Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 44
Á síðustu árum hefur átt sér stað vaxandi umræða um kosti og galla hinna ýmsu aðferða sem mæla viðhorf og skoðanir hópa. Margir af virtustu fræðimönnum heims á sviðum markaðs- og sál- arfræða hafa bent á ákveðna galla skoðanakannana. Gagnrýnisradd- irnar segja að skoðanakannanir séu í mörgum tilfellum slakt tæki til að mæla skoðanir og viðhorf fólks. Greinahöfundar taka undir þessa gagnrýni og vilja í þessari grein skýra út þau sjónarmið sem liggja þar að baki. Skoðanakannanir eru slakt rannsóknartæki þegar margir þættir móta viðhorf fólks. Þetta eru t.d. spurningar þar sem svör eru háð smekk, löngun fólks og mannlegum eiginleikum: 1. Gætir þú hugsað þér að kaupa þessa tilteknu vöru? 2. Finnst þér þjónusta tiltekins fyrirtækis vera slæm eða góð? 3. Ert þú ánægð(ur) í þínu starfi? Skoðanakannanir eru hins vegar nothæft rannsóknartæki þegar fáir þættir móta skoðanir fólks eins og á við um þegar t.d. er spurt um hver hegðun fólks var í fortíðinni: 1. Hvaða stjórnmálaflokk kaust þú í síðustu alþingiskosning- um? 2. Reykir þú eða reykir þú ekki? 3. Hvaða tegund af bíl átt þú? Helsta áhyggjuefni undirritaðra er það að skoðanakannanir eru í dag notaðar í miklu mæli til að svara spurningum sem falla í fyrri flokkinn þ.e. þær eru notað- ar til að afla þekkingar sem ekki er hægt að afla með skoðanakönn- unum. Á síðasta ári eyddu íslensk fyrirtæki 1,2 milljörðum í að rannsaka skoðanir og viðhorf fólks og fór mikill meirihluti þess fjár í að framkvæma skoðana- kannanir. Og þar sem verulegur hluti spurninganna eru í fyrr- nefnda flokknum er líklegt að ís- lensk fyrirtæki séu að eyða nokk- ur hundruð milljónum í skoðana- kannanir sem gagnast lítið sem ekkert. Af hverju eru skoðanakannan- ir slakt rannsóknartæki í svo mörgum tilfellum? Ástæðan er að mannshugurinn er flóknari en svo að hægt sé að rannsaka hann til hlítar með jafn takmarkaðri að- ferðafræði og skoðanakannanir eru. Aðalmálið hér snýst um með- vitaðar og ómeðvitaðar hugsanir. Skoðanakannanir ráða ágætlega við að rannsaka meðvitaðar hugs- anir en eru slakt tæki þegar þarf að skoða þær ómeðvituðu. Kjarni málsins er hins vegar sá að ákvarðanir fólks og viðhorf mót- ast að miklu leyti ómeðvitað. Einstaklingur hefur fimm skynfæri sem taka inn 11 milljón- ir eininga af upplýsingum á hver- ri sekúndu. Vísindamenn hafa áætlað að mannshugurinn geti unnið meðvitað úr mest 40 eining- um á sekúndu og að 16 einingar á sekúndu séu nærri lagi. Það eru því varkárar niðurstöður fræði- manna þegar þeir áætla að 95% af öllum hugsunum séu ómeðvitaðar. Þeir sem vilja kynna sér þessi fræði er bent að lesa efni eftir Harvard-prófessorana Gerald Zaltman og Jeromy Kagan eða að kynna sér niðurstöður rannsókna taugafræðingsins Antonio Damasio. SKOÐUM TVÖ RAUNVERULEG DÆMI: „Ef þú ætlar að kaupa farsíma- þjónustu, hvort velur þú frekar Símann eða Og Vodafone?“ Hér er verið að spyrja fólk að einhverju sem það getur ekki metið auðveldlega. Ákvörðunin um val á milli fyrirtækjanna er flókin og er margt sem getur haft afgerandi afleiðingar á ákvörðun- ina sem ekki er hægt að mæla í könnunum. Einhver gæti t.d. hæg- lega sagt „Síminn“ en lent svo í því að velja „Og Vodafone“ fljót- lega eftir að viðkomandi var spurður. Að baki geta legið ein- faldar ástæður eins og jafnvel sú að viðkomandi hafi verið á leið í Símann í Kringlunni en af því að þar var töluverð röð þá fór við- komandi í verslunina á móti þar sem færri voru, þ.e. verslun Og Vodafone. Ertu ánægð(ur) með opnunar- tíma þjónustuvers VÍS? Hér er verið að spyrja fólk að einhverju sem það hefur hugsan- lega enga skoðun á. Fáir vita hver raunverulegur opnunartími er og þeir sem vita það ekki gera oft ráð fyrir því að opnunartíminn sé svipaður og annarsstaðar og segja því gjarnan „já“. Þar með mælist „ánægja“ sem ekki er endilega til staðar. Ef opnunartími VÍS væri rannsakaður með öðrum aðferð- um myndi hugsanlega koma í ljós að fólk væri hvorki ánægt né óánægt með opnunartímann. Ef einhver reynir að hafa samband við fyrirtæki og lendir í því að búið sé að loka þarf það ekki endi- lega að skapa óánægju í garð fyrirtækisins. Þegar skoðanakannanir eru notaðar til að rannsaka viðhorf sem hafa margar forsendur getur það verið algerlega háð orðalagi spurningarinnar hvert svarið verður. Margir muna eftir spurn- ingunni: „Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkja- manna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera með á listanum?