Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 70
42 6. mars 2005 SUNNUDAGUR Davíð úr leik Davíð Smári Harðarson féll úr keppni í undanúrslitum Idol – Stjörnuleitar á föstudagskvöld. Þema kvöldins var níundi áratug- urinn og flutti Davíð Smári lögin Take on me með A-ha og Easy með Commodores. Hann átti í tölu- verðum vandræðum með fyrra lagið og má telja að það hafi orðið honum að falli en hann fékk fæst atkvæði áhorfenda. Aðalheiður Ólafsdóttir söng lögin Total Eclipse of the Heart með Bonnie Tyler og Living on a Prayer með Bon Jovi en Hildur Vala Einarsdóttir lögin Heart of Glass með Blondie og Careless Whisper með George Michael. Þær eigast við í úrslitum Idolsins á föstudaginn kemur. Gestadómari var Björn Jör- undur Friðbjörnsson söngvari, bassaleikari og ritstjóri. ■ Arna Sigurðardóttir, sérfræðing- ur hjá fjármálaráðuneytinu, var á fimmtudag verðlaunuð fyrir nafn- giftina á Talstöðinni, nýrri út- varpsstöð í eigu 365 – ljósvaka- miðla. Arna sendi inn fjórar tillög- ur: Hljóðvarpið, Málstöðin, Út- varp Ísland og Talstöðin, en það var sem fyrr segir síðastnefnda tillagan sem varð fyrir valinu á nýju útvarpsstöðinni. Hátt í tvö þúsund tillögur bár- ust í keppnina og þar á meðal 108 sem lögðu til nafnið Talstöðin. Arna var dregin úr potti í beinni útsendingu í sjónvarpsþættinum Ísland í bítið. Arna fékk blóm og ferð fyrir tvo á feneysku riveríuna með Úrval-Útsýn að launum. „Mér líst vel á ferðina og tek manninn minn með,“ sagði Arna sem var að von- um ánægð með verðlaunin. ■ Verðlaunuð fyrir Talstöðina VERÐLAUNIN VEITT Arna Sigurðardóttir tók við verðlaununum úr hendi Illuga Jök- ulssonar útvarpsstjóra Talstöðvarinnar. Lögin Þitt fyrsta bros eftir Gunnar Þórðarson og Don' t Try to Fool Me eftir Jóhann G. Jóhanns- son eru á meðal 30-40 laga sem tónlistarfyrirtækið Reykjavík Music Production ætlar að koma á framfæri úti í hinum stóra heimi á næstunni. Standa vonir til að Þitt fyrsta bros komist í flutning hjá einhverjum af þekktari lista- mönnum veraldar og er Celine Dion þar efst á óskalistanum. Undirbúningsvinna stendur yfir um þessar mundir varðandi lögin. Verða þau endurhljóð- blönduð fyrir erlendan markað, enda mörg þeirra komin vel til ára sinna. Á meðal fleiri höfunda sem eiga lög sem vænleg eru talin til útflutnings eru Jóhann Helgason, Magnús Þór Sigmundsson, Eyjólfur Kristjánsson og Jón Kjell. Einnig eiga þeir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Vignir Snær Vigfússon úr Írafári og Hall- grímur Óskarsson, höfundur Eurovision-lagsins Open Your Heart, vinsældarvæn lög sem eru í skoðun. Starfa þeir allir þrír hjá Reykjavík Music Production, sem hóf starfsemi sína í byrjun síðasta árs. Meðal annars stendur til að láta bandaríska söngkonu syngja lag Þorvaldar Bjarna, I Am, sem Selma Björnsdóttir flutti hér um árið. „Það er til ótrúlegt safn af frá- bærum lögum sem manni finnst að eigi að fá að hljóma víða. En það er heilmikil vinna að undirbúa þau fyrir erlendan markað,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Það verða samdir enskir textar og gerðar nýjar útsetningar á 30 til 40 lögum frá þeim listamönnum sem við erum með samning við. Þau verða síðan sett í stresstösku, farið með þau á fundi og þeim kynnt lögin,“ segir Þorvaldur. „Þetta er það sem hefur vantað, því í dag hafa útsetningar svo mikið að segja.