Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 06.03.2005, Qupperneq 16
Spyrðu konu hvers vegna brjósta- og leghálsskoðun sé nauðsynleg, og líkur á réttu svari eru yfir- gnæfandi. Hið sama er ekki endi- lega uppi á teningnum spyrjir þú karlmann hvers vegna hann ætti fara í eistnaskoðun. Hækkandi tíðni karlakrabba- meins Krabbamein í eistum er algeng- asta tegund krabbameins sem greinist hjá ungum mönnum og í efsta sæti illkynja æxla karla á aldrinum 25 til 45 ára á Íslandi. Tíðni þess hefur farið hækkandi, án þess að fyrir því liggi þekktar orsakir. Á árunum 1998 til 2002 var meðalaldur þeirra sem greindust með sjúkdóminn 38 ár, en meðal- fjöldi tilfella á ári er átta til tíu. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands, læknir hjá Rannsóknarstofu Há- skólans í meinafræði og annar höfunda bókarinnar Krabbamein á Íslandi, sem Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands gaf út í fyrra, segir lítið vitað um á- stæður þess að tíðni eistnakrabba- meins fari nú vaxandi meðal ungra, íslenskra karla. „Við vitum því miður lítið um orsakir, en okkur er kunnugt um ýmsa áhættuþætti. Við vitum að hætta á krabbameini eykst ef eista hefur ekki gengið niður í pung hjá drengjum, en þá hefur mun hærri hiti verið á eistanu en æskilegt er. Við vitum líka að myndun æðagúla umhverfis vinstra eistað, þar sem æðadreif- ing er með öðrum hætt en í hægra eista, eykur hættu á krabbameini; líka vegna of mikils hita. Þá hafa verið uppi getgátur að þeir sem stunda mikið heita potta séu í áhættuhóp, sem og þeir sem hafa fengið bólgur í eistun.“ Fylgst með óljósum verkjum Jón Gunnlaugur segir að líklega gæti tregðu við að leita læknis hjá körlum vegna mögulegra krabba- meinseinkenna, karlmenn átti sig ekki allir á einkennum sjúkdómsins. „Illkynja æxli í eistum finnst hjá körlum á aldrinum 25 til 45 ára. Á því aldursskeiði hafa menn sjaldnast hugann við að eitthvað alvarlegt ami að þeim, en verða meira vakandi gagnvart heilsu- bresti þegar þeir eldast. Þess vegna kemur þeim oftast mjög á óvart að þetta geti gerst.“ Eistun, staðsett í pungnum, eru kynkirtlar manns- ins og framleiða k a r l h o r m ó n i ð testósterón sem myndar sæðis- frumur, milljónir á hverjum sólar- hring. Krabbamein í eist- um er alvarlegasta og þýð- ingarmesta orsök sárs- aukalausrar fyrirferðar- aukningar í eistum en æxl- in eiga í flestum tilfellum upptök sín í þeim frumum sem mynda sáðfrumur. „Óvenjuleg fyrirferð, þykkildi, eða það að eista stækkar úr takti við hitt er algengasta einkenni krabbameins í eistum, en það finna menn sjálfir með því að þreifa á eistunum. Óljósir verkir og þrýst- ingsverkir geta líka verið merki um illkynja vöxt, en fyrirferðar- aukning er fyrst og fremst það sem þarf að vera á varðbergi gagn- vart.“ Sjálfsskoðun á eistum er best að gera í eða á eftir steypibaði þegar húð pungsins er slök. Þá er hvoru eista um sig haldið milli fingra beggja handa og rúllað varlega í leit að óvenjulegri fyrirferðar- aukningu, sem oftast er sársauka- laus og á stærð við baun. Krabbamein í getnaðarlim Krabbamein í eistum skiptast í tvo meginflokka: sáðfrumu- krabbamein (seminoma) og önnur frjófrumukrabbamein (non-sem- inoma). Sáðfrumukrabbamein, oftast hjá mönnum milli 30 og 45 ára, uppgötvast yfirleitt áður en það hefur náð að mynda mein- vörp. Önnur frjófrumukrabba- mein vaxa hraðar, eru illviðráðan- legri og geta myndað meinvörp snemma. Þau koma frekar fyrir hjá karlmönnum milli tvítugs og þrítugs. „Áður fyrr var langt gengið krabbamein í eistum dauðadómur en nú eru batahorfurnar góðar, en fer nokkuð eftir tegund meinsins. Einn mesti sigur í glímunni við krabbamein er það sem lýtur að eistnakrabbameini og hefur sú viðureign gjörbreyst til batnaðar á undanförnum árum. Langoftast er æxli bundið við annað eistað en einstaka sinnum eru komin æxlis- meinvörp í lungu, eitla aftan við kviðarholið og eitla í nára,“ segir Jón Gunnlaugur. Einnig er til fágæt tegund krabbameins sem greinist í getn- aðarlim. „Þar greinast eitt til tvö sjúk- dómstilfelli á ári. Einkenni krabba- meins í lim er fyrirferð utan á glans- og forhúð limsins, sem og annars staðar á húð hans; svona totóttar meinsemdir sem skera sig oftast vel frá eðlilegri húð en geta einnig verið sármyndandi.