Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,56 64,86 117,32 117,90 79,47 79,91 10,68 10,74 10,00 10,06 8,68 8,73 0,60 0,60 95,14 95,70 GENGI GJALDMIÐLA 31.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 111,29 -0,73% 4 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Um 30 flóttamenn væntanlegir: Setjast a› í Reykjavík FLÓTTAFÓLK Allt að þrjátíu flótta- menn frá Kólumbíu eru væntan- legir hingað til lands síðla sum- ars eða í haust. Þeir munu líklega setjast að í Reykjavík, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur, for- manns velferðarráðs Reykjavík- urborgar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að taka á móti hópi af þessari stærð sem í verða einkum einstæðar konur og ekkj- ur með börn. „Félagsmálaráðuneytið hefur verið í viðræðum við borgina,“ sagði Björk. „Það á eftir að út- færa þetta en við bjóðum að sjálfsögðu flóttamenn velkomna til Reykjavíkur.“ Flóttamannaráð Íslands hefur unnið í málinu um skeið. Flótta- fólkið sem um ræðir hefur orðið fyrir ásóknum í Kólumbíu og verið úrkurðað flóttamenn af Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur verið með sérstakt verkefni í gangi sem heitir „Women at risk“. Með aðstoð við þessa flóttamenn er verið að taka þátt í því. Flestir flóttamenn sem hingað hafa komið eru frá Asíu og fyrr- verandi lýðveldum Júgóslavíu. -jss Borgarstjóraefni gæti fengi› áttunda sæti› REYKJAVÍKURLISTINN „Það er regla hjá Samfylkingunni að það fari fram prófkjör um frambjóðendur flokksins og þannig verður það í Reykjavík fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar,“ segir Páll Halldórsson, fulltrúi Samfylking- arinnar í viðræðunefnd R-lista- flokkanna. Hann segir að þátttaka Samfylkingarinnar í R-listanum ráði ekki úrslitum hvað slíkt varðar og haldið verði prófkjör hvort sem Samfylkingin bjóði fram í eigin nafni eða undir nafni R-listans. Stefán Jón Hafstein borgar- fulltrúi hlaut efsta sætið í síðasta prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík til borgarstjórnar- kosninga, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri hlaut annað sætið og Helgi Hjörvar hið þriðja. Ingibjörgu Sólrúnu var svo út- hlutað áttunda sæti listans. Hvorki Stefán Jón né Steinunn Valdís vildu segja til um hvort þau myndu taka þátt í prófkjöri til komandi borgarstjórnarkosn- inga og ekki náðist í Helga Hjörv- ar en talið er að hann muni ekki gefa kost á sér frekar en Ingi- björg Sólrún. Fleiri kunna að blanda sér í prófkjörsbaráttu en skiptar skoð- anir eru innan Samfylkingarinnar um hvort flokkurinn eigi að taka þátt í R-lista samstarfinu. Slík sjónarmið munu reyndar vera innan allra þriggja flokkanna. Raddir innan Samfylkingarinnar benda á að algjörlega óviðunandi sé fyrir Samfylkinguna að fallast á jafna skiptingu borgarfulltrúa vegna stærðar flokksins en al- gjört skilyrði verði af hálfu flokksins að hann fái borgar- stjórastólinn eða fyrsta sæti list- ans. Meðal þess sem nefnt hefur verið er að Steinunn Valdís feti í fótspor forvera síns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og skipi átt- unda sæti listans og verði þar með borgarstjóraefni listans ef um slíkt næst sátt innan Reykja- víkurlistans. Búist er við því að prófkjör Samfylkingarinnar verði haldið í haust. hjalmar@frettabladid.is Frakklandsforseti: Rétti fram sáttahönd PARÍS, AP Jacques Chirac Frakk- landsforseti rétti þjóð sinni sátta- hönd í sjónvarpsávarpi í gær- kvöld. Ávarpsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu