Fréttablaðið - 06.03.2005, Side 6
Nokkurn veginn alla síðustu öld
fluttu kotbændur á mölina – með
sveitina í fórum sínum. Á þeirri
öld sem er nýhafin munu afkom-
endur þessara kotbænda skila
sveitinni aftur til baka.
Íslendingum tókst að reisa
sveitaborg austur úr öllu Sel-
tjarnarnesinu; skjálfandi hendi
byrjuðu þeir að hanna íbúðagöt-
ur og -hverfi þar sem öðru frem-
ur var lögð áhersla á garða, en
minna fór fyrir húsum á þessu
ógnarflæmi sem einbýlinu var
úvegað í skipulagi síðustu aldar.
Fyrir vikið er Reykjavík einhver
strjálbýlasta borg sem til er í
heiminum – og sem afleiðing
þessa er stærsti skógur landsins
að vaxa upp í borgarlandinu.
Þetta er sérstakt.
Á nýrri öld mun
Reykjavík þéttast að mikl-
um mun; bílastæði verða
grafin niður fyrir vatns-
borð, hús reist þar ofan á –
þeim mun nær hvert öðru,
þeim mun betra. Smám
saman hverfa drullupolla-
bílastæðin á milli húsa –
og sömuleiðis vanhirtu
garðarnir sem hafa miklu
fremur geymt rusl en
fólk. Dýrt borgarlandið
verður dýrara – en það
mun ekki koma í veg fyrir
það að fólk flykkist í þétt-
ustu byggðina; þar verður
deiglan, þar verður kraft-
urinn.
Það breytir þessu ekk-
ert.
Það sem breytist hins
vegar samfara þéttari
byggð er að bakgarðar
borgarinnar leggja undir
sig nálægar sveitir. Þessa
sér þegar stað. Jafnvel á
venjulegri helgi í febrúar
eða mars er álíka umferð
austur fyrir fjall á föstu-
degi og verið hefur um
verslunarmannahelgi .
Bílalestin dragnast þetta á
fimmtíu kílómetra hraða –
og svo sem enginn að flýta
sér af því lestin er yfirleitt jafn
löng í báða enda. Það er reyndar
með ólíkindum hvað umferðin
hefur aukist út úr borgarlandinu
undir lok vinnuviku – og svo
aftur til borgarinnar að áliðnum
sunnudegi. Sérfræðingar henda
á lofti tölur á borð við tólf pró-
senta aukningu á umferð um
Hellisheiði á einu ári. Annað eins
er að gerast á leiðinni undir
Hvalfjörð.
Byggðamálin eru að snúast
við.
Tugþúsundir borgarbúa eru
að flytja garðana sína út fyrir
borgarmörkin; koma sér upp
svolitlu griðlandi í skjólsælum
hvammi skammt frá þjóðvegin-
um – og skjótast þangað um
hverja helgi með hamar og sög,
hrífu og tréklippur. Já eða sleða
og hesta. Heilu hóparnir láta það
jafnvel vera að reisa sér sína
aðra íbúð á þessum sólskinsblett-
um, heldur taka einfaldlega land
í fóstur; lítinn örfoka hól sem
þeir breyta í blómlegt verpi með
skarni og skít. Flestir reisa sér
samt hús; sitt annað heimili,
helgarbælið, sumarleyfissæluna
– og verða smám saman partur
af annarri grennd; svona sveita-
menn í bland við annað gott.
Stökkbreyting hefur orðið á
byggingamarkaði til sveita ... á
sama hátt og álfar heyra grasið
vaxa, finna bændur hvernig
jarðir þeirra bólgna í verði.
Heilu hrepparnir eru að breytast
í tískuhverfi – og sjálf Fljóts-
hlíðin er orðin að snobbhill. Já,
fögur var hún og verður ...
Athyglisvert er að fylgjast
með heilu hreppunum taka þenn-
an fjörkippinn. Dæmisögur af
bændum sem voru um það bil að
bregða búi en breyttu túnum sín-
um í golfvelli og restinni í sum-
arbústaðalönd eru að gerast um
allt land; sérstaklega í uppsveit-
um vestan lands og sunnan en
einnig í nágrenni Akureyrar, Eg-
ilsstaða og Ísafjarðar. Og fyrir
vikið er tónninn í umræðunni að
breytast. Sveitarstjórnarmenn
sjá þetta og heyra. Samgöngu-
bætur hafa hingað til verið af-
greiddar sem landsbyggðarvæll
en eru á skömmum tíma orðnar
að ástríðufullu umtalsefni mal-
bikaðra borgarbarna. Aldrei fyrr
hafa svokallaðir þéttbýlisbúar
verið uppteknari af nauðsyn tví-
breiðra brúa og þverun
fjarða en einmitt við upp-
haf nýrrar aldar. Þetta er
eiginlega kostulegt og er
vel hægt að una við
lymskulegt glottið sem
færist yfir bæjar-
stjórana víða um land
sem héldu lengi vel að
samgöngubætur væru
bannorð í umræðunni;
heimtufrekja fárra á
kostnað hinna mörgu.
