Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 72
1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
TAK
TU
ÞÁT
T!
Taktu þátt þú gætir unnið: Meet the fockers
Lemony Snicket´s A Series Of Unfortunate Events
• Meet the parents SE • Aðrar DVD myndir
Kippur af Coke og margt fleira!
D3
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið
HA HA HA
HA HA!
Það er óhætt að segja að bandaríski
spéfuglinn Jim Rose hafi farið
eigin leiðir í skemmtanabransan-
um en hann hefur vakið heims-
athygli með sirkusnum sínum, þar
sem hann leiðir undarlegt fólk
fyrir áhorfendur og lætur það
fremja ýmsa stórundarlega gjörn-
inga sem engum heilvita manni
dytti í hug að reyna að leika eftir.
Sirkusinn hefur heldur betur
komið Rose á kortið en hann er
með eigin sjónavrpsþætti, hefur
skrifað metsölubækur og leikið í
kvikmyndum, tölvuleikjum og
sjónvarpsþáttum. Nægir þar að
nefna leik hans í The X-Files auk
þess sem sirkusinn hans hefur
komið við sögu í þætti um Simp-
son-fjölskylduna.
Langþráð Íslandsheimsókn
Rose hefur lengi haft hug á því að
sækja Ísland heim og lætur loks af
því verða í sumar. „Ég hef farið í
níu heimsreisur með sirkusinn og
að þessu sinni vildi ég endilega
koma við á Íslandi,“ segir banda-
ríski furðufuglinn Jim Rose, sem
hefur vakið mikla athygli með
furðufuglasýningu sinni sem hann
kallar Sirkus Jim Rose. „Ég gaf út
bók ekki alls fyrir löngu og útgef-
andinn minn var um svipað leyti að
gefa út bók um Ísland. Bókin vakti
strax athygli mína og eftir að ég las
hana hef ég lesið miklu meira um
landið og er orðinn mjög forvit-
inn.“
Jim treður upp á Broadway
þann 28. júlí með sex manna fyrir-
bæragenginu sínu en ætlar einnig
að nota Íslandsheimsóknina til þess
að kynna sér land og þjóð. „Maður
fer örugglega eitthvað út í sveit og
svo verður maður eitthvað fullur
og timbraður í Reykjavík.“ Forsala
aðgöngumiða á þennan undarlega
sirkus hefst á www.event.is í dag
en almenn miðasala byrjar í versl-
unum Skífunnar á föstudaginn.
Það er óhætt að segja að sýning
Jims sé ekki fyrir viðkvæma og
aldurstakmark er því 18 ár en auk
þess sem furðufyrirbærin hans
setja músagildrur á tungur sínar,
gleypa rakvélablöð og herðatré
lyfta þau rafgeymi úr bíl með geir-
vörtum sínum og skjóta sér úr fall-
byssu. Þetta er aðeins brot af því
sem Rose ætlar að bjóða upp á á
Broadway og hann segist stefna að
því að brydda upp á einhverjum
nýjungum fyrir Íslendinga.
Klámstjarna og sirkusdrottning
„Ég er að láta finna rafknúna
sláttuvél fyrir mig og að öllum lík-
indum munn einn manna minna
tylla henni á efri vör sína. Annars
er ég alltaf að breyta um mannskap
og atriði. Þegar ég kem til Íslands
verður glæsileg sirkusdrottning,
BeeBee, í för með mér. Hún er gull-
falleg og við munum skjóta henni
úr fallbyssu þannig að það má seg-
ja að hún leysi Hómer Simpson af í
því atriði þar sem hann kemur ekki
með okkur.“ Rose bætir því við að
BeeBee geri ýmsar aðrar kúnstir
með kynfærum sínum en nánari út-
listanir á því eiga ekki heima í jafn
sómakæru blaði og Fréttablaðinu.
„Hinn gullfallega og glæsilega
Amber lætur einnig til sín taka
með okkur. Hún er 22 ára og hefur
leikið í nokkrum klámmyndum.
Hún leikur listir sínar með svipu
og lyftir lóðum með brjóstunum. Í
lok sýningarinnar dreifum við svo
helling af smokkum yfir áhorfend-
ur og sá sem er svo heppinn að fá
bláan smokk fær að eyða klukku-
stund með Amber baksviðs. Amber
kann einnig mjög vel við konur
þannig að það breytir engu þó blái
smokkurinn falli ekki karlmanni í
skaut. Verði kona fyrir valinu má
svo alltaf skoða skipti og fá ein-
hvern kraftakarlinn til að hlaupa í
skarðið fyrir Amber,“ segir Rose
og hlær svo óræðum hlátri að það
er ekki nokkur leið að átta sig á
hvort honum er alvara.
