Fréttablaðið - 06.03.2005, Síða 8
6. mars 2005 SUNNUDAGUR
Bláfjallagestir,
til hamingju
með nýju
skíðalyftuna
EVEREST
Grunnnetið verði sjálfstætt fyrirtæki
Nú stendur fyrir dyrum að selja
Símann. Síminn er almannaeign –
en því miður þannig skilgreind að
ríkisstjórnin meðhöndlar fyrirtæk-
ið sem „ríkiseign“ – sem er að fullu
á forræði ríkisstjórnarinnar.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra hamrar á því að grunnnetið
verði selt með Símanum – af því að
það hafi verið ákveðið árið 2001.
Allir muna hvílíkt endemis sleifar-
lag var á tilburðum til sölu Símans
á þeim tíma – og flestir sem ég um-
gengst gera sér einnig glögga grein
fyrir því að breytingar í umhverf-
inu og á tækninni ekki síður hafa
orðið gífurlegar frá árinu 2001.
Akvörðun sem þá kynni að hafa
verið skynsamleg getur þess vegna
hafa skipt um samhengi og orðið
beinlínis háskaleg miðað við stöð-
una í dag. Tæknilega hefur orðið
óvænt nálgun þeirrar miðlunar sem
áður var aðskilin í formi sjónvarps-
merkis, síma og gagnaflutninga.
Gagnvirk miðlun – sem jafnvel nýt-
ir öll sömu kerfi – virðist blasa við.
Reynslan af starfsemi Símans í
hlutafélagaformi – 99% í eigu ríkis-
ins – hefur verið blendin. Póst og
fjarskiptastofnun og Samkeppnis-
stofnun hafa ekki haldið aga á fyr-
irtæki sem hagar sér eins og „ríki í
ríkinu“ og beitir tæknilegum hindr-
unum gagnvart samkeppnisaðilum
á síma og gagnaflutningum. Tal og
síðan OgVodafone hafa fengið að
reyna þetta – auk þess sem mörg
internetfyrirtæki hafa verið hindr-
uð bæði í aðgengi og í verðlagn-
ingu. Vísa ég til dæmis á reynslu
fyrirtækisins Emax af beinum
hindrandi aðgerðum af hálfu ríkis-
fyrirtækisins Síminn hf.
Síminn annast dreifingu á efni
Ríkisútvarpsins – sem á ekkert
eigið dreifikerfi. Allir virðast mikið
til sammála um að RÚV skuli áfram
sinna upplýsingahlutverki sem
„óhlutdrægur miðill“ – þrátt fyrir
að pólitísk íhlutun hafi um skeið
dregið úr trúverðugleika Útvarps
allra landsmanna. Verði grunnnet
Símans selt með þá er verið að selja
dreifikerfi Ríkisútvarpsins á sama
tíma. Slíkt mun setja í uppnám
þetta mikilvæga lýðræðis- og ör-
yggishlutverk RÚV – og auðvitað
sérstaklega gagnvart landsbyggð-
inni.
Skv. könnunum eru c.a. 70%
landsmanna andvíg sölu grunnnets-
ins – án aðskilnaðar frá Símanum.
Bent hefur verið á að uppbyggingu
dreifikerfis hafi um lengri tíma
verið hamlað – vegna þröngrar
áherslu á „svokallaða arðsemi“ í
rekstri hlutafélags ríkisins. Því
verður varla trúað að forsætisráð-
herra vilji nú leggja út í opna styrj-
öld við þau meginsjónarmið jafn-
ræðis og heilbrigðrar samkeppni
sem dregin hafa verið fram gegn
sölu Grunnnetsins. Halldór hefur
að vísu sagt að það sé ekki hægt að
vita hvað átt sé við sem grunnnet.
Því er auðvitað til að svara að það
er einmitt grundvallarnauðsyn að
skilgreina það – áður en til sölu
kemur – þannig að unnt verði að
fylgjast með þjónustu og verð-
myndun í umferð um kerfið.
Tæknimenn sem ég hef rætt við
segja mér að það sé minnsta mál í
heimi að ákveða hvað skuli tilheyra
grunnnetinu og ekki þarf annað en
að skoða skipurit símans – sem
Bynjólfur Bjarnason og Rannveig
Rist hafa mælt fyrir – til að sjá
hvað er í meginatriðum um að
ræða. Í stystu máli eru menn að
tala um ljósleiðara og koparvíra og
þau tengivirki og starfsemi sem því
fylgja. Málið er allt annað en flókið
en þessi orðræða virðist dregin
fram til að drepa málinu á dreif.
Ég mun ekki mæla gegn því að
Síminn verði seldur – og ég mun
heldur ekki mæla gegn því að
grunnnetið verði selt á sama tíma.
