Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 06.03.2005, Qupperneq 56
HANDBOLTI Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammi- stöðuna enda héldu hann og Flori- an Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af. „Þetta var án efa okkar léleg- asti leikur í langan tíma. Það small ekkert hjá okkur og menn voru að berjast hver í sínu horni. Við náðum engum takti í okkar leik,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik. Logi var keyptur til félagsins sem hornamaður en sökum meiðsla hefur hann leikið síðustu leiki í skyttustöðunni og staðið sig mjög vel. Hann vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. „Ég er ekki nógu ánægður með minn hlut í leiknum. Mig langaði að vinna þennan leik. Koma til leiks óþekktur strákur í skyttu- stöðunni og gera góða hluti. Mark- vörður þeirra var okkur, og mér, ansi erfiður. Ég gafst samt aldrei upp en því miður gáfust sumir fé- laga minna upp. Það er sorglegt á heimavelli fyrir framan 4000 manns. Það er hræðilegt að þessi leikur skyldi sýndur í sjónvarpinu heima því hann gefur ekki rétta mynd af styrkleika liðsins,“ sagði Logi nokkuð léttur enda ávallt stutt í jákvæðnina hjá stráknum. Heimavöllur Celje er einhver mesta gryfja í Evrópu og þar tapar liðið ákaflega sjaldan. Þeir eru því ekki margir sem telja Lemgo eiga möguleika á að kom- ast í undanúrslit keppninnar en Logi er ekki einn þeirra. „Þetta er ekki búið. Vissulega er verkefnið erfitt þar sem þetta eru meistararnir á þessum rosa- lega heimavelli. Aftur á móti gekk ekkert upp hjá okkur í þessum leik og lykilmenn voru fjarri sínu besta. Við eigum því mikið inni fyrir síðari leikinn og ef heppnin fer í lið með okkur getur allt gerst í seinni leiknum,“ sagði Logi Geirsson. henry@frettabladid.is LOGI GÓÐUR Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson átti fínan leik með Lemgo gegn Celje Lasko í gær og skoraði sex mörk. Hann er bjartsýnn fyrir seinni leikinn þótt Lemgo hafi tapað heimaleiknum með fjórum mörkum. FRÉTTABLAÐIÐ/TOMMY HOLL Þetta er ekki búið Logi Geirsson er ekki búinn að gefast upp þótt Lemgo hafi tapað með fjórum mörkum, 29-33, á heimavelli gegn Evrópumeisturum Celje Lasko í Meistara- deildinni. Hann telur Lemgo geta unnið síðari leikinn í Slóveníu. 28 6. mars 2005 SUNNUDAGUR > Við furðum okkur á ... ... framkomu Valsarans Baldvins Þorsteins- sonar sem hætti við skot í hraðaupphlaupi undir lok leiks Vals og Þórs í DHL-deildinni og ákvað þess í stað að gera lítið úr andstæðingnum og troða boltanum í körfu hjá blaðamannaskýlinu. Ótrúleg uppákoma. Baldvin fékk rautt spjald fyrir framkomuna. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... landsliðsmanninum Loga Geirssyni sem hélt fána íslenskra handboltamanna hátt á lofti með Lemgo gegn Evrópumeisturum Celje Lasko í Meistaradeildinni í gær. Logi lék mjög vel í skyttustöðu og sem miðjumaður og skoraði sex glæsileg mörk en því miður spiluðu fáir félaga hans eins vel í leiknum. Aðalleikur dagsins KR - Þróttur Fótboltinn er farinn að rúlla af alvöru og þessi slagur Landsbankadeildarliðanna er áhugaverðasta viðureign dagsins. Liðin mætast kl. 19.00 í Egilshöll. 60 SEKÚNDUR Hvor er betri þjálfari, þú eða Valur bróðir þinn? Ég Hvort er sætara að vinna, Njarðvík eða Grindavík? Jafnt Hvaða lið myndir þú aldrei þjálfa? Lakers Hver er besti íslenski leik- maðurinn í Intersportdeildinni? Margir mjög góðir Hver er besti erlendi leikmaður- inn í Intersportdeildinni? Frábær spurning Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Larry Bird Kók eða pepsí? Kók Kaffi eða te? Kaffi Sóma eða júmbó samlokur? Sóma Nike eða Adidas? Nike Er glasið hálffullt eða hálftómt? Bæði Bjór eða rauðvín? Rauðvín Íslandsmeistari með Keflavík eða Norðurlandameistari með landsliðinu? Norðurlanda- meistari Manchester United eða Arsenal? Liverpool Boston eða Lakers? Boston MEÐ SIGGA INGIMUNDAR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Sunnudagur MARS ■ ■ LEIKIR  12.00 ÍA og ÍBV mætast á Akranesvelli í Faxaflóamóti kvenna í fótbolta.  