Heimsfrægur eftir mótorhjólaslys
Rosa vann árum saman í sirkus
áður en hann sló í gegn undir eigin
nafni. „Ég þvældist með en var
mest í því að selja kók og pulsur á
sýningum þangað til ég hækkaði í
tign og varð áhættuleikari með það
hlutverk að stökkva á mótorhjóli
yfir 48 bíla. Ég lenti einu sinni
mjög illa og þar með var endi bund-
inn á þennan feril minn. Þá fór ég
að þróa sýninguna mína og stjórna
nú vinsælasta sirkus Bandaríkj-
anna.“
Jim er óspar á lýsingarorðin
þegar hann lýsir því sem hann
hefur upp á að bjóða. „Við færum
ykkur fegurð, kynlíf og hefðbundin
sirkusatriði. Sumt er vissulega
sjokkerandi en þetta er fyrst og
fremst grín. Af og til gerum við
eitthvað sem gengur alveg fram af
fólki en þetta smellur saman í eina
heild og stórkostlega skemmtun.
Þetta er yfirgengileg furðufugla-
sýning en við tökum okkur aldrei
of hátíðlega. Þetta er groddalegur
kabarett og það má aldrei gleyma
því að þetta er grín. Áhorfendur
hlæja mikið og við erum að draga
fram fegurðina í því sem er kyn-
þokkafult og nærgöngult. Sýningin
er mjög hröð og það er eitthvað að
gerast í öllum hornum á sama
augnabliki. Þetta er kraftaverka-
sýning sem jafnast á við það magn-
aðasta úr Biblíunni og þó miðinn
tryggi fólki sæti þá getið þið bókað
það að þið sitjið spennt á brúninni
frá upphafi til enda.
Það skemmtilegasta sem ég geri
er að fylgjast með áhorfendum
horfa á ósköpin, líta undan og loka
augum. Það er það eina sem fólk
getur gert þegar því ofbýður en
þegar upp er staðið er þetta bara
léttgeggjað grín.“
thorarinn@frettabladid.is
Eins og kunnugt er hefur eilífðar-
rokkarinn Bob Geldof unnið að því
hörðum höndum að setja saman
Live 8 tónleika í stíl við þá tónleika
sem haldnir voru fyrir tuttugu
árum og kölluðust Live Aid. Í gær
staðfesti hann tónleikana endan-
lega á blaðamannafundi í London.
Aðaltónleikarnir verða haldnir í
London Hyde Park en einnig verða
tónleikar í Fíladelfíu, París, Róm
og Berlín. Þeir verða sýndir á
breiðtjaldi í sjö borgum um allt
Bretlandi auk þess sem þeir verða
sýndir beint á BBC TV og útvarp-
að.
Meginstefið á tónleikunum
verður að fá átta ríkustu löndin til
þess að fella niður skuldir þróun-
arríkjanna en leiðtogafundur
þeirra verður einmitt haldin í
Skotlandi á þessum sama tíma.
Auk þess vilja þeir að markaðir
verði opnaðir fyrir löndin og að
auknu fjármagni verði varið í
hjálpar – og uppbyggingarstarf.
Fyrri Live Aid tónleikarnir
voru haldnir þann þrettánda júlí
árið 1985 til þess að vekja athygli á
hungursneyðinni í Afríku. Þá söfn-
uðust fjörutíu milljónir punda,
sem samsvarar rúmlega fjórum
milljörðum íslenskra króna en
þessir tónleikar eru ekki fjár-
söfnun.
Fjöldi tónlistarmanna mun taka
þátt í þessum tónleikum og þó
nokkrir sem voru með fyrir tutt-
ugu árum, þar á meðal U2, Sting og
Sir Paul McCartney. ■
JIM ROSE Hefur gert geggjaða hluti á sviði í 15 ár auk þess sem hann hefur leikið liða-
mótalausan morðingja sem engin bönd héldu í The X-Files. Hann hefur einnig náð svo
langt að koma við sögu í Simpsons-þætti þar sem hann skaut sjálfum Hómer Simpson úr
fallbyssu.
Fegurðardrottningu
skotið úr fallbyssu
BOB GELDOF OG RICHARD CURTIS
Tilkynntu á blaðamannafundi í gær að Live
8 2005 yrðu haldnir 2. júlí.
Ævint‡ri› endurvaki›
G
ET
TY
N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
S