Til þess hins vegar að unnt sé að
fallast á þá sölu verður að staðsetja
grunnnetið í sjálfstæðu dóttur-
félagi – með sjálfstæða kennitölu
og algerlega aðskilda stjórn.
Þannig geta eftirlitsstofnanir – Póst
og fjarskipta og Samkeppni – veitt
aðhald og gripið til íhlutandi að-
gerða ef í ljós kemur að samkeppn-
isaðilum verði ekki veittur opinn
aðgangur að dreifikerfinu – eða ef
verðlagningu verður misbeitt.
Ríkisstjórnin hefur alla ástæða
til að kjósa nú þann kostinn sem
samstaða getur orðið best um. Að-
skilja grunnnetið og glíma við sölu
á Símanum – með sjálfstæðu dótt-
urfélagi. Bent hefur verið á að ekki
sé þörf á margföldu símadreifi-
kerfi – sem grafið er í jörð. Til að
sýna jafnframt hagsýni og samfé-
lagslega ábyrgð væri því snjallræði
að bjóða Orkuveitu Reykjavíkur og
OgVodafone að sameina sína ljós-
leiðara og tilheyrandi búnað inn í
eitt og sama grunnnetsfyrirtækið
sem síðan yrði rekið með lágmarks-
kostnaði og undir óháðu eftirliti líkt
og nú hefur verið stofnað til með
raforkudreifingu Landsnets hf.
Það er bein ögrun við samkeppn-
ishagsmuni fyrirtækja á lands-
byggðinni, og mun jafnframt hamla
aðgengi heimilanna að háhraða-
tengingum og fjölbreyttu sjón-
varpsefni, ef grunnnetið verður
ekki aðgreint frá samkeppnishluta
Símans. Það væri því pólitísk
skammsýni og einungis til þess
fallið að efna til átaka og ófriðar í
samfélaginu ef ríkisstjórnin ætlar
að þjösnast áfram í málinu. Það er
líka aldeilis fráleit hugmynd að
selja einum aðila einokun gagnvart
efnisdreifingu um alla landsbyggð-
ina – þar vilja íbúar auðvitað njóta
jafnstöðu eftir því sem mögulegt
er. Hin nýja tækni í fjarskiptum
sem hefur verið að þróast að undan-
förnu hefur fært okkur nær slíkum
möguleikum. Nýtum þá endilega.
Kemur annars til greina að ríkis-
stjórnin muni á næstu mánuðum
einkavæða Vegagerðina? Mundu
þeir þá kannski selja þjóðveg núm-
er eitt til Flytjanda eða til Land-
flutninga – og selja sama aðila sjálf-
dæmi til gjaldtöku og til að ákveða
hvenær snjómokstur fer fram á
Holtavörðuheiði? Hvernig litist
okkur á það ef þá væri það háð
duttlungum stjórnenda fyrirtækis-
ins hvort við fengjum að aka bíl í
atvinnuskyni eftir þessum þjóðvegi
– og einkaeigendur hefðu sjálf-
dæmi um gjaldtökuna? Ég er
nokkuð viss um að sá aðili sem ekki
fengi að kaupa Vegagerðina og yrði
að borga síhækkandi vegaskatt
mundi annað hvort umsvifalaust
hætta sinni starfsemi – eða þá mót-
mæla svo eftir því yrði tekið þannig
að ríkisstjórnin yrði neydd til að
hverfa frá óskynsömum ákvörðun-
um. Sennilega mundi allur almenn-
ingur taka undir með því fyrirtæk-
inu sem yrði sett í svo vonlausa
samkeppnisstöðu. Hvað heldur þú?
Höfundur er aðjúnkt við Háskól-
ann á Akureyri.
Enn um loðnuna og lífríkið
Í Fréttablaðinu á mánudaginn
skrifar einhver sem nefnir sig
Pétur Tryggva litla klausu undir
fyrirsögninni „Um loðnuna og líf-
ríkið“. Orðbragð þessa pistils og
fullyrðingar eru með þeim fádæm-
um að varla er svaravert. Engu að
síður þótti mér rétt að setja nokkur
orð á blað um þetta efni enda er það
talsvert í umræðunni þessa dagana
– á efnislegri nótum sem betur fer.
Loðna hefur verið veidd við
Ísland síðan 1964 eða í 40 ár. Veið-
arnar byrjuðu hér sunnan- og vest-
anlands í smáum stíl en jukust fljót-
lega og fóru yfir eina milljón tonna
á vertíðinni 1978/79. Síðan hefur
aflinn verið mismikill og veiðum
stjórnað eftir stærð loðnustofnsins
hverju sinni, enda öllum ljóst að all-
ir þurfa sitt – ekki bara mannfólkið.
