Fréttablaðið - 06.03.2005, Side 19
SUNNUDAGUR 6. mars 2005 19
Glæsilegar páska- og vorferðir
Kanarí
2.-18. mars - á Marbella Golf
miðað við að 2 ferðast saman.
Netverð á mann frá
49.900 kr.
Benidorm
19.-31. mars - á Halley
60.180 kr. ef 2 ferðast saman
Netverð frá
43.140* kr.
Portúgal
17.-29. mars - á Alagoamar
70.115 kr. ef 2 ferðast saman
Netverð frá
47.790* kr.
Costa del Sol
8.-19. maí - á Santa Clara
miðað við að 2 ferðast saman.
Netverð á mann frá
53.700 kr.
Alicante
Páskar 19.-31. mars
á mann
Netverð - flugsæti
29.980 kr.
Mallorca
18.-25. maí - á Pil Lari Playa
45.960 kr. ef 2 ferðast saman
Netverð frá
38.435* kr.
Innifalið: Flug, gisting og flugvallarskattar.
*M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja - 11 ára, ferðist saman.
Plúsferðir • Hlí›asmára 15 • Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
Verð miðast við að bókað sé á netinu,
ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun.
Bókaðu strax - besta Plúsferðaverðið á netinu!
Bolli Kristinsson kaupmaður í
Sautján er baráttumaður um
bættan miðbæ en hann hefur
rekið verslanir við Laugaveginn
hátt í 30 ár. Verslunin Sautján
hóf rekstur sinn árið 1976 við
Laugaveg 46 og segir Bolli það
ekki hafa verið boðleg húsa-
kynni. „Það var erfitt að versla í
þessu gamla húsnæði. Aðgengi
var slæmt og aðstaða starfsfólks
mjög bágborin. Þetta gerði það
að verkum að áhugi minn vakn-
aði á skipulagsmálum. Ég sá að
það hlyti að vera hægt að sjá
þetta betra,“ segir Bolli.
Árið 1985 fór hann að vinna
með Sigurði Gísla Pálmasyni að
skipulagsmálum fyrir Kringl-
una. Í gegnum það samstarf
segist Bolli hafa kynnst mörgum
góðum arkitektum og skipulags-
mönnum og hann var fljótur að
læra. „Mér fannst þetta mjög
skemmtilegt. Ég hef verið
áhugamaður um skipulagsmál
síðan og tel mig vera mjög
fljótan að sjá hvað betur megi
fara í þeim efnum,“ segir hann.
Gott að alast upp á Laugavegi
Það er ekki að undra að Bolli hafi
áhuga á Laugaveginum því þar
bjó hann sem barn og flutti þang-
að aftur þegar hann komst á full-
orðinsár.
„Laugavegurinn er kannski
ekki besti uppeldisstaður í heimi
en ég ólst þar upp og lærði bara
að passa mig,“ segir hann og
bætir við að það hafi verið svo
mikið líf á Laugaveginum þegar
hann var lítill. „Þeir sem muna
eftir Laugaveginum þegar hann
iðaði af mannlífi vilja endur-
vekja þá stemningu. Því miður
virðast húsafriðunarsinnarnir
ekki skilja til hvers það þurfi
uppbyggingu. Fólk hefur engan
áhuga á að koma hingað niður
eftir til að upplifa aðalverslunar-
götuna sem Árbæjarsafnsgötu.
Síðasta húsið sem ég byggði við
Laugaveg er húsið númer 89, þar
sem 17 Jeans er á götuhæðinni.
Mér finnst það mjög fallegt
borgarhús. Egill Helgason hefur
kallað þennan byggingarstíl
„Reykjavíkklassík“ og finnst
mér það eiga vel við,“ segir hann
og bendir á Laugaveg 42, Lauga-
vegsapótek, Gamla bíó og Egils
Jacobsens-húsið, sem nú hýsir
skemmtistaðinn REX, en þau eru
öll í sama byggingarstíl.
„Ég myndi vilja sjá meira af
húsum í þessum stíl í bland við
litrík og falleg bárujárnshús.
