Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 22
Haustið undirbúið Taktu frá þær bækur sem þú þarft ekki að nota næsta haust og settu í kassa og merktu hann. Bækurnar fyrir næsta vetur skaltu setja upp í hillu þar sem þú getur gengið að þeim í haust.[ ] MYNDAVÉLIN: Farið er inn á allar helstu stillingar á myndavélinni, þ.a.m. hraði, ljósop, dýptarskerpa, ljósmæling, lýsing, linsur, súmm, ISO, White balance, pixlar, RAW/JPEG MYNDATAKAN: Myndbyggingarreglur. Myndataka – almennt, landslandsmyndatökur, næturmyndatökur, norðurljósamyndatökur, nærmyndir, portrett. Ýmis góð ráð við myndatöku veitt sem koma að góðum notum. LJÓSMYNDASTÚDÍÓ: Myndataka - Portrett í Studíói. Notkun ljósa í stúdíói, mismunandi lýsing, notkun flassmælis, hvernig á að búa til einfalt og ódýrt heima stúdíó. TÖLVAN: Færa myndir yfir á tölvuna, setja myndir í möppur, koma skipulagi á myndasafnið og skráningu mynda, setja leitarorð á myndir, afrita myndir á milli mappa, skipta um nafn á myndum, snúa myndum við, skoða allar upplýsingar um myndir, setja myndir yfir á geisladisk eða DVD, senda myndir með tölvupósti, prenta út myndir. PHOTOSHOP: Lagfæra myndir, taka burt atriði úr myndum, kroppa myndir, skipta um bakgrunn, gera myndir svart/hvítar, gera myndir brúntóna, setja lit á hluta af myndum, breyta myndum með effectum, setja ramma utan um myndir, minnka myndir, dekkja og lýsa myndir, auka og minnka kontrast í myndum, vista myndir. Hópur A 6., 8. og 9. júní kl. 18-22 Hópur B 13., 15. og 16. júní kl. 18-22 Verð kr. 14.900. Skráning og nánar i uppl . á l josmyndar i . is eða 898-3911. Le iðb . Pá lmi Guðmundsson 12 klst. námskeið í stafrænni ljósmyndun og myndvinnsluí t fr i lj i l Gítarnámskeið hefst 6. júní 4 vikur, 8 einkatímar sími: 581 1281 • gitarskoli@gitarskoli.is Björn Þorsteinsson segir markmiðið að láta börnin brjóta heilann og taka þátt í uppgötvun þekkingar. Um miðjan júní tekur HÍ á sig nýstárlegan og ungæðislegan blæ þegar Háskóli unga fólks- ins hefur annað starfsár sitt. Nemendur skólans verða á aldrinum 12 til 16 ára og í boði verða 25 námskeið úr hinum ýmsu deildum og skor- um Háskóla Íslands. „Nemendurnir raða sjálfir sam- an þeim námskeiðum sem þeir hafa áhuga á, en úrvalið endur- speglar þá miklu breidd sem rúmast innan Háskóla Íslands,“ segir Björn Þorsteinsson, verk- efnastjóri Háskóla unga fólksins. Skólahald stendur yfir í tvær vikur og eru nemendur að jafn- aði fjórar klukkustundir á dag á námskeiðum, en kennt er frá kl. 10-17. „Kennt er í öllum helstu byggingum á háskólasvæðinu og ef marka má skólastarfið í fyrra verða þau ansi heimavön eftir þessar tvær vikur,“ segir Björn. „Flestir kennarnir eru kenn- arar við Háskóla íslands, en einnig hafa framhaldsnemar reynst vel í þessu starfi. Aðal- lega er þetta fólk sem hefur gaman af því að vera með krökk- unum og miðla þekkingu sinni til þeirra á lifandi hátt,“ segir Björn. Meðal þess sem nemendum stendur til boða er að kynna sér eðli, eiginleika og notkunarm- öguleika vetnis, fylgjast með eðlisvísindunum að verki í lífi Ragnars Reykáss, ræða fjöl- skyldutengsl og kynlíf unglinga, fræðast um upphaf alheimsins og líf