Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 36
Apple-fyrirtækið hefur gefið
það út að næsta út-
gáfa tónlistarforrits-
ins iTunes muni gera
notendum kleift að
finna og gerast áskrif-
endur að svokölluðum
podcasts, eða stafræn-
um útvarpsþáttum.
Podcasts eru útvarps-
þættir sem hægt er að
sækja á netinu með
réttum búnaði.
,,Í næstu útgáfu Itunes sem
mun koma út innan 60 daga
verður búnaður sem gerir
fólki kleift að hala inn og
gerast áskrifendur að staf-
rænum útvarpsþáttum,“
segir í yfirlýsingu fyrir-
tækisins.
Slíkir útvarpsþættir
njóta síaukinna vinsælda
meðal notenda stafrænna
spilara. Hver sem er
getur búið til slíkan þátt
heima í stofu, einungis
þarf til hljóðnema, tölvu og
nettengingu.
Þrátt fyrir nafnið er ekki
nauðsynlegt fyrir hlustendur
podcast-þátta að eiga iPod-spil-
ara. Til eru ógrynnin öll af for-
ritum sem gera mönnum kleift
að hala slíka þætti inn á staf-
ræna spilara, hvort sem þeir
heita iPod eða eitthvað annað.
Líklegt þykir að Apple-menn
séu með þessu nýja útspili sínu
að tryggja að notendur iPod-
spilarans haldi tryggð við
iTunes-forritið. - jsk
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN8
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Þórlindur Kjartansson
skrifar
Sú iðja að sækja tónlist og bíómyndir á netið hefur
verið eigendum höfundarréttar mikill höfuðverkur
síðustu ár. Flestir heyrðu fyrst af þessum mögu-
leika þegar Napster-hugbúnaðurinn fór eins og
eldur í sinu milli netverja.
Síðan hefur Napster látið af ólöglegu atferli en
svo virðist sem í hvert einasta skipti sem lokað er
fyrir eina slíka þjónustu spretti önnur og aflmeiri
upp. Öflugasta skiptiþjónustan á netinu um þessar
mundir er Bit Torrent. Gagnamagnið sem fer um
netið vegna Bit Torrent er gríðarlegt og er áætlað
að á milli þriðjungur og helmingur allrar umferðar
á netinu í heiminum sé vegna sendinga á tónlist og
kvikmyndum í gegnum kerfi Bit Torrent. Óhætt er
að ætla að yfirgnæfandi meirihluti þessara send-
inga sé kolólöglegur þar sem verið sé að senda efni
sem varið er að höfundarrétti.
Lögregluyfirvöld víða um heim reyna hvað þau
geta til að berjast gegn þessari ólöglegu starfsemi.
Í síðustu viku braust bandaríska alríkislögreglan
til atlögu við tíu meinta höfuðpaura í Bit Torrent-
samfélaginu í kjölfar þess að nýjasta Star Wars-
myndin var komin í ólöglega dreifingu áður en hún
var frumsýnd.
Þetta er ekki óvenjulegt. Mjög oft er hægt að
nálgast ólögleg eintök af bíómyndum á netinu að-
eins nokkrum klukkutímum eftir frumsýningu eða
jafnvel fyrr. Við vitnaleiðslur í Bandaríkjaþingi
um umfang netþjófnaðar fyrir skemmstu kom
meðal annars fram að myndin hafi verið komin á
netið nokkrum klukkutímum eftir frumsýningu,
þaðan hafi hún svo borist bæði til Kína og Rúss-
lands þar sem verksmiðjur hófust umsvifalaust
handa við að þrykkja myndina á DVD-diska og
eftir minna en viku voru ólöglegir DVD-diskar
með myndinni komnir í sölu í Bandaríkjunum.
Kvikmyndaiðnaðurinn telur að árlega tapist um
þrír og hálfur milljarður Bandaríkjadala vegna
þjófnaðar, sem samsvarar um 230 milljörðum ís-
lenskra króna.
