Fréttablaðið - 06.03.2005, Page 27
Stökktu um borð
Fat Face var stofnað 1988 í skíðabrekkum
frönsku alpanna af lífsglöðu fólki sem
gerði ævintýri og útivist að sínum lífstíl.
Þetta er hugmyndafræði Fat Face í dag.
Með 93 verslanir víðsvegar um heiminn.
Við leitum að lífsglöðu fólki, sem vill halda
á vit ævintýranna og ná lengra.
Við óskum eftir starfsfólki í verslun okkar í
Kringlunni sem opnar í mars. Vinsamlegast
sendið umsóknir á skrifstofu okkar til Fat Ice
Kringlunni 8-12 103 Reykjavík fyrir 10. mars.
Viðgerðarmenn
Óskum eftir vönum mönnum með
þekkingu á glussakerfum
og tækjarafmagni.
Upplýsingar fast í síma 555-6670.
Vélrás – Bifreiða og vélaverkstæði.
Hefur þú það sem þarf?
Umsóknir falla úr gildi eftir fjóra mánuði nema annars sé óskað. Unnið verður með
umsóknir í fullum trúnaði.
Umsækjandi ábyrgist að upplýsingar séu réttar og gefnar samkvæmt bestu vitund.
Traust, heilindi, lipurð,
einfaldleiki og eldmóður sem
starfsfólk Símans hefur að
leiðarljósi í störfum sínum.
Gildi Símans eru
Starfslýsing
Síminn óskar eftir að ráða þjónustu- og verslunarstjóra í þjónustumiðstöðvar Símans á Selfossi og í Reykjanesbæ.
Um er að ræða rekstur verslunar, starfsmannastjórnun og umsjón með viðskiptastýringu á markaðssvæðinu.
Í boði eru krefjandi störf þar sem reynir á skipulagshæfileika, frumkvæði og mannleg samskipti.
Að lágmarki er krafist stúdentsprófs ásamt reynslu af stjórnun. Þekking á símabúnaði og fjarskiptamálum er æskileg en ekki nauðsynleg.
Umsækjendur þurfa að vera 25 ára hið minnsta og hafa til að bera ríka þjónustuvitund ásamt miklu sjálfstæði í störfum.
Allar verslanir Símans vinna öflugt gæðastarf og því er kostur ef umsækjendur hafa reynslu af slíku. Upplýsingar um laun og önnur
starfskjör eru eingöngu veittar í viðtali.
Upplýsingar í síma 550 6470 frá kl. 14.00-16.00 alla virka daga. Í umsókn skal koma fram ítarleg lýsing á náms- og starfsferli, einnig
nöfn og símanúmer aðila sem geta gefið umsögn um störf umsækjanda. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir,
fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar. Öllum umsóknum á tölvutæku formi verður svarað.
Þjónustu- og verslunarstjórar á Selfossi
og í Reykjanesbæ
5
ATVINNA