úti í geimnum, greina kynjamunstur og kynhlutverk, tala um fótbolta á þýsku og rann- saka fugla og plöntur innan borg- armarkanna. „Svo virðist sem stjörnufræð- in ætli að verða vinsælasta nám- skeiðið okkar í ár, þar sem stjörnur verða skoðaðar gegnum sjónauka á Hawaii og annað spennandi,“ segir Björn. Námskeiðin segir Björn snú- ast um að veita nemendunum innsýn í fræðigreinarnar þar sem þau eru látin brjóta heilann og taka þátt í uppgötvun þekk- ingarinnar. „Ég tel að þetta eigi eftir að hafa mótandi áhrif á krakkana, og þau eigi eftir að hafa miklu betri hugmynd en áður hvað felst bak við þessi stóru nöfn fræðigreinanna,“ segir Björn. Upplýsingar um skólann og skráning er á vefsíðunni www.ung.is og þar má að auki sjá kvikmynd sem gerð var um skól- ann í fyrra. kristineva@frettabladid.is Fjarnámskeiðið hjá ljosmynd- ari.is er á sérstöku tilboðs- verði þessa dagana. Fjarnámskeið hjá ljosmyndari.is eru í gangi allt árið en í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að námskeiðin voru sett á laggirnar verður veittur tuttugu prósenta afmælisafsláttur af námskeiðs- gjaldi til og með 7. júní. Fjarnámskeiðið hentar fólki sem kemst ekki á venjuleg nám- skeið. Hver nemandi fær eigin síðu sem hann vinnur einn með og getur skoðað ítarlegt námsefni og fróðleik hvenær sem er. Námskeiðið stendur yfir í 90 daga og leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson. Skráning fer fram á ljosmyndari.is. Fjarnámskeiðið tveggja ára Stjörnurnar skoðaðar og rætt um fótbolta á þýsku Myndir nemenda ljosmyndari.is eru oftar en ekki afar glæsilegar. Krakkar upplifa náttúr- una og iðka myndlist Myndlistarmennirnir Kristín María Ingimarsdóttir og Helga Jóhannesdóttir ætla að bjóða börnum á nýstárleg sumarnámskeið. Myndlistarmennirnir Kristín María og Helga hafa búið í Mos- fellsbæ um árabil. Þær voru sam- mála um að bæta þyrfti við nám- skeiðaflóruna í bænum og hafa því skipulagt spennandi og fjöl- breytt sumarnámskeið þar sem sköpunargáfa barna fær að njóta sín á sem flestum sviðum. „Þetta er í rauninni myndlist- arnámskeið en við byggjum þetta þannig upp að krakkarnir fá að gera ýmislegt og upplifa margt sem þau nota svo í myndlistina. Þetta námskeið snýst sem sagt ekki um að setjast niður og teikna heldur verður þetta heildarupp- lifun og náttúran hér í kring mun spila stórt hlutverk,“ segir Krist- ín. Kristín og Helga hafa báðar víðtæka reynslu af starfi með börnum. Helga hefur staðið fyrir ýmsum námskeiðum um land allt og kennir þar að auki myndlist í grunnskóla og í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. Kristín María hefur kennt fólki á öllum aldri myndlist og hreyfimyndagerð og hefur mikla reynslu af hvers kyns námskeiðahaldi. Þær Helga og Kristín ætla sjálfar að kenna á námskeiðinu en hafa einnig fengið til liðs við sig aðra listamenn til að gera við- fangsefnin sem fjölbreyttust. Innritun stendur yfir en nám- skeiðið verður í boði dagana 8. til 23. júní og aftur seinni part sumars frá 8. til 22. ágúst. Krakkarnir fá að prófa ýmislegt spennandi á námskeiðinu og nota síðan reynsluna í myndlistinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.