Fréttablaðið - 01.06.2005, Page 22
Haustið undirbúið
Taktu frá þær bækur sem þú þarft ekki að nota næsta haust og settu í kassa og merktu hann.
Bækurnar fyrir næsta vetur skaltu setja upp í hillu þar sem þú getur gengið að þeim í haust.[ ]
MYNDAVÉLIN: Farið er inn á allar helstu stillingar á myndavélinni, þ.a.m. hraði, ljósop, dýptarskerpa, ljósmæling, lýsing, linsur, súmm,
ISO, White balance, pixlar, RAW/JPEG
MYNDATAKAN: Myndbyggingarreglur. Myndataka – almennt, landslandsmyndatökur, næturmyndatökur, norðurljósamyndatökur,
nærmyndir, portrett. Ýmis góð ráð við myndatöku veitt sem koma að góðum notum.
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ: Myndataka - Portrett í Studíói. Notkun ljósa í stúdíói, mismunandi lýsing, notkun flassmælis, hvernig á að búa til
einfalt og ódýrt heima stúdíó.
TÖLVAN: Færa myndir yfir á tölvuna, setja myndir í möppur, koma skipulagi á myndasafnið og skráningu mynda, setja leitarorð á myndir,
afrita myndir á milli mappa, skipta um nafn á myndum, snúa myndum við, skoða allar upplýsingar um myndir, setja myndir yfir á
geisladisk eða DVD, senda myndir með tölvupósti, prenta út myndir.
PHOTOSHOP: Lagfæra myndir, taka burt atriði úr myndum, kroppa myndir, skipta um bakgrunn, gera myndir svart/hvítar, gera myndir
brúntóna, setja lit á hluta af myndum, breyta myndum með effectum, setja ramma utan um myndir, minnka myndir, dekkja og lýsa
myndir, auka og minnka kontrast í myndum, vista myndir.
Hópur A 6., 8. og 9. júní kl. 18-22 Hópur B 13., 15. og 16. júní kl. 18-22 Verð kr. 14.900.
Skráning og nánar i uppl . á l josmyndar i . is eða 898-3911. Le iðb . Pá lmi Guðmundsson
12 klst. námskeið
í stafrænni ljósmyndun og myndvinnsluí t fr i lj i l
Gítarnámskeið hefst 6. júní
4 vikur, 8 einkatímar
sími: 581 1281 • gitarskoli@gitarskoli.is
Björn Þorsteinsson segir markmiðið að láta börnin brjóta heilann og taka þátt í uppgötvun þekkingar.
Um miðjan júní tekur HÍ á sig
nýstárlegan og ungæðislegan
blæ þegar Háskóli unga fólks-
ins hefur annað starfsár sitt.
Nemendur skólans verða á
aldrinum 12 til 16 ára og í
boði verða 25 námskeið úr
hinum ýmsu deildum og skor-
um Háskóla Íslands.
„Nemendurnir raða sjálfir sam-
an þeim námskeiðum sem þeir
hafa áhuga á, en úrvalið endur-
speglar þá miklu breidd sem
rúmast innan Háskóla Íslands,“
segir Björn Þorsteinsson, verk-
efnastjóri Háskóla unga fólksins.
Skólahald stendur yfir í tvær
vikur og eru nemendur að jafn-
aði fjórar klukkustundir á dag á
námskeiðum, en kennt er frá kl.
10-17. „Kennt er í öllum helstu
byggingum á háskólasvæðinu og
ef marka má skólastarfið í fyrra
verða þau ansi heimavön eftir
þessar tvær vikur,“ segir Björn.
„Flestir kennarnir eru kenn-
arar við Háskóla íslands, en
einnig hafa framhaldsnemar
reynst vel í þessu starfi. Aðal-
lega er þetta fólk sem hefur
gaman af því að vera með krökk-
unum og miðla þekkingu sinni til
þeirra á lifandi hátt,“ segir
Björn.
Meðal þess sem nemendum
stendur til boða er að kynna sér
eðli, eiginleika og notkunarm-
öguleika vetnis, fylgjast með
eðlisvísindunum að verki í lífi
Ragnars Reykáss, ræða fjöl-
skyldutengsl og kynlíf unglinga,
fræðast um upphaf alheimsins
og líf úti í geimnum, greina
kynjamunstur og kynhlutverk,
tala um fótbolta á þýsku og rann-
saka fugla og plöntur innan borg-
armarkanna.