Saman myndi þetta spila
skemmtilega sinfóníu.“
Kringlan borgar brúsann
Bolli átti lengi vel húseignir við
Laugaveg 51 og 42 en hann segir
að hann hafi orðið að selja þær
því það hafi ekki borgað sig að
leigja þær út og reksturinn hafi
verið rekinn með tapi. „Við erum
með níu verslanir í Kringlunni
og eina í Smáralind en okkur
langar gríðarlega mikið að opna
fleiri búðir hérna við Laugaveg-
inn. Verslanir eins og Kultur og
Karen Millen ættu vel heima við
Laugaveginn. Eins og staðan er
núna er hins vegar enginn
grundvöllur fyrir því vegna þess
að það er ekki til boðlegt hús-
næði.“
Bolli segir að peningarnir í
rekstri verslana hans komi úr
Kringlunni en hjartað slær hins
vegar í miðbænum. „Ég væri
löngu orðinn gjaldþrota ef ég
væri bara með verslun
við Laugaveginn. Húsafriðunar-
fólkið verður að fara að skilja að
verslun á þessari götu gengur
mjög erfiðlega og er haldið uppi
af einyrkjum sem vinna 12, 14
tíma á sólarhring. Undanfarin ár
hafa fullt af verslunum yfirgefið
miðbæinn, til dæmis TopShop,
Tékkkristall og Cosmo. Við telj-
um þetta vera aðalverslunargötu
borgarinnar og önnur eins gata
verður ekki byggð hvorki í
Kópavogi, Garðabæ eða Hafnar-
firði. Það verður annaðhvort
þessi gata eða engin gata. Ef
húsafriðunarfólkið heldur svona
áfram verður engin verslunar-
gata og bara örfáar búðir hér í
einhverju hoki,“ segir Bolli sem
vill fara að sjá breytingar.
„Framkvæmdirnar á Lauga-
veginum mega alveg gerast
hratt. Það skiptir þó mestu máli
að þær gerist vel og fallega. Við
verðum að setja miklu meiri
kröfur á arkitekta, borgarskipu-
lag og þá aðila sem standa vörð
um það að hér verði byggð falleg
miðborgarhús. Í framhaldinu af
því þurfum við að huga betur að
bílastæðamálum. Það eru um
800 manns að flytjast búferlum í
Skuggahverfið og tónlistarhúss-
framkvæmd í bígerð. Það er því
mjög auðvelt að sjá fyrir sér að
Reykjavík gæti orðið gjörbreytt
borg sem við gætum verið stolt
af.“
Vill búa í fegurri borg
Bolli hefur líka verið talsmaður
þess að fá meira líf í Hljómskála-
garðinn og að byggja við Sund-
höll Reykjavíkur. Til þess hefur
hann fengið arkitekta til að
teikna upp hugmyndir sínar og
hefur hvergi verið til sparað.
„Ég hef bara gaman að þessu.
Það er svo miklu betra að sýna
hlutina myndrænt heldur en tala
um hlutina,“ segir Bolli. Hann
segist þó alls ekki vera mikill
sundmaður þó hann hafi lært að
synda í Sundhöllinni. „Mér finnst
þessi græni grasbali sunnan-
megin við Sundhöllina, sem ekk-
ert er notaður, tilvalinn fyrir úti-
laug og baðstæði. Það er fárán-
legt að fólk sem býr í miðbænum
þurfi að fara upp í Árbæ eða í
Laugardalinn til að fara í sund
undir berum himni.“ Aðspurður
um hvort eitthvað sé að gerast í
þessum sundlaugarmálum segist
hann lítið vita. „Út af fyrir sig
finnst mér það voða skrítið því
allir tóku svo vel í þessa hug-
mynd enda myndi þetta auka
mannlífið í hverfinu. Ég veit
ekkert hvað borgaryfirvöld eru
að gera. Mér finnst að þau eigi að
hrinda þessu í framkvæmd,“
segir hann og bætir við að
Reykjavík sé besta borg í heimi,
hann vilji bara gera hana
fallegri. ■
Laugavegurinn á ekki að vera Árbæjarsafn
BOLLI KRISTINSSON Í 17. Hefur unnið
að málefnum miðbæjarins af mikilli
hugsjón um árabil. Hann vill sjá fleiri
byggingar í þessum stíl við Laugaveginn
en þetta hús reisti hann árið 1989.
Bolli Kristinsson kaupmaður í Sautján er mikill fagurkeri og hefur lagt sitt á vogarskálarnar
til að gera miðbæ Reykjavíkur fallegri. Hann vill sjá meiri uppbyggingu við Laugaveginn
áður en öll verslun deyr í hjarta borgarinnar.
Við teljum þetta
vera aðalverslunar-
götu borgarinnar og önnur
eins gata verður ekki byggð
hvorki í Kópavogi, Garðabæ
eða Hafnarfirði. Það verður
annaðhvort þessi gata eða
engin gata.
,,
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/TEITU
R