“ Þarna er orðið hernaðaraðgerðir beinlínis notað til að kalla fram neikvæð viðbrögð enda sögðu langflestir „nei“. Hvað ef spurn- ingin hefði verið orðuð þannig: „Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja það að harð- stjóranum Saddam Hussein verði komið frá völdum í Írak eða á Ís- land ekki að vera með á listan- um?“ Mörgum þykir að þetta sé ekki sama spurningin en það eru yfirleitt aðeins þeir sem eru með fyrir fram mótaða skoðun á mál- inu. Þeir sem eru hlynntir málinu finnst síðari spurningin réttari. Og þá er spurt: Hvor spurningin er réttari? Og svarið er ekki hægt að finna; það er háð skoðunum þess sem spurður er. Niðurstaðan: Það er ekki hægt að nota skoðana- kannanir til að rannsaka þetta mál til hlítar; til þess eru allt of marg- ar forsendur og hliðar til á málinu svo að hægt sé að afgreiða það með einni tölu. Hér birtist einn angi skoðanakannana sem er að verða æ algengari: að skoðana- kannanir séu notaðar sem áróð- urstæki þ.e. að spurning sé sett þannig fram að hún kalli fram hagstæð svör fyrir þann sem spyr. Sem umhugsunarefni þá væri hægt að spyrja sig hvor valkost- urinn væri vænlegri í þeirri stöðu ef líf manns lægi við og brýn nauðsyn væri að fá læknisráð. Væri skynsamlegt að leggja skoð- anakönnun fyrir 800 lækna eða að tala í 1 klst. við 2-3 lækna, einn í einu? Að ræða ítarlega við fáa er betra en að fá yfirborðskennd svör frá mörgum. Þennan sann- leika ættu stjórnendur fyrirtækja að hafa í huga þegar þeir fjárfesta í markaðsrannsóknum. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Kosningin um stjórnarskrá Evrópu vekur spurningar: Vill Vestur-Evrópa hlaupa í skjól hafta? Þórlindur Kjartansson Óhætt er að fullyrða að ákaflega lítill hluti franskra kjósenda hafði fyrir því að pæla sig í gegnum ríflega þrjú hundruð blaðsíðna stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en þeir höfnuðu henni í atkvæðagreiðslu um helgina. Það að stjórnarskráin sé svo löng og ítarleg bendir til þess að sú ætlun að búa til raunverulega stjórnar- skrá hafi mistekist, enda er óhætt að slá því föstu að grundvallar- lögum um mannréttindi og valdmörk hins opinbera ætti að vera hægt að koma til leiðar á mun hnitmiðaðri hátt. Kjósendur í gömlu hornsteinum Evrópusambandsins hafa hins vegar hugann við allt annað en stjórnarskrána. Bágt efnahags- ástand og efasemdir um gagnsemi Evrópusambandsins ráða mestu um skyndilegt bakslag í Evrópusamrunanum. Þeir sem hafa trú á meginhugmyndum Evrópusambandsins ættu líklega að fagna því að nú sé kominn hemill á valdaútrás Evrópu- sambandsins. Það vekur hins vegar ugg að forsendur óánægjunnar í garð Evrópusambandsins eru í mörg- um tilfellum einmitt margir helstu kostir sambandsins. Ótti við samkeppni frá nýju aðildar- ríkjunum og ótti við frjáls viðskipti og frjálsa búsetu eru nefnilega ráðandi hvað varðar þetta bakslag í Frakklandi. Margir af helstu kostum Evrópusam- bandsins, út frá efnahagslegu sjónar- miði, eru orðnir að blórabögglum í aug- um almennings í löndum þar sem atvinnuleysi er mikið og hagvöxtur lítill vegna of mikilla afskipta ríkisins. Íbúar í tveimur mikilvægustu ríkj- um Evrópusambandsins, Frakklandi og Þýskalandi, hafa mátt þola stöðnun í hagkerfum sínum á síðustu árum og svo virðist sem pólitísk viðbrögð felist fyrst og fremst í friðþægingu við kjós- endur í stað nauðsynlegra aðgerða til lausnar vandanum. Flókið regluverk í atvinnulífi, lítil hvatning til nýsköpunar, þunglamaleg velferðarkerfi og fyrirsjáanleg kollsteypa vegna eftirlaunaskuldbindinga í gömlu stórveldunum á meginlandi Evr- ópu eru tæplega uppskrift að hagvexti og