Hér á landi hefur ólöglegt innhal á tónlist og
bíómyndum verið þeim vandkvæðum háð að sér-
staklega er rukkað fyrir innhal frá útlöndum. Þetta
gæti þó verið að breytast nú eftir að netþjónustur
hafa breytt þessari stefnu sinni. Íslenskir netverj-
ar notast margir hverjir við DC++ samskiptaforrit
til þess að sækja efni á netþjóna innanlands. Eftir
því sem notendur eru stórvirkari, þeim mun betri
aðgang fá þeir að efni. Þessi starfsemi er enn í
ágætum blóma þrátt fyrir að lögregla hafi gert inn-
rás á heimili nokkrurra stórnotenda síðasta haust
og handtekið suma þeirra.
Meðal úrræða sem stjórnvöld hafa viljað grípa
til í því skyni að stemma stigu við þjófnaði hug-
verka hefur verið skattlagning á geisladiska og
DVD-diska. Þegar stungið var upp á þessari leið á
Íslandi fyrir nokkrum árum varð það tilefni
mikilla deilna og mótmæla og var mun lægri skatt-
ur settur á en til stóð.
Sú leið hefur nú verið farin í Svíþjóð að setja
sérstakan skatt á bæði geisladiska og DVD-diska
en þar var í síðustu viku samþykkt ný löggjöf um
vernd höfundarréttar. Þar voru einnig tekin af öll
tvímæli um að ólöglegt sé að hala inn efni sem
varið er af höfundarréttarlögum. Hingað til hefur
það þótt vera á gráu svæði hvort ólöglegt sé að
taka við efni með þeim hætti þótt engin tvímæli
séu um að dreifing og sala á ólöglegu efni sé ólög-
leg.
Hundraða milljarða tjón
vegna ólöglegs innhals
Yfirvöld í Bandaríkjunum tóku fasta nokkra af umsvifa-
mestu dreifendum efnis í Bit Torrent-samfélaginu eftir
að nýjustu Star Wars-myndinni var stolið fyrir frumsýningu.
Talið er að allt að helmingur netumferðar í heiminum sé
vegna gagnasendinga með þeim búnaði.
Samkvæmt nýrri bandarískri rann-
sókn tvöfaldast líkur á því að ung-
lingur grípi til ofbeldis verði hann
vitni að ofbeldisglæp þar sem skot-
vopn koma við sögu.
Felton Earls, prófessor við
Harvard-háskóla, segir að helst megi líkja ofbeldi við smitsjúkdóm:
„Ef tekst að koma í veg fyrir einn glæp má koma í veg fyrir smit, það
er að segja að fleiri glæpir verði framdir í kjölfarið af þeim sem urðu
vitni að glæpnum“.
Earls leggur til að skólar kenni börnum að forðast ofbeldi: „Stund-
um er rétt að bjóða hinn vangann. Þetta verður að kenna nemendum á
unga aldri“. - jsk
EKKI OPINBERA ÚTGÁFAN Þessi útgáfa af spánnýrri Star Wars-myndinni lítur út fyrir að koma beint frá lögmætum framleiðanda en í
raun er framleiðslan kolólögleg og eigendur höfundarréttarins fá ekki krónu fyrir söluna.
Ap
m
yn
d
Nýjung hjá iTunes
Ný útgáfa forritsins mun gera fólki kleift að hala inn stafræna
útvarpsþætti af netinu.
Bandaríski herinn hefur á undan-
förnum árum reitt sig í auknum
mæli á tölvuleiki til þess að
hvetja ungt fólk, einkum unga
karlmenn, til að skrá sig í herinn.
Tölvuleikurinn America's
Army er netleikur þar sem leik-
endur taka þátt í ýmsum hern-
aðaraðgerðum og þurfa að leysa
þrautir sambærilegar við þær
sem tíðkast í æfingabúðum her-
manna. Bandaríkjaher telur að
leikurinn dragi úr neikvæðri
ímynd hersins hjá ungu fólki og
auki líkur á því að ungt fólk velji
herinn sem starfsvettvang.