„Svo virðist sem stjörnufræð-
in ætli að verða vinsælasta nám-
skeiðið okkar í ár, þar sem
stjörnur verða skoðaðar gegnum
sjónauka á Hawaii og annað
spennandi,“ segir Björn.
Námskeiðin segir Björn snú-
ast um að veita nemendunum
innsýn í fræðigreinarnar þar
sem þau eru látin brjóta heilann
og taka þátt í uppgötvun þekk-
ingarinnar. „Ég tel að þetta eigi
eftir að hafa mótandi áhrif á
krakkana, og þau eigi eftir að
hafa miklu betri hugmynd en
áður hvað felst bak við þessi
stóru nöfn fræðigreinanna,“
segir Björn.
Upplýsingar um skólann og
skráning er á vefsíðunni
www.ung.is og þar má að auki sjá
kvikmynd sem gerð var um skól-
ann í fyrra.
kristineva@frettabladid.is
Fjarnámskeiðið hjá ljosmynd-
ari.is er á sérstöku tilboðs-
verði þessa dagana.
Fjarnámskeið hjá ljosmyndari.is
eru í gangi allt árið en í tilefni
þess að tvö ár eru liðin frá því að
námskeiðin voru sett á laggirnar
verður veittur tuttugu prósenta
afmælisafsláttur af námskeiðs-
gjaldi til og með 7. júní.
Fjarnámskeiðið hentar fólki
sem kemst ekki á venjuleg nám-
skeið. Hver nemandi fær eigin
síðu sem hann vinnur einn með og
getur skoðað ítarlegt námsefni og
fróðleik hvenær sem er.
Námskeiðið stendur yfir í 90
daga og leiðbeinandi er Pálmi
Guðmundsson. Skráning fer fram
á ljosmyndari.is.
Fjarnámskeiðið tveggja ára
Stjörnurnar skoðaðar og
rætt um fótbolta á þýsku
Myndir nemenda ljosmyndari.is eru oftar
en ekki afar glæsilegar.
Krakkar upplifa náttúr-
una og iðka myndlist
Myndlistarmennirnir Kristín
María Ingimarsdóttir og
Helga Jóhannesdóttir ætla að
bjóða börnum á nýstárleg
sumarnámskeið.
Myndlistarmennirnir Kristín
María og Helga hafa búið í Mos-
fellsbæ um árabil. Þær voru sam-
mála um að bæta þyrfti við nám-
skeiðaflóruna í bænum og hafa
því skipulagt spennandi og fjöl-
breytt sumarnámskeið þar sem
sköpunargáfa barna fær að njóta
sín á sem flestum sviðum.
„Þetta er í rauninni myndlist-
arnámskeið en við byggjum þetta
þannig upp að krakkarnir fá að
gera ýmislegt og upplifa margt
sem þau nota svo í myndlistina.
Þetta námskeið snýst sem sagt
ekki um að setjast niður og teikna
heldur verður þetta heildarupp-
lifun og náttúran hér í kring mun
spila stórt hlutverk,“ segir Krist-
ín.
Kristín og Helga hafa báðar
víðtæka reynslu af starfi með
börnum. Helga hefur staðið fyrir
ýmsum námskeiðum um land allt
og kennir þar að auki myndlist í
grunnskóla og í Myndlistarskóla
Mosfellsbæjar. Kristín María
hefur kennt fólki á öllum aldri
myndlist og hreyfimyndagerð og
hefur mikla reynslu af hvers kyns
námskeiðahaldi.
Þær Helga og Kristín ætla
sjálfar að kenna á námskeiðinu en
hafa einnig fengið til liðs við sig
aðra listamenn til að gera við-
fangsefnin sem fjölbreyttust.
Innritun stendur yfir en nám-
skeiðið verður í boði dagana 8. til
23. júní og aftur seinni part
sumars frá 8. til 22. ágúst.
Krakkarnir fá að prófa ýmislegt spennandi
á námskeiðinu og nota síðan reynsluna í
myndlistinni.