Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 18
Það er fimmtudagsmorgunn á Laugaveg- inum. Húsin rétt svo vöknuð. Mörg þeirra sperra sig montin í fínum fötum mót nýj- um degi. Sum ung. Önnur eldri en elstu menn. Á milli þeirra grúfa sig minni spá- menn. Eins og þeim sé illt í maganum. Fá í framan. Með lélegt sjálfsálit. Varla til mikilla afreka héðan í frá. Ólögleg vinnuaðstaða Fyrir framan eitt þeirra stendur gull- smiðurinn Þorbergur Halldórsson. Mið- bæjarmaður. Bjó í timburhúsi við Skóla- vörðustíg og lærði gullsmíði í húsakynn- um Fjalakattarins heitins. Rekur skart- gripaverslunina Brilliant við Laugaveg, en líka í Smáralind og Kringlunni. Hann vill bjóða mér í morgungöngu um stærstu verslanagötu höfuðstaðarins. Þá sem allir eiga minningar við. Reyndar svo kærar að ekki má hrófla við neinu. Allavega alls ekki húsunum. „Við eigum endilega að vernda þau mörgu hús sem hafa söguleg eða fagur- fræðileg gildi, en í sumum húsanna hér stendur ekki steinn yfir steini,“ segir Þorbergur og vísar til heitra skoðana- skipta um húsin tuttugu og fimm sem leyfi hefur fengist fyrir frá borgaryfir- völdum að hverfi fyrir fullt og allt. „Það hefur gleymst að heyra sjónar- mið verslunar- og íbúðareigenda við Laugaveg. Vinnuaðstaða er kolólögleg í mörgum húsanna og til skamms tíma stundum ekki verið klósett. Hér vantar húsnæði sem stenst kröfur nútímans og henta stærri einingum. Allir eru sam- mála um að byggja aftur í réttum hlut- föllum, en einnig hús fyrir þá sem gera kröfur um ákveðinn fermetrafjölda, loft- hæð, aðstöðu og aðgengi. Sem dæmi vilja margar alþjóðlegar merkjaverslan- ir ekki fara í klasana heldur í miðbæinn, eins og Zara, sem ekki fann húsnæði á Laugavegi. Kynslóðir unglinga hafa vanist því að versla í klösunum og koma ekki á Laugaveginn til að versla. Með nýjum, nútímalegum byggingum undir slíkar verslanir fáum við aftur streymi af yngra fólki og það er það sem þarf til að Laugavegurinn lifni við.“ Rottugangur í kjallaranum Yfir götuna kemur Guðrún Jóhannes- dóttir, eigandi Kokku. Hún vill koma með í skoðun á aðstöðu verslunarfólks í göml- um og nýjum húsum Laugavegarins. Við byrjum í undirfatabúð. Húsið er forskal- að. Lítur ansi illa út. Við búðarborðið stendur verslunarstjórinn sem hleypir okkur þangað sem starfsfólkið á afdrep. Herbergið er tveir fermetrar, á móti því skot með tjaldi fyrir til mátunar. Hvort tveggja lygileg sjón. Í herberginu er allt í senn: klósett, skúringaherbergi, kaffi- stofa og lager verslunarinnar. „Ég býð ekki starfsfólkinu upp á að sitja með matardiskinn á klósettinu en leyfi þeim í staðinn að borða við af- greiðsluborðið,“ segir verslunarstjórinn og opnar hurð að kompu, inn af því sem kallast mátunarklefi. Þar er strákústur strengdur fastur við niðurfall, í þeim til- gangi að hindra uppgang rottna sem búið hafa um sig í kjallaranum. Þorbergur þekkir til hússins því hann skoðaði það sem mögulegt verslunar- rými 1988. „Þá var húsið ónýtt og hefur ekki verið gert handtak við það síðan. Hér er enginn grundvöllur fyrir endurbótum og iðnaðarmenn beinlínis neitað að fara aftur inn vegna hættu á hruni. Klóaklagnir eru úr sér gengnar og klóak- fýla alla að drepa. Því miður er þetta víða svona við Laugaveginn.