Leikinn er hægt að nálgast á
netinu en verið er að hanna út-
gáfur fyrir vinsælar leikjatölvur
á borð við X box frá Microsoft og
PlayStation frá Sony. - þk
Samsung hefur brotið blað í sjónvarpstækni með framleiðslu á fjöru-
tíu tommu sjónvarpsskjá sem byggist á svokallaðri OLED-tækni.
Tækið er aðeins örfárra sentimetra þykkt og búast má við
að fljótlega verði hægt að framleiða stór sjónvarpstæki
sem eru aðeins um þriggja sentimetra
þykk.
Myndgæði í OLED-skjáum eru sambæri-
leg eða betri en bæði LCD- og plasmaskjáir
bjóða upp á en búast má við að nokkur ár
líði þar til örþunn OLED-sjónvörp verða fá-
anleg á viðráðanlegu verði í raftækjaversl-
unum. Þó telja sérfræðingar að aðferðir
Samsung geti skilað vörunni á markað fyrr
en ella því mögulegt verður að notast við
sömu framleiðslulínur og verksmiðjur
fyrir nýju tæknina og nú eru notuð við
framleiðslu á LCD- og plasmaskjám. - þk
Netverslun hefur aukist í Bret-
landi um 30 prósent síðan í febr-
úar á meðan önnur verslun hefur
minnkað um 4,2 prósent.
Ríflega tuttugu milljónir
breskra neytenda versluðu á net-
inu í apríl og eyddu samanlagt
175 milljörðum króna.
James Roper, talsmaður fyrir-
tækisins IMRG, sem fylgist með
netverslun Breta, hafði þetta um
málið að segja:
,,Breskir neytendur vita að
verslunarmenn hafa árum saman
okrað á þeim með því að bjóða
upp á hátt verð og slaka þjónustu.
Internetið gerir þeim kleift að
bera saman verð og þjónustu á
auðveldan máta. Breskir neyt-
endur hafa greitt atkvæði með
lyklaborðum sínum.“
Netsala er nú 7 prósent af
heildarsölu og spáir IMRG að
2010 verði þetta hlutfall orðið 20
prósent. - jsk
Ofbeldi
smitandi
SMITANDI
Í nýrri bandarískri
rannsókn er of-
beldi líkt við
smitsjúkdóm.
Auka áhuga á Bandaríkjaher
Flatskjáir verða enn þynnri
Netverslun eykst í Bretlandi
VERSLAR ENN UPP Á GAMLA MÁT-
ANN Æ fleiri breskir neytendur kjósa þó að
versla á netinu.
APPLE IPOD Notendur spilarans
og Itunes-forritsins geta bráðum halað nið-
ur stafrænum útvarpsþáttum af netinu.
Stelpustrákar
Efni sem líkja eftir kvenkyns-
hormóninu estrógen og finnast
meðal annars í plasti geta hægt
á þroskaferli ungra drengja.
Rannsókn var gerð á mæðr-
um sem áttu von á drengjum og
komust reglulega í snertingu
við efnin og reyndust drengirn-
ir hafa óeðlilega hátt hlutfall
kvenhormóna þegar þeir komu
úr móðurkviði auk þess sem
kynfæri margra drengjanna
höfðu ekki náð eðlilegum
þroska.
Fred vom Saal, prófessor við
Missouri-háskóla, segir aukið
hlutfall kvenhormóna í líkama
drengja geta haft slæmar af-
leiðingar: „Þetta getur leitt til
atferlisbreytinga. Drengirnir
verða líklega ljúfari í umgengni
en gengur og gerist. Við gætum
hreinlega þurft að endurskil-
greina karlmennskuna“.
Umhverfisverndarsinnar
hafa farið fram á að efnin sem
um ræðir verði bönnuð. - jsk
SYLVESTER STALLONE Móðir hans komst
líklega ekki í snertingu við plastefni á með-
göngunni.