Seinustu 20 árin hefur vertíðarafl-
inn tíu sinnum farið yfir milljón
tonn og þar af sex sinnum verið á
bilinu 1,2-1,6 milljónir tonna. Þrátt
fyrir þetta leyfi ég mér að fullyrða
að seinasta aldarfjórðunginn hafa
loðnuveiðar ekki haft teljandi áhrif
á vöxt og viðgang þorsksins.
En af hverju hefur framboð
loðnu á Íslandsmiðum minnkað á
allra seinustu árum? Því er til að
svara að sjór hefur hlýnað talsvert
á undaförnum 4-5 árum, einkum
norðanlands og austan. Þetta hefur
valdið því að fullorðin loðna hefur
komið miklu seinna inn á land-
grunnið fyrir norðan og austan en
áður var og skörun útbreiðslu-
svæða þorsks og fullorðinnar loðnu
hefur því verið miklu minni og
staðið skemur en áður. Og þorskur-
inn étur jú ekki það sem hann nær
ekki í.
Fyrir þremur árum breyttust svo
rekbrautir loðnuseiða á þann veg að
miklu minna endaði norðanlands og
austan en áður. Þess í stað rak seiðin
lengra norður þar sem þau lentu í
Austur-Grænlandsstraumnum, sem
bar seiðin yfir á grænlenska land-
grunnið þar sem þau ólust upp.
Svona hefur þetta verið seinustu
þrjú árin og þýðir einfaldlega að
uppvaxandi smáloðna hefur heldur
ekki staðið til boða á Íslandsmiðum
nema að litlu leyti, hvorki þorski,
öðrum fiski eða fugli sem á henni
nærast. Aðalástæða þessara breyt-
inga á reki og uppvaxtarsvæðum
smáloðnunnar er einnig tengd
breytingum á ástandi sjávar og
þeim hafstraumum sem eru hér í
kringum landið og á nálægum svæð-
um. Hér er sem sé móðir náttúra að
verki en ekki loðnuveiðar. Hvort
menn kjósa að tengja þetta hlýnandi
loftslagi skiptir litlu. Það má vel
vera að svo sé. En sjávarhiti við
Ísland norðanlands og austan er enn
ekki kominn neitt í námunda við það
sem var á hlýviðristímabilinu sem
hófst um 1920 og stóð til 1965. Þar til
svo verður og hefur staðið um hríð
er í meira lagi hæpið að tala um
loftslagsbreytingu. Hún dettur
nefnilega ekki yfir á svo að segja
einni nóttu.
Loks er að nefna að það er löngu
ljóst að treg vesturganga hrygning-
arloðnu fyrir sunnan land er fyrst
og fremst tengd veðurfari og
straumum en ekki veiðum. Síðast-
liðin 2-3 ár hafa sunnan- og vestan-
áttir verið ríkjandi í febrúar og
mars. Slíkt veðurfar hægir mjög á
straumnum, sem venjulega rennur
vestur með suðurströndinni,
Reyndar verður oft austurstreymt
undir slíkum kringumstæðum, sér-
staklega austan við Dyrhólaey. Það
þarf ekki mikinn speking til að átta
sig á að straumur með eða á móti
gönguleið 15-20 cm fisks hefur mik-
il áhrif á hraða göngunnar. Þessa
dagana er mikið rætt um loðnu-
göngur við landið og margir á því
að ekki muni koma meira upp að
suðurströndinni austan að. Miðað
við það sem var á ferðinni austan-
lands í janúar og febrúar þykir mér
hins vegar ólíklegt annað en enn
eigi eftir að bætast í safnið fyrir
sunnan, enda ekki kominn nema
fyrsti mars.
Það má kannski til sanns vegar
færa að náttúran sjái um sig og sína
ef hún er látin í friði. En það eru
ekki sífelld jól þar á bæ frekar en
hjá okkur. ■
BENEDIKT SIGURÐARSON
SKRIFAR UM GRUNNNETIÐ OG SÍMANN
HJÁLMAR VILHJÁLMSSON
FISKIFRÆÐINGUR
SVARAR SKRIFUM UM LOÐNUVEIÐAR
Kemur annars til
greina að ríkis-
stjórnin muni á næstu mán-
uðum einkavæða Vegagerð-
ina? Mundu þeir þá kannski
selja þjóðveg númer eitt til
Flytjanda eða til Landflutn-
inga – og selja sama aðila
sjálfdæmi til gjaldtöku og til
að ákveða hvenær snjó-
mokstur fer fram á Holta-
vörðuheiði?
,,
Hér er sem sé móðir
náttúra að verki en
ekki loðnuveiðar. Hvort
menn kjósa að tengja þetta
hlýnandi loftslagi skiptir litlu.
,,