Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 2
2 6. mars 2005 SUNNUDAGUR
Tilboð opnuð í útleigu Víðidalsár:
Tugmilljóna
hækkun milli ára
VEIÐI „Þetta eru tilboð upp á fimm-
tíu prósenta hækkun frá því sem nú
er,“ segir Ragnar Gunnlaugsson á
Bakka, formaður veiðifélagsins
sem á Víðidalsá, um tilboðin sem
bárust í leigu árinnar næsta ár.
Gera má ráð fyrir að tilboðin nú
hljómi upp á um fimmtíu milljónir
króna. Ragnar vildi ekki nefna
ákveðna tölu, sagði að stjórnin ætti
eftir að leggjast yfir tilboðin og
jafnvel fá einhverjar skýringar á
þeim, en sagði þó að þessi tala væri
ekki fjarri lagi.
Ragnar segir hækkunina ekki
koma á óvart. Þeir sem hafa ána á
leigu hafi boðið í áframhaldandi
leigu árinnar í janúar og það tilboð
hafi slagað upp í þau tilboð sem hafi
borist núna. „Menn hafa hækkað sig
fremur en hitt.“
Þegar Ragnar er inntur eftir
ástæðum fyrir hærri tilboðum vísar
hann til þess að veiði hafi verið
mjög góð síðasta sumar. „Hér hafa
verið mörg léleg sumur undanfarið
en margar húnvetnsku árnar komu
vel út síðasta sumar.“ - bþg
Nýr kjarasamningur SFR:
Lágmarkslaunin verða
113 þúsund á mánuði
SAMNINGAR Laun félaga í SFR –
stéttarfélagi í almannaþágu
hækka um átján prósent sam-
kvæmt nýgerðum samningi við
fjármálaráðuneytið. Samningur-
inn verður undirritaður næsta
miðvikudag og mun gilda aftur-
virkt frá 1. febrúar síðastliðnum
til 30. apríl 2008.
Jens Andrésson formaður SFR
var nokkuð sáttur við samkomu-
lagið sem náðist klukkan hálf sex
í gærmorgun. Með samningnum
er tryggt að lágmarkslaun fari
ekki undir 113 þúsund krónur á
mánuði eftir 1. maí 2006 og
einnig felur hann í sér hærri
orlofsuppbót. Þar sem nýi samn-
ingurinn náði ekki að leysa þann
gamla af hólmi á tilsettum tíma
fær launafólk 20 þúsund króna
eingreiðslu.
Í svokallaðri HASLA-könnun
sem félagsvísindadeild H.í. gerði
fyrir heildarsamtök opinberra
starfsmanna kom fram „óútskýr-
anlegur” launamunur kynjanna.
Nú stendur til að gera úttekt á
málinu í samvinnu við jafnréttis-
ráð til að eyða því óútskýranlega
og bregðast svo við því með úr-
bótum í maí 2006. Ári síðar fer
fram endurskoðun og ráðist
verður í nánari úrbætur.
– jse
Margrét vildi ekki
í varaformanninn
Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur í varaformannskosningu á þingi
Frjálslynda flokksins. Margir þingfulltrúar vildu kjósa Margréti Sverrisdóttur,
framkvæmdastjóra flokksins, en hún gaf ekki kost á sér.
STJÓRNMÁL Magnús Þór Hafsteins-
son vann öruggan sigur á Gunnari
Örlygssyni í kosningu um vara-
formannsembættið á landsþingi
Frjálslynda flokksins í gær. Tæp-
lega 140 greiddu atkvæði og fékk
Magnús Þór 70 prósent gildra at-
kvæða.
Formaðurinn Guðjón Arnar
Kristjánsson var einnig endur-
kjörinn en enginn bauð sig fram
gegn honum. Sömu sögu er að
segja um Margréti Sverrisdóttur,
ritara flokksins.