Leiðindaorðið lands-
byggð er úrelt.
Merking þess hefur
altént breyst.
Kannski landsbyggðin
sé loksins orðin að raun-
verulegri landsbyggð;
lokkandi, lifandi.
S tór-Reykjavíkur -
svæðið teygir bakgarða
sína vestur í Dali og aust-
ur að Söndum. Eftir litla
stund í líftíma þjóðarinn-
ar breytist leiðin á milli
Akureyrar og Reykjavík-
ur í skottúr. Byggða-
öxullinn mun liggja um
hálendið, fyrr en síðar –
og rétt eins og aðrar
þjóðir í námunda við
eyjuna Ísland munu
landsmenn fallast á
tvenns konar vegi á milli
byggðakjarna; ferðavegi og þjóð-
vegi, skakka vegi og beina.
Þessi þjóðfélagsbreyting
hefur að mestu verið að gerast í
kyrrþey. Það eru ekki mörg þing-
málin sem tengjast smíði sumar-
húsa eða nýjum átján holna golf-
velli inn við miðju landsins.
Þessir nýju þjóðflutningar hafa
gerst af sjálfu sér, vegna fólks-
ins sjálfs sem er fyrir löngu
orðið þreytt á misskildum görð-
um í hjarta borgarinnar en vill
miklu fremur njóta víðáttunnar
og fjallasýnarinnar þar sem hana
er helst að hafa; undir stjörnu-
björtum sveitahimni.
Það verður því ekki sveita-
vargurinn gamli sem heimtar
vegabætur strjálbýlisins á kom-
andi árum, heldur sveitavargur-
inn nýi. ■
Þ að hefur farið frekar hljótt að borgarstjórinn í ReykjavíkSteinunn Valdís Óskarsdóttir og Sturla Böðvarsson sam-gönguráðherra hafa gert samkomulag um Reykjavíkur-
flugvöll, sem þau svo túlka ekki alveg á sama hátt. Samgöngu-
ráðherra hefur fram undir þetta sagt að flugvöllurinn eigi að
vera áfram í Vatnsmýrinni, en innan Reykjavíkurlistans hafa
hins vegar verið harðir andstæðingar Reykjavíkurflugvallar.
Þeir hafa ítrekað bent á að flytja beri innanlandsflugið til Kefla-
víkur. Eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók við sem borgar-
stjóri virðist svo sem nokkur þíða hafi komist í flugvallarmálið,
og það er greinilegt að hún vill reyna að leysa það friðsamlega
svo allir geti sæmilega við unað.
Jafnframt því sem borgarstjóri og samgönguráðherra hafa
undirritað samkomulag um Reykjavíkurflugvöll, hefur ráð-
herann lagt fram í ríkisstjórn hugmyndir um samgöngumiðstöð
við flugvöllinn. Hún á ekki aðeins að þjóna flugumferð heldur
ekki síður langferðabifreiðum. Það er löngu orðið tímabært að
reist verði samgöngumiðstöð í Reykjavík, sem hefði víðtækt
þjónustuhlutverk. Framtíð flugvallarins hefur tafið þetta mál,
en nú virðist loks sem skriður sé að komast á það.
Þegar unnið var að endurbótum á Reykjavíkurflugvelli, var
norðurbrautin svokölluð lokuð um langan tíma, og virtist það
ekki hafa teljandi áhrif á umferð um völlinn. Skerjafjarðar-
brautin var þá meira notuð og í einstaka tilfellum brautin sem
liggur suður undan Landspítalanum. Nú herma fregnir að
leggja eigi þessa flugbraut af þegar á þessu ári, nokkrum miss-
erum eftir að töluverðum fjármunum var varið til að endur-
bæta hana. Bent hefur verið á að hægt væri að komast af með
eina flugbraut í Reykjavík, og er þá átt við Skerjafjarðarbraut-
ina svokölluðu. Hugsanlega þyrfti að lengja hana til vesturs út
í Skerjafjörð og setja Suðurgötu í undirgöng. Við það að leggja
af báðar norðurbrautirnar, myndi notagildi flugvallarins eitt-
hvað minnka, en eftir sem áður yrði innanlandsflugið í Reykja-
vík og borgin fengi mikið byggingasvæði í Vatnsmýrinni.
