fræðingur, hagfræðingur eða i einhveTÍ grein, sem vel nýtist við heilbrigðisþjónustu eða skyld störf, getur efalitið valið úr tilboðum. Aftur á móti getur hvitur karlmabur, sem hefur lokið námi i sögu, heimspeki eða skyldum grein- um, alveg eins þurft að sætta sig við að sækja undir eins jm atvinnuleysisstyrk. Tala þeirra, sem ljúka námi frá miðskólum og mennta- skólum, mun halda áfram að hækka fram til 1978. Úr þvi mun þeim fara að fækka nokk- uð, sem sækja um inngöngu i æðri menntastofnanir. Uíff íror/Snr mfironm Qvprara 1 Þetta eru stúdentaefni frá Menntaskólanum I Reykjavik. Ráða væntanlegir tekjumöguleikar vali þeirra á námsgrein við háskólann? JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.