“ Sjúk eistu fjarlægð Krabbamein í eistum og getnaðar- lim eru ekki efst í huga ungra karla, þótt það finnist oftar en ekki á þeim viðkvæma stað. Krabbamein í blöðruhálskirtli fer hratt vaxandi og er algengasta krabbamein íslenskra karla. Með- alfjöldi tilfella er nú 164 á ári, sem er sama nýgengi og brjóstakrabbamein hjá konum. Karlar geta snúið sér til heilsu- gæslulækna eða beint til þvag- færasérfræðings ef einkenni finnast. „Þá þreifa læknar á eistum en sérfræðingur finnur fljótt mein- semd með þreifingu. Sé eitthvað óljóst þarf að gera litla aðgerð, opna inn að eistanu og skera úr því lítinn bita í frystiskurð til rannsóknar. Svar fæst tafarlaust og sé vöxturinn illkynja þarf að fjarlægja eistað. Tölvusneið- myndarannsókn er svo beitt til að athuga hvort æxlið hafi myndað meinvörp í eitlum eða fjarmein- vörp,“ segir Jón Gunnlaugur og bætir við að lyfjameðferð sé nauðsynleg hafi krabbameinið dreift sér um líkamann og ein- staka sinnum mergskipti. „Meðferð eistnakrabbameins leiðir ekki til getuleysis en stund- um veldur lyfjameðferð minnk- aðri frjósemi. Heilbrigða eistað nægir venjulega til áframhald- andi frjósemi, en líka hægt er að frysta sáðfrumur fyrir aðgerð og nota síðar til frjóvgunar. Blöðruhálskirtilskrabbamein á uppleið Í lok árs 1987 hófst á Íslandi skipulögð hópleit að brjósta- krabbameini með brjóstaröntgen- myndatöku. Þrátt fyrir hratt vaxandi tíðni blöðruhálskirtils- krabbameins hjá körlum fer enn ekki fram skipulögð hópleit hjá þeim. „Tíðni blöðruhálskirtilskrabba- meins fer ört hækkandi en við vitum ekki af hverju,“ segir Jón Gunnlaugur. „Nú er gert meira af PSA-blóðrannsóknum á körlum, en aukinn styrkur PSA í blóði get- ur verið vísbending um krabba- mein. Einnig er blöðruhálskirtill- inn rannsakaður með fingurþreif- ingu og ómskoðun í gegnum enda- þarm, og stundum þarf að hefla burt hluta af honum.“ Krabbamein myndast af sam- spili gena og umhverfis en Jón Gunnlaugur segir það sem vitað og þekkt sé til gena geti í mesta lagi útskýrt 10 til 15 prósent krabbameina. Aðrar orsakir finnist í umhverfi okkar, lífshátt- um og fæðu. Kúrfa krabbameins í blöðruhálskirtli snarhækkar eftir fimmtugt. „Blöðruhálskirtilskrabbamein er einkennalaust lengi og getur verið útbreitt þegar það greinist. Því er mikilvægt að huga að ein- kennum út frá þvaglátum, en tíð þvaglát, erfiðleikar við að byrja þau, kraftlítil þvagbuna, erfið- leikar við að tæma þvagblöðruna og næturþvaglát geta allt verið merki um krabbamein, sem og blóð í þvagi. Nú er farið að gera talsvert af því að fjarlægja blöðruhálskirtilinn allan, en menn geta lifað án hans, þótt þeir verði ófrjóir á eftir.“ Krabbamein á frumstigi læknan- legast Blöðruhálskirtilskrabbamein getur dreift meinvörpum í bein hrygg- súlunnar sem fylgja bakverkir, gjarnan í neðri hluta hryggjarins. Jón Gunnlaugur segir mikilvægt að greina krabbamein snemma í sjúkdómsferlinu svo betur gangi að lækna þau. „Það má segja að það borgi sig að vera vel á varðbergi í tilfellum sem þessum, en alltaf getur verið um dulda afneitun að ræða hjá báðum kynjum. Það er enginn sem segir manni að fólk hafi ekki áttað sig á stærðar fyrirferðar- aukningu í eista eða brjósti, sem hefur verið til staðar í langan tíma. Karlar ættu alls ekki að vera feimnir við að leita læknis þar sem trúnaður ríkir og skoðunin sjálf ekkert tiltökumál, hvorki fyrir lækni eða sjúkling.“ ■ 16 6. mars 2005 SUNNUDAGUR Samskip Á eftir Kóngsgili kemur kaka! Skíðablikar bjóða öllum öfum og ömmum, pöbbum og mömmum, frændum og frænkum, bræðrum og systrum í kökuhlaðborð og kaffi í Breiða- bliksskálanum (beint fyrir ofan aðalskála) á sunnudaginn. Verið velkomin! Skíðadeild Breiðabliks Skíðadeild Hauka óskar Bláfjallagestum til hamingju með nýju lyftuna! Heilsa kvenna er mikið í umræðunni, en minna fer fyrir umfjöllun um heilsu karla og lítil fræðsla um óvægna sjúkdóma, leiðbeiningar og hópskoðanir, líkt og konur fá í tilfellum brjósta- og leghálskrabba- meins. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir ræddi við Jón Gunnlaug Jónas- son yfirlækni Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins um vax- andi krabbamein í körlum. JÓN GUNNLAUGUR JÓNASSON YFIRLÆKNIR „Illkynja æxli í eistum finnst hjá körlum á aldrinum 25 til 45 ára. Á því aldursskeiði hafa menn sjaldnast hugann við að eitthvað alvarlegt ami að þeim, en verða meira vakandi gagnvart heilsubresti þegar þeir eldast. Þess vegna kemur þeim oftast mjög á óvart að þetta geti gerst.“ Karlakrabba- mein í vexti Krabbamein í eistum er í efsta sæti illkynja æxla karla á aldrinum 25 til 45 ára Óvenjuleg fyrirferð, þykkildi, eða það að eista stækkar úr takti við hitt eistað er algengasta einkenni krabbameins í eistum, sem og óljósir verkir og þrýstingsverkir. Meinið dreifir sér helst í lungu og eitla, en batahorfur hafa batnað mikið á síðustu árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.