Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 52
Slyngur
í við-
skiptum
Það var á
margra vit-
orði á mánu-
daginn að
Magnús Þor-
steinsson í
Avion Group væri að kaupa Eim-
skipafélagið. Sjaldan lýgur al-
mannarómur, eins og kom á dag-
inn. Margir sem stunda viðskipti
geta lært mikið í samningatækni
af Magnúsi, sem þarf ekki að
greiða stóran hluta af kaupverð-
inu, níu milljörðum í formi
hlutabréfa í Avion, fyrr en í jan-
úar. Í tilkynningu Burðaráss til
Kauphallarinnar segir að „fjöldi
hluta verður endanlega ákvarð-
aður við skráningu Avion Group
í Kauphöll Íslands. Stefnt er að
skráningu Avion Group í Kaup-
höll Íslands eigi síðar en 31. jan-
úar 2006. Náist þetta markmið
ekki hafa stærstu hluthafar
Avion Group skuldbundið sig til
að kaupa áðurnefnda hluti af
Burðarási á sömu kjörum“.
Óskabarnið í
Hlíðarsmárann
Kaup Avion Group á Eimskipi
eru mikill ósigur fyrir alla þá
sem hafa haft allt á hornum sér
varðandi uppbyggingu atvinnu-
svæðisins í Smáranum í Kópa-
vogi. Smáralindin hefur fengið
sinn skerf frá heimsendamönn-
um í gegnum tíðina. Nú er ljóst
að öll meiriháttar ákvarðana-
taka í málefnum Eimskipa flyst
frá Sundunum yfir í Hlíðarsmár-
ann, þar sem hinar nýju höfuð-
stöðvar Avion eru til húsa. Áður
hafði Eimskipafélagið drottnað
yfir miðbæ Reykjavíkur um ára-
tugaskeið. Hversu öfugsnúnir
geta hlutirnir orðið þegar stjórn-
un Eimskipa er meira og minna í
Kópavogi, sem seint verður tal-
inn mikill hafnarbær. Hvað gera
Kópavogsbúar næst, hugsa mið-
bæjarrotturnar með hryllingi.
Gamall
draugur
Ú t g e r ð a r -
menn vita
varla hvort
þeir eiga að
gráta eða
hlæja yfir
þeim tíðind-
um að Þórólf-
ur Árnason sé orðin forstjóri
Icelandic Group (SH). Þórólfur
kom, eins og frægt er orðið, við
sögu í olíusamráðinu sem mark-
aðsstjóri Olíufélagsins ESSO.
Maðurinn sem átti þátt í því að
hýrudraga útgerðina er nú allt í
einu farinn að selja fisk fyrir
hana.
8 5,9 1/2Átta Fylkismenn hafa dottið úr leik á undanförnum miss-erum vegna slita á krossböndum í hné. Eignarhlutur Færeyinga í Eimskipafélagi Íslands íprósentum. Konur sem eru nýútskrifaðar frá Viðskipta-háskólanum á Bifröst fá helmingi lægrilaunen karlar, samkvæmt könnun sem var
gerð meðal fyrrverandi nemenda.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
410 4000 | www.landsbanki.is
B2B | Banki til bókhalds
Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna
Fyrirtækjabanki
B A N K A H Ó L F I Ð