Það er oft hamrað á því að það séu fyrst og fremst hags-
munir landsbyggðarinnar að flugvöllurinn sé í Reykjavík, en
svo er ekki. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir Reykja-
víkurborg, Reykvíkinga og aðra þá sem búa á höfuðborgar-
svæðinu að innanlandsflug verði áfram starfrækt frá Reykja-
víkurflugvelli. Það er ekki aðeins landsbyggðarfólk sem notar
flugvöllinn, heldur ekki síður íbúar og ferðamenn sem eru á
höfuðborgarsvæðinu. Æfinga-, kennslu- og einkaflug hefði
fyrir löngu átt að vera farið af Reykjavíkurflugvelli eins og
margoft hefur verið rætt um, en flugvöllurinn á fyrst og fremst
að vera fyrir farþegaflug innanlands.
Með því að reisa samgöngumiðstöð í námunda við Loftleiða-
hótelið, og bæta gatnakerfið í kringum hana, er óneitanlega
verið að renna styrkari stoðum undir tilvist innanlandsflugs frá
Reykjavíkurflugvelli, en með því að leggja niður norður- suður-
brautirnar skapast miklir möguleikar fyrir Reykjavíkurborg,
og mega þá ekki allir vel við una?
6. mars 2005 SUNNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Borgarstjóri og samgönguráðherra hafa gert sam-
komulag um Reykjavíkurflugvöll.
Samgöngumiðstöð
og flugvöllurinn
FRÁ DEGI TIL DAGS
Guðmundur Andri
ThorssonNú í kilju
KOMIN Í
VERSLANIR!
Hrífandi fjölskyldu-
saga, skrifuð af
fágætri stílgáfu eftir
einn snjallasta
höfund Íslands.
„Þaulhugsað verk ... óvenju skörp
heildarmynd af þjóðarsál.“
Fríða Björk Ingvarsdóttir, Mbl.
„Frábærlega vel skrifuð“
Kolbrún Bergþórsdóttir, Fbl.
Sveitavargurinn nýi
Fyrirspurnir á Alþingi
Borgar Þór Einarsson gerir fyrirspurnir á
Alþingi að umræðuefni á vefritinu
Deiglunni nú um helgina. Telur hann
þær ofnotaðar og misnotaðar og rekur
ýmis dæmi um það. Borgar Þór segir
að Jóhanna Sigurðardóttir sé hin
ókrýnda drottning fyrirspurnanna.
„Margir furða sig eflaust á því af hverju
Jóhanna er alltaf í fréttunum. Af langri
reynslu hefur hún lært að fátt er lík-
legra til að tryggja þing-
mönnum nokkrar sek-
úndur í kvöldfréttum
eða nokkra dálksentí-
metra í blöðunum en
fyrirspurnir á Alþingi,
nema ef vera skyldi
utandagskrárumræður.
Fyrirspurnir eru fjölmiðlavænar af því
að þær krefjast lágmarksvinnu af
blaðamanninum. Tökumaður eða ljós-
myndari er með í för, tekur myndir af
fyrirspyrjanda og ráðherranum. Svar
ráðherra er oftast inngangur fréttarinn-
ar og svo kemur: „Þetta kom fram í
svari ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu
Sigurðardóttur á Alþingi í dag.“ Síðan er
rennt yfir fyrirspurnina, svarið og svo
viðbrögð frá Jóhönnu í lokin“.
Ríkuleg uppskera
Og Borgar Þór skrifar:
„Hvað höfum við séð
margar svona fréttir með
Jóhönnu Sigurðardótt-
ur. Þótt ekki væri
nema brot af fyrir-
spurnum hennar sem ratar í fréttar,
hleypur fjöldi fréttanna á tugum. Frá
því í október 2003 hefur Jóhanna
Sigurðardóttir lagt fram samtals 107
fyrirspurnir á Alþingi. Það heggur nærri
fjórum fyrirspurnum á hverri viku sem
þing hefur setið frá síðustu kosning-
um“.
Tveir í fullu starfi
Og eitthvað kostar þetta. Borgar Þór
hefur reiknað það út: „Ekki er ótrúlegt
að sex heilir vinnudagar fari að meðal-
tali í að svara hverri fyrirspurn. Það
þýðir að ríkið þarf í raun að hafa tvo
deildarsérfræðinga á fullum launum
allan ársins hring við það eitt að undir-
búa svör við fyrirspurnum frá Jóhönnu
Sigurðardóttur“.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
TÍÐARANDINN
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Þessir nýju þjóð-
flutningar hafa gerst
af sjálfu sér, vegna fólksins
sjálfs sem er fyrir löngu
orðið þreytt á misskildum
görðum í hjarta borgarinnar
en vill miklu fremur njóta
víðáttunnar og fjallasýnar-
innar þar sem hana er helst
að hafa; undir stjörnubjört-
um sveitahimni.
,,
TE
IK
N
: H
EL
G
I S
IG
-
W
W
W
.H
U
G
VE
R
K
A.
IS