“ Engar glerhallir Við höldum áfram för í reisulegt timbur- hús. Í kjallaranum er tískuverslun, en húsið er ekki á listanum „25“. Ekki enn. Guðrún í Kokku segir fólk ekki átta sig á málavöxtum. „Það er búið að gefa leyfi til að rífa sum húsanna, en eigend- ur mega ekki fara í þá framkvæmd nema leggja inn teikningar fyrir nýju húsi sem standast þurfa strangar kröfur um nýtingu, útlit og fleira. Húsin verða að falla inn í gamla stílinn og klæða götuna. Hér munu því engar glerhallir rísa.“ Eigandinn vísar okkur á bak við. Það sama er uppi á teningnum. Í einni og sömu kompunni er salernisskál, hluti lagers, kaffiaðstaða og skúringakompa. Yfir sjálfu klósettinu hangir slá með dýrindis síðkjólum. Sumum mun lengri en nemur loki klósettsetunnar. „Við reynum að gera sem best úr þessu, en getum ekki leyft kúnnum að fara á klósettið hér. Sjálfar þurfum við að skáskjótast með aðra rasskinnina til að geta sest, en hér er ekki hægt að setjast niður og borða, nema sitjandi á klósettinu.“ Hún sýnir okkur mátunarklefann sem er staðsettur í miðjum stiga en inn af honum er hurð sem opnast út á bak við hús, þangað sem starfsfólk þarf að sækja vörur á lager. Lagerinn er í göml- um skúr sem eitt sinn var lítil vélsmiðja. Nútíma verslanalíf Handan götunnar er Tískuval þar sem Símon Wium tekur á móti okkur. Húsið er eitt af þeim nýjustu við Laugaveg. „Velkomin í alvöru húsnæði,“ segir hann. „Hús sem er sérstaklega byggt fyrir verslunarstarfsemi.“ Verslunin virðist endalaust löng og þá er eftir annað eins rými fyrir aðstöðu starfsfólks og lager; verslunin ein er 147 fermetrar. Lofthæð er mikil, tvö klósett, rúmgóð kaffistofa, ræstiherbergi, lager og stór skrifstofa. „Þetta er alvöru aðstaða,“ segir Símon. „Nóg pláss til að taka upp vörur; vöru- lyfta, bílageymsla, aðgengileg raf- magnstafla, lagnir fyrir net og síma, og stórar ruslageymslur. Svo tala menn um niðurrif! Ég vil tala um uppbyggingu, ef reka á nútímastarfsemi.“ Símon slæst í för með okkur. Við skoð- um fleiri af nýju húsunum. Þetta eru alvöru vinnustaðir. Rými sem heldur vel utan um starfsfólkið. „Þetta gera nútíma kröfur og ef Vinnu- eftirlit ríkisins og Hollustuvernd ynnu vinnuna sína yrðu aldrei liðnir vinnustaðir eins og eru í gömlu húsunum,“ segir Sím- on um leið og hann rekur augun í hellu- steina í gangstéttum við dyr verslanna. „Þetta gerir borgin og svo stinga fínar frúr hælunum ofan í gapið milli steina og snúa sig, milli þess sem götusóparinn sópar upp sandi á milli steina,“ segir hann og hristir hausinn. Venjulegt fólk Gamli miðbærinn í Reykjavík verður seint borinn saman við nýbyggða versl- unarklasa. Þau Þorbergur, Guðrún og Símon segja frá fleiri vandræðum í gömlum húsum sem mörg eru byggð á klöppum. Í þeim er flóð og fjara. Lager- ar standa á háum brettum til að skemm- ast ekki. Margir þurfa að vaða í ökkla á stundum. Einhver hefur sett gám í bak- garðinn til að rýmka aðstöðuna, en þarf enn að bakka bograndi inn á klósettið. Guðrún segir þau ekki í andstöðu við Torfusamtökin. „Hér eru mörg