14.30 ÍBV og Þór mætast í Reykjaneshöll í 1. riðli A-deildar deildabikars karla í fótbolta.  15.00 Fram og Völsungur mætast í Egilshöll í 2. riðli A-deildar deildabikars karla í fótbolta.  17.00 Breiðablik og Fylkir mætast í Egilshöll í 1. riðli A-deildar deildabikars karla í fótbolta.  17.00 Breiðablik og Haukar mætast í Fífunni í Faxaflóamóti kvenna í fótbolta.  17.15 Hvöt og KS mætast í Boganum í Powerade-mótinu í fótbolta.  19.00 KR og Þróttur mætast í Egilshöll í 2. riðli A-deildar deildarbikars karla í fótbolta.  19.15 Víkingur og HK mætast í Víkinni í DHL-deild karla í handbolta.  19.15 FH og Stjarnan mætast í Kaplakrika í 1. deild karla í handbolta.  19.15 Valur og Ármann/Þróttur mætast í Valsheimilinu í 1. deild karla í körfubolta.  21.00 Leiknir R. og Árborg mætast í Egilshöll í 2. riðli B-deildar deildarbikars karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  09:45 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn.  11.40 Spænski boltinn á Sýn. Út- sending frá leik Valencia og Real Madrid í spænsku 1. deildinni í fót- bolta.  12.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik WBA og Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  12.50 Formúla 1 á RÚV. Útsending frá kappakstrinum í Melbourne í Ástralíu.  13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Út- sending frá leik Roma og Juventus í ítölsku A-deildinni í fótbolta.  15.20 EM í frjálsum íþróttum inn- anhúss á RÚV. Bein útsending frá EM í frjálsum íþróttum innanhúss í Madríd.  15.50 Meistaradeildin í hand- bolta á Sýn Útsending frá leik Lemgo og Celje í meistaradeildinni í handbolta.  16.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Everton og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  19.35 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn. Mánaðarlegur þáttur um bandarísku mótaröðina í golfi.  20.30 NBA-boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Sacramento Kings og Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta.  21.30 Helgarsportið á RÚV.  23.30 Ítalski boltinn á Sýn. Út- sending frá leik Roma og Juventus í ítölsku A-deildinni í fótbolta. LEIKIR GÆRDAGSINS Meistaradeild, handbolti LEMGO–CELJE LASKO 29–33 Mörk Lemgo: Kehrmann 8, Logi Geirsson 6, Zerbe 4, Schwarzer 4, Binder 4, Baumgartner 1. Mörk Celje: Rutenka 9, Koksharov 8/4, Kozomara 5, Natek 5, Zorman 3, Rumen 1, Mlakar 1. CIUDAD REAL–FOTEX VESZPREM 29–22 Mörk Ciudad: Dzomba 7/5, Zaky 6/1, Dushje- baev 5, Entrerrios 3, Ólafur Stefánsson 2, Kall- mann 2, Pajovic 1. Mörk Fotex: Lazarov 4, Perez 4, Eklemovic 4, Gulyas 3, Gyula 3, Ivancsik 3, Diaz 1. KIEL–BARCELONA 30–25 Mörk Kiel: Ahlm 6, Pettersson 6/3, Lövgren 4, Hagen 4, Preiss 3, Lundström 3, Pungartnik 1. Mörk Barcelona: Skrbic 9, Romero 5, Nagy 3, Jeppesen 2, Hernandez 2, Svizej 1, O´Callaghan 1 DHL-deild karla ÍR–KA 35–32 Mörk ÍR: Hannes Jón Jónsson 7, Ragnar Helga- son 7, Ingimundur Ingimundarson 6/1, Bjarni Fritzson 6/1, Fannar Þorbjörnsson 4, Tryggvi Haraldsson 2, Karl Gunnarsson 1, Ólafur Sigurjónsson 1, Hafsteinn Ingason 1. Mörk KA: Bjartur Máni Sigurðsson 7, Halldór Sigfússon 7/3, Ragnar Snær Njálsson 5, Jónatan Magnússon 4, Andri Snær Stefánsson 3, Sævar Árnason 3, Magnús Stefánsson 1, Þorvaldur Þorvaldsson 1, Nikola Jankovic 1. ÍBV–HAUKAR 30–25 Mörk ÍBV: Tite Kalandadze 8, Samúel Árnason 6, Robert Bognar 5, Sigurður Stefánsson 4, Kári Kristjánsson 3, Björgvin Rúnarsson 2, Zoltan Belanyi 2. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 6, Jón K. Björnsson 5, Andri Stefan 4, Þórir Ólafsson 4, Vignir Svavarsson 3, Sigurður Valsson 1, Matthías Árni Ingimarsson 1. STAÐAN: HAUKAR 11 6 1 4 341-302 13 HK 10 6 0 4 316-297 12 ÍR 11 6 0 5 340-338 12 VALUR 11 6 0 5 297-305 12 KA 11 4 2 5 330-333 10 ÍBV 11 5 1 5 330-315 11 VÍKINGUR 10 4 0 6 278-288 8 ÞÓR 11 4 0 7 313-347 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.