“ Komist höfundur að með lag sitt hjá þekktum erlendum flytj- anda verður væntanlega um mikla búbót að ræða fyrir hann. „Lagið þarf ekkert að vera vin- sælt annars staðar en í Finnlandi til að vera margfalt á við það sem gengur og gerist hér, hvað þá á stærri svæðum eins og í Þýska- landi. Margföldunaráhrifin eru gríðarleg. Lagið eftir Gunnar er komið í góðan farveg hjá stórum aðila úti í heimi. „Þetta er lag sem á afskaplega vel við „adult contemporary“ flokkinn,“ segir Þorvaldur. Á meðal þeirra sem munu snara íslensku textunum yfir á ensku er Linda Thompson sem vann textann að Eurovsion-lagi Íslendinga í ár ásamt Selmu Björnsdóttur. Sveinbjörn I. Bald- vinsson, rithöfundur, mun einnig semja texta auk þess sem lista- mennirnir sjálfir munu leggja sitt af mörkum. Mun Jóhann G. Jóhannsson til að mynda endur- semja alla sína texta sjálfur. freyr@frettabladid.is SÍGILD ÍSLENSK DÆGURLÖG: ENDURHLJÓÐBLÖNDUÐ FYRIR ERLENDAN MARKAÐ Þitt fyrsta bros í flutningi Celine Dion? ...fær Kristbjörg Sara Thoraren- sen sem ræktar rottur sem gælu- dýr. HRÓSIÐ CELINE DION Söngkonan heimsfræga myndi örugglega skila lagi Gunnars Þórð- arsonar með miklum sóma. GUNNAR ÞÓRÐARSON Svo gæti farið að lag Gunnars Þórðarsonar muni slá í gegn úti í hinum stóra heimi á næstunni. HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á MARGRÉTI SIGFÚSDÓTTUR, SKÓLASTJÓRA OG STJÓRNANDA ÞÁTTARINS ALLT Í DRASLI Hvernig ertu núna? Bara hress. Augnlitur:Gráblár. Starf:Skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykja- víkur. Stjörnumerki: Bogmaður. Hjúskaparstaða: Gift. Hvaðan ertu? Fædd og uppalin á Selfossi. Helsta afrek: Börnin mín. Helstu veikleikar: Mér þykir matur alltof góður. Helstu kostir: Jafnlynd. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir og handbolti. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Þátturinn henn- ar Gerðar G. Bjarklind á föstudagsmorgn- um. Uppáhaldsmatur: Fiskur. Uppáhaldsveitingastaður: Argentína. Uppáhaldsborg: Hamborg. Mestu vonbrigði lífsins: Hef ekki orðið fyrir sérstökum vonbrigðum. Áhugamál: Kennsla, matreiðsla og hand- bolti. Viltu vinna milljón? Hver vill ekki vinna milljón? Jeppi eða sportbíll? Hvorugt, bara fólks- bíll. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Læknir eða hjúkrunarkona. Hver er fyndnastur/fyndnust? Örn Árna- son sem Bogi róni. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Maðurinn minn. Trúir þú á drauga?Já. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Köttur eða hundur. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Ána- maðkur, þræddur upp á öngul. Áttu gæludýr? Hef setið uppi með gæludýr í 27 ár. Besta kvikmynd í heimi: Hús andanna. Besta bók í heimi: Biblían, það er alltaf hægt að kíkja í hana. Næst á dag- skrá: Halda áfram að kenna og stjórna í skólanum mínum. Bogi róni fyndnastur 10.12. 1947 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÁFRAM DAVÍÐ Fjölskylda Davíðs Smára Harðarsonar setti mikinn svip á Idol- keppnina á föstudagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.