Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 13. aprfl 1975. TÍMINN 15 SPJALLAÐ VIÐ NIELS JENSEN, SKIPAMIÐLARA OG VARARÆÐISMANN er fullunnin hér i 5 nýjum fisk- verkunarhúsum og frystihúsi. Sild er minna verkuð, — við flök- um um 80-90% af sildinni hér, en sildarflökin eru svo aö mestu seld til Þýzkalands. Hér eru ekki nein- ar niöurlagningar- eða niðursuðu- verksmiðjur, svo ennþá vantar töluvert uppá að sildin sé fullunn- in hér. — Fyrirtæki ykkar er um tveggja ára gamalt. Hafið þið mest samskipti við tslendinga? — Já, segja má að svo sé. Og það samstarf hefur verið með miklum ágætum. Viðhöfum einn- ig umboð fyrir nokkur flutninga- skip, en mest höfum við sinnt ts- lendingum. Þeir byrjuðu að venja komur sinar hingað á árinu 1969 um haustið og hafa siðan verið hér árlegir gestir á vertiðinni, allt að 65 skip. Þeir hafa Hirtshals sem löndunarstöð og landa hér sild, þar eð löndunarleyfi þeirra hefur ekki leyft annað. Þó er þeim heimilt að landa svolitlu af makril, en það hefur ekki verið mikið. — Er fjöldi bátanna hér alltaf sá sami? — Það hefur verið svolitið mis- jafnt og að fenginni reynslu siöasta árs má kannski búast við, að þeir verði færri en þessir 50, sem hér hafa komið árlega. Fremur illa veiddist á siðustu vertið og margir bátanna höfðu ekki eins mikið upp og áður. Ómögulegt er að spá um það, hvað verðið verður á sildarkilóinu i sumar, það fer að sjálfsögðu eftir ýmsu, en núna fæst gott verð, eða um 2.50 fyrir kilóið. Það er gott verð, en á þaðer að lita, að allur rekstrarkostnaður hefur stórhækkað. — Nú er unnið að breytingum og stækkun á höfninni. Var hún orðin allt of litil? — Hún varorðin of litil, og einn- ig verður færð til móttakan á neyzlufiski, þ.e. bolfiski og flat- fiski. Ekki er búizt við, að unnt verði að taka nýju höfnina i notkun fyrr en á árinu 1976 og verður það mikil breyting til batnaðar, sérstaklega hvað varð- ar löndunaraðstöðuna sjálfa. Bátunum hefur lika fjölgað, bæði innlendum sem erlendum. Héðan eru gerðir út um 200 bátar dansk- ir, og svo hafa Færeyingar verið hér reglulega, einnig Pólverjar, Sviar og svo íslendingar á sildar- vertið. Það gefur auga leið, að stækkun á höfninni var nauðsyn- leg og endurnýjun tækjabúnaðar. Nýja frystihúsið mun, þegar höfnin nær alveg að þvi, geta af- greitt is á 3 stöðum i einu, og svo erum við að endurbæta að- stööuna á losun bræðslufiskjar. Við höfum látið smiða, og vorum að setja upp löndunartæki, sem Alexander, stýrimaður á Isafold, hefur teiknað. Bindum við að sjálfsögðu miklar vonir við það. Við vonum að það sé rétt smiðað hjá okkur, en það kemur i ljós, þegar Isafold kemur inn i fyrra- máliö — þá ætlum við að prófa það. Fram til þessa hefur öll los- un farið fram með krana og hefur mörgum þótt það ærið seinlegt. Þetta á þó ekki við um sildina, sem öll er lögð i kassa um borð og landað þannig. — — Þú minnist á tsafold. Hvernig hefur útgerðin gengið? — Skipið var afhent okkur ný- lega og er nú að koma úr einni af sinum fyrstu ferðum i fyrramál- ið, með 500 tonn af brislingi, sem fer i bræðslu. Allt hefur gengið vel, enda þótt alltaf séu fyrir hendi einhverjir byrjunarörðug- leikar. Ahöfnin, sem er öll is- lenzk, siglir undir