Mikil spenna var í loftinu á
Kaffi Reykjavík fram eftir degi í
gær. Í upphafi landsþings var
ljóst að töluverður hópur fundar-
manna vildi hvorki Magnús Þór
eða Gunnar í embætti varafor-
manns og því hófst undirskriftar-
söfnun til stuðnings Margréti.
Þegar óskað var eftir tilnefning-
um í embætti varaformanna í
gær nefndi fjöldi manna nafn
Margrétar en í stuttri ræðu af-
þakkaði hún að vera tekin til
greina í varaformannsembættið
hún gaf hins vegar til kynna að
hún ætti hugsanlega eftir að leita
eftir þessum stuðningi síðar.
„Ég tel mig núna vera í mjög
sterkri stöðu en eins og í pottinn er
búið þá sækist ég ekki eftir emb-
ætti varaformanns. Mér þætti hins
vegar vænt um að eiga ykkur að
þegar ég gef kost á mér til trúnað-
arstarfa fyrir flokkinn í framtíð-
inni,“ sagði hún við þinggesti.
Um fimmtíu þinggestir höfðu
undirritað áskorun um að
Margrét gæfi kost á sér og sjö at-
kvæðaseðlar í varaformannskjör-
inu báru nafn hennar, auk þess
sem um fjörutíu þinggestir tóku
ekki þátt í kosningunni þegar í
ljós kom að Margrét gæfi ekki
kost á sér.
Gunnar Örlyggson segir niður-
stöðu kosninganna ekki hafa kom-
ið sér á óvart. „Ég átti von á því að
tapa þessu kjöri, alveg sérstak-
lega eftir að formaðurinn lýsti því
yfir í upphafi baráttunnar að hann
tæki afstöðu með Magnúsi,“ segir
Gunnar en tekur fram að hann
virði afstöðu Guðjóns Arnars. „Ég
held að það mikla persónufylgi
sem okkar formaður nýtur hafi
ráðið úrslitum,“ segir Gunnar.
„Að sjálfsögðu skiptir stuðn-
ingur Guðjóns Arnars mjög miklu
máli. Við höfum alltaf átt vel
saman alveg frá fyrstu stundu,“
segir Magnús Þór Hafsteinsson.
Hann kvaðst mjög þakklátur fyrir
stuðninginn og sagði að nú þyrfti
að skoða hvernig hægt væri að
koma til móts við það sjónarmið
Gunnars, sem hann lagði upp í
kosningabaráttuna með, að Frjáls-
lyndi flokkurinn ætti að færast
lengra til hægri.
thkjart@frettabladid.is
GANGA FYRIR GÍSL Ættingjar
sænsks ríkisborgara sem rænt
var í Írak og stjórnmálamenn
efndu til fjöldagöngu í Svíþjóð til
að þrýsta á um lausn hans. Minas
Ibrahim al-Yousifi, bjó um nokk-
urra ára skeið í Svíþjóð en var
rænt eftir að hann sneri aftur til
Íraks og lausnargjalds krafist.
VARÐ UNDIR JARÐÝTU Austur-
rískur fornleifafræðingur beið
bana þegar hann varð undir jarð-
ýtu við fornleifauppgröft í Salz-
burg. Maðurinn vann við upp-
gröft á rústum frá tímum Róm-
verja en þegar jörðin undir ýt-
unni gaf sig grófst hann undir
henni.
ELDUR Í SKIPINU
Óttast er að olía leki úr skipinu og skaði
lífríki við ströndina.
Eldsvoði:
Kviknaði í
olíuskipi
NOREGUR Þyrla þurfti að bjarga
áhöfn norsks olíuflutningaskips
eftir að eldur kom upp í því
nokkra kílómetra undan strönd
Noregs.
Eldurinn blossaði upp í vélar-
rúmi skipsins og fékk áhöfn skips-
ins, 28 Indverjar, ekkert við eld-
inn ráðið.
Óttast er að olía kunni að leka
úr skipinu og valda miklum skaða
á lífríki sjávar.