því fyrr um daginn hafði Chirac stokkað upp í ríkisstjórn sinni. Chirac sagði að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar bæri ekki að túlka á þann veg að Frakkar hefðu hafnað hugsjón- inni um sameinaða Evrópu held- ur væri hún ákall um aðgerðir sem skiluðu árangri. Því hefði hann skipt um forsætisráðherra og frekari breytingar væru í vændum. ■ Saddam Hussein: Réttarhöldin hefjast senn BAGDAD, AP Jalal Talabani, forseti Íraks, lýsti því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN í gær að réttarhöldin yfir Saddam Hussein myndu hefjast innan tveggja mán- aða. „Þorri almennings krefst dauða- dóms yfir Saddam verði hann fund- inn sekur,“ sagði Talabani. Fjórir Bandaríkjamenn fórust í flugslysi skammt norður af Bagdad síðdegis í gær. Um svipað leyti týndu fjórir Ítalir lífi í þyrluslysi sunnar í landinu. Þá beið héraðs- stjóri hins róstusama Anbar-héraðs bana í átökum bandarískra her- manna og uppreisnarmanna, en hann hafði verið í haldi þeirra síð- arnefnu í þrjár vikur. ■ Byggðakjarni fyrir vestan: 140 milljónir í uppbyggingu BYGGÐAÞRÓUN Skrifað verður undir vaxtarsamning Vestfjarða á Ísa- firði í dag en honum er ætlað að styðja við bakið á uppbyggingu byggðakjarna á svæðinu. Verður það gert með því að styrkja sjálf- bæran hagvöxt með mark- aðstengdum áherslum. Að samningunum standa iðn- aðarráðuneytið og Ísafjarðarbær ásamt fjölda fyrirtækja og stofn- ana. Samningurinn nær til ár- anna 2005 til 2008 og er heildar- fjármagnið sem til hans er varið um 140 milljónir króna. - ssal VEÐRIÐ Í DAG BJÖRK VILHELMSDÓTTIR Flóttamenn vel- komnir til Reykjavíkur. LÉTUST AF SLYSFÖRUM Fjórir ítalskir her- menn fórust í þyrluslysi í Írak í gær. Í öðru flugslysi biðu fjórir Bandaríkjamenn bana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P LÖGREGLUMÁL VITNI ÓSKAST Ekið var aftan á Suzuki Swift bifreið á gatnamót- um Flugvallarvegar og Skógar- hlíðar um kl. 17 í fyrradag. Öku- maður bílsins sem árekstrinum olli hvarf af vettvangi án þess að til hans næðist. Vitni að árekstr- inum eru beðin að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Landfylling í Reykjavík: Kostar 21 milljar› STJÓRNMÁL Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnti hug- myndir sínar um framtíðarskipu- lag í Reykjavík á fimmtudag. Samkvæmt tillögunum er kveð- ið á um 350 hektara landfyllingu milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í áttina að Engey. Í einum hektara eru 10.000 fermetr- ar. Því er um að ræða landfyllingu upp á 3,5 milljónir fermetra. Samkvæmt Jóni Þorvaldssyni, forstöðumanni tæknideildar hjá Faxaflóahöfn, kostar fermetrinn í slíkri landfyllingu um 6.000 krón- ur. Kostnaður við landfyllinguna yrði því 21 milljarður króna sam- kvæmt þessum tölum. - ifv FRAMTÍÐARSÝN Gert er ráð fyrir 350 hekt- ara landfyllingu í nýju framtíðarskipulagi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Vangaveltur eru uppi um a› áttunda sæti Reykjavíkurlistans ver›i skipa› borgarstjóraefni listans. Nafn núverandi borgarstjóra hefur veri› nefnt í flví sambandi. Samfylkingin heldur prófkjör vi› val á fulltrúum sínum. KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR OG INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Spjallað í góða veðr- inu við Tjarnargötu í gær. Ingibjörg Sólrún mun að líkindum ekki gefa kost á sér til setu í borgarstjórn, en hún skipaði áttunda sæti R-listans við síðustu kosningar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.