öruggri stjórn Arna Gislasonar og væntum við okkur góðs af þessu samstarfi. Hér eru 5 stórar sildarmjöls- verksmiðjur og 3 stórar sildar- flökunarstöðvar. Hafið þið dregið einhvern lærdóm af lslendingum i þessu sambandi? — Jú.satt er það, hér eru marg- ar verksmiðjur og þær mjög full- búnar tækjum. Flökunar- stöðvarnar þrjár eru allar búnar nýtizku flökunarvélum, — i Hirts- hals eru til um 120 flökunarvélar. Það er sennilega heimsmet. En ég veit ekki hvort við höfum farið svo mikið eftir islenzkum upp- skriftum i sambandi við upp- bygginguna hér, — fremur mætti segja, að við hefðum eitthvað fengið frá Þjóðverjum, sem eitt sinn stóðu okkur mun framar en þeir gera nú. Þegar til lengdar lét stóðust þeir okkur ekki snúning, þar eð auðveldara var fyrír okkur aö afla hráefnis, auk þess, sem allt var fullnýtt hér. Við erum þvi mjög sérhæfðir i sildarmóttöku hér i Hirtshals, en það er kannski helzt það, sem við gætum lært af Islendingum, — að einblina ekki um of á sildina. Henni hefur ekki' alltaf verið treystandi. — Er hægt að segja, að við ts- lendingar séum i samkcppni við sjálfa okkur, með þvi að landa i Hirtshals? — Nei, alls ekki. Sagt hefur ver- iö i grini, að sumir vilji sigla niður til Þýzkalands og selja þar, vegna þess að þar sé hægt að fá ódýrara áfengi, en þvi hef ég nú enga trú á. Það kemur fyrir, að mikið framboð er af sild hér og þá sigla einstaka bátar niður til Þýzka- lands og selja beint. Það hefur að- eins haft i för með sér verðlækkun hjá þeim mörgu bátum, sem landa hér — og það er reyndar eina öfuga samkeppnin, sem ég veit til, að lslendingar eigi i. — Danir hafa aldrei verið taldir með meiriháttar fiskveiðiþjóð- Nýja austurhöfnin verður tilbúin seint á þessu ári, eöa þvi næsta. Veröur höfnin þá samtals 341 þús. fermetrar aö stærð og búin fullkomn- ustu þjónustu- og vinnslustöðvum. > ***» r * *-» i »■» * *, *x ** *, K»x******,.*x,x. < ■x**»*»X***** ***»»'"«*«,,, ,t** > ♦«***»•»» ,'*»»*x»*»,»«***/^ Ungir athafnamenn IHirtshals: f.v., Niels Jensen, Erik Plænöog Ove Jörgensen — Sjómönnunum islenzku þótti ganga hægt að landa bræðslufiskinum, enda vanir þessu tæki, — viö er- um aö koma því fyrir, smiðuðu eftir teikningu Alexanders, stýrimanns á ísafold. Séð yfir hluta eldri hafnarinnar. Fjærst eru sildar- og þroskmóttökuhúsin. Að baki hafnarinnar I Hirts- hals er löng saga, og höföu fáir trú á þvi, að þarna yrði nokkurn tima hægt aö skapa sæmilega hafnarað- stööu. En íbúar Lilleheden, sem þá var nefnd svo, höfðu sitt fram og nú er Hirtshals annar stærsti fisk- veiðibær i Danmörku. um. Er eitthvað, sem bendir til, að það kunni að breytast? — Þvi er ekki að leyna, að stór- aukning hefur orðið á fjárfestingu innan fiskiðnaðarins og útgerðar almennt, m.a. til smiða á nýtizku- legri og fullkomnari bátum. Fram til þessa hefur bátafloti okkar nánast eingöngu veitt i bræöslu — ég held, að það séu til svona um 5 kraftblakkir hér i Danmörku og reikna ekki með þvi, að þær verði'fleiri. Hér hafa menn sérhæft sig i tvenns konar veiðum, á bolfiski og flatfiski til neyzlu og svo veiðum á fiski til bræðslu. Danskir sjómenn þéna satt að segja meira á slikum veið-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.