athafnaþrótti. Og á meðan þessi gömlu stórveldi barma sér yfir bágri stöðu bíða ný- frjáls ríki Austur-Evrópu færis til þess að nýta sér öll þau færi sem aukið frelsi færir þegnum þeirra. Hætta er á að ríki Vestur-Evrópu snúist til varnar í stað þess að tileinka sér þá sömu bjartsýni. Umræðan um mögulega inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur litast mjög af tveimur þáttum. Annars vegar telja margir for- svarsmenn í atvinnulífi að kostir Evrópusambandsins, einkum hinnar sameiginlegu myntar, auki samkeppnishæfni í útflutningi. Hins vegar er ótti við að Íslendingar missi völd yfir sjávarauðlind- um sínum. Þetta tvennt skiptir auðvitað verulegu máli en miklu meira máli kann að skipta hvort stóru ríkin í Vestur-Evrópu bregðist við efna- hagsvanda sínum með því að þvinga aðildarríkin til að hækka skatta og auka hömlur í viðskiptalífi. Ef kjósendur í Frakklandi voru að mótmæli frelsi í viðskiptum og búsetu með kosningunni á sunnudaginn hlýtur það að kveikja efasemdir í huga þeirra sem hingað til hafa trúað að Íslandi sé betur borgið sem hluta af Evrópu- sambandinu. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Þórlindur Kjartansson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEF- FANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heim- ili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Engar blöðrur eftir? The New York Times | Hagfræðiprófessorinn og pistla- höfundurinn Paul Krugman skrifar um fasteigna- verð í Bandaríkjunum í New York Times. Hann segir að margt bendi til þess að fasteignaverð hafi nú náð slíkum hæðum að líklegt sé að þróunin fari á sama veg og hlutabréfamarkaðurinn gerði árið 2000. Hann nefnir til sögunnar ýmis teikn sem geti bent til þess að húsnæðisbólan í Banda- ríkjunum sé að springa. Hann segir að svo virðist sem bandaríski seðlabankinn hafi beinlínis tekið ákvörðun um að koma af stað nýrri bólu um leið og hlutabréfabólan sprakk. Þessa kenningu fær hann lánaða frá öðrum hagfræðingi, Paul McCulley, sem sagði árið 2001 að bankinn myndi lækka vexti mjög hratt og það myndi leiða til mikillar hækkunar hús- næðisverðs, en afleiðingar þeirrar hækkunar yrðu áframhaldandi neyslufyllerí Bandaríkjamanna. Ef þessi ferill rofnar og húsnæðisverð lækkar skarpt getur það hins vegar steypt hagkerfinu í djúpa lægð. Nú, þegar bæði hlutabréf og fasteignir hafa farið í gegnum fáránlegar hækkanir með stuttu millibili, getur orðið erfitt að finna nýja bólu sem viðheldur trú bandarískra neytenda á eigin ríki- dæmi. Hagkerfi heimsins að hruni komið? The Economist | Fram kemur í The Economist að OECD hafi í nýlegri skýrslu sinni lækkað hagvaxt- arspá fyrir Evrópu og Japan og að hættulegt ójafn- vægi hafi skapast í hagkerfi heimsins. Segir OECD gengi dollarans allt of hátt vegna afskipta asískra banka og þá sérstaklega Kínverja, sem vilji umfram allt halda dollaranum eins háum og mögulegt sé. Afleiðingin af þessu sé gríðarlegur viðskiptahalli í Bandaríkjunum, þensla í Kína og að hagkerfi heimsins reiði sig um of á eftirspurn Bandaríkjamanna eftir vörum. Eftirspurn í Bandaríkjunum hvíli svo á lántökum og áfram- haldandi grósku á fasteignamarkaðnum. Hagfræð- ingar hafa að undanförnu varað ríkisstjórnir heims við því að svona geti þetta ekki haldið áfram. Spurningin sé bara hvenær og með hversu miklum látum þetta hrynji allt saman. OECD bind- ur helst vonir við að gömlu Evrópu takist að koma aftur á heilbrigðu jafnvægi. Til þess þurfi þó margt að lagast enda frammistaða evrópskra hag- kerfa ekki verið merkileg á undanförnum misser- um. U M V Í Ð A V E R Ö L D Ótti við sam- keppni frá nýju aðildarríkjunum og ótti við frjáls viðskipti og frjálsa búsetu eru nefnilega ráðandi hvað varðar þetta bakslag í Frakklandi. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l thkjart@markadurinn.is Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri Fortuna O R Ð Í B E L GSögurnar... tölurnar... fólkið... Hinir ýmsu gallar skoðanakannana Ingimar Helgason verkefnisstjóri hjá Fortuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.