Norska ríkisútvarpið greindi
frá því í gærkvöldi að skip-
stjóri olíuflutningaskipsins Fjord
Champion hefði aldrei sent út
neyðarkall heldur einungis varað
við því að skipið ætti við vanda-
mál að stríða. Tilkynningaskyldan
uppgötvaði hins vegar hvað var á
seyði og fyrirskipaði aðgerðir. ■
Skotið á blaðamann:
Töldu sig
úr hættu
ÍTALÍA, AP „Við töldum hættuna að
baki eftir að búið var að bjarga
mér. Þess í stað lentum við allt í
einu í skothríð,“ sagði Giuliana
Sgrena blaðamaður sem haldið
var í gísl-
ingu í mán-
uð í Írak.
B a n d a -
rískir her-
menn skutu
á bíl sem
hún var í
eftir að hafa
verið leyst
úr gísling-
unni. Leyni-
þ j ó n u s t u -
maður sem
b j a r g a ð i
henni lést af
skotsárum og Sgrena og tveir til
viðbótar særðust í skotárásinni.
Hermennirnir óttuðust að bíl-
sprengjuárás væri í aðsigi og
skutu því á bílinn. Bandarísk
stjórnvöld hafa heitið rannsókn á
atvikinu. ■
Holtasmára 1 • 201 Kópavogur
Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309
Netfang: langferdir@langferdir.is
Heimasiða: www.langferdir.is
Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00
• Flug á sólarströnd með viðkomu í Kaupmannahöfn.
• Kynntu þér einstakt vortilboð Netklúbbs Iceland
Express og á heimasíðu okkar, www.kuoni.is.
• Sætaframboð takmarkað.
- ein stærsta leiguflugs-ferðaskrifstofa á Norðurlöndum.
Apollo hefur numið land!
Innifalið: Flug milli Íslands og Kaupmannahafnar með
Iceland Express, hótel í Kaupmannahöfn, vikupakki
með Apollo með gistingu í tvíbýli, ferðir til og frá
flugvelli á áfangastað, þjónusta danskra fararstjóra og
allir flugvallarskattar.
Verð frá
55.995 kr.
á mann með öllum sköttum
Nýjar víddir í sólarferðum
í samstarfi við Langferðir og Iceland Express.
draCretsaM
udnuM
!aninusívá
aðref
SPURNING DAGSINS
Magnús, ætlarðu að fá þér
rottu sem gæludýr?
Nei, líklega ekki í bili en örugglega er
margt vitlausara. Ég líki nú ekki saman
kostnaðinum við að eiga rottu sem
gæludýr og hross. Hins vegar hef ég
alltaf svolítið samviskubit yfir því hvað
mannkynið hefur hugsað hatursfullt til
þessara litlu dýra.
Magnús Skarphéðinsson er þekktur fyrir dýra-
vernd. Í Fréttablaðinu í gær var frétt af konu sem
er byrjuð að rækta rottur sem gæludýr.
HLJÓÐLÁT BLESSUN Páfinn veitir
kaþólikkum hljóðláta blessun út
um glugga herbergis síns á
Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm í
dag. Jóhannes Páll II er enn að
jafna sig eftir uppskurð sem
hann gekkst undir fyrir rúmri
viku.
■ EVRÓPA ■ EVRÓPA
■ NORÐURLÖND
VÍÐIDALSÁ
Í ár eru greiddar rúmar þrjátíu milljónir fyrir leigu árinnar en á næsta ári má gera ráð fyrir
að leigan nemi nær 50 milljónum króna.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/KÁR
I JÓ
N
ASSO
N
JENS ANDRÉSSON
Formaður SFR er sáttur við
samninginn. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
AFTUR TIL ÍTALÍU
Sgrena var borin særð út
úr flugvélinni sem flutti
hana heim.
FAGNAR SIGRI MEÐ FORMANNINUM
Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur í kosningu í embætti varaformanns Frjáls-
lynda flokksins. Gunnar Arnar Kristjánsson var endurkjörinn formaður.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.