glæsileg, gömul hús sem alls ekki mega hverfa, en það er til millivegur og deginum ljósara að hér er skortur á húsnæði. Og undar- legt að á verðmætum lóðum skuli enn standa hús sem sum eru að hruni komin. Það vill enginn búa í hreysum og ekki alltaf venjulegt fólk sem tekur þar ból- festu. Við viljum fallegar íbúðir sem draga að fjölskyldu- og menntafólk. Finna heilbrigðan takt við Laugaveginn, verslanir og mannlíf sem ekki eingöngu tengjast krám og veitingastöðum.“ Þorbergur telur íbúaflóru Laugaveg- arins breytast með nýjum og fallegum íbúðum. „Um tíma var helsta dópgreni bæjarins yfir búðinni minni, en því mið- ur er staðreynd að enginn með sæmilega sómatilfinningu vill búa í þessum verð- lausu hjöllum.“ Dauði yfirvalda Símon bendir á hús sem byrjað er að molna og veldur slysahættu fyrir veg- farendur. „Staðreyndin er sú að bygging- arnefnd er dauð. Hún fer ekki eftir þeim reglum að fylgja málum eftir og er sof- andi á vaktinni, en samkvæmt skilmála á hún að gera kröfu um að húsum sé hald- ið við í einhverju lágmarki. Dæmi er um að mönnum hafi verið hótað dagsektum í þrjú ár, en það er ekki nóg að hóta.“ Það er komið að kveðjustund. Við tök- umst í hendur að sið Íslendinga. Yfir okkur vaka húsin sem öll geyma sögu, en Símon segir Árbæjarsafn á vísum stað. Þorsteinn Garðarsson í Red/Green hefur orðið. „Húsin voru ágæt á sínum tíma, en nú hefur nútíminn tekið við. Þetta minnir á söguna um hamarinn hans afa. Fyrst brotnaði skaftið og þá skipt um nýtt. Svo týndist hausinn og var skipt um hann. Samt var þetta hamarinn hans afa! Það er eins með sum húsanna hér. Þau hafa verið endurnýjuð að hluta, byggt við þau og prjónað við. Eru ekkert eldri en hamarinn hans afa og spurning hvort ekki sé verið að varðveita tuttugu ára gamlar spýtur úr Byko. Það er gott að hafa möguleika á að byggja nýtt og fá- ránleg sú hræðsla að menn vilji byggja eitthvað ljótt í staðinn. Það ætlar sér enginn að gera. Við viljum aðeins byggja upp, en ekki rífa niður. Það er kominn tími á breytingar.“ ■ 18 6. mars 2005 SUNNUDAGUR Tekin hús á Laugavegi ER ÞETTA GÖTUMYND SEM ÞARF AÐ VARÐVEITA? Þessi fjögur hús mynda til samans Laugaveg 4 og 6 sem eigendur mega nú rífa og byggja ný í þeirra stað. Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun skipulagsyfirvalda að leyfa að tuttugu og fimm hús við Laugaveginn verði rifin. Lítið hefur þó heyrst frá heimamönnum á Laugavegi. Þeim sem eiga lifibrauð sitt undir þökum húsanna. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skoðaði ástand og aðstæður í morgungöngu með þremur kaupmönnum við Laugaveg. SÍMON WIUM KAUPMAÐUR Í TÍSKUVALI. Ef Vinnueftirlit ríkisins og Hollustuvernd ynnu vinnuna sína yrðu aldrei liðnir vinnustaðir eins og eru í gömlu húsunum.“ ÞORBERGUR HALLDÓRSSON, GULLSMIÐUR Í BRILLIANT. „Margar alþjóð- legar merkjaverslanir ekki fara í klasana heldur í miðbæinn, eins og Zara, sem ekki fann húsnæði á Laugavegi.“ GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR, KAUPKONA Í VERSLUNINNI KOKKU. „Við viljum fallegar búðir sem draga að fjölskyldu- og menntafólk.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.